Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 7. desember 1975. Sunnudagur 7. desember 1975. TÍMINN 21 mem Jón Benediktsson. Timamynd Róbert. SENNILEGA ER laxveiði sú teg- und hlunninda, sem frægust er á landi hér. Góðar laxveiðijarðir eru eftirsóttastar allra jarða og nærri litið á þær sem gullnámur, enda i sumum tilvikum ekki all- fjarri lagi. En það er nú svo, að fleira en matur er feitt ket, og viðar er Guð en i Görðum. Fleira eru hlunnindi en laxveiðar einar. Þar má til dæmis nefna selveiði, þótt ekki sé yfir henni sami ljóminn og i hug- um manna og laxveiðinni, og þótt trúlega væri hægt að stunda hana með umtalsverðum árangri miklu viðar á landinu en nú er gert. Ein slik jörð eru Hafnir á Skaga norður. Höfuðból frá fornu fari Hingað er nú til okkar kominn Jón Benediktsson, bóndi i Höfn- um, og mig langar að byrja á þvi að fræðast af honum um þennan stað. — llvar eru Hafnir, Jón? — Þæreru norðarlega á Skaga, vestanverðum, Húnavatnssýslu- megin. Noröan við Hafnir eru að- eins tveir bæir, Vikur og Asbúðir. — Eru Hafnir ekki stórbýli? — Jörðin er höfuöból frá fornu fari, þar eru hlunnindi ágæt, og fleiri en selveiðin, sem þú minnt- ist á áöan, þvi að þar er bæði æð- arvarp, silungsveiði og reki ágæt- ur. Og auk alls þessa eru Hafnir ágæt bújörð i venjulegum skiln- ingi, til dæmis fyrir sauðfé og hross. — Hvað getur þú sagt lesend- um okkar um búskap i Höfnum áður fyrr? — Ég veit það til dæmis, aö áriö 1840 fluttist þangað maður, sem Sigurður hét Arnason, og var Húnvetningur. Sat ætt hans þar siðan, mann fram af manni, um aldarskeið. Eftir daga Sigurðar Arnasonar bjó Arni sonur hans i Höfnum. Árni var tvikvæntur. Fyrri kona hans hét Margrét, og áttu þau all- mörg börn saman, þeirra á meðal nokkur, sem síðar urðu þjóðkunn- ir menn eins og séra Arnór i Hvammi, Árni frá Höfðahólum og Haiídór, faðir Sigfúsar Halldórs trá Höfnum. Siðastur bænda i Höfnum af þessari ætt var Sigurður Arnason. Hann fluttist þaðan árið 1942, og hafði þá jörðin haldizt i eigu sömu ættarinnar i kringum hundrað ár. — Þaö hefur vist ekki veriö neinn ómyndarbúskapur hjá þessum myndarmönnum, og það á annarri eins jörð og Höfnum? — Nei, það er alveg rétt, bú- skapurinn var hinn myndarleg- asti. Árni byggði mjög reisulegan bæ á jörðinni, sem bar af öðrum bæjum i grenndinni, og jafnvel þótt leitað væri samanburðar i öðrum sýslum. Bærinn var fjöru- tiu álna langur, portbyggður. 1 honum voru stórar stofur, — stærri en þá gerðust, — þiljurnar blámálaöar hiö neöra, en eikarlit- aöar að ofan, en loftið var hvitt. Þar að auki var mikill frambær. Fjós og hlapa, sem stóðust á, stórt hlóðaeldhús og búr, hvort á móti öðru, og auk þess brunnhús og hesthúskofi. öll þessi hús mynduðu eina sam- fellda heild. Uppi á lofti var miðbaðstofa, suðurhús og norðurhús, og i norðurenda byggingarinnar var smiðahús ágætt. Auk alls þessa má láta þess getið, að þeir Hafna- bændur voru svo listrænir i sér að' fá Guðm. Pálsson, sem kallaður var „bildur” til þess að skera út listaverk, sem haft var yfirbæjardyrum. Þaö voru æöar- hjón, skorinn i eik og máluð með eölilegum litum, en uppi yfir þeim var verndgrengill. Yfir allri þessari smið var burstahús til hlifðar fyrir vatni og vindum. — Voru þessir menn i Höfnum ekki smiðir sjálfir, fyrst þeir höfðu rænu á þvi að prýða hibýli sin með sliku? 