Tíminn - 04.12.1975, Page 1

Tíminn - 04.12.1975, Page 1
FLUGSTÖÐIN HF Simar 27122-11422 Leiguflug—Neyðarí lug HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER PRIMUS HREYFILHITARAR I VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 DÓMSMÁLARÁÐHERRA: Brotlegir togarar verða teknir ef þess er kostur MÓ-Reykjavik. Varðskipsfor- ingjarnir vita að það er minn vilji að þeir taki brotlega togara hvenær sem þeir geta án þess að stofna skipum sinum og manns- lifum í hættu — sagöi Ólafur Jó- hannesson dómsmálaráðherra við umræður um landhelgismál utan dagskrár i neðrideild AI- þingis I gær. Dómsmálaráðherra ræddi einnig nokkuð um sjúkraflutn- inga i þessu landhelgisstriði. Sagði hann að það heföi verið stefna stjórnvalda i öllum land- helgisstriðunum að neita ekki að taka við sjúkum mönnum. Þeirri stefnu ætti að fylgja, en þó yrði að vera vel á verði að þessi leyfi væru ekki misnotuð. Nefndi hann sem vitavert dæmi að póstur hefði verið sett- ur um borð i brezkt skip, sem komið hefði með mann til Norð- fjarðar. Þá sagði dómsmálaráðherra að ráðuneyti sitt hefði ritað utanrikisráðuneytinu bréf og beðið það að koma þeir:i skila- boðum til brezka sendiráðsins að litið yrði mjög alvarlegum augum, ef leyfi til sjúkraflutn- inga væru misnotuð. FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJAVÍKUR: 7,3 MILLJARÐAR — lokaafgreiðsla dregst vegna breytinga ó verkaskiptingu ríkis- og sveitarfélaga BH-Reykjavik. —Kjárhagsáætlun Rcykjavíkurborgar verður til fyrslu umræðu á fundi borgarstjórnar, sem hcfst kl. 1" i dag. Niðurstöðutölur hækka verulega frá þvi I fyrra, eða úr 5.9 mill- jörðum á siðastliðnu ári i 7.3 milljarða nú. Stærstu útgjaldaliðir fjárhagsáætlunarinnar eru: Gatnageröir og holræsi 1.4 milljarðar og félagsmál 1.2 milljaröar. Hæstu tekjuliðir cru nú áætlaðir útsvör 3.7 milljarðar og fram- lög úr jöínunarsjóði sveitarfélaga 1.1 milljarður. Undanfarin ár hefur lokaafgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram á tveim borgarstjórnarfundum og verið lokið fyrir jól Að þessu sinni er búizt viö, að svo geti ekki orðið, og staíar það af þvi, að afgreiöslu fjárlaga verður naumast lokið fyrr en rétt fyrir jól en fjárhagsáætlun borgarinnar verður að aígreiöast með tilliti til þeirra. Það heíur komið íram hjá fjármálaráðherra, að á döfinni séu breytingar á verkefnaskiptingu rikis og sveitarfélagai. þá leið að sveitarfel ogin fái stærri hlut söluskattsins og taki jaínframt að sér fleiri verkefni. Er naumast við þvi búizt, að íjárhags- áætlun borgarinnar verði afgreidd fyrr en þetta liggur ljóst fyrir BRETAR BRUTU REGL- URNAR MEÐ VILJA ---► o Missti vörp- una þrátt fyrir vernd Gsal—Reykja vik. Varðskip skar á báða togvira brezka togarans Boston Commanche GY-144, þar sem togarinn var að veiðum um 37 milur út af Gerpi i fyrrinótt. Þegar atburðurinn gerðist voru flest brezku skipanna sem hér eru, á veiðum undir vernd her- skipa, eftirlitsskipa og dráttarbáta. Myndin er tekin af brezka togaranum Boston Comm- anche úti fyrir Austfjörðum. Timamynd: Róbert. MISNOTKUN BRETA: Leyfisveitingar í endurskoðun Gsal—Reykjavik. Jú, við litum það mjög alvarlegum augum, að brezkt eftirlitsskip skuli mis- nota leyfi, sem veitt er á þeim forsendum, að koma sjúkum manni á sjúkrahús, sagði Pétur Sigurösson, forstjóri Land- helgisgæzlunnar I gærkvöldi. — Það hefur verið i athugun, sagði Pétur, að endurskoða leyfis- veitingar til brezkra skipa, vegna þess að I