Tíminn - 05.12.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.12.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. desember 1975. TÍMINN 5 Hdskóli d Akureyri A fundi kjördæmisþings Framsóknar- manna á Akureyri, sem haldiö var nýlega, varpaöi Þór- arinn Þór- arinsson rit- st jóri og alþm. fram hugmynd um stofnun háskóla á Akureyri. Lagöi hann til grundvailar góöa reynslu af nýiegum háskóla I Vork á Englandi, sem hann haföi kynnt sér sérstaklega. Minnti Þórarinn á, aö I Háskóla ts- lands væru ná nálega 3000 stiidentar, en kynriu aö veröa 6-7000 um næstu aldamót. Tvö öflug mennta setur í landinu t framhaldi af þvi sagöi Þór- arinn: „Tvær þjóöfélagslegar ástæöur þykja mér mikiivæg- ur stuöningur viö þá stefnu, aö háskólarnir eigi aö veröa tveir. Ef háskólinn er aöeins einn, veröur raunverulega ekki til nema eitt öflugt menntasetur i landinu. Þetta eina menntasetur, þar sem öil svokölluö æöri menntun fer fram, mun hafa svo sterkt aödráttarafl, aö þaö mun hafa meiri áhrif til aö torvelda jafnvægi f byggöaskipuninni en flestannaö. Þaö er ekki nóg fyrir landsbyggöina aö fá tog- ara og verksmíöjur ef unga fóikið, sem stefnir aö lang- skólamenntun, veröur allt aö safnastsaman á einn staö. Þá mun margt annaö fylgja á eftir. Aö mlnum dómi er fátt mikilvægara fyrir byggöa- stefnuna en aö stefnt sé aö þvi aö byggja upp tvö öflug menntasetur I landninu.” Hæfileg samkeppni nauðsynleg Þá sagöi Þórarinn Þórarins- son enn fremur: ,,Hin ástæöan er sú, aö ég álit ekki heppilegt, eins og raunar hefur áöur komiö fram, aö aöeins ein stofnun annist aila háskóiamenntun { landinu. Þessu getur fylgt til langframa eins konar andleg einokun, hjá slikri einræöis- stofnun getur skapazt ihalds- semi, deyfö og doöi, en einnig uppiausn og stjórnleysi, ef á þann veginn fer. Ég álit, aö hér geti hæfiieg samkeppni milli tveggja menntastofnana skapaö heppilegt aöhald og jafnvægi. Þetta er ástæöan tii þess, aö ég, sem þingmaöur Reykjavikur, tel mér ekkl aö- eins fært, heldur skylt, aö mæia með þvi, aö viö stefnum aö þvi, aö hafa háskólana tvo. Ég er sannfæröur um, aö þaö var á slnum tfma holit fyrir Menntaskólann I Reykjavik aö fá samkeppni viö nýjan menntaskóla á Akureyri, og ég er sannfæröur um, aö þetta yrði einnig reynsian á sviöi háskólakennslunnar.” — a.þ. Nýjar bækur frá Leiftri ARNÓR SIGURJÓNSSON: VESTFIRÐINGASAGA 1390-1540 Höfundur segir meðal annars: Saga Vestfirðinga er sögð i fyrsta sinn i þessari bók eftir brétum Vestfirðinga sjálfra á þessum tima og öðrum samtíma heimildum. Ennfremur segir: Sagan er eins konar kappatal Vestfirðinga á 15. öld og fyrri hluta þeirrar 16. Það einkennir þennan tima, hversu mjög höfðingskvenna gætir I þjóðlifinu og þeim málum, er þá bar hæst i þjóðfélaginu. JÓHANN EIRIKSSON ættfræðingur skráði: ÆTTARÞÆTTIR Þættirnir eru þrlr — niðjatöl eftirtalinna manna: 1) BJÖRNS SÆMUNDSSONAR, Hóli i Lundar- reykjadal og konu hans, fæddur 1765. 2) GISLA HELGASONAR, Norður-Reykjum, Mosfellssveit, og konu hans, fæddur 1765. 