Tíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 4. desember 1975. ■11— Brezka varpan er frdbært sönnunargagn MÖ—Reykjavík. Viöumræöur ut- an dagskrár um landhelgismál I gær kvaddi Jón Skaftason sér hljóös og geröi aö umtalsefni að aö varöskipiö Árvakur hefði skor- iö á togvira brezka togarans Port Vale og náö vörpu hans. Heföi poki vörpunnar veriö klæddur aö innan þannig aö enginn smáfiskur heföi sloppiö úr honum. Þetta atvik sannaði aö um- ræddur brezkur togari hefði ekki aðeins gerzt brotlegur við Islenzk lög, heldur hefði hann einnig brotið alþjóðlegt samkomulag, sem Bretar væru aðilar að. Þar sem það væri einstæður at- burður að tekizt hefði að ná i jafn gott sönnunargagn taldi þing- maðurinn að islenzk stjórnvöld, ættu að nota sér það vel til kynn- ingar á málstað íslendinga i land- helgismálinu. Skoraði Jón á stjórnvöld að láta nú þegar gera kynningarkvik- mynd um landhelgismálið, þar sem þessari ólöglegu vörpu væru gerð itarleg skil. Með þvi færi allt venjulegt fólk að skilja hversu llfsfjandsamleg sjónarmiðin væru hjá þeim, sem slikar vörpur nota. Með þessu fengju fleiri en við íslendingar þaðá tilfinninguna að það væri ekki aðeins til að við gætum einir setið að fiskimiðun- um kringum landið, sem við værum að færa landhelgina út, heldur værum við með aðgerðum okkar að vernda ungviðið á fiski- slóðinni kringum landið. Vernda mikilsverðar uppeldisstöðvar fyrir rányrkju. Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra tók undir það með Jóni Skaftasyni að nú hefðu ís- lendingar fengið i hendur gott t sönnunargagn, sem sjálfsagt ‘ væri að gera sér mikið úr. Upp- lýsti hann að islenzka sjónvarpið hefði fengið leyfi til að fara með varðskipiog fyrir lægju umsóknir frá erlendum sjónvarpsstöðvum að fara með varðskipunum. Yrði reynt að verða við þeim óskum, en þessu yrði að setja viss tak- mörk, þvi ekki gætu nema fáir farið með I hverri ferð og ekki væri hægt að haga ferðum varð- skipanna i samræmi við óskir þessara aðila. Þá ræddi dóms'málaráðherra nokkuð um þá fullynðingu ýmissa aðila að landhelgismálið væri litið kynnt og taldi að slikt væri ekki á rökum reist. Benti hann á að fjöl- margir þingmenn hefðu farið utan á þing og ráðstefnur og vildi ekki trúa öðru en þeir hefðu notað öll tækifæri þar tilað koma sjónarmiðum Islendinga á framfæri og sagði jafnframt að ráðherrarnir hefðu ekkert tæki- færi látið ónotað. Þá taldi dóms- málaráðherra að t.d. brezk blöð skrifuðu um landhelgismálið af meiri skilningi nú, en oft áður. Margir fleiri þingmenn tóku þátt f þessum umræðum og Jónas Arnason vildi fara með vörpuna til Bretlands og sýna hana þar. Lýsti hann sig reiðubúinn til að fara slika ferð og kvaðst ekki hræddur um að sér yrði varpað i sjóinn. LANDHEIGISSAMN- INGURINN VIÐ BELGA RÆDDUR UTAN DAGSKRÁR MÓ—Reykjavik. — SIGHVATUR BJÖRGVINSSON (A) kvaddi sér hljóös utan dagskrár i neðri deild i gær og gerði að umtalsefni frétt- ir i fjölmiölum þess efnis aö belgiskir togarar heföu hafið veiöar innan landhelginnar sam- kvæmt samningi sem geröur heföi veriö milli rlkisstjórnar ts- lands og Belglu. Taldi þingmaö- urinn ófært aö leyft væri að hefja sllkar veiöar áöur en samningur- inn væri borinn undir Alþingi og samþykktur þar. Ólafur Jó- hannesson dómsmálaráð- herra sagði að samningsákv- æöin