Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 3. desember 1975. TíMINN 17 íslend- ingar fóru of seint í gang — frábær leikkafli þeirra í byrjun síðari hálfleiks bjargaði þeim frá stórtapi gegn Noromönnum Páll Björgvinsson og Olaf- ur Benediktsson voru hetjur íslenzka landsliðsins í gærkvöldi — þegar það náði að vinna upp 6 marka forskot Norðmanna og jafna 15:15, eftir frábæran leikkafla í byrjun síðari hálfleiksins. Þessi góði leikkafli dugði þóekki, þar sem Norðmenn voru sterk- ari á endasprettinum — Pal Bye, hinn snjalli mark- vörður, varðl þá tvö víta- köst á stuttum tíma — og sigur Norðmanna 19:17, varð staðreynd. tltlitiö var ekki gott i fyrri hálf- leiknum, sem var algjör martrbð fyrir Islendinga. Norðmenn gátu þá leyft sér nær allt, sem þeir vildu gegn sundurlau.su landslioi okkar. Islenzku leikmennirnir voru oft á tiðum eins og viðvaningar i vörn og sókn — en i sókninni þvældust þeir fyrir hverjum öörum og allur leikur þeirra eftir þvi. Þaö sést bezt á þvi, að þeir skoruðu aöeins 7 mörk úr 26 sóknarlotum. Það hefur einhverntima þótt saga til næsta bæjar, að islenskt landslið hefði ekki frambærilegum lang- skyttum á að skipa, en svo var ekki i þessum leik. Þau fáu lang- skot, sem voru reynd i fyrri hálf- leiknum, misheppnuðust flest, eða þá að Pál Bye varði þau örugglega. Enda fór það svo að leikmenn voru hættir að reyna langskot og mátti stundum sjá aðeins tvo útispilara inná, með fjórum linumönnum. Norðmenn náðu fljótlega 5 marka forystu og þeir höfðu yfir 13:7 i hálfleik. Norðmenn, sem léku brosandi siðustu minútur hálfleiksins, voru greinilega ánægðir meö lifið — nær allt sem þeir geröu heppnaðist, enda var mótspyrnan litil. Þeir mættu greinilega of sigurvissir til leiks i siðari hálfleik og leyfðu sér þann munaðað láta varamarkvörðinn i PALL BJÖRGVINSSON... átti einn stjörnuleikinn I gærkvöldi. Hér sést hanii skora eitt af 10 mörkum sinum. (Timamynd Gunnar). markið — fyrir Pál Bye. Vanmat þeirra kom þeim i koll, þvi að is- lenzku leikmennirnir meö Pál Björgvinsson, sem aðalmann i sóknarleiknum og Ólaf Bene- diktsson fyrir aftan sterka vörn, mættu ákveönir til leiks og söxuðu smátt og smátt á forskot Norðmannanna — og þegar mun- urinn varð aöeins tvö mörk (15:13) létu þeir Pál Bye aftur i markiö. Það stöðvaði ekki is- lenzka liðið, sem tókst að jafna 15:15 á 12. min. hálfleiksins og siðanaftur 16:16. A þessum kafla var Jeikur islenzka liðsins mjög góöur — 10 sóknarlotur gáfu þvi 9 mörk. En Adam var ekki lengi I Para- dis, Ölafi Einarssyni var visað út- af i 5 minútur, fyrir óþarft brot — danglaði i Norðmann. Norðmenn kqmust yfir 17:16 og siðan voru dæmdar tafír á islenzka liöið. Þá varði Bye vitakast frá Páli og Norðmenn skoruðu 18:16. Þegar Ólafur kom aftur inná, þá minnkaði hann muninn i 18:17, — en Norðmenn svara strax og innsigla sigurinn 19:17. Norska liðið er greinilega i mikilli framför, þaö sýndu leik- menn liösins i fyrri hálfleik, en sigurvissan varð þeim að falli I