Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 3. desember 1975. TÍMINN 19 Landsþing iðnverkafólks: Fráleitt að styrkja enn frekar sam- keppnis- aðstöðu erlends iðnvarnings Mó-Reykjavik — Annað þing landssambands iðnverkafólks var haldið dagana 29. til 30. nóv. sl. i Reykjavik. Þingið sátu 36 fulltrúar frá þrem félögum. I lok þingsins var Björn Bjarnason Reykjavik kosinn form. sam- bandsins til næstu tveggja ára. A þinginu voru samþykktar ályktanir um kjaramál, fræðslu- mál og iðnaðarmál. Þar segir m.a.: Þingið litur svo á, að i launakjörum iðnverkafólks verði að taka meira tillit til starfs- þjálfunarog starfsmenntunar, en verið hefur til þessa. Slik breyting myndi leiða til meiri stöðugleika i vinnuafli iðnaðarins, og gera hann þar með hæfari i samkeppn- inni við erlenda framleiðslu. Þá var talið nauðsyn að koma á fót þjálfunarnámskeiöum fyrir iðnverkafólk. Einnig segir i ályktununum. — Alvarlegar vanefndir hafa ver- ið á loforöum rikisvaldsins við inngönguna i EFTA um stuðning við iðnaðinn til að mæta harðn- andi samkeppni erlends iðnvarn- ings, sem hóflaust flæðir inn i landið. Þingið telur þvi fráleitt að styðja frekar en gert hefir verið samkeppni erlends iðnvarnings frá löndum Efnahagsbandalags- ins, með fyrirhuguðum tolla- lækkunum, nú um næstu áramót. Tollamál iðnaðarins þarfnast rækilegrar endurskoðunar til að auðvelda uppbyggingu hans, og vart getur það talizt sæmandi, að iönaðurinn njóti ekki sambæri- legra kjara á rekstrarlánum og landbúnaður og sjávarútvegur. Hóskólabíó: Endursýnir 3 vinsælar myndir gébé—Rvik — Háskólabió hefur nú ákveðið aö taka til endursýn- ingar þrjár vinsælar kvikmyndir, og sýna þær hverja á eftir ann- arri. Háskólabíó hefur áður tekið upp slikar endursýningar á nokkrum myndum i röð, og hefur þetta mæizt vel fyrir hjá kvik- myndahúsgestum. Myndirnar verða aöeins sýndar i stuttan tima, eða þrjá daga hver, og eru gestir kvikmyndahússins beðnir að hafa það i huga, ef þeir vilja ekki missa af myndunum. Þessar þrjár myndir eru: A valdi óttans, gerð eftir sam- nefndri sögu eftir Alistair Mac- Lean, en sagan hefur komið út i isl. þýðingu og hefur hlotið geysilegar vinsældir eins og kvik- myndin. önnur myndin er Guð- faöirinn sem er ein þekktasta mynd sem gerð hefur verið á seinni timum, en sem kunnugt er hlaut hún fjölda Óskars- verðlauna. Framhald þessarar myndar, Guðfaðir II, verður væntanlega tekin til sýningar i Háskólabiói i byrjun næsta árs, en sú mynd hefur einnig hlotið fjölda verðlauna og mikla aðsókn, þar sem hún hefur verið sýnd. Þriðja og siðasta myndin, sem Háskólabió tekur til endursýning- ar, er bandariska myndin Málaðu vagninn þinn, en kvikmyndahús- inu hefur borizt fjöldi áskorana um að sýna myndina aftur. Þetta er bráðfyndinn og smellinn söng- leikur eftir Lerner og Loewe höf- unda „My fair lady”. Að lokum skal þess getið, að þetta eru allra siðustu forvöð að sjá þessar þrjár myndir, þvi þær verða allar send- ar úr landi að þessum sýningum loknum. ii— JÓLABINGÓ Jólabingó Framsóknarfélags Reykjavikur verður haldið i Sig- túni sunnudaginn 14. des. kl. 20.30. Fjöldi stórglæsilegra vinninga. Nánar auglýst siðar. Happdrætti Hóskólans: Tæpar 400 millj. í vinninga Miðvikudaginn 10. desember verður dregið i 12. flokki Happ- drættis Háskóla íslands. Að þessu sinni verða dregnir út 