hefðu ver- ið undirskrifuð af utanrlkisráð- herra og sendiherra Belga á Is- landi. Þessi samningur kallaði ekki á nein ný islenzk lög, en auð- vitað yrði hann lagður fyrir Alþingi til staðfestingar. Fordæmi væri hins vegar fyrir þvi að samningar sem þessir kæmu strax til framkvæmda og vitnaði dómsmálaráðherra til hins fyrra samnings við Belga, þar að lútandi. Sá munur hefði verið á samningnum við Þjóð- verja, að sá samningur hefði kallað á löggjöf. Þá ræddi dómsmálaráðherra nokkuð um samninginn við Belga og sagði, að þar væru ákvæði um að þeim skipum, sem leyfi hefðu til að fiska á tslandsmiðum fækk- aði nokkuð frá fyrri samningi og einnig hefði aflamagnið verið minnkað. Sighvatur Björgvinsson tók aft- ur til máls og kvað það rétt vera, að fordæmi væru fyrir þvi að heimila þjóðum veiðar án sam- þykkis Alþingis. Væri þetta þó lögfræðilegt vafaatriði. Fór þingmaðurinn siðan fram á að rikisstjórnin léti ekki langan tima liða þar til hún legði málið fyrir Alþingi. Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra taldi það sjálfsagt og eðlilegt að leggja samninginn sem fyrst fyrir Alþingi til stað- festingar. Páll Pétursson á Alþingi: Hvernig verður framtíð landsins bezt tryggð? Þingmenn Alþýöuflokksins hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um eignarráö á landinu. Þetta er i fjórða sinn, sem þeir flytja sllka tillögu, en hún hefur aldrei oröiö útrædd. Bragi Sigurjónsson mælti fyrir tillögunni, en auk hans tóku nokkrir þingmenn til máis. Hér fer á eftir ræða Páls Péturssonar (F) um tillöguna. Herra forseti. Umræður um þessa tillögu sem hér er til afgreiðslu, eru að verða nokkuð fastur liður i störfum Alþingis, svipað og um- ræður um stefnuræðuna eða fjár- lagaræðuna. Það ris hér upp á hverjum vetri einhver Alþýðu- flokksmaður og mælir fyrir þessu máli. Þessi þrá- flutningur ber að sjálfsögðu vott um mikla stefnufestu, en fremur er hann tilbreytingarlit- ill. Þó er það likn með þraut a ð A1 þý ð u - flokksmenn eiga ennþá frummæl- endur til skiptanna, og það vill svo vel til, aö frummælandinn i ár mun vera upphafsmaður að þess- ari hugmynd og hafa fyrstur bor- ið fram þetta mál hér á hæstvirtu Alþingi. Þaö fer þvi að ýmsu leyti vel á þvi, að hann „beri sjálfur fjánda sinn,” eins og sagt var til foma. Þessi háttvirtur þingmaður var einu sinni fyrir margt löngu frambjóðandi i Austur-Húna- vatnssýslu. Þá var hræðslu- bandalagið sæla við lýði. Mér þótti ákaflega leitt að hafa ekki aldur til þess að taka þátt I þeim kosningum og kjósa hann, en það er nú orðið langt siðan og ég er kominn yfir þau leiðindi. Mig hálfminnir að ég hafi þá heyrt, að hann væri Þingeyingur, og a.m.k. tel ég það fullvfst, að hann sé sveitamaður i framætt eins og við erum allir, en einhvern veginn er hann nú orðinn nokkuð laus á þeirri rót. Mér finnst kenna f mál- flutningi háttvirts þingmanns hálfgerðrar nepju I garð þeirra, sem sitja eftir í Þingeyjarþingi, og það er annar svipur á þessari hugsun hjá honum heldur en hjá þeim mönnum, sem við erum vanastir að hugsa til, þegar á Þingeyinga er minnzt, þar sem annað hvert kot er orðið með nokkrum hætti höfuðból i vitund okkar, sem álengdar stöndum, m.a. vegna þeirrar reisnar, sem þaö gefur Þingeyingum að eiga svo dýrlegt hérað og þess gildis, sem það gefur