Tíminn - 06.12.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.12.1975, Blaðsíða 1
Leiguflug— Neyðarflug HVERT SEAA ER HVENÆR SEAA ER FLUGSTÖÐIN HF Simar 27122-11422 HREYFILHITARAR í VÖRUBILA OG VINNUVÉLAR 280. tbl. — Laugárdagur 6. desember 1975. —59. árgangur. HF HÖRÐUR OUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 SVAR VIÐ NUSNOTKUN BRETA: Hert á skilyrðunum Gsal-Reykjavik. — Dómsmála- ráðuneytið hefur ákveðið aö veita ekki brezkum skipum leyfi til að koma inn á fslenzkar liafnir nema sannað sé aö um algjört neyðartiívik er að ræða. Þetta er svar Islenzkra stjórn- valda við misnotkun neyðar- leyfa, en eins og greint héfur verið frá, var brezkur frétta- maður settur i land á Norðfirði fyrir noJkkrum dögum, þegar citl brezku eftirlitsskipanna hafði fengið leyfi tii að koma handleggsbrotnum manni á sjúkrahús. —Þessi leyfi verða ekki veitt, nema sannað sé að um mjög al- yárlegt tilfelli er að ræða, og ekki sé hægt að sigla til Bret- lands,þess vegna.sagði ólafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra I gærkvöldi. Eins og Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlu benti á i frétt Timans í fyrradag, hafa Bretar oftsinnis óskað eftir leyfi til að setja sjúka menn á land, en i þau skipti hafi ekki alltaf verið um neyðartilvik ,að ræða. —o— Einar Agústsson utanrikis- ráðherra, kvaddi i gær brezka sendiherrann á sinn fund, og af- henti honum skriflega orösendingu, þar sem mótmælt var misnotkun Breta á leyfum þeim, sem Landhelgisgæzlan hefur veitt til að setja i land sjúka sjómenn — Segir i orð- sendingunni að slik leyfi verði aðeins veitt hér eftir, séu þau álitin bráðnauðsynleg, t.d. ef mikið veikir eða slasaðir sjð- menn,s?m þoli ekki flutning til Bretlands.verði settir á land. Þá voru tilgreind dæmi um mis- notkun Ieyfanna. — Brezki sendiherrann afhenti utanrikis- ráðherra mótmæli vegna siðustu fjögurra klippinga á tog- vira brezkra togara við sama tækifæri. Algjört æði rann á herskipastjórann Gsal-Reykjavik. — Brezku freigáturnar reyndu I fyrrinótt ásiglingu á varðskipið Þór, eftir að það hafði skorið á togvir brezka togarans Ross Ramilles. — Þetta eru ekki ánægjulegar fréttir, en þó kannski ekki annað en það sem við hefði mátt búast, sagði ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra. — Brezku freigáturnar reyndu ásiglingar æ ofan I æ I siðasta þorskastrlði og stefndu að þvi að gera varðskipin óvig og valda þvi að þau yrðu að dvelja I höfn til viðgerðar sem lengst. Ég á ekki von á breyttum aðferðum hjá þeim, sagði ólafur. í skeyti frá Helga Hallvarðs- syni skipherra á Þór um at- burðinn i fyrrinótt, sem hann sendi stjórnstöð Landhelgisgæslu igær, segir m.a. — Um kl. 02.30 i nött uppgötvaði dráttarbáturinn Lloydsman okkur, en hann,, Europeman og herskipið Bæjarstjónnn í Eyjum kærir minnihluta bæjar- stjórnar til saksóknara gébé-Rvikl — Bæjarstjórinn i Vestmannaeyjum, Sigfinnur Sig- urðsson, hefur sent ríkissak- sóknara deilumál það til rann- sóknar, sem upp kom i bæjar- stjórn Vestmannaeyja og hefur svo mjög verið til umræðu i fjöi- miðlum að undanförnu. Þórður. Björnsson rikissaksóknari, staðfesti i gær, að hann hefði fengið mál þetta i vikunni, en að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um meðferð þess, eða hvað gert yrði i þvi. Sigfinnur Sigurðsson bæjarstjóri vildi ekk- crt um þetta mál segja annað en að það væri nú komið úr siiiuin höndum. — Okkur sem þarna vinnum, hefur i senn sárnað og blöskrað, að á meðan er verið að vinna að uppgjöri eftir eitt stærsta slys ís- landssögunnar, og meðan