siðari hálfleiknum. Norðmenn hafa yfir að ráða mórgum góðum leikmönnum og mjög fjölhæfum Islendingar geta t.d. öfundað þá af hornamönnum, sem skoruðu 6 mörk úr hornum i leiknum. Annars skiptust mörkin þannig hjá Norðmönnum: Gjerde 7 (5 víti), Hunsager 2, Furuseth 3 , Nessom 4, Hansen 2 og Tyrdal, eitt. -SOS. SKALLA- AAARK KIDD — tryggði Arsenal jafntefli gegn Liverpool BRIAN KIDD tryggöi Arsenal jafntefli (2:2) gegn Liverpool á Anfield Road I gærkvöldi, I ensku 1. deildarkeppninni, þegar hann skoraði jöfnunarmark Lundunar- liðsins með skalla, þegar aðeins 3 min. voru til ieiksloka. Fram að þvi hafði farið fram háflgerð vlta- spyrnukeppni — Neal skoraoi tvö mörk úr vltaspyrnum fyrir Liverpool, en Alan Ball skoraði úr vitaspyrnu fyrir Arsenal. Páll oq Ólafur hetiur íslendingo þeir héldu íslenzka lioinu á floti með stórgóðum leik BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON... fékk fáar sendingar á linuna til að vinna úr. Hér er brotið gróflega á honum og vltakast dæmt. (Tlma- mynd Gunnar). Páll Björgvinsson og ólafur Benediktsson léku aðalhlut- verkin gegn Norðmönnum — þessir tveir afburða hand- knattleiksmenn héldu islenzka liðinu á floti. Páll dreif is- lenzka liðið áfram með dugn- aði sinum og hörku — og skor- aði ails 10 mörk i leiknum. Hann var á ferðinni allan timann og var hann potturinn og pannan i aðgerðum is- lenzka liösins — skoraði 3 mörk með langskotum, 2 eftir hraðupphlaup, 3 úr vftaköst- um og 2 með gegnumbrotum. Ólafur varði eins og hetja i slðari hálfleiknum og var hann I sinum gamla góða ham. Hann varði þá 4 linuskot, eitt vitakast, eitt skot eftir hrað- upphlaup og eitt langskot — en i fyrri hálfleik varði hann 4 linuskot og 2 langskot. Annars voru leikmenn liðs- ins mjög daufir i fyrri hálfleik — lélegir I sókn og vörn. Að- eins tveir leikmenn Páll Björgvinsson (4) og Jón Karlsson (3) skoruðu mörk liðsins. Leikmennirnir notuöu breidd vallarins illa og einkenndist leikurinn á hnoði inn á miðjunni. Vörnin var ekki nógu hreyfanleg og vak- andi — opnaðist oft illilega. Hún lagaðist i siðari hálfleik, en þá var leikin flöt vörn, með Sigurberg Sigsteinsson sem aðalmann. Sóknarleikurinn varð þá beittari og hreyfan- legri. 1 fyrri hálfleik enduöu aðeins 7 sóknarlotur af 26 með mörkum, en I siðari hálfleik enduðu 10 sóknir af 18 með mörkum. Mörkin sem voru skoruð, skiptust þannig: — 6 eftir gegnumbrot, 6eftirlangskot, 3 úr vitaköstum og 2 eftir hrað- upphlaup. Eins og sést á þessu, þá var lfnuspilið ekki upp á marga fiska hjá Islenzka liðinu — ekkert mark var skorað af linu. Aftur á móti gáfu 2 lfnusendingar vitaköst, sem skorað var úr. Árangur einstakra leik- manna i leiknum, var þessi — fyrst mörk, siðan skot og þá knetti tapað. Páll 10—15—2 Jrin 3— 3—0 Ólafur 3— 8—4 Stefán 1— 2—0 Viggó 0— 4—1 Friðrik 0— 3—0 Björgvin 0— 0—1 Arni 0— 0—1 Sigurbergur 0— 1—1 Eins og sést á þessu, þá er nýting Islenzku leikmannanna ekki góð. — SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.