3) KJARTANI JÓNSSYNI, Króki, Villingaholts- hreppi, tvíkvæntur, fæddur 1775. Nafnaskrá tylgir hverjum þætti. EFRAIM BRIEM. Þýð.: BJÖRN MAGNÚSSON: LAUNHELGAR OG LOKUÐ FÉLÖG / þessari bók gerir höfundur grein fyrir einum athyglisverðasta þætti í þróun trúarbragða mann- kyns: Þeirri viðleitni, að þroska menn til sam- féiags og jafnvel sameiningar við guðdóminn innan meira eða minna lokaðra samfélaga, og þeim helgiathötnum, sem þar hafa verið um hönd hafðar, eftir þvi er vitað verður um þær athafnir. Sr. HELGI TRYGGVASON, yfirkennari: VÍSIÐ ÞEIM VEGINN Höfundur segir í eftirmála: .. , . Áreiðanlega hafa lesendur þessarar bókar sannfærzt um það, að Ritningin flytur mörg og merk uppeldisleg fyrirmæli og í rikara mæli en ulmennt er komið auga á. Auðsætt er, að frum- herjar kristindómsins studdu kenningu sína moð eftirbreytnisverðri hegöun hvað sem i skerst . . * GRÉTAR FELLS: ÞAÐ ER SVO MARGT . . . Fimmta bindi. Tuttugu fyrirlestar eftir Gretar Fells, sem hér birtast, eru samdir til flutnings, óbreyttir frá hendi höfundar. — Frú Svava Fells bjó bókina undir prentun, ásamt nokkrum vinum sínum. ARNGRÍMUR SIGURDSSON: (SLENZK-ENSK ORÐABÓK Nýútg.,aukin. MABEL ESTER ALLEN: Leyndardómurinn í listasafninu. Spennandi ástarsaga. - Hersteinn Pálsson þýddi. Nýr bókaflokkur . . . kappakstursbækur ERIC SPEED — Arngrímur Thorlacius þýddi. Kappaksturshetjurnar WYNN og LONNY eru 17 ára. Þeir eru frá Norður-Karólinu i Bandarikjun- um og hafa lokið námi í menntaskóla. Þeir eru snillingar í bílaviðgerðum og kappakstri. 1. bók: RALLÝA MEXICALI 1000 Þar hefja þeir Wynn og Lonny raunverulega frægðarferil sinn með þátttöku í rallýkeppninni á Mexicali 1000, sem er þekkt rallýbraut. 2. bók: KAPPAR I KAPPAKSTRI Wynn og Lonny búa sér til Formúlu-V-bil, sem er samsettur úr ýmsum hlutum Volkswagens-bilsins, að viðbættri léttri ytirbyggingu og stórum hjól- um. Þeir taka þátt í kappakstri á ýmsum brautum til að vinna sér þátttökurétt i landsmótinu. HAUKUR ÁGÚSTSSON: YFIR KALDAN KJÖL Segir frá þremur drengjum, Óla, Bjarna og Geira, sem eru um fermingaraldur. Þeir ákveða að fara á reiðhjólum þvert ytir landið, og lenda í ýmsum erfiðleikum, sem þeir þó sigrast á. — Höfundur bókarinnar hefur verið kennari i Reykjavik, veður- athugunarmaöur á Kili, síðan þjónandi prestur i Hofsprestakalli í Vopnafirði. EINAR ÞORGR'IMSSON: ÓGNIR KASTLANS Einar hefur skrifað margar bækur og hressilegar handa unglingum á öllum aldri. Allt sem Einar gerir er þaulhugsað. Þessi bók gerist í illræmd- um draugakastala og er spennandi og dularfull. VILLTUR VEGAR hugþekk drengjasaga eftir Oddmund Ljone, um ungan dreng, sem villtist l Finnaskógum. MOLI LITLI - 7. bók. Saga um lítinn flugustrák eftir RAGNAR LÁR. NASREDDIN Tyrkneskar kimnisögur. - Þýð.: Þorst. Gislason. Tvær bækur um FRANK OG JÓA: DULARFULLA MÁLIÐ I HÚSEY SPORIN UNDIR GLUGGANUM Tvær bækur um NANCY: NANCY og dularfulli bjölluhljómurinn. NANCY og leyndarmál kastalans. KIM og fyrsti skjólstæðingurinn. BOB MORAN: Kóróna drottningarinr.ar. Auglýsið í Tímanum Rafveita Sauðár- króks 50 ára G.ó.