1 miðnætursól við dún og reka I Höfnum á Skaga gengur sól ekki til viðar um þriggja vikna skeið, þegar dagur er lengstur á Islandi. Þá verður búandmanni vakan létt í félagsskap fugla og gróandi jarðar Húsið, sem Jón Benediktsson byggði I Höfnum. Það er veriö að saga tré niðri á sjávarbakka i Höfnum. Og ekki hefur veðriö verið amalegt þar daginn þann. — Ég held, að þeir hafi ekki verið smiðir, en á næsta bæ var ágætur smiður, Guðmundur Bjarnason i Vikum. Hann vann að smiöi þessa húss, og þvi má bæta við, að út af honum hafa komið ágætir smiðir og listrænir. Guðmundur „bíldur”, sem ég minntist á áðan, var lika lærður maöur i sinni grein, eins og kunnugt er, og hafði numið iðn sina i Kaupmannahöfn. I Höfnum var jafnan fjölmennt heimili. þar var lengi maöur, sem annaðist smiðar á alls konar amboðum, klifberum og bús- áhöldum, og gerði við það sem gekk úr sér. Þá var svo mikil notkun á sliku, að það mátti heita fuljkomið verk fyrir þennan manna aö sjá um viðgerðir og nýsmiöar á þeim hlutum, sem búið þarfnaðist. Þá var hey flutt heim á tuttugu hestum sam- timis — Þessir ættmenn hafa auðvitað rekiö búskap að sinnar tíðar hætti? — Já, þeir áttu margt fé, og hross llka. Túnið var stórt, eftir þvi sem gerðist, áðúr en hin stór- virka túnræktartækni kom til sög- unnar, en þó gátu þeir ekki tekið nema litinn hluta heyskapar sins á ræktuðu landi. Aftur á móti eru gifurlega góðar slægjur inn til Gamli bærinn i Höfnum. Jörðin er stórbýli frá fornu fari, og áreiðaniega hefur oft veriö margt manna i heimili þar. heiðarinnar, en þangaðer langur vegur. Þeir höfðu þvi þann hátt á, aö þeir slógu og þurrkuðu heyið upp i heiði, en settu það saman i fúlgur þar og sóttu heim að sumrinu, og til þess þurfti fjölda hrossa. Mér er kunnugt um, að oft var flutt heim hey á um þaö bil tuttugu hestum samtimis. — Hvað heidur þú að þetta hafi veriö iangur engjavegur? — Þegar lengst var farið, var það um tveggja klukkutima lesta- gangur hvora leið, en að sjálf- sögðu voru til aörar engjar, sem lágu miklu nær. Aldrei varð þó hjá þvi komzt að heyja á hinum fjarlægari slóðum, þvi búið var stórt á þeirrar tiðar mælikvarða, og þurfti mikiö fóður. Landkostir eru miklir og sumarhagar ágætir, svo að ekki er ofmælt aö jörðin væri hin bezta bújörð, fyrir utan hlunnindin, sem alltaf voru mjög veruleg. — En var ekki neitt útræði? — Jú, jú, það var stundaður sjór um langt árabil, liklega öld- um saman. Þótt við tökum aðeins þann tima, sem min vitneskja nær til, þá veitég, að Arni gerði út skip frá Höfnum lengi, og hafði alltaf sama formanninn. Sá hét Kristmundur Guðmundsson og er margt góðra manna á Skaga frá honum komiö. Nýr maður kemur til sögunnar — En hvenær er þaö, sem þú kemur sjálfur til sögunnar á þess- ari miklu kostajörð? — Ég keypti Hafnir af Sigurði Arnasyni árið 1942, en hann var eins og áöur segir, siðasti mað- urinn af ætt þeirra Hafnamanna, er þar bjó. Hann var þá tekinn nokkuð að reskjast, kominn yfir sextugt, en ég aftur á móti ekki nema tuttugu og eins árs. — Var búskapurinn strax i upphafi eins stór i sniðum hjá þér og hann hafði verið hjá hinum fyrri búendum á jörðinni? — Nei, langt i frá, og meira að segja