Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 7. desember 1975. TÍMINN 13 Frá keramiksýningunni, sem nú stendur yfir hjá Rammagerðinni. skiptunum við erlenda ferða- menn og fl. Hann hafði þetta að segja: — Ég fagna þvi að við i Rammagerðinni fengum tæki- færi til þess að halda sýningu á listrænni keramik frá Glit, en keramik hefur um langt skeið veriðein af þeim vörutegundum sem viðseljum hvað mest, bæði til erlendra ferðamanna og til Islendinga. Svona sýningar eru viss upp- örvun fyrir listafólkið og svo AAenn tala meira um útflutnings- bætur á lambakjöt en gjaldeyristekjur af öðrum framleiðsluvörum landbúnaðarins boða þær ávallt ný tiðindi. Ég vil hvetja fólk til þess að koma og sjá þessa fögru muni, sem ekki einasta sýna okkur fagurt handbragð, heldur einnig dirfsku og frumleika leirkera- smiðanna. — Er mikil sala í keramik og islenzkum listiðnaðarvörum? — Já það er óhætt að fullyrða. Rammagerðin rekur nú fjórar verzlanir. Hérna i Hafnarstræti, að Austurstræti 3 og á Hótel Loftleiðúm og á Hótel Esju. 90% af söluvörum okkar eru islenzk- ar vörur, og af þeim fer stór hluti til erlendra ferðamanna. — Það er enginn efi á þvi, að þessir vöruflokkar gefa miklar gjaldeyristekjur og væri reynd- ar fróðlegt að bera þessa gjald- eyrisöflun saman við togarana og fiskinn. Allir sem verzla i ramma- gerðinni og tala útlent mál eru að kaupa fyrir gjaldeyri, hvort sem þeir greiða með erlendri mynt, eða islenzkri þegar þeim er rétt varan yfir búðarborðið. Erlendir ferðamenn eyða hér milljónatugum i kaup á islenzk- um iðnaðarvörum. Mokka-kápur á erlenda snillinga — Ég vil einnig vekja athygli á þvi, að flest af hinum svoköll- uðu „ferðamannavörum” eru unnar einvörðungu úr i'slenzk- um hráefnum, eða litlum gjald- eyri er að minnsta kosti varið i hráefni þeirra. Ef frátalin er keramikin, þá eru vörur okkar að mestu komnar frá land- búnaðinum, þetta eru ullarvör- ur og skinnavörur. Miklar framfarir hafa orðið i þessum iönaöi. Prjónavörur eru tizku- vara i dag, en yfir þeim er samt þessi þjóðlegi þokki og það sér- islenzka yfirbragð, sem gerir þær áhugaverðar, bæði sem flikur og eins sem minjagripi. — Við kaupum vörur okkar einkum frá verksmiðjum Sam- bandsins á Akureyri, frá Gefj- uni, Heklu og svo kaupum við mikið frá Alafossi og hinum ýmsu prjónastofum sem vinna islenzka ull. Þegar rætt er um útflutning landbúnaðarins, þá er oft meira talað um sölu á niðurgreiddu lambakjöti en iðnaðarvörur, sem ættaðar eru frá land- búnaðinum. Við gleymum þá á stundum hinum arðbærari við- skiptum við útlönd, þar sem landbúnaðurinn leggur til meginhluta hráefnisins. Ferða- maðurinn sem kaupir sér lopa- peysu, eða mokkakápu greiðir hana fullu verði og nýtur ekki útflutningsuppbóta eöa neinna sjóðakerfa á tslandi. Silfur og Mokka-kápur — En hvað um listmuni? — Við erum með keramik og alls konar minjagripi. Sumt er hreinasta snilld. Vil ég t.d. minna á silfurmuni Jens Guö- jónssonar gullsmiðs. Jens er orðinn „nafn” i gullsmiði og silfursmiði og verk hans hafa borizt viða um heim, og hafa hlotið verðskuldaða aðdáun. Þarna eru miklir möguleikar. Við eigum auðvitaö