mörgum tilfell- um hcfur ekki verið um neyðar- tilfejli að ræða. — Miranda er stjórnarskip, og þótt það hafi almennar heimildir til samgangna við land, nær það ekki til að setja mann i land. Pétur Sigurðsson sagði, að veður færi mjög versnandi úti fyrir Austfjörðum, og þvi væri óvist hvenær eftirlitsskipið kæmi inn til Norðfjarðar til að sækja manninn. Landhelgis- gæzlan sendi i gær skeyti til Miröndu, þar sem þess var krafizt að skipið kæmi aftur til Neskaupstaðar og sækti frétta- manninn. Pétur kvað Land- helgisgæzluna ekki hafa fengið svarskeyti, og kvað óliklegt að skipstjórnarmenn á eftirlits- skipinu myndu svara skeytinu. Skeytið var sent til varðskips á miðunum, sem siðan kom skilaboðunum áleiðis til skip- stjórans á Miröndu. Að sögn Jóns Magnússonar, fulltrúa Landhelgisgæzlu, var skeytið efnislega á þá leið, að skip- stjóranum hafi verið gerð grein fyrir þvi, að hann hafi brotið það leyfi sem hann óskaði eftir, og þvi séu það fyrirmæli Land- helgisgæzlu, — i samráði við dómsmála- og utanrikisráðu- neyti tslands — að skipið sæki manninn aftur til Neskaupstað- ar. „Svikizt að okkur" r — segir Olafur Jóhannesson, dómsmólaráðherra Gsal-Reykjavik — Sá fáheyrði atburður gerðist i gærmorgun, er brezka eftirlitsskipið Miranda kom til Norðfjarðar með handleggsbrotinn mann, sem leyfi hafði fengist til að setja á land að þar sté á land brezkur fréttamaður, sem hafði verið um borð i eftirlitsskipinu. Fréttamaðurinn hafði engin leyfi til að koma inn i landið og með framferöi sinu brýtur hann bæði lög um vegabréfaskoðun og tollskoðun. Fréttamaðurinn sem heitir A. Mackfee fór frá borði með vit- und og vilja skipstjórans á Miranda, sem þar með brýtur á grófan hátt leyfi til að koma til Neskaupstaðar i neyðartilviki. Þegar Landhelgisgæzlunni bárust fregnir af þessum at- burði gerði hún þegar ráð- stafanir til þess að koma honum aftur til Neskaupstaðar, en þá var fréttamaðurinn lagöur af stað til Egilsstaða. Voru ráð- stafanir landhelgisgæzlu gerðar i samráði við dómsmála- og utanrikisráðuneyti. Skipstjóra á Miröndu hefur verið send orðsending frá Land- helgisgæzlu þess efnis, að skipin skuli koma aftur til Neskaup - staðar og sækja manninn. A. Mackfee var i gæzlu bæjar- fógetans á Neskaupstað i nótt, en eftirlitsskipið er væntanlegt i dag til aö sækja hann. SJ-Reykjavik — Þetta getur orðið til þess að við verðum að taka öðru visi á þessum málum og bresk skip fái ekki að koma meö slasaða menn til hafnar nema um alvarleg meiðsl sé aö ræða, sagði Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra, um at- burðina á Neskaupstað i gær. Blaðamaðurinn hefur svikizt að okkur með vitorði skip- stjórans á Miranda, að bvi er virðist. Ég er mjög leiður yfir þessum atburði, og hann getur orðið til þess að þessi mál verði tekin til endurskoðunar. Lézt eftir ótök við 16 óra pilt Gsal-Reykjavik — Tuttugu og eins árs gömul stúlka lézt i Keflavik i gærdag. Ekki er ljóst hver dánarorsökin er, en vitað er að unglingspiltur var að stimpast við stúlkuna skömrnu áður en hún lézt. Stúlkan vann i Brautarnesti i Keflavik. Pilturinn, sem er 16 ára, kom þangað inn og visaði stúlkan honum út einhverra hluta vegna. Kom til niinni háttar átaka milli þeirra. Fjögur vitni voru að -þessum atburði. Siðar þegar þau voru íarin út úr Brautarnesti og pilturinn einnig. var komið að stúlkunni látinni. Pilturinn er i haldi. Málið er i rannsókn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.