Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.12.1975, Blaðsíða 20
 Miðvikudagur 3. desember 1975. Á ENSKU í VASABROTI f SIS-FOMJll SUNDAHÖFN fyrir góéan mut ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Hver verður forseti spænska þjóoþingsins? Reuter/Madrid. Ráögjafanefnd Jóhanns Karls, Spánarkonungs, tilnemdi I gær þrjá menn, sem hugsanlega i embætti forseta spænska þjóöþingsins, en kon- ungur mun slðan veija einn þess- ara manna til þess að gegna em- bættinu, að þvl er haft var eftir áreiðanlegum heimildum I gær. Talið, er að Jóhann Karl, hinn 37 ára konungur, muni brátt kunngera umfangsmiklar breytingar á stjórn sinni. Hinir þrir, sem ráðgjafanefndin til- nefndi i gær eru: Torcusto Mir- anda, fyrrum varaforsætisráð- herra, Licinio de la Fuente, fyrrv. félagsmálaráðherra og Emilio forseti spænska þjóðbankans. Embætti forseta þjóðþingsins er eitt hið virðingarmesta og áhrifa- mesta embætti á Spáni. Kínaheimsókn Fords: Ford og AAao rædd ust viðí gær Reuter/Peking. Ford, forseti Bandarikjanna er nú i opinberri heimsókn I Kina. Aðeins einn for- seti bandariskur hefur áður komið I opinbera heimsókn til Kina, þ.e. Richard Nixoh, forveri Fords i embætti. í gær átti Ford um 50 minútna langar viðræður við Mao Tse Tung, leiðtoga klnverska kommúnistaflokksins, og voru aðstoðarmenn og túlkar viðstadd- ir fund leiðtoganna. Hvorugur þeirra vildi neitt segja um, hvert hefði verið viðræðuefni leiðtog- anna. Þó er talið, að Mao hafi far; Spánn: Hefjast verkföll í byggingariðnao inum i dag? Reuter/Madrid. Einn helzti Ieið- togi spænskra kommúnista og sjö aðrir fylgismenn hans voru iátnir lausir I gær, eftir að hafa setið I gæzluvarðhaldi I tvær vikur. Simon Sanchez Monteri, sem er 60 ára að aldri, og hefur verið i framkvæmdastjórn spænska kommúnistaflokksins, var látinn laus I gær ásamt Armando Lopez Salinas, 50 ára, en Lopez er vel þekktur rithöfundur. Voru þeir úrskurðaðir i tveggja vikna gæzluvarðhald vegna ólöglegrar félagsstarfsemi. Þeir tveir og hinir fimm, sem látnir vorj lausir I gær, hafa allir verið yfirlýstir stuðningsmenn spænska kommúnistaflokksins. Ekki er ljóst, hvort frelsun mannanna sjö, sem látnir vorulausir í gær, er liður I náðun- um þeim, sem Jóhann Karl, Spánarkonugnur, kunngerði I sið- ustu viku. Marcelino Camacho, leiðtogi spænska kommúnista- flokksins var látinn laus sl. sunnudag. Camacho lýsti því þá strax yfir að náðanirnar næðu allt of skammt, þvi að þegar þær hefðu að fullu komið til fram- kvæmda, hefði einungis um 10% af hinum tvö þúsund pólitisku föngum Ilandinu, verið sleppt lir haldi. Heimildarmenn stjórnarand- stöðunnar I Madrid sögðu I gær, að leiðtogar verkamanna i byggingariðnaðinum hefðu ákveðið aö efna tii tveggja daga verkfalla, sem koma eiga til fram kvæmda I dag og er það mark- miðið með verkfallsaðgerðunum að mótmæla efnahagsáætlunum rlkisstjórnar landsins, sem lagð- ar voru fram 14. nóvember sl. Leiðtogar verkamanna I Villa- verd u, scin er skammt suður af Madrid, tilkynntu, að þar I bæ yrði algjört verkfall I dag af sömu ástæðum og verkfall byggingar- verkamanna I Madrid. I efnahagstillögum rikis- stjórnarinnar er gert ráð fyrir þvi, að laun megi ekki hækka meira en sem nemur 2 til 3% um- fram framfærslukostnað þann, sem stjdrnarskrifstofurnar i Madrid hafa reiknað út. Talið er, að stjórnarandstæð- ingar vilji fyrst gera tilraunir með verkfall i smáum stfl til þess að sjá, hverjar undir- tektir þær hijóti meðal alþýðu landsins, áður en gripið verði til róttækra ráðstafana. BP afhendir hluta- bréf sín í Kuwait olíufélaginu Reuter/Kuwait. BP og Gulf oil, sem er bandarlskt ollufyrirtæki hafa afsalað sér sameiginlegum eignarrétti slnum að Kuwait oliu- félaginu, KOC.i hendur stjórnar Kuwait, en fengu I staðinn 50.000.000 dollara I reiðufé,og jafn- hliða var gerður langtima samningur um það, að Kuwait sæi þessum tveimur oliufélögum fyrir nægum ollubirgðum. Upplysingar þessar komu fram I gær á fundi, sem oliumálaráð- herra Kuwait, Abdul Muttaleb Al Kaximi, efndi til með frétta- mönnum I gær. Eiga Kuwaitmenn nU einir KOC, en áttu áður 60% hlutafjárins. KOC framleiðir meginþorra allrarþeirraroliu, sem framleidd er f Kuwait, en þess má geta, að framleiðsla rikisins á, oliu minnk- aðium 25%siðasta mánuðmiðað við sama mánuð i fyrra. Samningaviðræður um afsal hlutabréfanna hafa nú staðið i átta mánuði. Kemur samkomu- lag þetta i kjölfar ákvörðunar Kuwait þings, sem gerði ráð fyrir þvi, að Kuwaitstjórn ætti ein öll hlutabréf i KOC. . ið þess á leit við Ford, að Banda,- rikjamenn gættu hófs I samskipt- um sinum við Sovétrikin varðandi hina svokölluðu ,,detente"-stefnu, sem gerir ráð fyrir þvi, að dregið verði úr spennu á sviði hernaðar og stjórnmála I Evrópu. Ford mun dveljast fimm daga i Kina, en þangað kom hann I fyrradag. Er gert ráð fyrir þvi, að hann reyni að fá kinverska ráða- menn til að undirrita samning um aukin samskipti Kina og Banda- rikjanna, sem ekki hafa verið sem bezt að undanförnu vegna óánægju Kína með-detente'stefnu Bandarikjahna og Sovétrikjanna. 