Tíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 4. desember 1975. Óðinn í nýj- um búningi VARÐSKIPIÐ Óðinn er nú tekið til við landhclgisgæzlu eftir miklar breytingar, sem gerðar voru á skipinu I Danmörku. Á myndinni hér fyrir neðan sést Óðinn, eins og varðskipið var, en myndin til hægri er tekin á miðunum i fyrradag. Með sainan- burði á þessum tveimur myndum má glöggt sjá þær breytingar, sem gerðar hara verib á varðskipinu, en að sögn Landhelgisgæ/.l unnar liggja cndanlegar kostnaðartölur ekki fyrir. Timamyndir: Róbert. „SENDI 3-4 ÞÚSUND RJÚPUR ÚT FYRIR JÓLIN" gébé Rvik— Nú þegar jólin fara að nálgast, verður vinum og ætt- ingjum þeirra Islendinga, sem erlendis búa, og ekki komast heim um jólin hugsað til þeirra, og hvað er betra að senda þeim en gamaldags islenzkan mat, til að gera jólahaldið hátiðlegt og likt þvi sem heima er. Nokkrar eru þær verzlanirnar i Reykjavik, sem taka að sér að senda matar- pakka fyrir fólk. Ein þeirra er Jónsval i Blönduhlið 2, sem Halldór Pétursson er eigandi að. Halldór sagði i viðtali við Timann, aðsennilega myndi hann senda um þrjú til fjögur þúsund rjúpur til útlanda fyrir jólin i ár, sem er veruleg aukning hjá hon- um frá þvf á sfðasta ári þegar hann sendi um 1700-1800 rjúpur. — I þessum jólapökkum eru hangikjöt, rjúpur, svinakjöt, harðfiskur og fleira, sagði Halldór, en við sendum matvörur út til íslendinga erlendis allt árið, þetta er ekki einungis um jólin. Yfir sumartímann eru það mest erlendir ferðamenn, sem við okkur verzla. — Við sendum mikið af reyktum laxi til Bandarikjanna, sagði Halldór, en til Evrópu þess- ar venjulegu sendingar, sem innihalda hangikjöt, harðfisk, dós af sviðum og sild Pakki sem þessi kostar um þrjú þúsund krónur og við sjáum um að senda hann áleiðis. Matarpakki frá Jónsvaii, sem lengst hefur farið, fór til Kenya, en einnig sagði Halldór að hann hefði sent matvæli til Urugay og Suður-Afriku. 1 S/ippfélagið íReykjavíkhf Má/ningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433og 33414 Halldór Pétursson heldur hér á matvælum, scm hann sendir út um allan heim og þá ekki sizt núna fyrir jólin. Eins og sjá má hefur Halldór sett upp jólasveinahúfu i tilefni jólakauptiðarinnar. Timamynd: Gunnar Fornihvammur: SLÆAA TÍÐ FYRIR RJÚPNAVEIÐINA gébé-Rvik. — Rjúpnaveiðimenn hafa verið heldur óhressir undan- farið yfir slæmri tið og Hafsteinn Ólafsson fréttaritari blaðsins i Fornahvammi sagði, að um siðustu helgi hefði veiði verið mjög lítil. — Framan af, eftir að veiðin hófst, var hún oft mjög góð, og fengu sumir veiðimannanna allt upp I sextiu rjúpur á dag. — Hingað koma aðllega veiðimenn frá Reykjavik og Suðurnesjum og gista oft, sagði Hafsteinn, enda er stutt fyrir þá að fara héðan i rjúpuna. Þá sagði Hafsteinn, að mikil hláka væri og leiðinleg tið þessa dagana, og t.d. hefði hann mælt 23,3 mm úrkomu einn sólar- hringinn. Snjóa hefur tekið mikið Tíminn er peningar Auglýsícf iTimanum upp og varla sést snjór á vegum, sem er m jög óvenjulegt á þessum árstima. Hækkun land- búnaðarvara frestað Gsal—Reyk javik. — Hækkun landbúnaðarvara, sem koma átti til framkvæmda 1. desember s.l., hefur verið frestað til 20. marz n.k. Á fundi rikisstjórnarinnar s.l. þriðjudag var lagt fram bréf frá Sexmannanefndinni, þar sem óskað var eftir þvi að land- búnaðarvöruhækkunin kæmi tii framkvæmda að loknu verð- stöðvunartimabili rikisstjórnar- innar þ. 20. marz. Rikisstjórnin samþykkti ósk nefndarinnar. Verð á landbúnaðarafurðum hefði átt að hækka um 1.16% 1. des.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.