Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 7. desember 1975. TÍMINN 23 Þad mætti fletta enn betur ofan af ósóm- anum Pétur Eggerz: HVAÐ VARSTU AÐ GERA ÖLL ÞESSI AR? 164 bls. Skuggsjá 1975. ÞESSI BÓK tekur marga hluti til meðferðar og kemur viða við. í fyrsta kapitula er lesandinn leiddur inn i herbergi á Hótel Borg, þar sem einn af söguhetj- um bókarinnar, Eirikur, situr annars hugar. Allt i einu er hönd lögð þéttingsfast á öxl hans, og er þar kominn fornvinur hans, Geir, öllum að óvörum, ,,kom frá New York i morgun”. Eirikur ber lof á Geir fyrir það hvevelhannli'tiút, afsextugum manni að vera, en þá kemur i ljós, að Geir er haldinn svo mikilli streitu, að læknar hans hafa skipað honum að taka sér langt fri. Það fri notar Geir nú til þess að ferðast um ísland i einn mánuð og Eirikur slæst i förina með honum. Þeir rifja margt upp frá liðnum dögum, vegavinnu á Þingvöllum árið 1928, þar sem Geir hafði kynnzt ástarsælunni i fyrsta skipti, og er lesandinn langa hrið staddur á þeim gömlu og góðu dögum, þegar Geir og Nina nutu ást- arinnar i' laumi, en hún var gift sálarlausum peningapúka, sem Ólafur hét. En það koma margirfleiri við sögu i þessari bók en Geir, Eirikur, Nina og maður hennar. Ein eftirminnilegasta persónan er Bjarki rakari. Hann er snjall maður i iðngrein sinni, en drykkfelldur nokkuð og ef til vill „dálitið glompóttur” annað slagið, en hann þorir að láta það eftir sér að gæla við dag- drauma, og hann er býsna skarpskyggn á það lif, sem hrærist i kringum hann, þótt honum gangi svo og svo ,,að komast áfram” i þvi umhverfi, sem hefur orðið hlutskipti hans að eiga við að búa. Hann fréttir ókjörin öll á vinnustað sinum, eins og vænta má, og hann kann furðuvel að greina rétt frá röngu, komast að kjarna mál- anna, en henda hisminu. Einu sinni sem oftar ber svo til, að embættismaður nokkur sezt i stólinn hjá Bjarka rakara. Þeir taka auðvitað að spjalla saman, og nú kemur einhver eftirtekt- arverðasti kafli bókarinnar. Tal þeirra berst að hinum svoköll- uðu „skrifborðsmorðingjum” i riki Hitlers sáluga. Báðir þekkja þeir það fyrirbæri mæta- vel af afspurn, en Bjarki litur sér nær og segir: „Hefur þú aldrei gert þér grein fyrir þvi, að það eru til skrifborðsmorð- ingjar IReykjavik?” Embættis- maðurinn verður auðvitað ókvæða við: „Helvitis vit- leysa”, segir hann. En Bjarki útskýrir hvað hann á við. Hann tekur dæmi af skrifstofustjóra, sem lagði undirmann sinn i ein- elti, unz hinn siðarnefndi bilaði á taugum og dó að lokum úr hjartaslagi (og vafalaust lika úr streitu). Þessi kafli, svo stuttur sem hann er, á brýnt erindi til allra, sem hafa einhver mannaforráð á vinnustöðum. Hversu margir eru þeir ekki, sem gera sér það að leik að niðast á ungu fólki, sem er nýkomið til starfa, ókunnugt vinnustaðnum og þeim kröfum sem þar eru gerðar, og er þar af leiðandi feimið, óframfærið og uppburð- arlitið? Hversu oft hefur ekki vinnugæði þessa fólks og jafn- vel starfsþrek þess verið lamað af þeim, sem fyrir voru á vinnu- staðnum, og höfðu kannski, margir hverjir, ekki lært annað af lifinu en að flaðra upp fyrir sig, en berja niður fyrir sig. Og þótt athæfi þeirra leiði trúlega ekki oft beinlinis til dauðsfalla, eins og i dæminu hjá Bjarka rakara, þá er óhætt að fullyrða, að þeir eiga ekkert annað skilið en að fylgzt sé með þeim og flett ofan af þeim af fullkomnu hlifð- arleysi. Tii þess hafa þeir unnið. Og það vita allir, að þessi dæmi eru mýmörg. Á það var drepið i upphafi þessa greinarkoms, að bókin sem hér er til umræðu komi viða við. Ef til vill er þessi fölbreytni helzt til mikil, að efni bókarinn- ar myndi tæplega nógu sam- fellda heild. Það er sumarið 1973, sem þeir hittast á Hótel Borg, Eirfkur c® Geir. Þegar þeir fara að ræða endurminningar sinar, kastast lesandinn aftur til ársins 1928. Að þeim lestri loknum er sagt frá þvi, þegar þeir hittast á Laugaveginum Eirikur og Bjarki rakari, árið 1936. Þá eru það atburðirþess tima, sem um er að ræða, og verður ömmu- málið, svokallaða þá fyrst fyrir: „Það er ekki talað um annað en njósnirnar ... njósnirnar um islenzku og dönsku varðskip- in...” Næst hittast þeir Eirikur og Bjarki (það er að segja i bók- inni, þeir gætu hafa hitzt fyrr i veruleikanum), árið 1941. Þá er komið strið, og nú er það her- námið