þeim, að þetta hérað skuli eiga þá. Jarðalagafrumvarpið nauðsynlegt Ég ætla ekki að endurtaka rök- semdir minar frá i fyrra, sem ég viöhafði þá i umræðu um þessa tillögu. Ég vil leyfa mér, svona til hægri verka, að visa til Alþingis- tiðinda frá i fyrravetur nr. 12 og nr. 14, þar sem þetta er allt saman prentað. En ég vil bara taka það fram, að ég er ennþá sama sinnis og ég var þá. Skoðanir minar á eignarréttinum eru gersamlega óbreyttar, og þessi tillaga hefur ekki samlagazt með nokkrum hætti réttarkennd minni, eins og háttvirtur flutn- ingsmaður orðaði það, að væri til- gangurinn með þessum þráflutn- ingi. Skoöanir minar á nauðsyn þess, að jarðalagafrumvarpið nái fram að ganga, eru ennþá óbreyttar, og ég tel, að sú laga- setning myndi bæta úr þeim ágöllum, sem augljóslega eru á viðskiptum meö jaröir. Ég tek fyllilega undir það með háttvirt- um flutníngsmanni, að það er ólag á þeim málum, en ég tel, að það sé bezt gert með þvi að samþykkja það frumvarp. Að sjálfsögðu eru eignarnámslög og fordæmi fyrir eignarnámi, þar sem það er svo brýnt, að ekki er hægt að fara aðra leið vegna almenningsheilla, og þetta hvort tveggja tel ég, að eigi að nægja til að tryggja hagsmuni almennings. Það er meðþessu frumvarpi löng og mikil greinargerð. Ég er nú ekki sérstaklega hrifinn af henni, en ég vil þó með leyfi hæstvirts forseta leyfa mér að lesa upp stutta málsgrein. Hún er svona: ,,Á siðustu árum hafa augu fjöl- margra opnazt fyrir þvi, að mannkynið hefur þegar spillt um- hverfi sinu stórlega á margan hátt og mengað loft og vatn, svo að jörðin kann að verða óbyggileg eftir nokkrar kynslóðir, verði ekki að gert hið bráðasta. Óspillt land, ómengað loft og vatn eru nú talin til hinna verðmætustu eigna hverrar þjóðar. I þessum efnum erum við tslendingar enn auðug þjóð, en ber þó að gæta fyllstu varúðar að spilla þeim gæðum ekki, jafnframt þvi sem við nýt- um auðlindir okkar sem bezt.” Varðveizla landsins bezt tryggð i höndum bænda Undir þetta vil ég sérstaklega taka. Og það er kannski kjarni málsins, með hverjum hætti framtið landsins, varðveizla landsins, veröur bezt tryggð. Ég tel, að hún sé bezt komin i hönd- um bænda. Þeir nytja þetta land og hafa nytjað. Þeir þekkja hver sinn skika, ef svo mætti segja, og hafa tækifæri betur en allir aðrir til að fylgjast með ástandi landsins eða umhverfis sins. Ég held, að þeim sé öðrum ljósari nauðsyn þess að eyðileggja ekki landiö. Ofbeit er staðbundið vandamál sums staðar á Islandi, en éghygg, aö bændum sé þó ljós- astur af þvi háskinn, ljósari heldur en t.d. þeim kaupstaðar- búum, sem eiga skepnur. Lönd við þorp og bæi eru þéttar setin og meira ofbeitt, að þvi er mér virðist, heldur en almennt gerist með jarðir i bændaábúð. Ég vil sem sagt nota þetta tækifæri til þess að lýsa fullri andstö&u minni við framkomna þingsályktunar- tillögu. Ég tel rétt að afgreiða þessa tillögu, þ.e.a.s. fella hana. Ég tel ekki likur til þess, að þessi tillaga verði réttlætanleg eða samlagist minni réttarkennd, eins og háttvirtur flutningsmaður orðaði það, a.m.k. ekki i náinni framtið. Það væri þóekki nema ef Athugasemd frá Ellert B. Schram I Timanum s.l. laugardag er fjallað um röksemdir minar fyrir tillögu til þingsályktunar um I breytingu á kjördæmaskipan eða kosningalögum, sem ég, ásamt