Tíminn - 05.12.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.12.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 5. desember 1975. Útsýn til umheimsins Magnús Ásgeirsson. Magnús Asgeirsson: LJÓÐASAFN 1 og II. Anna Guömundsdóttir og Kristján Karlsson sáu um útgáfuna. Helgafell 1975. ÍSLENDINGAR ERU örlitil dvergþjóð við yzta haf, sumir segja jafnvel að við búum á mörkum hins byggilega heims. Það kynni að visu að orka tvi- mælis, hugtakið „byggilegur heimur” er næsta teygjanlegt. Hitt er staðreynd, að við búum við landfræðilega og málfars- lega einangrun. Eins og við höf- um löngum orðið að komast heilu og höldnu yfir öldur Atlantshafsins, ef við vildum kynnast siðum og háttum ann- arra þjóða, svo urðum við og að yfirstiga mikinn málfarslegan þröskuld til þess að geta notið erlendra bókmennta á tungu þeirrar þjóðar sem skóp þær. Ef fslenzk alþýða óskaði eftir þvl að lesa bókmenntir Ut- lendinga, hlaut það að gerast fyrir milligöngu þýðinga. Þess var engin von, að hinn almenni borgari þjóðar, sem varð að neyta allrar orku til þess að halda lifi i landi sinu, hefði tök á þvi að læra erlendar tungur svo nokkru næmi. Jafnvel sú kyn- slóö, sem enn er mitt á meðal okkar, en fer nú hvað af hverju að leggja frá sér verkfærin, — sú kynslóð, sem hefur látið okk- ur í té nýtizku steinhús i staðinn fyrir moldargreni og skuttogara i stað árabáta, — hún hlaut óhjákvæmilega að slfta klæðum sfnum annars staðar en á skóla- bekkjum. En þjóðin var og er bók- hneigð. Hún tók fegins hendi við þýðingum Sveinbjarnar Egils- sonar, Steingrims, Matthiasar og annarra. Hún lærði ljóðin, og það svo rækilega, að sumt úr þeim varð að nokkurs konar málsháttum eða spakmælum. Hversu margir hafa ekki tekið sér i munn orðin „römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til”, án þess að muna það eða vita, að þetta er seinnipartur visu i ljóðaþýðingum Svein- bjarnar Egilssonar. (Leika lan dm un ir / lý ða sonum, o.s.frv.). Það varð ljóðelskum ís- lendingum ekki litið fagnaðar- efni, þegar ljóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirssonar tóku að birtast fyrir nokkrum áratug- um. Þýðingarnar, sem Magnús gaf hið yfirlætislausa heiti Þýdd ljóð, komu út i sex bindum á árunum 1928, 1931, 1932, 1935, 1936 og 1941. Og Magnús hélt áfram aö auðga islenzka menn- ingu og veita okkur hlutdeild I orðsnilld þjóða, sem nú stundu undir oki grimmúðugrar styrjaldar Ættmold og ástjörð kom út 1942 og Meðan sprengj- urnar falla kom 1944. Allt er þetta svo kunnugt, að f rauninni er óþarft um það að ræða. Ljóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirssonar hafa náð æ meiri útbreiðslu og vinsældum, og nú mun vandfundinn sá maður, sem ekki veit einhver meiri eða minni skil á þeim, ef hann á annað borð lætur sig bókmennt- ir einhverju varða. Orval ljóða- þýðinganna, Ljóð frá ýmsum löndum, kom út árið 1946 með ágætum formála eftir Snorra Hjartarson skáld, Kvæðasafn kom I tveim bindum á árunum 1957 og 1960, og loks komu Sið- ustu þýdd ljóð út árið 1961. Guð- mundur Böðvarsson skáld bjó þau ljóð til prentunar. Nú hafa þau Anna Guðmunds- dóttir, ekkja Magnúsar Ásgeirs- sonar, og Kristján Karlsson bókmenntafræðingur séð um út- gáfu á verkum Magnúsar, þar sem öll ljóð hans, þýdd og frum- samin, eiga að vera saman komin, að meðtöldum kvæðun- um i Sfðustu þýddum ljóðum, „með þeirri undantekningu, að við höfum gengið fram hjá fjór- um þýðingum i Siðkveldum (þrjú smáljóð eftir Heine: Hættu að gráta eftir John Fletcher) tilað virða þá ákvörð- un Magnúsar, er hann tók þær ekki upp I Þýdd ljóð...”, eins og segir í formálsorðum. Formálsorðin, sem hér eru nefnd, eru undirrituð með stöf- um önnu Guðmundsdóttur og Kristjáns Karlssonar. Þar næst, að efnisyfirliti undan