verið er að vinna að uppgjöri Vestmanna- eyjarkaupstaðar, þá er á sama tima verið með ásakanir og að- dróttanir, og ekki vilað fyrir sér að bera óheiðarleika á menn, sagði bæjarstjórinn i Vestmanna- eyjum. — Ég skil ekki, að menn geti verið að þjarka um það hvort bæjarstjórinn fari 1-2 ferðir til Reykjavikur i viku, hvort hann sé búinnaðfá ibúð i Vestmannaeyj- um og svo framvegis, i stað þess að vinna að hinum stóru verkefn- um fyrir Eyjarnar. — Þetta hefur vakið reiði mina og furðu og það er spurning, hvort nokkur maður geti unnið við slikar aðstæður, þvi að þarna log- ar allt i persónulegum væringum milli manna, sagði Sigfinnur. — Það er spurning hvort hægt sé að byggja • upp menningarlega af- komu fólks i Eyjum við þessar aðstæður, eða hvort á að standa i persónulegu sundurlyndi. Þá sagðist Sigfinnur hafa komizt að þvi, að ekki hefði verið unnið að uppgjöri kaupstaðarins sem skyldi unanfarin ár, og siðan hann hefði tekið við embætti, hefðu fimm manns unnið mjög ötullega við að gera upp reikninga bæjarins og væri þvi verki enn ekki lokið. Brighton höfðu raðað sér upp milli 12 og 50 sml. fyrir noröan nyrstu togarana. Er við sigldum inn i togaraflotann sigldi her- skipið samsíða okkur en dráttar- bátarnir aftan til á sitt hvort borð, og þá hafði Star Sirius slegizt i hópinn. Siðan segir Helgi, að togararnir hafi viðstöðulaust hift upp er varðskipið nálgaðist, þrátt fyrir verndarflotann. Um kl. 4 nálgaðist varðskipið togara, sem var að toga af „fullu öryggi' eins og Helgi orðar það. — Okkur tókst að skjótast út úr fylgdar- hringnum og kl. 4.03 klipptum við á forvir GY-53. Þá var togarinn um 45 sjómilur frá Glettinganesi. —Greip þá algjört æði um sig hjá herskipinu og dráttarbátunum, segir Helgi. Herskipið hóf að brjóta gróflega allar siglinga- reglur á okkur með þvi að sigla fyrir framan okkur og reyna að þvinga okkur til að beygja fyrir annan hvorn dráttarbátanna, sem sigldu rétt fyrir aftan okkur sitt hvoru megin. Þegar það tókst ekki hóf herskipið að sigla fyrir framan okkur, i fárra metra fjarlægð og blinda okkur i brúnni með sterkum ljóskastara. Við urðum hvað eftir annað að minnka ferð til að forða árekstri og við það tókst Lloydsman eitt sinn að komast svo nærri okj ð ekki mu i nema meter að honum tækist að sigla á okkur. Helgi segir, að varðskipsmenn hafi ekki getað kannað hvort klippt hefði verið á annan vir brezka togarans eða báða, vegna ágengni verndarliðsins, en hins vegar hafi þeir heyrt skipstjóra togarans segja,aðhann hefði náð inn vörpunni á öðrum virnum, „en það væri allt i hnút og það tæki sig margar klukkustundir að greiða úr þvi." Að lokum segir Helgi: — Skipherra herskipsins fékk að heyra nokkur háðsyrði frá nokkr- um togaraskipstjórum, en hann afsakaði sig með þvi að hann væri rétt að byrja að æfa sig á verndarstörfum. 227 lóðir byggingar- hæfar fyrri hluta næsta árs ------------*? e Frumvarp að fjárhagsáætlun: Hækkun útsvars- tekna 16.8% ---------------------^ O dagar tli JóSa Asiglingar á Islenzk varðskip voru oft reyndar I siðasta þorskastriði, og tókust nokkrum sinnum. Brezku freigáturnar hafa nú aftur hafið þann ljóta leik og njóta dyggilegrar aðstoðar- annarra brezkra „verndar- skipa" við þessar fólskulegu aðferðir. Myndin hér sýnir ásiglingu í siðasta þorska- striði, er freigátan Lincoln sigldi á varðskipið Ægi úti fyrir Austfjörðum laugar- daginn 22. september 1973. Þann dag sigldi freigátan tvivegis i veg fyrir varðskipið og festi Róbert, ljósmyndari Timans þann atburð á filmu. o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.