31,500 vinn- ingar að fjárhæð 397,800,000 krón- ur, eða tæpar 400 milljónir króna. Er þetta stærsti dráttur, sem fram hefur farið i happdrætti á íslandi til þessa. Til samanburðar má geta þess, að i fyrra voru dregnar út 176 milljónir króna i desemberdrættinum. Þessi geysi- lega veltuaukning varð vegna til- komu „FIMMFALDA TROMP- MIÐANS”, sem byrjað var að selja i byrjun þessa árs. Hæsti vinningur á TROMP- MIÐA f þessum flokki verður tiu milljónir króna og þar að auki koma tvær milljónir króna á hvorn heilmiðanna, E, F, G og H. Geturþvi samimaðurinn unnið 18 milljónir króna i þessum eina drætti, ef hann á TROMPMIÐ- ANN og FERNUR af sama númerinu. Auk þessa verða 9 vinningar á 500,000 krónur, 9 vinningar á 200,000 krónur og 18 aukavinning- ar á 100,000 krónur. 2,430 við- skiptavinir eiga kost á að hreppa 50,000 krónur. 21,015 geta öðlast 10,000 krónurog 5,000 króna vinn- ingarnir verða samtals 8,010. Drátturinn mun hefjast klukk- an eitt og honum mun ekki ljúka fyrr en eftir miðnætti. Yfir 40 manns munu vinna að fram- kvæmd þessa störa dráttar, þvi allt þetta starf er mjög timafrekt og mikil nákvæmnisvinna. Dag- inn eftir verða svo lesnar próf- arkir að vinningaskránni, sem vonandi verður tilbúin á föstudag. Útborgun vinninga hefst svo miðvikudaginn 17. desember. Verður borgað út daglega frá kl. 10 til kl. 16 (einnig i hádeginu) i AÐALSKRIFSTOFUNNI i Tjarnargötu 4. Á jörðu hér — síðasta bók Ólafs Tryggvasonar Nýkomin er út hjá Skuggsjá bók Ólafs Tryggvasonar A jörðu hér, sem er sjöunda og siðasta bók hans, en ólafur andaðist á Akureyri i febrúar á þessu ári. t formála tekur Kristján frá Djúpalæk svo til orða um höfund- inn: Fárra manna er svo djúpt saknað. Ótrúlega margir stóðu i þakkarskuld við hann. Ólafur var vitur maður og kærleiksrikur. Hann var einnig gæddur þeim sjaldgæfa eiginleika að geta miðl- að sjúkum og vanmáttugum læknandi orku. Þessi orkubrunn- ur átti ekki aðeins uppsprettu i hans eigin inni, heldur gat hann ausið af þeim lifgefandi lindum sem guðir gefa kjörbörnum sin- um vald til að fylla ker sitt i, til svölunar hinum aðframkomnu. Ólafur var kominn um sextugt, er hann fór að skrifa bækur, en hann kom fram sem fullveðja rit- höfundur strax með fyrstu bók sinni. — Ólafur var maður si- starfandi, en aldrei var hann svo önnum kafinn, að hann væri ekki reiðubúinn að ganga frá verki til ólal'ur Tryggvason að liðsinna sjúkum og sorgmædd- um, annaðhvort með persónu- legri snertingu eða helga þeim hugleiðslustund úr fjarska. Þessi þjónustustörf i anda Krists stund- aði hann lengst af ævi, og hin sið- ari ár hafði hann opna lækninga- stofu og viðtalstima eins og lækn- ir, og það með óvefengjanlegum árangri. 6. hljómleikar Sinfóniunnar: Vladimir Ashkenazy stjómar gébé Rvik — Sjöttu reglulegu tón- leikar Sinfóníuhljómsveitar is- lands verða haldnir f Háskólabfó fimmtudaginn 4. desember kl. 20:30. Stjórnandi er Vladimir Ashkenazy og einleikari rúmenski pianósnillingurinn, Radu Lupu, sem leika pianókon- sert Nr. 4 eftir Beethoven. önnur verk á efnisskránni verða Eg- mont forleikurinn eftir Beethoven og Sinfóniu nr. 1 eftir Brahms. Einleikarinn Radu Lupu er fæddur I Rúmeniu árið 1945. Píanónám hóf hann aðeins sex ára gamall, og kom fyrst fram opinberlega tólf ára. Seytján ára aðaldri vannhann til námsstyrks viðTónlistarskólann