Tíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 4. desember 1975. AÐ LESA SÖGUR Njörður P. Njarðvík: EÐLIS- ÞÆTTIR SKALDSÖGUNNAR. Rannsóknastofnun i bók- menntafræði við Háskóla Is- lands. Fræðirit 2. Hið islenzka bókmenntafélag. Reykjavik 1975. 188 bls. Fyrir nokkrum árum var haf- in Utgáfa fræðirita á vegum Rannsóknastofnunar I bók- menntafræði. Fyrsta bókin var Bragur og IjóðstlII eftir Óskar Halldórsson. Nú kemur þetta rit Njarðar P. Njarðvik um eðlis- þætti skáldsögunnar. Bækurnar eru einkum ætlaðar háskóla- nemum og öðrum þeim sem á einhvern hátt leggja skipulega stund á bókmenntarannsóknir. Eniraun rétti eiga þærerindi til allra áhugamanna um bók- menntir. Af þeim sökum skal bók Njarðar kynnt hér fáum orðum. Við heimspekideild Háskólans hafa undanfarin ár verið notað- ar erlendar kennslubækur i bók- menntagreiningu. Bók Njarðar er nánast hið fyrsta sem um þessa hluti er ritað á islenzku. Vitanlega er hún að verulegu leyti sniðin eftir hinum útlendu ritum: „Helzta nýbreytni bókarinnar er i þvi fólgin”, seg- ir höfundur i formála, ,,að bók- menntafræðileg hugtök skáld- sögunnar eru skýrð á islenzku og skýringardæmi valin úr is- lenzkum bókmenntum. 1 þvi sambandi vil ég taka fram að ég hef leitast við að velja dæmi úr bókum sem ætla má að séu vel kunnar flestum islenzkum áhugamönnum um bókmenntir þegar þess hefur verið kostur, en fremur forðast að seilast til sjaldgæfra bóka”. Höfundur hefur þannig búið efnið i’ hendur lesendum að vor- kunnarlaust er hverjum áhuga- sömum „leikmanni” að lesa bókina sér til gagns. Og þyki mönnum þessi bók of stór biti i einu geta þeir byrjað á bókinni Saga leikrit ljóðeftir sama höf- und sem einnig kom út á þessu hausti (Iðunn). Hún er kennslu- bók handa framhaldsskólum sem gerir grein fyrir undir- stöðuatriðum bókmenntagrein- ingar. Kaflinn um sögulestur i þeirri bók er nokkurs konar úr- dráttur úr Eðlisþáttum skáld- sögunnar. Umfjöllun höfundar um fræði þessi er einkar ljós og skipuleg. Hlutföll milli einstakra atriða virðast eölileg og skýringar- dæmi vel valin. Þess ber að gæta að ritið ,er ekki bók- menntasögulegt, en eigi að siður hefði verið æskilegt að tilgreina dæmi frásagnartækni eldri höfunda (Gests Pálssonar, Ein- ars H. Kvarans, Jóns Traústa). Sögulegt yfirlit um þróun is- lenzkrar sagnagerðar væri efni i annars konar rit sem Rann- sóknastofnun i bókmenntafræði lætur vonandi frá sér fara síðar. Að loknum inngangsorðum um skáldsögulestur og sögu- greiningu kemur kaflinn Hver segir söguna? Þar kemur til at- hugun á því hvert er sjónarhorn höfundar og hve fyrirferðar- mikill hann er i frásögninni. Til hliðsjónar má benda á greinar- gerð Peters Hallbergs um hug- lægni og hlutlægni i stil Halldórs Laxness ( Hús skáldsins, siðara bindi). Návist söguhöfundar (implied author) sem Halldór Laxness kallar Plús Ex i minnisgreinum sinum skáld- sögur og leikrit, er eitt þeirra vandamála sem mest hafa stritt á hann. Er fróðlegt að athuga sögur hans með þetta i huga. Staða og hlutverk Umba i Kristnihaldi undir Jöklier fróð- legt dæmi um glimu Halldórs við þennan vanda. Af þvi að hér er drepið á ná- vist höfundar i skáldsögu má gjarnan vikja að „návist höfundar” i þvi fræðiriti sem hér er um rætt. Hún er áþreifan- leg. Til að mynda hikar