-Sauöárkróki. — Rafveita Sauöárkróks átti 50 ára starfsaf- mæli á þessu ári. Stjórn rafveit- unnar og rafveitustjóri, buöu af þvi tilefni, nokkrum gestum til kvöldveröar I félagsheimilinu Bifröst 22. nóvember s.l. Hófiö sátu um 60 manns. Formaöur raf- veitustjórnar Helgi Rafn Traustason setti samkomuna og stjórnaöi. Hann þakkaöi Adólfi Björnssyni rafveitustjóra og starfsmönnum rafveitunnar dugnaö og árvekni i störfum, Rakti sögu rafveitunnar og þróun þessara mála fyrstu áratugina, sem hún starfaöi. Fyrsti visir aö rafmagni til ljósa kom á Sauöárkrók 1922, þá er Björgvin Bjarnason slöar út- geröarmaöur kom til Sauöár- króks og lagöi útileiöslur um þorpiö og setti upp 8 hestafla oliu- mótor og rak Björgvin þennan ljósamótor til ársloka 1922. En þá kaupir Kristinn Briem kaupmaö- ur rafstööina og rekur hana fram á mitt ár 1925. Þá kaupir Sauöár- krókshreppur stööina og stofnar Rafveitu Sauöárkróks. Eins og áöur segir var þarna aöeins um aö ræöa ljósamótor. Næsti áfangi er svo Sauðárvirkjunin 1933, sem reyndist þó of litil áöur en langir tlmar liöu. 1945 var keyptur og settur upp dlsilmótór I sam- keyrslu viö Sauöárvirkjun. 4. og stærsti áfanginn I virkjunarmál- um Sauöárkróks er svo þegar Gönguskarösárvirkjun tekur til starfa 1 desember 1949. Bæjar- stjórn Sauöárkróks haföi haft for- göngu um Gönguskarösár- virkjun en á virkjunartlmabil- inu yfirtóku Rafmagnsveitur rlkisins orkuveriö og hefur þaö veriö I eigu Rafmagnsveitna rikisins siöan. Breyttist þá hlut- verk Rafveitu Sauöárkróks, og hefur siöan aöeins haft meö hönd- um orkudreifinguna — dreifiveita — Adólf Björnsson rafveitustjóri rakti sögu rafveitunnar á þessu tímabili sem Gönguskaröárvirkj- un hefur starfaö, en meö tilkomu þeirrar virkjunar fékk Sauöár- króksbær loksins nóg rafmagn til heimilisnota og einnig til smærri iönfyrirtækja. Framkvæmdir og umsvif á vegum Rafveitu Sauöárkróks hafa veriö mjög mikil á undan- förnum árum og náöi hámarki á þessu ári. Þvl bærinn hefur stækkaö mjög mikiö, og ný Ibúöa- hverfi verið byggö upp á fáum ár- um. Eru götuljós og útilýsing I bænum talin meö þvl bezta sem þekkist i bæjum á stærð viö Sauöárkrók. Gjöf til Læknisfræðibókasafns Borgarspítalans Nýlega gaf Minningarsjóöur Dr. V. Urbancic 70.000 kr. til Borgarspitalans og skal þessari upphæö variö til kaupa á bókum og/eöa segulböndum með fyrir- lestrum um taugaskurö- lækningar. Mun efni þetta veröa sett I Læknisfræðibókasafn Borgarspitalans til afnota fyrir starfslið. Þá hefur Visindasjóði Borgar- spitalans borizt augnsmásjá aö gjöf frá Úlfari Þórðarsyni augn- lækni. Er þetta verömæt gjöf, sem á eftir að koma að miklum notum I þágu stofnunarinnar. Stjórn sjúkrastofnana Reykja- vlkurborgar færir gefendum alúöarþakkir fyrir þessar ágætu gjafir. Radionette Soundmaster 40 Cassettutækið í svört- um lit er nýtt glæsilegt stereotæki. í tækinu er sterkur stereo magnari, 2x20 Sinus Wött, sérstakir bassa og diskant stillar (sleiðarofar), sér styrkstillar fyrir sín hvora rás. Útvarpstæki méð FM, lang-, og miðbylgju. Ljósfærsla á kvarða Stereo Hl Fl cassettu upptæku og afspilunartæki fyrir bæði chrome og venjulegar cassettur. Magn- arann má nota sem kallkerfi. Stórglæsilegt nýtísku tæki á góðu verði. Mjög góðir greiðsluskilmálar. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðas+ræti 10 A Sími 1-69-95 — Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.