Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 7. desember 1975. Lífsstefna heimslystarinnar Guðmundur Gislason Hagalin Segið nú amen, séra Pétur Almenna bókafélagið Þessi saga sem hér er á ferð, er endursögn á sögunni Kirkju- ferð, sem birtist i bókinni Föru- nautum árið 1943. Sagan er hin sama og öll atvik i söguþræðin- um eru óbreyjtt. En áferð sög- unnar er nokkuð önnur. Sá er munurinn mestur að i fyrri útgáfu ræðir sögumaður alltaf öðru hvoru við móður sina, sem segir honum sögu Herborgar, en i þessari gerð er frásögn hennar óslitin af þvi. Þar af leiðir að orðið hefur að umskrifa söguna að verulegu léyti. Til gamans og glöggvunar á þessari endurskoðun skulum við lita á upphaf sögunnar. Það er svo i Kirkjuferð. Það var föstudaginn seinast- an i vetri. Veður var undurgott, logn og sójskin — já, og bara verulega hlýtt i lofti. Það gat þó vist ekki verið að blessað vorið væri komið fyrir alvöru? 0, lik- legt var það ekki, að hann ætti ekki eitthvað eftir i pokahorn- inu. Að gömlu og réttu lagi átti hann ennþá að koma með... Segið nú amen, séra Pétur byrjar svo: Það var seinasta vetrardag fyrir um það bil hálfri öld. Veður var undur gott, logn og sólskin og ylur i lofti, enda sunn- an grisja yfir fjarðarbotninum, þó að himinninn væri annars heiður og blár. Varla gat þó ver- ið að vorið væri komið, svo að maður dirfðist nú ekki að nefna sumar. Norðri gamli mundi eiga eitthvað eftir i pokahorn- inu. Að gömlu og guði þóknan- legu lagi átti hann vist eftir að koma með... Ýmsu er vikið við i þessari endursögn. Út verður niður, fjárhæðir breytast, likingin blásið fúasprek verður feyskið fjörusprek o.s.frv. Hið gamla gælunafn Herborgar á skrásetj- ara — sá eyglótti — er nýtt. Auk þess kynnir hann sjálfan sig öðruvisiog betur. Aður var fjar- vera hans úr Tangakaupstað 9 ár en nú eru 13 ár siðan hann „hafði horfið að heiman fullur af fjöri, heimslyst og fögrum en óákveðnum vonum”, en „leitaði nú heim aftur, ekki sem páska- gestur, heldur til að átta mig svolitið og taka af ihugun og ró- semi stefnuna á ný út i veröld- ina.” 1 framhaldi af þessu er svo minnt á það að greinarstúfar og frásagnir eftir manninn hafi birzt i sunnanblöðunum. Sagan lengist nokkuð i þessari endursögn þó að gengið sé framhjá þvi að nú er henni skipt i 19 kápitula með forspjalli og sögulokum. Stundum er aukið i smáþáttum sem breyta þó engu um söguna i heild, eins og þegar ,Herborg rifjar upp visu eftir Simon Dalaskáld og minnist beggja þessara kvæðaklambr- ara sem ungir voru hér við blaðasýsl. Þá minnist lesandinn þess að skáldin Guðmundur Guðmundsson og Jónas Guð- laugsson voru um hrið ritstjórar á Isafirði. Siðan verður að þvi vikið að niðurlag sögunnar er nú með öðrum blæ en áður var. En hvað er svo um þessa sögu að segja? Hún er á margan hátt merkilegt verk. Þar koma fram mörg þau viðhorf sem mest hef- ur gætt i átökum og mannlifs- mótun á þessari öld. Ein er aðalpersóna þessarar sögu. Það er Herborg Bjarna- dóttir frá Tungu, atgjörviskona, sem vill njóta lifsins i krafti fjár og ásta. Að visu er saga hennar rakin að verulegu leyti frá ann- arra sjónarmiði en lifsstefna hennar kemst svikalaust til skila fyrir þvi. Sjónarmið fé- lagshyggju og kristindóms koma vissulega við sögu en einkum á þann hátt að þau rek- ast á lifsstefnu og lifsskoðun Herborgar. En það er lika veru- leiki. Þegar ég las þessa nýju bók