höfðu þau segl dregizt nokkuð saman, áður en Siguröur hætti búskapnum. — Hversu lengi bjóst þú svo i Höfnum? — Frá 1942 til 1969. Þá fluttist éghingað suður til Reykjavikur. Þvi er ekki að neita, að það gekk á ýmsu hjá mér fyrstu búskapar- árin. Ég var ungur og aðfluttur, fæddur i Aðalbóli i Vestur-Húna- vatnssýslu og ólst þar upp. Nú, og auk alls annars var ég ókvæntur ogbjó með ráðskonum fyrstu árin i Höfnum. Mér telst svo til, að fyrstu tvö árin hafi ég búið með samtals tíu ráöskonum. Það jafn- gildir þvi, að hver um sig hafi tollað hjá mér i tæpa tvo mánuði. Það er jafnvel enn lakari útkoma enhjá Bárði sáluga á Búrfelli. En þetta átti eftir aö lagast. Þegar svona hafði gengið I tvö ár, kvæntist ég einni ráðskonunni. Hún var af húnvetnsku bergi brotin, hét Elinborg Björnsdóttir og var frá Kringlu i Torfalækjar- hreppi. Við bjuggum svo i Höfn- um allt til ársins 1969, að við flutt- umst hingað til Reykjavikur, meöal annars vegna heilsuleysis hennar. Hún andaðist tæpum tveim árum siðar. Núverandi eiginkona min, Kamma Thordar- son, fædd Nielsen, var áöur gift Sigvalda heitnum Thordarson, arkitekt. Faðirhennar var dansk- ur, en móðirin islenzk. — Hófst þú ekki strax handa um framkvæmdir, eins og siöur er góðra bænda? — Gamli bærinn, sem ég hef lýst hér að framan var nú tekinn allmjög að hrörna, en þó bjuggum við I honum i tiu ár. Sama var að segja um útihúsin. Þótt þau væru vel gerð i upphafi, voru þau ekki úr varanlegu efni, veggir úr torfi og hnausum og þök úr torfi. Allt þurfti þetta endurnýjunar við. Ég byggöi ibúðarhús árið 1954 og fjárhús 1960. Annað byggði ég ekki, en ibúðarhúsið er fullboð- legt hverri venjulegri fjölskyldu, og peningshúsin taka talsvert margt fé. Þar hefur lengi verið mikil selveiði — Mig grunar, aö margir lesenda okkar gætu þegið að heyra um selveiöina, þvl ekki er hún á hverjum bæ I sveitum landsins? Æöarhjónin uppi yfir bæjardyrunum I Höfnum og verndarengill breibir vængi slna yfir þau. Meira en hundrað ár eru nú liðin, slöan búendur I Höfnum létu prýða bæ sinn meö þessu fallega verki. — Rétt er það, ekki hafa dala- bændur af selnum að segja, og meira að segja ekki heldur nærri allir, sem eiga bæi sina á sjávarbökkum og tún fram að flæöarmáli. Um Hafnir er það að segja, aö þar hefur selveiði verið stunduð afar lengi, og mér hefur verið sagt, að hún hafi verið miklu meiri áður fyrr. Ég hef líka heyrt, að selastofninn hafi fallið mjög frostaveturinn 1917-1918 og i rauninni aldrei náð sér eftir það. Til dæmishef ég heyrtþá sögu, en aö visuseléghana ekkidýrara en ég keypti, aö vorið 1918 hafi ekki veiðzt nema þrir kópar i Höfnum. — Reyndu menn ekki aö finna einhverjar skýringar á þessu? — Margir héldu, að hann hefði fengiö lungnabólgu og fallið úr henni i stórum stil. Og þótt selir kunni að jafnaði vel»við sig i kulda, er þessa að gæta, að hér var um miklu kaldara loftslag aö ræða en venjulegt var á þessum uppeldisstöðvum selsins. En hvort sem þessi tilgáta hefur verið rétt eöa röng, er hitt stað- reynd/ að þetta ár fækkaði hon- um stórlega. Svo smá-fjölgaði honum aftur, og stofninn var á uppleiö um langt árabil, en siðan kom aftur nokkur lægð. Að þvi sinni hygg égaö selnum hafi aðal- lega fækkað vegna þess, að hann hafi flúið