hann ekki við að nota fornafn fyrstu persónu þegar svo ber undir. Þetta kann að þykja galli á slikri bók. En hér ber að gæta þess að bókmenntir eru þess konar viðfangsefni að hinn hug- lægi þáttur hlýtur ævinlega að verða gildur. Irauninnier vafa- samt að hve miklu leyti bók- menntarannsóknir geta yfirleitt talizt visindi. Eða öllu heldur: Hvort það sem mestu skiptir i reynslu manna af lestri skáld- skapar sé ekki þess eðlis að ógerlegt sé að festa á þvi hendur með aðferðum visindanna. Sú spurning vaknar við lestur bók- ar eins og þessarar sem þó að einbeita sér að hlutdrægri at- hugun. Eftirfarandi tilvitnun má kallast dæmi um hvort tveggja, persónulegt mat höfundar sem óyggjandi rökum verður seint stutt, og þá um leið takmarkan- ir fræðigreinarinnar: „Skáldsagnapersónur á borð viö Bjart i Sumarhúsum i Sjálf- stæðu fólkiog Ugga Greipsson i Fjallkirkjunni eru óaðskiljan- legur hluti af islenzku mannlifi og jafnlifandi og margir sem nú standa i símaskrá. Leyndar- dómur slikrar persónusköpunar verður vitanlega aldrei skýrður. Hins vegar má gera grein fyrir helstu aðferðum og möguleikum sem höfundur getur valið um við mannlýsingar.” Auk kafla um sjónarhorn sögumanns og persónusköpun er fjallað um byggingu, tima og umhverfi, mál og stil, tákn og loks þema. Með hinu siðast- nefnda er átt við viðfangsefni sögunnar eða meginhugmynd. Við ákvörðun þemans kemur til kasta persónulegrar túlkunar hvers lesanda: „Sagan kviknar til lifs við lestur,” segir höfund- ur, ,,og það lif er að töluverðu leyti háð skilningi þess sem les, viðhorfum hans, lffsafstöðu og persónueinkennum”. En hann bætir við: „Hitt er svo annað mál að þvi meiri sem hlutlæg könnun lesandans er, þvi meiri ástæða er til að ætla að hin hug- læga, persónulega túlkun hans eigi við rök að styðjast. Þetta er einmitt eitt af grundvallaratrið- um allrar bókmenntagreining- ar, að gera sér glögga grein fyr- ir mismun hlutlægrar þekking- ar og huglægrar túlkunar”. Oft verður þess vart að bók- menntaskrif, til að mynda um- sagnir i dagblöðum, séu einkum lesin til að komast eftir hvort tiltekin bók hljóti lof eða last gagnrýnenda. Það er i rauninni fullkomiðaukaatriði. Lof og last gagnrýnanda hefur i sjálfu sér ekkert gildi, nema það kann að segja sína sögu um rýnandann sjálfan. 1 sæmilegri gagnrýni skiptir öllu hvernig höfundur hennar rökstyður mat sitt og hvort hann hefur vald á þvi frumatriði sem að ofan var nefnt að greina á milli hlutlægr- ar athugunar og persónulegrar túlkunar á skáldverki. Sé gagn- rýnandinn ekki fær um það, er mat hans einskis vert. — Bók Njarðar P. Njarðvik er vel til þess fallin að gera lesendur sjálfstæðari gagnvart ritdóm- endum og betur búna að greina kjarnann frá hisminu. Og þeir sem fást við að rita bókaum- sagnir i blöð eins og'undirritað- ur hljóta að fagna gagnrýnu að- haldi lesenda sinna. Bókin Eðlisþættir skáldsögunnar er þarfaþing öllum bókmennta- lesurum. Hún kann að gera gagnrýnendum erfiðara fyrir að slá ryki i augu lesenda (vilji þeir freista þess), en hún auð- veldar þeim lika að fjalla um skáldsögur af skynsamlegu viti. Gunnar Stefánsson. Sálarfræði II — eftir Sigurjón Björnsson prófessor komin út Árið 1973 gaf bókaútgáfan Hlaðbúð út fyrsta hefti kennslu- bókar i sálarfræöi, Sálarfræði I, eftir