Hagalins voru mér i minni ný- lesin ummæli um kvikmynd nokkra. Þar er talað um fallega mynd sem sýni hvernig njóta megi lifsins með likama sinum og breyta þessari jörð úr tára- dal i sælustað. í þeirri ,,fögru mynd” er m.a. atriði þar sem tveir ungir og hraustir menn eru látnir berjast. Tekið er fram að þeim séu engar reglur settar. Þeir mega neyta allra bragða, enda berja þeir og sparka hvor sem betur getur. Þegar annar hefur gengið þannig frá hinum að hann lyftir ekki höfði frá jörðu hefur hann sigrað og unnið til verðlauna. Þau verðlaun eru að leggjast með kvenmanni en verðlaunagripurinn hefur verið valinn fyrirfram. Og það er prófraun konunnar að hún taki þvi með fagnandi gleði. Þá er uppeldi hennar heppnað. Hún hefur sigrazt á fordómum og hömlum, sem torvelda okkur að breyta táradalnum. Herborg Bjarnadóttir hefði sjálfsagt ekki staðizt slikt próf en henni þótti dauft að hugsa til þess að vakna upp likamalaus og hitta hann Simon sinn eins og einhvern þokustrók. Hún er góður fulltrúi þeirra sem vilja njóta þeirra lystisemda sem kenndar eru við holdið og heim- inn. Nú vitum við að bæði kyn- hvötin og matarlystin eru guðs- gjafir sem nauðsynlegar eru til viðhalds heilbrigðu og eðlilegu lifi hér á jörðu. Hins vegar eru mér minnisstæð ummæli sem Guðmundur Hagalin hafði ein- hvern tima i ritdómi þar sem hann sagði að mannleg náttúra léti ekki að sér hæða og þar gæti hver sjálfan sig séð, en að- gangshörð væri hún til óþurftar þegar hún væri rithöfundi allt i öllu. Svo hefur verið sagt að Rómverjar hinir fornu hafi ver- ið svo matglaðir, að þegar þeir komu ekki meiru i sig, hafi þeir farið með fjöður i kverkar sér og ælt þvi upp sem etið var, svo að þeir gætu haldið áfram að raða i sig kraáunum. Þá eru menn farnir að lifa til að éta i stað þess að éta til að lifa. En i sambandi við gleðina af þvi sem gert er má minnast hins forn- kveðna, að það þykir svöngum sætt sem söddum þykir óætt. Ekkert veizluborð getur vakið þajn fögnuð sem eiginlegur er svöngum erfiðismanni sem gengur að matborði. Saga Herborgar Bjarnadóttur hefur að vaksviði islenzkt at- vinnulif frá þvi fyrir aldamót og fram á fjórða tug þesarar aldar. Það er raunar rétt að segja is- lenzkt þjóðlif þvi að það er miklu meira en atvinnumálin sem koma þar við sögu . Sviðið er vestfirzkt i bezta lagi en auð- vitað jafn islenzkt fyrir þvi. Þvi er haldið fram að þar bregði fyrir þekkjanlegum persónum. Það er rétt að einstök atvik og tilsvör eru þessleg, en allar munu þær persónur sem lýst er að einhverju ráði vera blandaðri en svo að hægt sé að kenna þar einstaka og ákveðna fyrirmynd. Bæjarfógetinn er t.d. greinilega sóttur i tvo sýslu- menn. Herborg Bjarnadóttir er sjálfri sér lik söguna á enda. Við stöndum gagnvart henni eins og hverjum öðrum nágranna og verðum að gera okkur hug- myndir um hana eftir háttum hennar og orðum án þess að vita hug hennar til fulls. Hún heldur sitt strik. Vinkonan sagði henni að hún hefði selt sál sina og fleiri voru ásakanirnar hvassar og ákveðnar. En þær virtust lit- ið bita. Fulltrúar hins tvöfalda sið- ferðis eru þarna á ferð. Forretn- ing er forretning og lagamaður- inn er ekki privatmaður. Þegar Guðmundur Hagalin gengur frá þessari siðari gerð sögunnar hefur hann verið á sjónarsviði islenzkra bók- mennta og menningarmála i meira en hálfa öld. Af störfum hans þar er mikil saga. Eðlilega hafa viðhorf