í Moskvu, en á námsárunum vann hann 1. verðlaun I Van Cilburn keppninni 1966 og Enescu keppninni 1967. Lupu settist að i London og kvæntistbrezkri stúlku. Hann var fljótlega eftirsóttur pianóleikari, og er nú kominn i fremstu röð ungra pfanóleikara i Evrópu og Bandarikjunum. Vladimir Ashkenazy hefur ný- lokið tónleikaför til Höfðaborgar og Nairobi I Afriku. Siðan hélt hann tónleika með Izthak Perl- mann i Brííssel og Paris, og skömmu fyrir komuna til Reykja- vikur nú, lauk hann við að leika inn á hljómplötur ásamt Perl- mann allar fiðlusónötur Beethov- ens. O Áætlanagerð framkvæmda i flugmálum þýddi það tvöföldun á framkvæmda- fénu. Að lokum sagði framsögu- maður, að þróun flugmála hefði verið mjög ör á siðustu árum og sitthvað áunnizt. Hins vegar væri þvi ekki að leyna, að litlu fé hafi verið varið til þessara mála, og þvi litið fé til skipta. En áætlanagerð, eins og sú sem hér væri fyrirhuguð ætti að tryggja það, að sem bezt nýting næðist úr þvi litla fé, sem til flug- mála er varið. ISÉÉSPIS Kanarí- eyjar Þeirsem áhuga hafa á ferðum til Kanaríeyja (Teneriffe) í febrú- ar, gefst kostur á ferð hjá okkur 19. febrúar (24 dagar). Gððar íbúðir, góð hótel. Sérstak- ur afsláttur fyrir flokksbundið f ramsóknarfólk. Hafið samband við skrifstofuna sem fyrst, að Rauðarárstíg 18. Sími: 24480. Reykjanes- kjördæmi Kjördæmisþing framsóknarmanna i Reykjaneskjördæmi verður haldið i Félagsheimili Kópavogs, efri sal, sunnudaginn 7. desem- ber og hefst kl. 10.00 f.h. Jón Skaftason alþm. ræðir stjórnmálaviðhorfið og Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur ræðir um ástand fiskistofnanna og svarar fyrirspurnum. Formenn flokksfélaga eru beðnir að huga að kjöri þingfulltrúa i félögum sinum og leggja fram kjörbréf i upphafi þings. Stjórn K.F.R. Kópavogur Freyja, félag framsóknarkvenna i Kópavogi heldur aðalfund sinn að Neðstutröð 4, fimmtudaginn 4. des. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. A fundinn mætir Jón Guðlaugur Magnússon, bæjarritari, og segir frá bæjarmálum og svarar fyrirspurnum. — Stjórnin. Framsóknarfélag Reykjavíkur Kristján Friðriksson flytur erindi sitt, Hag- keöju, sem fjallar um nýskipan efnahags- mála, einkum sjávarútvegs- og iðnaðarmála á fundi i Framsóknarfélagi Reykjavikur miövikudaginn 3. des. kl. 8.30 að Hótel Esju. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um efnahagsmál. Framsóknarfélag Reykjavikur. Framsóknarfélag Kjósasýslu Aðalfundur félagsins verður að Fólkvangi Kjalarnesi miöviku- daginn 3. des. kl. 20. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga. 2. Laga- breytingar. 3. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjör- dæmaþing Jón Skaftason mætir á fundinum. Kaffiveitingar fyrir þá sem óska. Félagar eru hvattir til aö mæta vel og stundvislega. Stjórnin. Keflavík Félag ungra framsóknarmanna i Keflavik heldur aöalfund sinn fimmtudaginn 4. des. kl. 20.30 i Framsóknarhúsinu, Austurgötu 26. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjör- dæmisþing. önnur mál. Mætið vel ogstundvislega. , Stjórnin. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Þórarinn Þórarinsson, alþingismaöur, verður til viötals á skrif- stofu Framsóknarflokksins að Rauðarárstig 18 laugardaginn 6. des. kl. 10-12 fyrir hádegi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.