og „ástandið”, sem hæst ber i umræðum mannanna tveggja. Kaflinn heitir íslend- ingar á spjaldskrá. Og næsti kafli segir frá þvi, hvernig Bryan Porter hinn brezki komst i mjiikinn hjá sinni islenzku Gógó. Auk margs annars fáum við svo að kynnast lifi Geirs I út- löndum, hins sérstæða unglings i vegavinnunni á Þingvöllum forðum. Hann verður hámennt- aður, virtur og vinsæll, vinnur eins og þræll, vill ekki sólunda timanum sinum i hjónaband og heimilislif, en kastar sér út i taumlaust svall, drykkjuskap og kvennafar, svo sem einu sinni eða tvisvar á ári, þegar hann þarf að „slappa af” frá vinnunni. Bezt þykir mér höfundi tak- ast, þar sem hann dregur ame- riskt auglýsingaskrum, hræsni og yfirdrepsskap sundur og saman i logandi háði. Hjón ein taka einu sinni á ári þátt i sjón- varpsþætti, „þarsem viðgefum 30milljónum hlustenda tækifæri til þess að sjá heimili okkar og það sem við höfum bætt við listasafnið okkar.” — Nokkrar konur — auðvitað allar hver annarri fegurri — taka sig saman um að halda yfirlitssýn- ingu á málverkum hins list- ræna, islenzka Geirs „til ágóða fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna”, — og auðvitað eru myndirnar allar af þeim sjálf- um (það var nefnilega þeirra eigin fegurð, sem átti að aug- lýsa). En þeim bregður að visu ónotalega i brún, blessuðum, þegar það lýkst upp fyrir litlu heilasellunum þeirra, að Geir hinn islenzki hefur sofið hjá þeim öllum. Þær urðu „bæði reiðar og hræddar,” en hvað um það: Sýningin var haldin og hlaut nafnið „Fimmtiu fegurstu konur heims.” — Það er hægt að skemmta sér vel yfir þeim köfl- um bókarinnar sem fjalla um þessa skringilegu auglýsinga- mennsku. Aftur á móti finnst mér frá- sögnin af ástalifi þeirra Geirs og Ninu hér heima á Islandi, tæp- lega nógu sannfærandi. Ég er ekki alveg reiðubúinn að trúa þvi að fimmtán ára strákur og tuttugu og tveggja ára kven- maður dragi sig saman á þann hátt sem þar er lýst. Svo haldið sé áfram með að- finnslurnar, þá finnst mér sá ljóður helztur á samtölunum i bókinni, að þeir sem ræðast við, nefna hvor annan of oft með nafni: ,,Ég ætla að velta þessu fyrir mér, Bjarki.” „Góð uppá- stunga, Eirikur.” (Bls. 86). Slikt setur að visu vissan persónu- legan blæ á viðtöl, en verður óeðlilegt, þegar það er oft endurtekið. Ekki er rúm til þess hér að Pétur Eggerz lýsa öllum efnisþáttum þessar- ar bókar. Meðal annars er les- andinn leiddur i heimsókn „austur fyrir tjald”, og undir lok bókarinnar er skyggnzt inn i sendiráð nokkurt i Kaupmanna- höfn. Og þar, eins og viðast annars staðar, reynast vera nokkrir maðkar i mysunni. Ekki er óliklegt, að það vefjist fyrir einhverjum að skilja nafn bókarinnar. Hvað varstu að gera öll þessi ár? Að óreyndu væri hægt að láta sér detta i hug að hér sé um einhvers konar endurminningabók að ræða, en menn þurfa ekki að lesa lengi til þess að sjá, að slikt væri helzt til grunnfærnisleg ályktun. Eða á nafnið einungis við sögu Geirs? Tæplega. Mér kæmi ekki á óvart þótt höfundurinn hafi ætlað les- endum sinum að skyggnast dálitið dýpra, jafnframt þvi að lita sér nær. Það skyldi þó ekki vera að það væri sjálft puð og bjástur mannkindarinnar i öll- um þess skringilegu og marg- breytilegu myndum, sem átt er við með nafni bókarinnar? Þess skal svo að lokum getið, að Pétur Eggerz hefði að skað- lausu mátt fletta enn betur ofan af vesalmennskunni og tudda- skapnum sem viðgengst allt i kringum okkur, en flestir láta sér nægja að glápa á með tóm- látum sauðarsvip. —VS mrn J/IWIV SmíOaO úp ALI Sindra-Stál hf hefur um áraraðir séð íslenzkum byggingariðnaði fyrir járni og stáli, jafnframt því sem birgðastöð fyrirtækisins hefur kappkostað að hafa ætíð á boðstólum nýjungar, sem stuðla að betri byggingarháttum. SINDRA STAL í dag býður Sindra-Stál h.f. ál til byggingaframkvæmda á vegum sjávarútvegs, stofnanana og einstaklinga. í birgðastöð- inni er jafnan úrval af bygginga-áli: — álplötum, flatáli, vinkiláli, ferköntuðu áli o.fl. Álklæðningar frá Sindra-Stáli h.f. hafa nú þegar sýnt sig að vera til hagkvæmni jafnt sem fegurðarauka. Skoðið álklæðningu á nýtízku byggingum og þér munuð vera okkur sammála um að „Sindra-ál“ er sérstaklega athyglisvert. SINDRA-STÁLHF Borgartúni 31 símar 19422-21684

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.