engar silfurnámur, en við eigum dug- lega, frumlega silfursmiði, og ég er viss um að aðrar þjóðir kynnu að hagnýta sér það betur. Kunnátta og persónulegur, þjóðlegur still hefurekki svo lit- ið að segja og frændur okkar á Norðurlöndunum hafa svo sannarlega kunnað að notfæra sér það. , Þetta getum við m.a. séð á út- flutningi Dana, sem flytja út silfurmuni og postulin i ómæld- um skömmtum. Við i Rammagerðinni erum til dæmis með mjög vandað úrval af dönsku postuli'ni frá Bing og Gröndal, sem frú Guðrún Páls- dóttir hefur haft veg og vanda af. Þessi litla, en vandaða deild, laðar margan manninn að verzlun okkar. — Gott dæmi um möguleika okkar eru t.d. islenzku mokka-kápurnar, sem eru þær beztu i heimi. Það er stór full- yrðing, en ég er viss um þetta. Skinnasútun er góð á íslandi núna og reynslan hefur sýnt, að þeir sem hafa allan heiminn til að verzla i, eins og t.d. heims- frægir farandlistamenn þeir kaupa mokka-kápurnar hér og má þar nefna kunna kafteina Onedin-skipafélagsins, heims- fræga fiðlusnillinga og sjálfan Askenazy. Þetta fólk getur keypt sina hluti á réttum stöð- um i réttu landi — og það velur ísland. tslenzkar mokka-kápur. — Framleiðið þið sjálfir mokka-kápur? — Já, við saumum þessar flikur. Höfum frægan feldskera, Steinar Júliusson i okkar þjón- ustu. Ennfremur seljum við fyrir HEKLU, verksmiðju Sam- bandsins á Akureyri. Viss ávinningur er að þvi aö hafa eigin verkstæði lika, þvi að oft þarf að sérsniða mokka-kápur i grænum hvelli á timalausa heimsfræga menn. íslenzkar mokka- kápur þær beztu í heimi. Erlendir snillingar láta sauma þær á sig Miklir ónotaðir möguleikar eru fyrir ísland i gerð mokka-jakka og i þvi sambandi má minnast þess, að við flytjum út mikið af óunnum og hálf- sútuðum gærum, og leðursútun er nær óþekkt hér á landi. Ekki er nauðsynlegt að fullvinna allt. Við seljum t.d. mikið af hross- húðum og sútuðum gærum og það er selt á hærra verði en fæst á útflutningsmarkaði fyrir salt- aðar húðir og gærur. Jólasálmar í september — Hvenær var Rammagerðin stofnuð, og hver eru helztu viöfangsefnin þegar ferða- mannastraumurinn er i iág- marki? Rammagerðin var stofnuð árið 1946 og er stofnandi hennar Jóhannes Bjarnason, sem er eigandi fyrirtækisins og for- stjóri. Rammagerðin starfaði að innrömmun á myndum, og gerir það auðvitað ennþá, því að við rekum stóra myndrömmun og höfum ágætt starfslið og mikil viðskipti I þeirri grein. Smám saman þróaðist þetta svo upp i minjagripagerzlun fyrir er- lenda ferðamenn. Siðustu tvo áratugina er þetta orðin megin-- þátturinn I starfi okkar, þ.e. ferðamannaverzlun og pakka- sending til útlanda, og þá eink- um i sambandi viö jólagjafir. — Við byrjuðum á þessu fyrir tveim áratugum eða svo að bjóða upp á gjafasendingar og aðrar pakkasendingar til út- landa fyrir jólin. Við sendum um allan heim. Menn koma og velja gjafir hér og greiða send- ingarkostnað,' og ábyrgð er á hverri sendingu. Við höfum vandaða pökkunarstöð, sem gengur vel frá hlutunum og allt er tryggt. Þetta þýður i rauninni það, að við verðum að byrja jólin svo- litið á undan öðrum Islending- um. Jólaundirbúningurinn