mannabyggðina, byssu- skot og aðra styggð. — Er ekki mikil vinna I sam- bandi viö selsveiði? — Jú, hún er talsvert mikil. Selurinn er veiddur i net, sem lögö eru i sjó, rétt við skerin, og siðan vitjað um þau reglulega, eins og silunga- og laxanet. — Hvaö getur þú imyndað þér aö veiöin hafi verið mikil á ári, þegar tekiö er meöaltal af dálitiö löngu timabili? — Eins og þetta hefur verið á nokkrum undanförnum árum, er meðalveiðin sextiu til sjötiu kóp- ar á ári, og er þá eingöngu átt við landsel. En svo er önnur tegund, útselurinn. Hann kæpir á haustin, uppi á eyjum, sem eru þarna skammt undan landi. Kóparnir fæðast i ljósum, löngum hárum, og þeir liggja uppi á eyjunum, þangað til þessi fæðingarhár eru fallin af þeim. A meðan kemur móðirin til þeirra og gefur þeim að sjúga. En þegar fæðingarhárin eru fallin, verða kóparnir svartir og gráir, með alls konar mynstri, og ákaflega fallegir, og þá fyrst eru þeir færir um að bjarga sér i sjónum. Útselur er miklu stærri og sterkari en landselurinn. Þess vegna er vont að honum fjölgi mjög, þv i að þá flæm ir ha nn land- selinn bókstaflega i burtu og sezt sjálfur að i stöðvum hans. Til eru þeii staðir, þar sem áður var ágæt vorkópaveiði, en er nú engin orðin, þvi að haustselurinn hefur alveg lagzt þar að. — Reynið þiö þá aö halda út- seiastofninum i skefjum? — Já, við reynum að ná sem flestum kópum á haustin, en það er varnarráðstöfun, fremur en gróðabragð, þvi að þessi hvitu skinn haustkópanna eru ákaflega verðlitil. Æðarvarpið er arðvænlegra — Ekki er- selveiöin einu hlunnindin i Höfnum? — Nei, langt i frá. Það sem ég hafði langmest upp úr var æðar- varpið. enda hefur sú búgrein alltaf gefið miklu meira af sér en selveiði. Heita mátti, að æöar- varpið stæði i stað frá þvi ég kom Þau una sér vel á sundinu, þessi heiöurshjón, en iiklega grunar þau ekki,, hversu mikiö þau geta lagt af mörk.um til aukinnar hagsældar i landinu, ef rétt er á haldið. að Höfnum og þangaö til fyrir ein- um sex til sjö árum. Þá fór varpið að minnka eins og viða annars staðar á landinu. — Hvaö veldur þessum sveifl- um? — Það er nú fleira en eitt. Svartbakurinn herjar alltaf mikið á æðarfuglinn, minkurinn vill hafa mat sinn, eins og löngum og meira að segja grásleppunetin eru hættuleg. — Hvað er helzt hægt aö gera til þess að vernda jafndýrmæt hiunnindi og æöarvarp? — Þetta mál er búið að ræða i mörg ár. Til er félagsskappur, sem heitir Æöarræktarfélag Is- lands, og aðalumræðuefnið á öllum þess fundum eru einmitt þessi vandamál: Hvaðerhægt að gera? Hvernig er hægt að vemda fuglinn. öllum ber saman um að nauðsynlegt sé að finna leiðir til þess að halda i skefjum þeim vargi, sem herjar á æðarstofninn. En við þetta er erfitt að fást. Við höfum ekki fengið aö nota þau eiturlyf, sem helzt koma að gagni viö fækkun svartbaksins. Mun þar fyrst og fremst koma til ást manna á erninum, —menn óttast, aö honum kunni að stafa hætta af eitrinu. En auðvitað væri lika hægtað beita fleiri ráðum en eitri til þess að halda svartbaknum i skefjum. Það má til dæmis nota fellinet yfir stórar hjarðir svart- baks, sem hópast i kringum æti. Þetta er viða gert i útlöndum með góðum árangri. Það sem fyrst og fremst vantar ,er löggjöf, sem heimili einhverja eða einhverjar þeirra