Tíminn - 05.12.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.12.1975, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. desember 1975. TÍMINN 11 Hér er bókin til skemmtunar og fróðleiks Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka Þjóðlegar sagnir Þetta seinna bindi þjóðlegra sagna hefur að geyma stuttorðar og gagn- orðar sagnir, margar bráðsnjallar og ýmsar stórfyndnar. Þær eru skráðar á kjarngóðu máli og sem fyrr hefur Ingólfur fyrst og fremst leitað fanga hjá alþýðu manna, því þar finnst honum viðmótið bezt, frásögnin einlægust og sagna- heimurinn stærstur. — Þetta er þjóðleg bók, góður viðauki við fyrri sagnasöfn. Howard Murphet Sai Baba — maður kraftaverkanna Hér er sagt frá einum áhrifamesta kraftaverkamanni, sem fram hefur komið um aldaraðir. Kraftaverk- um þessa undramanns er llkt við kraftaverk Krists og samfara þeim fer sú ást og umhyggja, sem Krist- ur hlýtur einnig að hafa búið yfir, og auk þess vitneskjan um Guð, sem opnar dyrnar að nýrri lifssýn. Bókin um Sai Baba er stórkostleg og hrifandi. Gunnar M. Magnúss Gunnar M. Magnúss Sæti númer sex Bókin hefst á þvi er Ásgeir Asgeirsson kemur 29 ára gamall i framboð i Vestur- isafjarðarsýslu og berst þar um þingsætið við hinn gamla þingkappa Guðjón Guð- laugsson. Ferill Asgeirs er rakinn i héraði, sagt frá bar- áttu hans og sigrum og hvernig leið hans lá inn á þing og að lokum í forseta- stólinn. Þessi frásögn er af- burðasnjöll og mun lengi lifa. —Gunnar rekur siöan hinn pólitiska æviþráð sinn, fer eftir honum i „sæti númersex”á Alþingi og situr þar hundrað daga. Hér koma margir við sögu og þetta er „ismeygilega vel skrifuö bók, sem Gunnar sendir frá sér”. Hann dregur upp ógleymanlegar myndir af mönnum og málefnum og bókinni lýkur með palladómum um sam- þingsmenn hans, — og fær þar hver kappinn sinn skammt ómældan. aKampavinsnjósnar- inn Þessi bók er hrikalega spennandi, hún er skjalfest og sönn frásögn af viðburðariku og æsilega ævintýra- legu lifi, ótrúlegasta njósnasaga sem skrifuð hefur verið. Lotz starf- aði sem israelskur njósnari I Egyptalandi, varð trúnaðarvinur hershöfðingja, ráðherra og leyni- þjónustuforingja og þýzka nýlendan i Kalró bauð hann sérstaklega velkominn. En upp komast svik um síðir, og Lotz var handtekinn og ekkert virtist biða hans annað en snaran. Sexdagastriðið varð honum til bjargar. — Þetta er æsispennandi og ótrúleg bók, en hvert orð er skjalfest og satt. Dr. Jakob Jónsson Lif við dauðans dyr LIF VIÐ UAUÐANS ÐYR Jakob Jóns- son Dr. Jakob segir hér frá reynslu sinni sem sjúkrahússprestur. Hann fjallar um mótlætið, heilsuleysið og sjúkrahúsið, um dauðann og þá einnig hinn umdeilda dáuða, um heimsækjendur, sorg og huggun ög loks um heilbrigðina og lifs- hamingjuna. Þessi bók fjallar um vandamál, sem snerta hvern einasta mann, hvort heldur er sjúkan og sorgmæddan eða geislandi af lífsfjöri og krafti. Þetta eru hugleiöingar manns mikillar trúar- reynslu, manns, sem segir hispurslaust frá, vekur til um- hugsunar og skilnings á miklu