Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 7. desember 1975. Dýraverndarinn Sophia: Toskanaiamb, sem er gert eins og gaupa gengur lika. Hún klæöist í seinni tiö einungis skinnum af dýrum sem ekki er hætt viö útrýmingu. Töfrandi: Madame Ponti elsk- ar flegna kjóla. Jakkinn meö strútfjöðrum fer vel viö. Sophia Loren er meöal bezt klæddu kvenna i heimi. Hún leggur sér- staka áherzlu á föt sin. Uppáhaldsklæöskeri hennarer Marc Bohan hjá Dior. Sumt fólk aö hún sé nizk. — Það er rétt að ég eyði ógjarnan fé. En kona I minni stöðu veröur nú einu sinni aö leggja svoiitiö i föt. Sextán ára lék hún fyrsta aukahlutverk sitt fyrir 32 dollara á dag. 21 árs var hún stjarna. Nú þegar hún er 41 árs er hún meðal mest dáðu kvenna i heimi. Það vekur furðu hvað hún notar einföld ráð til þess. Margt hefur verið ritað og rætt um Sophiu Loren. 1 svörunum við spumingunum, sem hér fara á eftir kemur þó ýmislegt áður óþekkt fram. — Notið þér gjarnan st'erk og óvenjuleg ilmefni i baðið? — Ég nota bara tært vatn. Það er hollast. Og akaziusápu. Hún er búin til eftir gömlum jurta- uppskriftum. — Hvaða ilmvatn notið þér? — Jean Patou. Ég hef alltaf notað það. — Hvaða liti kjósið þér helzt i andlitsförðun? — t einkalifi minu nota ég ekki neitt. Aðeins fyrir myndatökur, kvikmyndaleik og þegar ég fer út farða ég mig. En þá einungis litið. Varaliturinn er mismun- andi eftir litnum á kjólnum. Naglalakk nota ég alls ekki. Neglurnar eru aðeins fægðar og stuttklipptar. — Til hvaða hárskera farið þér? — I Róm til Oberdan, i Paris til Alexandre. En aðeins þegar ég þarf að láta klippa hár mitt eða þarf að láta meðhöndla það. Og náttúrlega þegar ég kem opinberlega fram. Annars þvæ ég mér um hárið sjálf. — Hvar komið þér föt yðar? — Hjá Dior i Paris. Það er eini munaðurinn, sem ég leyfi mér nuna. Eg reym aö haga tima minum þannig að ég geti séð allar tizkusýningarnar. — Finnst yður gaman að kaupa inn? — Ég kaupi ekki af handahófi og reyni að vera hagsýn. En suma hluti verður maður að greiða háu verði. Ég vildi gjarn- an fara miklu oftar til að kaupa inn fyrir heimilið og einnig hversdagslega hluti. En ég get ekki farið út á götu eða i búð án þess að tekið sé eftir mér. Þess vegna fer ég eins litið út og hægt er. — Hverju klæðist þér helzt? — Ollu. Síðum kjólum, stuttum kjólum. Það fer eftir tilfeninu. Ekkert yfirdrifið að degi til, en þeim mun glæsilegri kjólum á kvöldin. Næstum eingöngu siðbuxum heima fyrir af þvi að þær eru þægilegri. En kjólar eru glæsilegri. — Hvað efni kjósið þér helzt? — Ég nota öll efni. A sumrin finnst mér bezt að vera i lérefts- fötum. — Hverjir eru uppáhaldslitir yðar? — í einkalifinu svart og hvitt. En ég klæðist einnig öllum öðrum litum. Kýs ég þá helzt brúnt og blágrænt. Regnkápurnar minar eru þó rauðar. Það lifgar upp rigning- ardagana. — Hafið þér dálæti á pelsum? — Já. Þeir eru mjúkir og hlýir og falla vel v-ifrkvenandlit. — Hver er afstaða yðar til 'Skartgripa? — í einkalifi minuber ég enga skartgripi lengur. Bara við opinber tækifæri. Ég elska að visú rúbina og smaragða. En siðan ég var rænd inn að skinni i New York og London, finnst mér gimsteinar viðurstyggileg- ir. — Hvemig getið þér verið aðeins 62 kg þar sem þér erum 1,74 metri á hæð. — Éggeri ekkert sérstakt. Ég syndi, fer i gönguferðir með börnunum og þegar við erum i hUsinu okkar i Róm, leik ég við þau i garðinum. Ég lifi heil- brigðu lifi, reyki ekki né drekk, fer litið út, fer snemma i rúmið og snemma á fætur. Ég borða allt, en ekki of mikið. Þetta eru hin litlu leyndarmál hinnar frægu Sophiu. Hún er ekki leið yfir smáhrukkunum i andliti sinu, það eru hláturs- hrukkur. Og hún er stolt af þeim. Þegar drottning kvikmynda- tjaldsins dvelstá bökkum Signu fylgir hún nú ekki alltaf reglu sinni að fara snemma i rúmið. Þá sést hún öðru hverju á börum og diskótekum. — Carlo maðurinn minn hefur ekki gam- an af að dansa. Þegar ég er i Paris gef ég mér stundum laus- an tauminn fram á morgun i einhverjum klúbb. Dans er fyrir mig sem ekta napolitanska konu tjáning lifsgleðinnar.. — vÞýtt MM.) Eins og margar frægar konur hefur Sophia gjarnan stóra hatta. Svart fer henni bezt segir hún.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.