aðgeröa, sem lfklegastar eru til þess að bera árangur við útrýmingu vargfugls. Ég minntist á grásleppunetin, sem oft eru æðarfuglinum hinn mesti skaövaldur. Ég er ekki aö mæla með þvi að mönnum veröi bannað að veiða grásleppu, siður ensvo. En það er ekki sama, hvar eða hvernig þessi net liggja i sjónum. Ef grásleppunet liggja á svo sem tólf faðma dýpi eða meira, er sáralitil hætta á þvi að fugl fari I þau. Æöarfugl kafar naumast svo djúpt. En ef netin liggja á grunnu vatni, — og ein- mitt á þvi dýpi, sem fuglinn kaf- ar, — er auövitaö ekki nema von að hann festist unnvörpum i net- unum og láti þar lif sitt. Minkaveiðar með hundum — Þú minntist áðan á hiö fræga dýr, minkinn. Er ekki ærin nauösyn aö halda fjölgun hans i skefjum, eins og nauösynlegt er meö svartbakinn? — Ju, það er rétt, og nóg er af mink á Skaganum, enda er hann búinn að vera þar lengi, liklega þrjátiu ár eða meira. En það er sannast að segja, að hann hefur aldrei gert mikið tjón i varpinu hjá mér, enda fékk ég mér strax .tvo ágæta minkaveiðihunda, sem ég notaði eingöngu til veiða, enda var varla hægt að nota þá til annars. Þó voru þeir jafnan með mér, þegar ég gekk til kinda, en smalamennsku sinntu þeir litt, heldur fóru sinna ferða og leituðu minka ióða önn á meðan ég smal- aði með fjárhundum minum. Fylgdu þeir mjög lækjum, skurð- um og öðrum vatnsfarvegum, þar sem minks var von. Ég gaf þeim auðvitað nánar gætur og var reiðubúinn að koma til hjálpar, ef á þurfti að halda, og það brást aldrei, að þeir gerðu aðvart, ef þeir urðu einhvers varir. — Annar þessara hunda minna var tik, ljómandi góð til veiða. Það varð til þess, að ég kom upp talsverð- um stofni veiðihunda, sem breiddist út um allan Skagann til bændanna þar, enda mátti segja, að þar væri góður veiðihundur á öðrum hverjum bæ. — Var þá veruleg minkaveiöi á Skaganum, eingöngu meö hund- um ? . — Já, á timabili mátti hún heita mikil. Ar eftir ár veiddum við i Höfnum þetta tuttugu og fimm til þrjátiu minka árlega, og þetta hélt stofninum svo i skefj- um, að honum fjölgaði litt, og mátti heita að litið tjón yrði að mink á Skaganum, þar sem hann var veiddur svo viða og jafnt á svæðinu. — Ert þú þá þeirrar skoöunar, aö hægt væri aö halda minka- stofninum i skefjum meö þeirri aöferö, sem þú varst aö lýsa? — Ekki nokkur vafi. Bændur eiga alveg tvimælalaust að ala upp og rækta góða minkahunda. Hundarnir þurfa ekki endilega að vera til á hverjum bæ, en þeir þurfa að vera til svo vfða, að alltaf sé til staðar i hverri sveit sterkur stofn vel þjálfaðra og ræktaðra dýrhunda. Meö þvi móti er áreiðanlega hægt að halda minkastofninum i lágmarki. — Nú eru vist fæstir orðnir svo matsárir aö þeir sjái eftir þvi aö fóöra einn aukahund á bæ, — en er ekki hægt aö nota þessa hunda til neins annars en minkadráps? — Þeir eru i mjög fáum tilfell- um heppilegir til fjárgæzlu, þótt þess séu dæmi, að minkahundur verði lika góður fjárhundur. En hitt kemur oft fyrir, að venjulegir fjárhundar verða ágætir minka- hundar, ef þeir eru hafðir i veiði- ferðum með hinum. Þetta er Framhald á bls. 39 Æöarvarp er bæöi fögur sjón og búsældarleg yfir aöHta, en þar þarf natni og umhyggja manna einnig aö koma til, ef vel á aö fara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.