Tíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 4. desember 1975. Boðskapur frá AAaggie Hún getur leyft sér — sem for- ingi stjórnarandstööunnar — að sneiöa hjá málefnalegum spumingum samkvæmt þekkt- um leiðum i' stjórnmálum. Hún einbeitir sér aö aöalatriðunum. Þannig náöi hún stórkostlegum árangri á siöasta flokksfundi brezka fhaldsflokksins i Black- pool. Þegar hún hafði lokið loka- ræöu sinni, stukku fulltrúarnir úr sætum sinum og fögnuðu henni meira en nokkrum Ihalds- foringja hefur verið fagnað I manna minnum. Hún sjálf segir aöeins: — Fólkiö var móttæki- legt fyrir þann boðskap sem ég bar þvl. Boðskapurinn var ekki nýr, en virtist vera svo stórkost- legur, af þvl að fyrirrennari hennar Edward Heath hafði á siðastliönum tiu árum alltaf veriö aö færast nær hugmynd- um verkamannaflokksins um meira lýðræöislegt öryggi sam- fara auknum rikisútgjöldum. Gælunafn hennar er „Steely Lady”. Hún er álitin vera rösk, tillitslaus, metnaðargjörn og köld. Hún er fyrsti kvenstjóm- arandstöðuforingi I sögu Bret- lands og hefur góða möguleika á að verða einn góðan veðurdag forsætisráðherra I hinu klassiska „karlmannalandi” — Bretlandi. Hún rikir nú i sömu timburklæddu skrifstofunni og Winston Churchill kunni aldrei við, af þvi að þá var hann i stjórnarandstöðú. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun mundi hún vinna, ef kosningar færu fram í Bretlandi i dag. 54 af hundraði þeirra sem „Marplan”stofnunin spurði, mundu greiöa thaldsflokknum atkvæði sitt, en aðeins 31 af hundraði Verkamannaflokkn- um. Hinir aöspurðu töldu lika foringja stjórnarandstöðunnar vera heiöarlegri, viðkunnan- legri, duglegri og mannlegri heldur en mótspilara hennar verkamannaflokksforingjann og yfirmann rikisstjórnarinnar, Harold Wilson. Margaret That- cher er bjartsýn á að komast I Downing Street 10. — A minum dögum hafa alli. foringjar íhaldsflokksins lika orðið, forsætisráðherrar. Ég vona að heföin haldi áfram. Aðspurð hvort Englandsætti sig við konu á forsætisráðherrastóli svaraði hún með sjálfsöryggi: — Það verður allt i lagi þegar þar að kemur. Erfiðleikar Bretlands byggjast á hugarfarslegri eymd, sem sósialisminn er ábyrgur fyrir, segir Mrs. Thatcher. Hún fordæmir opin- skatt jöfnunaraðferð sósialism- ans. Sósialistar hegna hinum duglegu með of háum sköttum, og telja fólki trú um fyrirfram að rekstrarafkoman yrði slæm. — Engin furöa, segir hún, — að svo margir af okkar beztu og duglegustu mönnum hyggist flytja úr landi. Tvöföld endurkoma Þeir Yul Brynner og Love Story höfundurinn Erich Segal áttu sameiginlega endurkomu i sviðs ljósið, ef svo má aö orði komazt. Brynner, sem hefur ekki staðið á sviði i 21 ár, er nú á leikferða- lagi um tiu borgir i Bandarikj- unum. Hann leikur aðalhlutverk ið I söngleiknum „Odyssee” eftir Erich Segal, sem hefur ekki komið niður á jörðina eftir „Love Story”. Söngleikurinn er vinsæll, og erfiðleikarnir felast aðeins I samskiptum við hótelin, sem Brynner gistir i. Hann pantar fyrirfram i hvert skipti: Dýnu af yfirstærð, ljósheld gluggatjöld, súkkulaðilit á her- bergi sinu, 12 nýorpin brún egg á hverjum degi og nægilegar birgðir af vintegundinni Chat- eau Gruaud La Rose. Hótelum- boðsmönnunum tókst ekki að gera skallastjörnunni til hæfis: Brynner kærði hóteláamstæð- una „Traders Vic” og krafðist einnar milljónar i skaðabætur fyrir matareitrun. ' wMhBhéhhhHHMBBKí „Mömmu og mér finnst mjög gaman að ferðinni, herra Jón!” Systir min er aldeilis heppin, segir Pétur litli viö vin sinn. —- Hún var i boði þar sem strákarnir urðu að gefa stelpun- um, annaöhvort súkkulaði- stykki eða koss þegar þeir heils- uöu þeim. — Og hvaö? — Hún fékk tólf súkkulaði- stykki! — Elskan hvað mundi gerast ef ég dæi skyndilega? spyr nýgifta eiginkonan mann sinn. — Ég hugsa að ég mundi sturlast, svarar eiginmaöurinn. — Og ég sem hélt, að þú mundir giftast aftur. — Hjartaö mitt, ég mundi að visu sturlast, en svo brjálaöur yrði ég ekki. Eldri maður vill ganga sjálf- viljugur i herinn. — Mér þykir þaö leitt, en þér eruð of gamall til þess að verða hermaöur, seg- ir varnarmálafulltrúi héraðs- ins. — Það getur verið, segir um- sækjandinn, — en vantar ykkur enga hershöfðingja? DENNI DÆMALAUSI „Segðu henni að ég sé að gera þig vitlausa, og að þú þurfir að fara að gefa mér aö borða.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.