Sigurjón Björnsson prófess- or. Nú er komið út annað hefti þessarar bókar, Sálarfræði II, einnig ritað af Sigurjóni. Fjallar bókin um þróunar- og þroskaferil mannsins. Bókin hefst á kafla um mismunandi viðhorf til þróunar og eru þar reyfaðar kenningar Freuds, Jean Piagets, Erik II. Eriksons og námskenningar. Efni þessarar bókar átti upp- haflega að vera fyrsti kafli af fjórum i þessu hefti, en þar sem mikil þörf reyndist vera fyrir ýtarlega umfjöllun þessa efnis á ýmsum námsleiðum, var ákveðið aö hafa kaflann mun lengri en fyrr var ráðgert og gefa hann út sem sérstakt hefti. Fullyrða má, að efni þessarar bókar eigi tvimælalaust erindi til alls al- mennings. Sigurjón Björnsson prófessor. Leyndarmál 30 kvenna Gunnar M. Magnúss skráði SJ-Reykjavik. Nýlega kom út bókin Leyndarmál þrjátiu kvenna, sem GunnarM. Magnúss hefur skráð og Setberg gefur út. I bókinni eru frásagnir núlifandi kvenna af atburöum og minning- um, sem þeim eru hugleiknar, en þærhafa ekki flikað. Frásagnirn- ar eru birtar nafnlausar i staf- rófsröð, og konurnar, sem þær eru eftir eru einnig kynntar i staf- rófsröð, en þær eru margar nafn- kunnar, er þess ekki getið hverri hvaða frásögn tilheyrir. Konurnar segja frá fæðingu og dauða, hjónaskilnaði, afstöðu til fóstureyðinga, þjóðfélagsvanda- málum, aðstöðu konunnar i sam- timanum, dulrænum atburðum, trúarreynslu, gleði og sorg. Formála sínum að bókinni lýk- ur Gunnar M. Magnúss með þess- um orðum „„..finnst mér, að hér sé um forvitnilegt og sérstætt efni að ræða. Ég hygg, að frásagnirn- ar opni lesendum ný svið eða losi um höft og takmarkanir, sem á vegi manna verða, jafnframt þvi, aö þaö er hugljúft aö fylgja kon- unum um viðáttur.” Kennslubók í bókmenntagreiningu — ný bók eftir Njörð P. Njarðvik Saga, leikrit, ljóð, nefnist ný bók eftir Njörð P. Njarðvik lektor, sem út er komin hjá bóka- útgáfunni Iðunni. Fjallar hún um undirstöðuatriði bókmennta- greiningar, og er fyrst og fremst hugsuð sem kennslubók handa menntaskólum og öðrum hlið- stæðum framhaldsskólum. Skiptist bókin i sex kafla : Bók- menntanám: könnun og greining. Þrjár greinar bókmennta (epik, dramatik, lýrik). Efniviður — formgerð. Saga. Leikrit. Ljóð. Þótt bókin sé samin sem kennslu- bók, er það engu að siður trú út- gefanda að hún eigi tvimælalaust erindi til alls almennings sem áhuga hefur á lestri góðra bóka. Stefán Júliusson. Ágúst — ný skóldsaga eftir Stefón Júlíusson Nýlega sendi bókaútgáfan Ið- unn frá sér nýja skáldsögu eftir Stefán Júliusson og nefnist hún Agúst. Þetta er nútimasaga, sem gerist jöfnum höndum i Reykja- vik og norður i landi. Aðalpersón- urnar eru Ágúst, ungur stjórnar- ráðsfulltrúi og Svava, háskóla- nemi og flugfreyja. Faðir hennar er sýslumaður norður i landi. Við söguna koma ráðherra, þing- menn, bæjarfulltrúar og ýmsir embættismenn og pólitikusar. Ágúst, er skáldsaga um ástir örlög og baráttu um völd og er á köflum hin hressilegasta ádeila á kerfið. Stefán Júliusson er afkasta- mikill jithöfundur og hefur alls gefið út um 20 frumsamdar bæk- ur. Hann varð fyrst kunnur fyrir barnabækur sinar, en siðasta ald- arfjórðunginn hefur hann nær einvörðungu ritað fyrir fullorðna. Káputeikning bókarinnar er eftir Eirik Smith listmálara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.