gengnu, kemur grein, sem Ragnar Jóns- son, bókaútgefandi, skrifaði um Magnús Asgeirsson látinn, og birtist hún fyrst i Morgunblað- inu 11. ágúst 1955. Hér er hún „örlitið stytt og breytt”, eins og komizt er að orði í athugasemd. Grein Ragnars ber vott um mikla þekkingu á verkum Magnúsar Asgeirssonar og er yljuð upp af virðingu og aðdáun á þeim, en þó munu liklega flestir lesendur staðnæmast fyrst við eftirfarandi linur: ,,Ég get aldrei varizt þeirri tilfinningu, að islenzk list hafi beðið eitt sitt mesta áfall er M.A. gerðist ljóðajiýðari i stað þess að helga sig óskiptur sinu rika listamannseðli, gefa sköpunarhæfileikum sinum fullt frelsi og ótakmarkað lifsrúm.” Vafalaust hafa fleiri en Ragn- ar f Smára hugsað eitthvað likt þessu, en þegar við söknum óortra ljóða Magnúsar Asgeirs- sonar, verðum við að hafa það hugfast, sem Ragnar Jónsson segir um þýðingarnar, að „...verður varla dregið i efa, að enginn hefir unnið þar jafnmörg stórvirkiné fært þjóð sinni heim jafnfjölskrúðugan feng af dýr- mætum perlum heimslistar- innar.” Grein Kristján Karlssonar um Magnús Ásgeirsson er ákaflega girnileg lesning fyrir margra hluta sakir. Hann minnist á list- rænan skyldleika Einars Bene- diktssonar og Magnúsar og seg- ir um hinn siðar nefnda: „Hann er erfingi Einars Benediktsson- ar i islenzkum skáldskap, en fyrst og fremst þess Einars, sem lýkur máli sinu i Signu- bökkum....” Og siðar þetta: „Magnús Asgeirsson er hinn eini arfþegi Einars, sem máli skiptir, af þvi að hann hefir nógu sterk bein til að þiggja áhrif af tungutaki hans og leggja þau svo rækilega undir sig, að það er afarsjaldan að Einar virðist tala fyrir munn hans og ráða linugerð og stil..” Þetta eru orð að sönnu. Áreiöanlega hafa margir lesið ljóðaþýðingar Magnúsar As- geirssonar, án þess að þeim dytti I hug skyldleiki við Einar Benediktsson. Mjög væri freistandi að fjalla itarlega um ritgerð Kristjáns Karlssonar, til dæmis það sem hann segir um islenzkt þröng- býli og skort á fjarlægðum, „sem skáldsagnahöfundi eru nauðsynlegar,” eða þessa frómu ábendingu hans, sem les- endur og aðdáendur ljóða- þýðinga mættu gjarna festa sér iminni: „löðru lagi megum vér þvi miður gera ráð fyrir, að þvi betra kvæði sem þýingin er, þvi fjarlægari sé hún frumtextan- um....” En þvf er nú ver og miður, að hugleiðingum um svo yfir- gripsmikil efni, sem þetta tvennt, sem að framan var talið, verður ekki komið fyrir i einni litilli blaðagrein. Þó er eitt atriði enn, sem mig langar til að minnast á. Kristján Karlsson segir á einum stað i sinni ágætu grein: „Hversu ólik skáld sem tveir þýðendur kunna að vera, hljóta fyrstu skref þeirra til verksins að vera hin sömu og gagnrýn- andans: þeir ganga inn i texta annars höfundar af þeirri innlif- un og skilningi, sem þeim er léð- ur. Ég á engan veginn við það, að Matthias Jochumsson og Magnús Asgeirsson voru báðir góðir ritdómarar, enda þótt það skipti vitaskuld sinu máli, held- ur hitt, að sem miklir þýðendur hlutu þeir að eiga þá innlifunar- gáfu i sjálfar bókmenntirnar, sem er lika frumskilyrði gagn- rýni.” Hér er komið að miklu máli, sem varðarekkieinungis okkur, sem erum si og æ að bjástra við að skrifa um bækur, heldur varðar þetta eins, og ekki siður, þá sem slikra skrifa eiga að njóta. Menn verða ekki góðir gagnrynendur með þvi einu saman að kunna bómenntasög- una, þeir þurfa lika að vera gæddir innlifunargáfunni, sem Kristján Karlsson talar um. Og þá eigum við aðeins örstuttan spöl ófarinn að spurningu, sem gerzt hefur áleitin við mig um mörg undanfarin ár: Er maður, sem sjálfur skrifar marflatan stil, þar sem engin setning ris annarri hærra, — er hann fylli- lega dómbær á hin finni blæ- brigði i ritverkum annarra manna? Skynjar hann tónlist orðanna, seiðmagn stilsins? Hér