Tíminn - 05.12.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.12.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. desember 1975. TÍMINN 7 Það eru út- lendingar sem rannsóknin beinist að Stjórn Landssambands stang- veiöimanna hefur sent Timanum eftirfarandi til viðbótar viö for- siöufrétt blaðsins 29. nóvember sl.: „1 itarlegu viðtali, sem stjórn Landssambands stangveiði- félaga átti við blaðamenn Ti'mans sl. þriðjudag. var rætt i fyrsta lagi um störf L.S. i sambandi við 25 ára starfsafmæli þesS og i örðu lagi um tillögur, sem samþykktar voru á aðalfundi þess þ. 15. og 16. nóvember. Það kom fram, að stjórn L.S. hefur fyrst og fremst beitt sér fyrir aukinni friðun, fiskrækt og fiskeldi, og að fá lax- og silungs- veiðilöggjöfinni breytt með tilliti til þess. Hér er þó engan veginn verið að gera litið úr þeim þætti, sem aðrir hafa átt i þessum mál- um. Ein þeirra tillagna, sem var samþ. á aðalfundi L.S. var um atvinnurekstur útlendinga i sam- bandi við leigu á islenzkum lax- veiðiám. Undanþáguheimild er til i lögum, sem heimilar út- lendingum að taka veiðivötn og ár á leigu til þriggja ára til eigin af- nota. Það er kunnugt að þetta ákvæði er þverbrotið, því að út- lendingar selja veiðileyfi i is- lenzkum ám. Við teljum þvi að það þurfi að fara fram athugun á þessari starfsemi útlendinga hér, og að nema þurfi þetta undanþáguákvæði úr lögum. Þetta á ekkert skylt við, þegar innlendir aðilar selja útlending- um einstaka daga til stangveði, eins og er með árnar Laxá i Aðal- dal, Haffjarðará og Grimsá. Það hefur aldrei hvarflað að stjórn L.S. að væna veiðiréttareigendur islenzka um gjaldeyrissvik, heldur er það, einsog áðursegir, starfsemi útlendinga, sem kanna þarf.” Ný útgáfa á Snorra- Eddu Komin er út hjá bókaútgáfunni Iðunni ný útgáfa á Snorra-Eddu. Arni Björnsson cand. mag. annaöist þessa útgáfu, og er hún fyrst og fremst ætluð skólum, en hentar þó eigi siður sem almenn lestrarútgáfa handa öllum þeim sem kynnast vilja þessu merkis- riti. Lausmálstexti bókarinnar er prentaður með nútimastafsetn- ingu, og er farið eftir Trektarbók, handriti frá þvi um 1600. Texti þessi hefur ekki birzt áður i að- gengilégri útgáfu, en hann er mjög svipaður texta Konungs- bókar. Erhér bætt inn i hann þar sem vantar eftir Konungsbók, en innan hornklofa. Visurnar eru prentaðar stafrétt eftir Trektar- bók, en til hliðar við stafrétta textann er prentuð meö nútima- stafsetningu hugsanleg ráðning visnanna með samanburði við Konungsbók. 1 bókarlok eru textaskýringar og nafnaskrá með tilvisunum i texta. SJÁIST með endurskini í Rrl' *'.$■! ■ - tffl HPigiÉí' ti* mm " ‘ i '.' i/S 311 p/ ■ \ j il i f « ttó#* Pjf 1 i ' * f K JN < v \ f*. f Mikill fjöldi handunninna muna er á basarnum I Breiöhoiti I á laugar- daginn eins og sjá má á þessari mynd. Basar í Breiðholti I — Hinn árlegi basar Kven- félags Breiðholts, verður n.k. laugardag, 6. desember kl. tvö e.h. i anddyri Breiðholtsskóla i Breiðholti I. Mikið úrval hand- unninna muna er þar á boðstól- um, svo og kökur og iukkupokar. Allur ágóði basarsins rennur til liknar og framfaramála i hverf- inu. . Þá heldur Kvenfélag Breiðholts jólafund sinn þann 10. desember kl. 10:30 i samkomusal Breið- holtsskóla. Þar gengst blóma- verzlunin „Blóm og ávextir” fyrir sýnikennslu i jólaskreyting- um. Frá happdrætti Framsóknarflokksins Happdrættið biður vinsamleg- ast alla þá, sem fengið hafa frá þvi heimsenda miða, með giróseðli, að greiða þá i næstu peningastofnun eða pósthúsi, eða senda greiðsluna til Happdrættis- skrifstofunnar, Rauðarárstig 18, Njálsgötumegin. Skrifstofan er opin til kl. 6 á kvöldin og til hádegis á laugar- dögum. Afgreiðsla Tima'ns, Aðal- stræti 7, tekur einnig á móti upp- gjöri og hefur miða tii sölu. Framsóknarfólk er eindregið hvatt til þátttöku i miðakaupum til styrktar flokksstarfinu og trúnaðarmenn eru beðnir að vinna rösklega að miðasölunni, hver á sinum umboðsstað. Útdrætti verður ekki frestað. Sai Baba Hjá Skuggsjá er nú komin út bók eftir Howard Murphet, sem nefnist Sai Baba, maður krafta- verkanna, og er bókin i þýðingu Asgeirs Ingólfssonar. t þessari bók er sagt frá merk- um furðuverkum eins áhrifarik- asta kraftaverkamanns, sem komið hefur fram um aldaraðir, Satya Sai Baba. Ahangendur hans telja hann vera endurfædd- an Sai Baba frá Shirdi, sem dó ár-, ið 1918. Höfundur bókarinnar er Astraliubúi, semhelgað hefur lif sitt rökfræði og vísindum,. og dvaldi hann marga mánuði með — maður kraftaverkanna Sai Baba. Hann heldur þvi fram, að hann hafi komizt að raun um, að kraftaverk Sai Baba séu raun- veruleg og hann komst að þvi, að samfara kraftaverkum hans, sem helzt mætti likja við kraftaverk Krists, fór sú ást og umhyggja, sem Kristur hlýtur einnig að hafa búið yfir og vitneskjan um Guð, sem opnar dyrnar að nýrri lifs- sýn. AUGLYSIÐ í TÍMANUM Missið ekki fótanna Svamppúði Fóður Yfirleður Hælkappi Sterkur blindsóli llstoð Gerð 200 Gerð 640 með stál í sóla mjög liprir Víking uppháir loðfóðraðir Jallatte öryggisskórnir Léttir og liprir. Leðrið sérstaklega vatnsvarið. Stálhetta yfir tá. Sólinn soðinn án sauma. Þolir hita og frost. Stamur á is og oliublautum gólfum Hagstætt verð — Sendum um allt land. Dynjandi sf: Skeifunni 311 • Keykjavik ■ Simar 8-26-70 & 8-26-71 Þolir 25 þúsund Wolta spennu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.