hans á ýmsan hátt tekið breytingum og mætti ef- laust margt um það segja. Þó eru ekki sjáanlegar neinar stór- breytingar eða stefnuhvörf i bókmenntalegum viðhorfum hans siðan hann kom heim frá Noregi. Fár vill sina barnæsku muna og við þekkjum ýmis dæmi þess að jafnvel stórmenni andans eiga erfitt með að kann- ast við sjálfa sig eins og þeir voru áður og fyrr meir. Guðmundur Hagalin fer þannig með þessa sögu sina nú, að auðséð er að hann fellir sig enn við sjálfan sig eins og hann var á árunum kringum 1940. Lifsnautn gróðahyggjunnar og félagshyggjan rekast á. Ýmsum veitir betur og endanleg úrslit verða engin fremur en i lifinu sjálfu. Það virðist greiniiega meiri friður og jafnari velliðan á heimili Guðrúnar Aradóttur en Herborgar, þrátt fyrir ólikan efnahag. Og þannig er sagan sögð að lesandinn laðast ekki til samúðar með tvöföldu siðferði og óheilindum. Stundum er svo skörpu ljósi brugðið á slikt að jafngildir kröftugri predikun. Herborg Bjarnadóttir kemur sjálf fram i lokaþætti sögunnar. Hún er að fara til kirkju, gamla konan, en erindið þangað er að vita hvort hún sjái ekki vett- linga, sem henni höfðu horfið, þvi að nú er belgvettlingaveður Krikjan er álitlegur staður til að' veita fyrirsát og ná rétti sinum. Og þó að elliglöp séu á gömlu konunni er hugurinn enn við heimsins lystisemdir. En nú er komið að þvi sem breytir svip á niðurlagi sögunn- ar. I báðum gerðum hennar bregður gamla konan fyrir sig bænarversi: Ekkert girnist ég utan náð. Það stingur svo i stúf við allt hennar háttalag og tal að öðru leyti, að það kemur illa við sögumenn. t seinni gerðinni læt- ur Guðrún Aradóttir, sem þekk- ir Herborgu bezt, þá skoðun i ljós, að þetta stafi frá hugar- farsbreytingu sem hún þó vilji dylja. Hér er sennilega um það eitt að ræða að höfundur telji ástæðu til að vekja athygli á þvi sem hann hafði áður sagt en kannske leynt fyrir sumum. Nú skal ganga svo frá að þetta dylj- ist engum. Hitt er þó enn sem fyrr ráðgáta hvað raunverulega býr i brjósti Herborgar. Ályktun Guðrúnar um sinnaskipti svar- ar maður hennar: Mikil er trú þin kona. Herborg lætur flest vikja fyrir gróðahyggjunni. Hún setur ekki fyrir sig þó að gróðaleiðir henn- ar komi illa við aðra, enda er tal hennar löngum mótað af mann- fyrirlitningu og kulda. I fyrstu giftist hún til fjár og þvi er trúað að hún hafi ekki sett fyrir sig að stunda vændi ef það gaf eitt- hvað að ráði i aðra hönd.En hún lifði ekki i munaði eins og nú tiðkast. Hún var mótuð á þeim timum að skorturinn vofði yfir. Fjársöfnun hennar var öryggis- ráðstöfun, — trygging gegn áföllum ókominna daga. Hún sökkti sér niður i þá söfnun og naut þess að eiga sjóðinn. Og hjarta hennar var hjá fjársjóðn- um. Breyttir timar valda þvi að þessi lifsstefna fellur nú i annan farveg. Gróðamenn liggja nú ekki á peningum sem si og æ fallaiverði. Þeir safna öðru. Og lifsnautnin er fjölbreyttari, um- setningin örari. En að breyttu breytandi á þann hátt er lifsstill Herborgar frá Tungu mikill veruleiki i þjóðlifi okkar enn þann dag i dag. H Kr. tilheyrir gamalli tíð að vera með ivað á prjónunum. Prjónið ó TOYOTA prjónavélina og þér óvallt upp á j4 j Bm einhverju nýju. Leggið lykkju ó leið ykkar og sjóið japanska ævintýrið. TOYOTA Það er fróleitt að ætla sér að prjóna ó vefstól - leikur einn að vefa ó TOYOTA prjónavélina

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.