77 létust í loftárás ísraela Reuter/Beirut/New York. 77 manns biðu bana I loftárás þeirri, sem Israelsmenn gerðu á palestinskar flóttamanna- búðir i Libanon I gær, 107 særðust. Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kvaðst i gær harma árás þessa og kvað hana draga úr friðarlikum I Mið- austurlöndum. Economist um herskipaverndina: „BRETAR RÓA Á RÖNG MIÐ' Orkuráðstefnan: Samkomulag náðist á Rómarfundinum Reuter/Róm. Fréttir frá Róm I gær hermdu, að leiðtogar EBE rlkjanna nlu, sem nú sitja á fundi I Róm, hefðu komizt að samkomulagi, sem gerir það mögulegt, að orku- og hráefnis- ráðstefnan, sem halda á i Parls siðar I þessum mánuði, verði haldin. Bretar hafa nií fallið frá kröfunni um að fá sérstakt sæti á ráðstefnunni og eiga þess I stað fulltrúa I sendinefnd EBE rikjanna. Bretar samþykktu i gær, að þeir myndu gera aðildarrlkjum Efnahagsbandalagsins, EBE, viðvart áður en komið yrði á innflutningshöftum i Bretlandi, að þvi er haft var eftir áreiðan- legum heimildum I Róm I gær. Samkvæmt reglum EBE er það háð samþykkt bandalagsins, ef aðildarriki ætlar að setja á inn- flutningshöft, en margir leiðtog- ar EBE rikjanna hafa óttazt, að Bretar ætluðu sér ekki að hlita vilja EBEI þessum efnum. Tal- ið er, að Bretar ætli sér að koma á umfangsmiklum innflutnings- höftum á vefnaðarvörum og skó- fatnaði. Þá var og samþykkt á fundin- um i Róm, að kosningar til sam- eiginlegs þings bandalagsins yrðu haldnar samtimis I sjö löndum i mai eða júni 1978. Bretar og Danir voru þeir einu, sem ekki vildu fastákveða tim- ann varðandi þetta atriði. Hið virta enska timarit, The Economist, fjallar um land- helgismálið i grein i siðasta tölublaöi ritsins. Bér yfirskrift greinarinnar heitið „Róið á röng mið", og er þar án efa átt við þá ákvörðun brezku stjórnarinnar að senda herskip til verndar brezku togurunum á íslandsmiðum. Segir I greininni, að 200 milna fiskveiðilögsaga verði brátt viðurkennd á alþjóðavettvangi og þvi séu engir framtiðarhags- munir tengdir þvi fyrir Breta, að veiða islenzka þorskinn. Þvi þurfi Bretar að einbeita sér að veiðum við heimastrendur, en slikt kosti auðvitað breyttar neyzluvenjur, nýja tækni I út- gerð og fiskiðnaði. Bretar eigi möguleika á þvi, að veiða meira en eina milljón tonna af lýsu á hverju ári, en það sé miklu meira aflamagn heldur en Bretar veiði nú samanlagt af öllum tegundum. Erfitt mun vera, segir The Economist að hanna flökunar- vélar til að iflaka lýsuna, en seg- ir að Þjóðverjar og Sviar hafi gert tilraunir i þá átt og álasar Bretum fyrir að hafa engar til- raunir á þessu sviði gert. Vestur-Þýzkaland: TILRAUNIR MEÐ SJÁVAR FISK í MENGUÐUAA ÁM Reuter/Munchen. Hin geigvæn- lega mengun I ám og vötnum I Evrópu, sem spillzt hafa vegna úrgangs frá iðjuverum, hefur út- rýmt lifriki vatnanna að miklu leyti. Mengun þessi felst meðal annars I þvl, að of mikið saltmagn berst I árnar frá iðjuverunum til þess að vatnafiskurinn geti þrifizt þar. Vestur-Þjóðverjar ætla bráð- lega að hefja tilraunir með að sleppa sjávarfiski I þær ár, sem vatnafiskurinn þolir ekki vegna of mikils saltmagns, að þvi er til- kynnt var af hálfu Max Planc rannsóknarstofnunarinnar I Vest- urrÞýzkalandi i gær. í tilkynningu stofnunarinnar i gær sagði, að fyrstu tilraunirnar yrðu framkvæmdar i ánni Werra, sem er i norðvesturhluta landsins, en sú á hefur spillzt m jög vegna salt- úrgangs frá Potash námasvæð- inu,sem er skammt handan landa- mæranna i Austur-Þýzkalandi. Flyðra verður annar þeirra sjávarfiska, sem tilraunirnar verða gerðar á. Er það álit vlsindamannanna við Max Planc. stofnunina að flyðran sé eiginlega eina fisktegundin, sem þolað getur breytilegt saltmagn ánna frá degi til dags en saltmagn i ánum minnkar mjög mikið um helgar, þegar engin framleiðsla er i verksmiðjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.