verður ekki reynt að svara þessum spurningum, en ef til vill gefst tækifæri til þess að ræða þetta mál siðar. En sé það rétt, — og hér skal það siður en svo dregið i efa, að „inn- lifunargáfa” sé „frumskilyrði gagnrýni” og að gagnrýnandan- um sé engu minni þörf á slfkri gáfu en til dæmis þýðandanum, þá dugar þeim, sem skrifa að staðaldri um bækur, ekkert minna en meðfædd skáldgáfa, ef skáldverkið, sem um er fjall- að á að ná til þeirra, og ef þeir vilja ná eyrum lesenda sinna. Sú nýja útgáfa á þýddum og frumsömdum ljóðum Magnúsar Asgeirssonar, sem hér er til umræðu, er þannig úr garði gerð, að fyrra bindið hefst á Sið- kveldum, einu frumsömdu ljóðabókinni, sem eftir Magnús liggur. Siðan taka þýðingarnar við, og er þeim raðað eftir þjóð- löndum, Norðurlöndin fyrst, en siðan hvert landið af öðru, og er höfundum hvers lands raðað eftir þvi, hvenær þeir voru uppi. Aftast i siðara bindi er viðauki, þar sem eru kvæði sem ekki hef- ur tekizt að finna höfunda að. Þessi tilhögun er hagkvæm og eðlileg, og yfirleitt má segja, að útgáfan sé hin aðgengilegasta i hvivetna. Þó er liklega eitthvað talsvert um prentvillur, en ann- ars er erfiðara um slikt að segja, þegar maður hraðles kvæði, sem maður hefur kunnað eða hálfkunnað lengi. 1 Búáifin- um, 3. erindi, er leiðinleg prent- villa, og sömuleiðis i smáljóðinu Tvær visur eftir Poul Sörensen. En annars hef ég, eins og áðan var vikið að, ekki lagt neina vinnu i að leita uppi prentvillur. Magnús Ásgeirsson beitti snilligáfu sinni til þess að opna þjóð sinni útsýn til umheimsins. Hann færði okkur mikinn fjölda erlendra listaverka og gerði þau aðgengileg islenzkum almenn- ingi, allt frá léttum söngtextum, sem hver maður kann (Það var kátt hérna um laugardags- kvöldið á Gili, eftir Gustaf Fröding), til margra alda gam- allar hámenningar (Rubáyát, eftir Omar Khayyám). Um þetta mikla menningarstarf Magnúsar Ásgeirssonar hefur svomargt veriðrættogritað, að það er i rauninni að bera i bakkafullan lækinn að bæta þar enn einni blaðagreininni við. En ef við viljum skilgreina ævistarf Magnúsar i sem skemmstu máli, held ég að það verði bezt gert með þvi að taka sér i munn orð Ragnars I Smára, þau er hann viðhefur i minningar- greininni um Magnús Asgeirs- son látinn: „Allt sem hann snerti á varð stórt og þýðingarmikið.” —VS. Hl Snöggur upp á lagift en getur þó verift manna miidastur. Flestir Reykvlkingar kannast vift Meyvant bónda og bilstjóra á Eifti. Bóndi innan landamerkja Reykjavíkur birtir endurminningar sínar — sjöunda bindi komið út SJ-Reykjavik. Meðal jóla- bókanna að þessu sinni er Bónd- inn og bilstjórinn Meyvant á Eiði, sem Jón Birgir Pétursson blaða- maður færði i letur. Meyvant er einn af fyrstu bifreiðastjórum á tslandi, og rak um skeið eigin vörubilastöð með mörgum bilum. Aður en bilaöldin rann upp var hann kúskur i Reykjavik, og telur sig Reykviking, þótt raunar sé hann fæddur austur i ölfusi 5. april 1894. Þegar Meyvant var tveggja ára hrundi bærinn i jarð- skjálftum og hann fluttist til Reykjavikur ásamt foreldrum sinum og systur. Um áramót 1900-1901 stóð hann á sauðskinnsskóm á Austurvelli og fagnaði komu nýrrar aldar. Mey vant Sigurðsson hefur lifað timabil ótrúlegra breytinga og man eftir flestum þeim fram- kvæmdum, sem hafa gjörbreytt svip höfuðborgarinnar. Nú er hann hættur störfum, en þau voru mörg og margvisleg. Siðast vann hannhjá Háskóla íslands og hætti þar áttræður. Meyvant er siðasti bóndinn innan landamerkja Reykjavikur. Hann fargaði flestum kindum sinum I haust, en á þó enn eina, og landið i kringum Eiði, svo enn á hann skilið að heita bóndi. örn og örlygur gefur bókina út, sem prýdd er fjölda gamalla ljós- mynda úr Reykjavfk og viðar að.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.