hefst kringum jólaföstuna hjá flest- um verzlunum og reyndar al- menningi öllum, en það er of seint fyrir þessa tegund jóla- sendinga. Við byrjum þvi 1. nóvember. Þeir segja i gamni að Gyðingarnir i New York séu byrjaðir að spila jólasálma i búðunum 1. september, svo við erum ekki þeir fyrstu, en óneitanlega vakti það dálitla athyglifyrir tuttugu árum, þeg- ar Rammagerðin var komin með jólaútstillingar 1. nóvem- ber. Nú er fólkið orðið vant þessu og veit, að þetta þýöir að kominn er timi til þess að senda jólagjafirnar sem fara eiga til útlanda. Jólapósturinn — Þessi þjónusta hefur færzt I vöxt. Bæði vegna þess, að aug- ljóst hagræði er.að þvi að fá reynda verzlunarmenn til þess að ganga frá sendingunum, og eins hitt að gjafaúrvaLer meira hjá okkur en áður hefur >verið, og þá einmitt i þeirri linu er minnir á Island sérstaklega. — Þeir sem eru snemma á ferðinni geta fengið sinar send- ingar fluttar i sjópósti, en svo tekur flugið við, og seinustu póstferðir með skipum fyrir jól eru fyrst i desember. — Eru vanhöld á sendingum? — Ótrúlega litil. Að visú eru miklar annir hjá pósti heimsins um jólin og þvi mikið af auka- starfsliði hjá pósti, og þá auknar likur á að illa sé farið með póst, a.m.k. borið saman við það venjulega. Pósthúsin búa viöa við þrengsli og með hliðsjón af þessu öllu hljótum við að undr- ast hversu vel póstþjónusta heimsins er skipulögö. Mikið atriöi er þó, að vel sé búið um sendingar og að pakkar séu hentugir til umfjöllunar. Nú og svo eru allar sendingar vá- tryggðar hjá okkur, þannig að enginn verður fyrir tjóni ef illa fer. Leirmunagerð á framtíð fyrir sér — Svo vikið sé aftur að keramiksýningunni. Er þessi keramik þjóðleg vara? — Segja má, að leirkeragerð eða leirmunagerð sé ekki i list- hefð, t.d. eins og silfursmiði, ullarvinna og útskurður. Ef litið er á islenzka keramik frá list- rænu sjónarmiði verðum viö að gera nokkurn mun á einstökum persónulegum munum lista- manna og sjálfri framleiðsl- unni. Tekizt hefur hjá t.d. Glit að gera keramik, sem talin er hafa sérstöðu fyrir þetta land, þetta eru minjagripir auk annars. Við höfum fótfestu núna á erlendum mörkuðum, og við verðum að efla framleiðsluiön- aöinn, eða framleiðslu leir- muna, auka gæði og hagkvæmni og leyfa listræna þróun. Það bezta I islenzkri keramik er mjög gott og viö eigum þegar og höfum átt frambærilega hönn- uði á mælikvaröa heimsins. Sýning eins og þessi og aðrar sambærilegar, eða listsköpun I leirmunagerð verður að tengjast meö eðlilegum áhuga- verðum hætti við framleiðsluna sjálfa. Það er aðalatriðið, og þá mun leirmunagerð, eða kera- mik standa fyrir sina á íslandi, sagði Haukur Gunnarsson i Rammagerðinni að lokum. Jónas Guðmundsson LOFTPRESSUR GROFUR LEIGJUM ÚT TRAKTORSPRESSUR, TRAKTORSGRÖFU,OG BR0YTGRÖFU. TÖKUM AÐ OKKUR HVERSKONAR MÚRBROT FLEYGA? BORVINNU OG SPRENGINGAR. KAPPKÖSTUM AÐ VEITA GÖÐA ÞJONUSTU, MEÐ GÖÐUM TÆKJUM OG VÖNUM MÖNNUM. UERKFRRI11IHF SÍMAR 86030-21366 Barna- KULDASTÍGVÉL Loðfóðruð 0 Vatnsheld Litur dökkbrúnn Stærðir: 24-29 kr. 1920 30-34 kr. 2190 35-39 kr. 2480 v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.