Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 28
26 TÍMINN Sunnudagur 7. desember 1975. UPPREISNIN Á „MIMI" Neyðarkall var síðasta lítsmarkið. Síðan sökk flutningaskipið „AAimi" úti fyrir strönd Flórída. Það var endirinn á blóðugum harmleik. Fimm hósetar björguðust. Einn þeirra, Gun Supardi Suleiman, jótaði: Eg drap þó alla og sökkti svo skipinu Jacksonville Mlaml „Mimi" var á leiðinni frá j Tampa á Flórída til Georgetown í Guayanaj þegar fjarskiptastöð í Jacksonville fékkj neyðarkallið. Leitarflug- vélar fundu aðeins olíu- j brák hluta af farminum I og gúmbát með þeimsemj lifðu af. Lothar Eckart gat gefið upp staðarákvöröun áöur en hann lézt á stjórnpallinum á „Mimi”. Annar vélstjóri, Horst Herche, lá þá þegar látinn i matsalnum. Thorsten Hesse frá Schwarzen- bek hjá Hamborg, fimm ára gamall, man ennþá vel eftir austurlenzku mönnunum. Háset- inn „Gun Gun” leit út eins og sjó- menn eiga að gera, með úfið, lið- að hár og skegg. Kokkurinn Masong gat alltaf fundið eitthvert góðgæti i eldaklefanum sinum. Malik, Mohamad og Paulus frá Indónesiu fóru i feluleik við hann á milli lestaropa og kaðalhanka. Thorsten og móðir hans, Rut.h Hesse, voru i fimm vikur i heim- sókn i hinu sólrika Flórida. Þau voru gestir um borð i flutninga- skipinu „Mimi”, en Bernd Hesse, faöir Thorstens, var fyrsti vél- stjóri á þvi. I. október var friið skemmti- lega búið. Thorsten féll sérstak- lega þungt að þurfa að skilja vi* föður sinn og vingjarnlegu Astur- landabúana. Vingjarnlegu Austurlandabú- arnir sitja nú i rikisfangelsinu i Miami á Flórida, grunaðir um morð. A klefadyrum þeirra eru miðar, sem á stendur „sérstak- lega hættulegir”. Og sjógarpur- inn „Gun Gun” hefur játað: — Já, ég drap þá alla. Siðan sökktum við „Mimi”. Með — allir — á hann við gjörvalla þýzku áhöfnina á Thorsten aö leik meðhásetunum. Tveimur vikum eftir aö þessi mynd var tekin, drap Gun Suieiman (til vinstri) fööur hans. , , áburðarflutningaskipinu, föður Thorstens, Bernd Hesse 1. vél- stjóra, skipstjórann Lothar Eckart frá Coburg, fyrsta stýri- mann, Manfred Schmidt frá A- Þýzkalandi, og annan vélstjóra, Horst Herche frá þorpinu Sinn i Hessen. Á meðan sakamálasérfræðing- ar og lögfræðingar reyndu að finna skýringu á blóðbaðinu á skipinu, komu fram ýmislegar getgátur i blöðum um morðin. Það var talað um tryggingasvik, og fleiri tilgátur komu fram. „Hamburger Morgenpost” talaöi um dularfull öfl á slysstaðnum, — sem breyttu mönnum. — Skipið „Mimi” var 499 tonn. Þvi var hleypt af stokkunum árið 1961, og átti að vera strandferða- skip i Þýzkalandi, en sigldi frá 1972 undir Panamaflaggi, hvarf alls ekki á dularfullan hátt. Samkvæmt tilkynningu banda- risku strandgæzlunnar kom áhöfn flutningaskipsins „Lalli” auga á lestarhlera, kartöflukassa, oliu- tunnur og gáma á stærð við hús, sem mara i hálfu kafi þann 10. október átta milum austur af strönd Kúbu. Siðan sjá mennirnir á „Lalli” kringlóttan, appelsinu- gulan gúmbát með tjaldi. Hann vaggar á rólegri undiröldunni, hlýr norðaustanvindur fer yfir karabiska hafið. Upp um gat á tjaldinu gægjast nokkur andlit, en engri hendi er veifað. Oppermann skipstjóri lætur setja skipsbátinn út, til þess að ná i skipbrotsmennina. A meðan að mennirnir i bátnum róa i átt til gúmbátsins talar strandgæzlan aftur við „Lalli”. „Tókum við fjarskiptasendingu siðastliðna nótt, um að barizt hefði verið á „Mimi”. tJtsendingin hætti. Verið varkárir gagnvart mönnunum. Um borð voru fjórir Þjóðverjar, fjórir Indónesar og einn Filipps- eyjabúi.” Skipsbáturihn hefur á meðan komizt að gúmbátnum. Hásetarnir á „Lalli” undrast að enginn mannanna fimm segir orö. Þeir lita heldur ekki út fyrir að vera fegnir yfir þvi að þeim hafi verið bjargað. Loks segir einn skipbrotsmannanna á bjagaðri ensku, — það er hinn 22 ára háseti „Gun Gun”, Supardci Suleiman: — Skip okkar sökk um miðnætti, við söknum fjögurra félaga okkar. — Það voru átök um borð”, bætir hann við. Um borð i „Lalli” er farið með Asiubúana fimm til skipstjórans. Manfred Oppermann skipstjóri hefur látið menn sina vita um við- vörun strandgæzlunnar, og reynir að blekkja skipbrotsmennina með þvi að öskra á þá: — Af hverju drápuð þið Þjóðverjana? Hásetinn „Gun Gun” bregzt skelfdur við. Hann hörfar eitt skref aftur á bak réttir fram hendurnar biðjandi: — Við dráp- um þá ekki, skipstjóri, segir hann. Okkur þykir vænt um Þjóð- verjana. Af hverju skyldum við drepa þá? — Bragðið heppnaðist ekki hjá Oppenheimer skipstjóra, engin játning kom fram. — Leitið á þeim, skipar Opper- mann. Mönnunum fimm frá „Mimi” er stillt upp við borð- stokkinn, og bátsmaður og háseti þukla þá. Meyer, fyrsti stýrimað- ur, stendur með byssu I hendi. Allir erú órólegir, allir óttaslegn- ir. En skipbrotsmennirnir eru óvpnaðir. 1 matsalnum eru þeim gefnar nokkrar brauðsneiðar og siðan eru þeir lokaðir inni i kaðal- stiunni, litlum klefa miðskips, þar sem geymdir eru kaðlar og plankar til viðgerða á skipinu. Háseti stendur á verði fyrir framan lúguna. Fyrsti stirimaður rétti honum byssuna. Lalli heldur áfram að leita á slysstaðnum til kl. 11.30. En þeir finna aðeins björgunarbátinn af „Mimi”, fullan af vatni. Nokkrar axir eru i bátnum. Gúm- björgunarbáturinn og björgunar- báturinn eru hifðir um borð. Svo tekur „Lalli” stefnu á West Palm Beach. Um kvöldið réttir kokkurinn föngunum súpu gegn- Bernd Hesse, fyrsti vélstjóri meö fimm-áragömlum syni slnum, Thor- stein. Fjölskylda hans var i fimm vikna frii um borö i skipinu, aöeins tveimur vikum fyrir blóöbaöiö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.