Tíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. desember 1975. 5 „Súper-Lúðvík" Það hefur auðvitað ekki far- ið framhjá Þjóðviijanum frek- ar en öðrum, að staða Lúðvfks Jésefssonar hefur veikzt mjög að undanförnu vegna afstöðu hans til land- helgissamn- inganna. Þess vegna finnur blaðið sig knúið til aö rétta hlut hans mcö mikilli hól- grein um af- reksmanninn Lúðvlk, sem fylgismenn rikisstjórnarinnar eiga mjög að óttast sökum yfirburða hans. Málflutningur Lúöviks á að ná langt inn I raöir stjórnarflokkanna. sam- kvæmtfrásögn Þjóðviljans, og það er Lúðvik aö þakka, aö landhelgin var færð út i 12 míl- ur á sinum tima og siðan 50 milur. Það er sannarlega ekki ónýtt fyrir þjóðina að eiga slikan afreksmann sem Lúö- vik, þótt þaö gangi hálfbrösu- lega fyrir Þjóðviljann að sannfæra almenning um ágæti hans. Hvernig væri nú, að Þjóðviljinn beitti sér fyrir hijómplötuútgáfu, þar sem Lúövik væri dásamaður og sagt frá hversu hræddir and- stæðingarnir væru við hann, i svipuöum dúr og á hljómplötu um frægan hnefaleikakappa, sem nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Þjóövilja- menn gætu nefnt þessa hljóm- plötu t.d. ..Ofurmennið Lúövik” eða bara „Súper- Lúðvik”. Hvað óttast borgarstjórinn? Þau tiðindi gerðust á borgarráðsfundi s.l. þriðju- dag, að Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri neitaði þeirri sjálfsögðu ósk minnihlutans, aö einn af em- bættismönn- um borgar- innar, skipu- lagsstjóri, yrði látinn m æ t a á borgarráös- fundi tíl að gefa frekari skýringar en fram komu i sakadómsrannsókn i svo- nefndu Armannsfellsmáli. Þessi neitun borgarstjóra gengur þvert á reglur, sem gildandi eru um starfshætti hjá borginni, en samkvæmt þeim er starfsmönnum borgarinnar skylt að mæta á borgarráösfundi, ef til umræöu eru mál, er snerta störf þeirra. Tregöa borgarstjöra þarf i sjálfu sér ckki aö koma á ó- vart, þvi að verulegt misræmi koin fram I vitnaleiðslum um tiltekin atriði i Armannsfells- inálinu. Þessi atriði vill borgarstjóri greinilega ekki aö verði upplýst. Kristján Benediktsson borgarráðsmaður Fram- sóknarflokksins hefur látiö svo ummælt, að svo kunni aö fara, að synjun borgarstjóra verði kærð til félagsmálaráöu- nevtisins. — a.þ. Breytingar á bifreiðastjóraprófum BH-Reykjavik. — Bifreiðaeftirlit rikisins gekkst fyrir ráðstefnu bifreiðaeftirlitsmanna dagana 20. og 21. nóvember. Var á þessari ráðstefnu m.a. samþykkt að fara þess á leit við dómsmálaráðu- neytiö, að það beiti sér fyrir breytingum á ökukennslu og próf- um ökumanna, þannig að sem fyrstsé hægt að taka upp valpróf I almennum bifreiðastjóraprófum. Ennfremur taldi ráðstefnan mjög brýnt, að hiö fyrsta fari fram gagngerð endurskoðun á reglugerðinni um gerð og biínað ökutækja. Ráðstefnan fagnar framkomnu lagafrumvarpi um breytingar á umferðalögunum, og telur, að i frumvarpinu felist stórfelld hag- ræðing, sem komi til með að hafa i för með sér mikinn sparnað án þess að draga úr þjónustu viö bif- reiðaeigendur. Einnig fagnar ráðstefnan fram- kominni þingsályktunartillögu um umferðarmál, þar sem gert er ráð fyrir, að fram fari allsherjar endurskoðun á lögum og reglu- gerðum um umferðarmál. Loks skorar ráðstefna bifreiða- eftirlitsmanna á fjárveitinga- nefnd Alþingis, að sjá Bifreiða- eftirliti rikisins fyrir nægilega miklu rekstrarfé á fjárlögum næsta árs, þannig að ekki þurfi að koma til sama ófremdarástands i fjármálum stofnunarinnar og á yfirstandandi ári. AA/s Hekla fer frá Reykjavík fimmtu- daginn 11. des. austur um land til Akureyrar. Vörumóttaka: mánudag og þriðjudag til Austfjarðahafna, Þórshafn- ar, Raufarhafnar, Húsavik- ur og Akureyrar. WolFI. sapphHe'76 1/2” heimilisborvélin v. 2JA HRAOA D TVOFOLD EINANGRUN 420 WATTA AFLMIKILL MÓTOR H r= SÍMI 81500 ■ÁRMÚLA11 LOFTPRESSUR CROFUR LEIGJUM ÚT TRAKTORSPRESSUR, TRAKTORSGRÖFU, OG BR0YTGRÖFU. TÖKUM AÐ OKKUR HVERSKONAR MURBROT FLEYGArBORVINNU OG SPRENGINGAR. KAPPKÖSTUM AÐ VEITA GOÐA ÞJONUSTU, MEÐ GOÐUM TÆKJUM OG VÖNUM MÖNNUM. ir\w/7ma£U UERKFRRmi HF SÍMAR 86030-21366 Orðsending frá Hitaveitu Reykjavikur til pípulagningameistara Vegna mikilla anna við tengingar húsa eru pipulagningameistarar minntir á að tilkynna með a.m.k. tveggja daga fyrir- vara um þau hús sem þeir þurfa að fá tengd við veituna. Sérstaklega er áriðandi að tilkynnt sé i tima þegar að frost er, til þess að forðast skemmdir á hitakerfum og óþægindi ibúa húsanna. Hitaveita Reykjavikur. 4 SKIPAUÍGERB RIKISINS AA.s. Esja fer frá Reykjavík þriðjudag- inn 16. des. vestur um land til Akureyrar. Vörumóttaka: fimmtudag og föstudag til Vestfjarðahafna, Norðfjarð- ar, Siglufjarðar, ólafsfjarð- ar og Akureyrar. StaKYNNING í DAG FRÁ KL. 14-18 Hanna Guttormsdóttir húsmæðrakennari kynnir nýja ostarétti, m.a. ostaídýfu, ostasalat m/dalapylsu. Nýjar uppskriftir af smdkökum o.fl. Osta- og smjörbúðin - Snorrabraut 54 ..... ...... ■■■< ——<■ 21

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.