Tíminn - 07.12.1975, Side 1

Tíminn - 07.12.1975, Side 1
LqndvéJar hf PRIMUS HREYFILHITARAR Í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HFHÖBÐUR QUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -Sl'MI (91)19460 Lloydsman er stærsti brezki dráttarbáturinn á isl' Varöskipiö Þór er hér fremst á myndinni, til hægri enzku miðunum, en það var hann sem sigldi á Þór er dráttarbátur og til vinstri landheigisbrjótur. Mikil átök á miðunum: Lloydsman sigídi á Þór — klippt á vírana hjá tveimur brezkum togurum í gærmorgun r Einar Agústsson utanríkisráðherra: KANN AÐ KOSTA SLIT Á STJÓRN- MÁLASAMBANDI HHJ- Reykjavik — Rikis- stjórnin kemur saman tii fundar núna á eftir og þá verður þetta mál tekið til um- ræðu, sagði Einar Agústsson utanrikisráðherra, þegar Timinn spurði hann i gær- morgun, hver viðbrögð rikis- stjórnarinnar við ásiglingunni á Þór yrðu. — Þetta er auðvit- að mjög alvarlegur atburður, sagði ráðherrann, — og ekki er óhugsandi, að til slita á stjórn- máiasambandi við Breta komi vegna þessa. Meira get ég ekki um máliö sagt á þessu stigi. SAMBANDSVERK- SMIÐJURNAR Á AKUREYRI SPYRJA UM RAFORKU VEGNA ENDURNÝJ- UNAR Á KYNDINGU gébé/Gsal Rvik — tsienzku varð- skipin voru önnum kafin i gær- Varöskipið Ægir á fullri ferð á undan brezkum dráttarbáti. — Timamyndir: Róbert. morgun, tvö þeirra, Þór og Ægir, skáru á togvira brezkra iandhelg- isbrjóta, og dráttarbáturinn Lloydsman sigldi á varðskipið Þór, en skemmdir uröu ekki mikiar, að sögn Landhelgisgæzl- unnar, en þó laskaðist þyrluþil- farið nokkuð. Ekki urðu slys á mönnum svo kunnugt sé. Um klukkan hálftiu i gærmorg- un, skar varðskipið Þór á báða togvira brezka togarans Northern Reward GY-694 um 20 sjómilur austuraf Glettingi. Fjórir brezkir dráttarbátar og eitt herskip, sóttu að varðskipinu eftir klippinguna, og nokkru siðar tókst dráttar- bátnum Lloydsman, að sigla á varðskipið bakborðsmegin, en á- reksturinn varð ekki harður þvi að varðskipsmönnum tókst að vikja skipinu undan þyngsta högginu. Skömmu áður en varðskipið Þór klippti á togvira brezka tog- arans, gerði „verndarliðið” itrekaðar tilraunir til að hefta för varðskipsins að togaraflotanum, og var m.a. þyrla send á vettvang til að fylgjast með varðskipinu. Siðast, þegar fréttist af varðskip- inu Þór, var skipið á leið að tog- arahópi, sem i voru 21 togari, og fylgdu dráttarbátar eftir i hæfi- legri fjarlægð, ásamt herskipi. t skeyti frá skipherranum, Helga Hallvarðssyni, sagði m.a.: „Her- skipið reynir að sýna togarasjó- mönnum list sina með þvi að sigla þvert fyrir okkur, en okkur hefur tekizt að forðast árekstur hingað til.” Um það bil klukkustund eftir að Þór klippti á togvira Northern Reward, klippti varðskipið Ægir á annan togvir brezka togarans Kingston Jacinth H-198, um 20 sjómilur út af Langanesi. Ekki voru neinir dráttarbátar þar ná- lægir. Brezk Nimrod-þota sveim- aði yfir og fylgdist með ferðum Ægis um hádegið i gær. Mó—Reykjavik. — Oft hefur ver- ið bent á hinn geigvænlega orku- skort, sem hrjáð hefur Norður- landum árabil. Hefur hann staðið vexti fyrirtækja fyrir þrifum, og óvissan i orkumálum verið þess valdandi að mörg fyrirtæki hafa ekki þorað að treysta á það, að þau geti fengið svo mikla orku, sem þau þurfa. T.d. standa mál nú þannig, að sambandsverksmiðjurnar á Akureyri þurfa að endurnýja oliukatla sfna fyrir áramótin 1976-1977. Hugmyndir eru uppi um að setja upp rafknúna katla, i stað olíukatlanna. Verði af þvi þurfa verksmiðjurnar að eiga tryggt að geta fengið 10 til 12 MW af raforku. Óhjákvæmilegt er að ganga frá málum sem þessum með löngum fyrirvara. Þvi hafa sambands- verksmiðjurnar sent erindi til Kröflunefndar og komið á fram- færi þeirri ósk, að geta fengið næga ódýra raforku fyrir þennan tima. Er i erindi sambandsverk- smiðjanna spurzt fyrir um hvort framkomnar upplýsingar um orkusölu 1976 séu öruggar, og hvort Kröflunefnd eða annar aðili geti hafið samninga um orkusölu nú þegar. Iðnaðarráðherra upplýsti á Alþingi, að ætla mætti að orkumarkaður sem sveltur hefði verið um langan tima vaxi mun meir en gert er ráð fyrir i orku- spám, þvi að gera megi ráð fyrir aö ýmis iðnfyrirtæki muni stór- auka orkukaup sin, þegar næg orka verður fyrir hendi. Nefndi hann þvi til sönnunar óskir sam- bandsverksmiðjanna á Akureyri. Samkvæmt orkuspá er aflþörf- in á Norðurlandi 67 MW árið 1977, það er að segja ef ekki verður komin hitaveita til Akureyrar. Gert er ráð fyrir að fyrri vél Kröflu verði komin i notkun fyrir árslok 1976. Þrátt fyrir það verð- ur þá aðeins 63 MW af raforku framleidd með vatns- og gufuafli til staðará Norðurlandi. Þar með talin sú raforka, sem flutt verður norður með byggðalinunni. Er þvi eigi að furða þótt Norðlendingum þyki enn þurfi á að herða á með úrlausn orkumála. Nýjustu upplýsingar um þróun efnahags- málanna og spár um framvinduna 1976 ------> 35-36-37 <-----

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.