vandamáli. Haraldur Guðnason Saltfiskur og sönglist Hér er sagt frá Skarðsselsbræðr- um, Bergsteini á Yrjum, Hreiðari I Hvammi og Jóni I Skarðsseli og af- komcndur þeirra raktir. „Djöfull- inn i helviti gefi þér tóbak” heitir þáttur um séra Loft á Krossi og þáttur er um Erlend Helgason i __________________ Heysholti, sem varð þjóðsagnaper- sóna þegar i lifanda lifi. — Saltmengaðar frásagnir eru af nokkrum gamalkunnum Vestmannaeyingum: Matthiasi Finnbogasyni, Guðmundi ögmundssyni, fyrsta vitaverþi I Eyjum, Lauga I Mandal, Þórði formanni Stefánssyni, Jó- hanni i Stighúsi, Friðrik I Bataviu, Hannesi Hreinssyni og loks Helga Jónssyni faktor i Garöinum. Barbara Cartland Ást og metnaður Brora lávarður er vanur að stjórna og ráða ferðinni og þvi verður hann fyrst og fremst reiður, þegar fegurðardisin Melia Melchester slitur trúlofun þeirra. Og þegar hann hittir hina ungu Jane Mac Leod, sem svipað er ástatt fyrir, fær lávarðurinn eina af sinum stór- snjöllu hugmy'ndum. — Stór- skemmtileg og eldfjörug ástar- saga. Garrland MitiWðW' Theresa Charles Erfðaskráin Ný og spennandi ástarsaga eftir metsöluhöfundinn vinsæla. — Það var nánast tilviljun að Nixy Warren gerðist hjúkrunarkona og það voru einnig tilviljanir að hún hafði tvivegis orðið ástfangin af röngum karlmönnum, — og slikt var hún ákveðin I að láta ekki endurtaka sig. En svo kom Harvey Mayfield, ungur og glæsilegur, og lifið er sannarlega fullt af æsi- spennandi tilviljunum. Faðir minn — Bóndinn Gisli Kristjánsson ritstýrði faóír minn Fjórtán þættir um stór- brotna og á ýmsan hátt fyrir- ferðarmikia bændahöfð- ingja, skráðir af börnum þeirra: Guðmundur Þor- bjarnarson, Stóra-Hofi, eftir Hákon Guömundsson — Bjarni Jensson, Asgarði, eftir Torfa Bjarnason — Kristinn Guðlaugsson, Núpi eftir Unni Kristinsdóttur — Gisli Jónsson, Hofi, eftir Gunnlaug Gislason — Þórarinn Jónsson, Hjaltabakka, eft- ir Hjalta Þórarinsson — Friðrik Sæmundsson, Efri Hól- um, eftir Sæmund Friðriksson — Þ. Magnús Þorláksson, Blikastöðum, eftir Helgu Magnúsdóttur — Jón Konráðs- son, Bæ, eftir Björn Jónsson — Guðbjartur Kristjánsson, Hjarðarfelli, cftir Gunnar Guðbjartsson — Björn Þorkels- son.Hnefilsdal.eftir Þorkel Björnsson —Jakob H. Lindal, Lækjainóti, cftir Sigurð Lindal — Sverrir Gislason, Hvammi, eftir Ólaf Sverrisson — Jón Sigurðsson, Yzta- felli, eftir Jónas Jónsson — Helgi Jónsson, Seglbúðum, eftir Jón Helgason. — Allir voru þessir bændur brautryöj- endur, hver með sinum sérstaka hætti, og allir voru þcir héraðshöfðingjar, kraftmiklir kjarnakarlar, sem settu sterkan svip á samtið sina. SKUGGSJÁ — BÓKABÚÐ OUVERS STEINS — SÍMI 50045 Halldór Pjetursson Draumar, sýnir og dulræna Stórmerkar sagnir af draumspöku og dulrænu fólki, fjöldi merkra drauma, frásagnir af furðulegum sýnum og sérstæðar sagnir af óvenjulegum miðilsfundum. Hér er t.d. veigamikil frásögn af Þórunni grasakonu Gisladóttur og ættfólki hennar, en sonur hennar var hinn landskunni grasalæknir Erlingur Filippusson. ðraumar sýnir 09. dulræna Pétur Eggerz Hvað