Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 7. desember 1975.' TÍMINN 9 VID HINN SEKA hvitblæði, setti þær i næringar- upplausn og skemmdi þær siðan með efni sem þekkt er fyrir að valda krabba (Bromdeoxuridin). Frumurnar byrjuðu á svipstundu að breyta sér og framleiða hvit- blæðisveirur. Visindamaðurinn er sannfærður: — Þetta gerist nákvæmlega eins i manns- likamanum. Læknarhafa eiginlega einungis þrjá möguleika á að fjarlægja slikan klump af rangstýrðum frumum, æxli. Þeir geta reynt að eyða honum með meðulum, skor- ið hann burt með hnif eða brennt hann i burtu með geislum. Engin þessara aðferða er ákjósanlega. Ef læknirinn fjar- lægir hnúðinn með uppskurði eða geislun, getur hann aldrei verið öruggur um að hafa náð i öllu krabbahreiöur i likamanum. Ef hann notar meðul ræðst hann ekki aðeins gegn æxlinu, heldur einnig gegn áriðandi lfffærum likamans. öll krabbameinsemðul, sem notuð eru i dag, svokölluð zyto- statika, verka eftir sömu fyrir- mynd. Þau stöðva frumu- myndunina. Æxlið vex ekki meir. En það er fleira en æxlið, sem vex i likamanum. Likaminn myndar daglega 25 milljarða nýrra blóðkorna í stað hinna not- uðu. Slimhúðin i þörmunum endurnýjast stöðugt á nokkurra vikna fresti. Stöðugur straumur af nýjum frumum myndar hár. Krabbameinsmeðulin gera ekki greinarmun á slikum eðlilegum vexti og ofvexti krabbans. Þau stöðva allar frumuskiptingar. Það, sem á að eyða æxlinu, skað- ar um leið likamann. Gott krabbameinsmeðalyrði að eyða markvisst skemmdu frum- unum meðal hinna 10' billjóna fruma i likamanum. Til framleiðslu slikra óskameð- ala hafa visindamepn nú fundið margar leiðir. A þróunarferli veirunnar frá þvi hún bryzt inn i frumuna þar til að fyrstu af- mynduðu frumurnar koma fram eru margir veikir hlekkir, sem gætu gert meðhöndlun mögulega. Byrnjunin er sýking frumunn- ar. Veiran kemur erfðaboðum sinum fyrir i frumukjarnanum. Við þessi brögð þarf hún á hjálparefni að halda, hvata að nafni Reverse Transkriptase. Þetta hjálparefni hefur einnig fundizt i krabbafrumum i likamanum. Það er einkennandi fyrir krabbamein af völdum veiru. Gestirnir með huliðshjálminn Visindin spyrja: Er ef til vill til efni sem getur fjarlægt hvatann Reverse Transkriptase úr likama sjúklings. Sem hvatinn mundi limast við eins og limpappir og þannig hindra frekari skaðsemi krabbameinsveiranna i likaman- um? Eftir að krabbaveirurnar eru orðnar virkar i frumu, er það fyrsta, sem þær gera, að breyta frumuhýðinu. A frumuveggnum koma i ljós alveg nýjar tegundir eggjahvitu. Vísindin spyrja: Eru til efni, sem ráðast eingöngu á þessi nýju eggjahvituefni? Sem brjótast i gegnum hið ummyndaða hýði inn i hina sýktu frumu og tortima henni en hlifa heilbrigðum frum- um? Það má likja hinum breyttu frumum við framandi hjarta, sem sett hefur verið i likamann, Hann ræðst þvi á þær og reynir að hrinda þeim i burtu. Þessar varnaraðgerðir fara stöðugt minnkandi. Nóbelsverðlaunahaf- inn Francois Jacob komst að raun um i Pasteur rannsóknarstofnun- inni i Paris, að krabbafrumurnar framleiða efni, sem truflar vörn likamans. Mótefniog eitlafrumur blóðsins ráðast ekki til atlögu við krabbafrumurnar. Visindin spyrja: Er hægt að taka huliðshjálminn af krabba- frumunum? — Það virðist vera. í Behring-stöðinni i Marburg tók próf. Hans Gerhard Schwick hluta af æxlisvef úr hundum, sem voru með brjóstkrabba. Hann Krabbafrumur meir en 10.000 sinnum stækkaðar. Alveg eins og í likamanum vaxa þær villt I næringarupplausn. A fáum klukkustundum verður frumuhnúður úr einni frumu. leysti vefinn upp i frumur, „þvoði” þær siðan með efni, sem heitir Neuraminidase. Eftir það sprautaði hann frumunum aftur i dýrin. Arangurinn: Frumurnar höfðu tapað huliðshjálminum, varnarkerfi likamans réðist á þær og eyðilagði um leið þær frumur, sem ekki höfðu sætt þess- ari meðferð. Brjósthnúðarnir hurfu. 90% tilraunanna heppnað- ist. Ennþá eftirsóknarverðara væri að geta hindrað krabbaveirurnar og agnir, sem innihalda þær i um- hverfinu i að fara inn i likamann — til dæmis með bólusetningu. Þá mundi maður alls ekki veikjast. Fjölmargar rannsóknarstofur reyna þessa leið. Til þess verður fryst og fremst að komast að þvi hvernig krabba- veirur komast inn i liffæri. Tvær sýkingarleiðir koma til greiná. Annað hvort eru erfða- massi veirunnar fyrir hendi f egg- inu og maður erfir hana frá for- eldrum sinum (lóðrétt sýking), eða maður sýkist á lifsleiðinni ■; /Æf £ ':M L p j| f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.