tveim öðrum þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins hef flutt. Er þar einkum vitnað til ummæla minna i útvarpsþætti (þingsjá), sem fluttur var I nóvember s.l. Þar sem um færð og túlkuð til verri vegar, hvort sem þar er um útúr- snúning eða misskilning að ræða, óska ég að taka fram eftirfarandi: Tillagan felur það i sér, að Alþingi álykti að jafna beri at- kvæðisrétt landsmanna og að stjórnarskrárnefnd geri tillögur i þá átt. Ekki er bent á neina ákveðna leið til að framkvæma þennan jöfnuð, en ég hef bæði i nefndum útvarpsþætti og i fram- sögu með tillögunni tekið fram að mér litist vel á þá hugmynd, sem m.a. hefur verið sett fram i Tlmanum af Halldóri Kristjáns- i syni frá Kirkjubóli. Sú leið felur það i sér, að kjördæmin haldi áfram núv. fjölda kjördæmakosinna þing- manna, en reglum um úthlutun uppbótarsæta sé breytt, þannig að einvörðungu sé tekið tillit til atkvæðamagns á bak við hvern uppbótarþingmann en ekki hlut- falls atkvæða. Þetta þýddi, að fækka mundi þeim þingmönnum, sem dreifbýliskjördæmin hafa fengið i sinn hlut við úthlutun uppbótarsæta. Tilgangurinn með úthlutun uppbótarsæta var að jafna upp þann mun sem hugsan- lega gæti orðið á atkvæðafylgi einstakra flokka og þingmanna- fjölda, þannig að styrkur hvers þingflokks verði i sem beztu sam- ræmi við fylgi hans og þá jafn- framt þjóðarvilja. Með þvi að breyta aðferðinni við úthlutun uppbótarsuita á þá leið sem hér um ræðir mundu einstök kjördæmi halda sömu tölu kjördæmakosinna þingmanna, en uppbótarsætin gengju að mestu leyti til þeirra kjördæma, sem flesta kjósendur hafa. Færi það þó m jög eftir atvikum og úrslitum kosninga. Með þessu móti er unnt að koma til móts við eðlilegar kröfur þéttbýliskjördæmanna, og hugsanlega fjölga fulltrúum þeirra á Alþingi, án þess að skera niður tölu kjördæmakosinna þingmanna i einu eða öðru kjördæmi. Það er min sök ef þetta hefur verið svo klaufalega skýrt, að það hafi ekki komizt til skila, en það er ekki við mig að sakast, ef menn vilja endilega snúa út úr og mis- skilja þessa einföldu og athyglis- verðu hugmynd. Það, að ekki skyldu skapast umræður um þessa tillögu áður en málið gekk til nefndar, get ég ekki skilið öðruvisi en svo, að þingmenn séu efnislega sammála tillögunni. Að lokum skal áréttað, að i stjórnarsáttmála núverandi rikisstjórnar er tekið fram, að endurskoða skuli stjórnarskrána. En það erekki tekiö fram' hvernig það skuli gert, og ég hef ekki litið svo á þennan sáttmála, að hann ætti að hindra, að þingmenn stjórnarflokkanna gerðu grein fyrir hugmyndum sinum og til- lögum, með hvaða hætti endur- skoða eigi. Ef þingmenn gera það ekki, þá hverjir? Virðingarfyllst, Ellert B. Schram alþm. bændur hættu að meta land sitt fram yfir önnur gæði, gefa það t.d. falt til eyðileggingar fyrir einhverja fémútu, silfurpeninga eða annað, og væru búnir að missa trúna á landið, trúna á at- vinnuveg sinn, og e.t.v. kannski virðinguna fyrir sjálfum sér, þannig að ljóst væri, að landinu væri ekki óhætt fyrir þeim sjálf- um. Þá gæti verið rétt að fara að huga að skipulagi i þá átt, sem þessi tillaga gerir ráð fyrir, en fyrr ekki. Og ég hef það traust á islenzkri bændastétt, að ég er þess fullviss, að til þess kemur ekki I náinni framtið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.