varstu að gera öll þessi ár? Pétur Eggerz hefur i starfi sinu gengið meðal þeirra, sem leitað hafa fjár og frama, þeirra manna, sein máttur valdsins hefur freist- að. En hvers virði er valdið, féð og frægðin? Er lifs- hamingjuna þar að finna? Þessum og öðrum álika spurningum leitast þessi snjalli höfundur við að svara i bók sinni, sem er skopleg lýsing liins ljúfa lífs, háð og spé um þá lifsblekkingu sem aðeins virðist eftirsókn eftir vindi. Pétur gagnrýnir „kerfið” i þessari bók, dregur dár að þvi, sem þar fer aflaga, setur gæðamat þjóðfélagsins undir smásjá og sér i gegnum blekkingarvefinn. Enn sem fyrr hittir hann beint i mark, undan hárbeittum penna hans sviður. Ólafur Tryggvason Á jörðu hér „Hverjum þeim, sem við erfiðleika á að striða, munu bækur hans örugg hjálp. Það kann að vera, að manni, sem lifið leikur við, sé ekki nauðsynlegt að lesa þær, en færi svo að lifið hætti leik sinum, væri gott að vita, að þessar bækur eru til” Þetta hefur Kristján frá Djúpa- læk að segja um bækur ólafs. — Það er eins og hulinn kraftur og máttur læknandi orku þessa mikla mannvinar fylli hvcrja siðu þessar- ar bókar. Magnús Magnússon Ráðherrar íslands 1904—1971 Magnús Stormur, höfundur þessarar bókar, er lands- kunnur fyrir ritstörf og blaðamennsku og fyrir það, að vera ómyrkur i máli, tala tæpitungulaust. Hann segir i formála bókarinnar: ...... ég vil taka fram að ég einn ber alla ábyrgð á þvi, sem sagt er ráðherrunum til lofs eða lasts, nema þar sem um- mæli annarra eru tilfærð.” Og hann biður menn að hafa I huga, að þetta eru aðeins svipmyndir og þvi hvergi um al- hliða lýsingu að ræða, en segir jafnframt að hann telji sig hafa góða aðstöðu til að geta lýst ráðherrunum með nokkrum sannindum, „þvi ég hef séð þá alla, talað við flesta, kynnzt mörgum þeirra mikið og sumum allnáið.” — Allir, sem þekkja Magnús Storm og skrif hans, vita að hér er bók, sem þeir verða að eignast. Jón Helgason Steinar i brauðinu Rithöfundareinkenni Jóns Helga- sonar eru fyrst og fremst fagurt mál, frásagnarlist og stilsnilld. Þessi bók hans ber öll þessi glæstu merki. Hún er leikur að máli og lifsmyndum, mikilúðlegur skáld- skapur, sem vekja mun athygli allra, sem fögrum bókmenntum unna. Þessar sögur hans eru svo vel sagðar að til tiðinda mun verða talið þegar bókmenntauppskera þessa árs verður gerð upp. Skúli Guðjónsson, Ljótunnarstöðum Svo hleypur æskan unga Minningabrot frá bernsku höfundarins, þar sem hann segir frá persónulegri reynslu sinni og bregður upp skemmtilegum svip- myndum af mönnum, sem honum urðu minnisstæðir. Hann segir frá „Guðfræðinámi i hænsnakofa”, ræðir „um gesti og gestakomur” og ,Fornar ástir og þjóðlegt klám”, frásagnir, sem hafa sér stakt heimildargildi um þau viðhorf, sem óðum eru að glevmast. t þeim birtist e.t.v. bezt hin sérstæða frá- sagnarsnilld höfundarins og hæfileiki hans til að skynja samtið sina og breytta menningarstrauma. SK17Í..1 GUDIONSSON aÓN HELGASON STEBftR BRftWMU 1 - /r jk. lauÉfxr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.