Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 37

Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 37
Sunnudagur 7. desember 1975. TÍMINN 37 kunna kaupsamninga. Auk þess sem hér hefur veriö nefnt, hafa ýmis atriði i fjárfestingarhorfum skýrzt við þá könnun og samræm- ingu áætlana, sem átt hefur sér stað við undirbúning lánsfjár- áætlunar þeirrar, sem Seðlabanki tslands hefur unnið að að undan- förnu og lögð verður fram á Al- þingi við 2. umræðu fjárlaga- frumvarps. Niðurstaðan hefur oröið sú, sem fram kemur á töflu 4.2. Er nú gert ráð fyrir 9—10% samdrætti fjármunamyndunar i stað 5% samdráttar i fyrri spá. Þetta skýrist nær til fulls af lækkun innflutnings skipa og flug- véla um 1.000 m ,kr., sem áður var getið, og frestunframkvæmda við járnblendiverksmiðjuna 1976 um tæplega 3.000 m.kr. frá fyrri töl- um. Framkvæmdatalan fyrir járnblendiverksmiðjuna, sem hér er sett 4.000 m.kr., er einkar ó- viss, sennilega frekar of há en of lág. Tekjur, verðlag og neyzla. Kaupmáttur kauptaxta og tekna almennings var i október- mánuði sl. svipaður og vænzt er, að hann verði að meðaltali á ár- inu 1975. A sama tima er talið, að verðlag og kauplag i peningum hafi staðið 9—10% hærra en árs- meðaltal 1975. Nú er kunnugt um visitölu framfærslukostnaðar 1. nóvember sl. (491 stig) og um 0,6% hækkun kauptaxta frá 1. desember. Miðað við þessar tölur má telja, að verðlag og kaupgjald sé um þessar mundir nálægt 10—12% hærra en ársmeðaltal 1975. Að öðru leyti munu tekju- breytingar milli áranna 1975 og 1976 vitaskuld fyrst og fremst ráðast af kjarasamningum, sem nú eru framundan. Á grundvelli upplýsinga um verðhækkanir, sem á döfinni eru, og vitneskju um þróun innflutn- ingsvérðlags má segja, að þegar séu fyrirsjáanlegar verðhækkan- ir á næstu þremur til fjórum mán- uðum, sem nema 4—5% á mæli- kvarða visitölu framfærslukostn- aöar en 2—3% á mælikvarða visi- tölu byggingarkostnaðar, sé ekki reiknað með kauphækkun i árs- byrjun 1976. 1 þjóðhagsspánni hér á eftir verður annars vegar miðað við þetta verðlag og það nefnt verð- lag 1. ársfjórðungs 1976, en jafn- framf reiknað með óbreyttum kaupmætti tekna almennings. Hins vegar verður tekið dæmi af nokkru meiri verðbreytingum á næsta ári, eða sem svarar 24—25% meðalhækkun neyzlu- vöruverðs, en um 20—22% meðal- hækkun byggingarkostnaðar. Þetta siðara dæmi svarar til þess, að verðbreytingar frá upphafi ársins til loka þess verði 12—15%, og að kjarabreytingar verði með þeim hætti, að kaupmáttur tekna almennings haldist óbreyttur i meginatriðum, þegar yfir árið er litið. Með þvi að reikna með, að rikj- andi atvinnuástand haldist, fæst spá um óbreyttan kaupmátt tekna almennings, sem aftur vis- ar á óbreytt stig einkaneyzlu frá árinu 1975. A grundvelli tillagna fjárlagafrumvarps og nokkurri skoðun á fjárhag sveitarfélaga, er ennfremur reiknað með ó- breyttu magni samneyzlu á næsta ári. Þjóðarútgjöld og innflutningur. 1 spánum hér að framan um þróun einstakra þátta innlendrar eftirspurnar 1976, felst minnkun þjóðarútgjalda um 3—3 1/2% að magni, séu birgðabreytingar, framkvæmdir við stórvirkjanir og járnblendiverksmiðju og inn- flutningur skipa og flugvéla skil- inn frá, er minnkunin um 2%. Reynsla siðustu ára og áratuga bendir tilþess, að slíkri breytingu eftirspurnar fylgi 3—3 1/2% sam- dráttur almenns vöruinnflutn- ings. Spár alþjóðastofnana benda um þessar mundir til 6—7% hækkunar innflutningsverðs i er- lendri mynt 1976, en það er rúm- lega 12% hækkun i krónum m.v. núverandi meðalgengi innflutn- ings. Spáð er mikilli minnkun skipa- og flugvélainnflutnings á næsta ári eins og þegar hefur ver- ið á drepið. Viðskipta jöfnuður— greiðslujöfnuður. Niðurstaðan af þvi, sem að framan greinir, er sú, að við- skiptahallinn við útlönd gæti numið 13,4 til 14,4 milljörðum króna, eða rúmlega 6% af vergri þjóðarframleiðslu, i þvi dæmi, þar sem reiknað er með 4% aukn- ingu sjávarafurðaframleiðslu. 1 lakara dæminu (óbreytt fram- leiðsla sjávarafurða) gæti hallinn orðið 15 til 16 milljarðar króna eða yfir7% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Bæði dæmin fela i sér um- talsverðan bata. Viðskiptahallinn er eigi að siður svo mikill að gera verður ráð fyrir mjög miklu inn- streymi erlends lánsfjár á næsta ári, sérstaklega með tilliti til hinnar þröngu gjaldeyrisstöðu i lok ársins 1975. Samkvæmt spám og áætlunum Seölabanka Islands um greiðslujöfnuðinn i heild á næsta ári — en grein verður gerð fyrir þeirri spá, þegar lánsfjár- áætlun 1976 verður lögð fram á Alþingi — er reiknáð með, að gjaldeyrisstaðan gæti batnað um 2.000 m.kr., ef þessi spá rættist, en hún er i meginatriðum sam- ræmd þeirri þjóðhagsspá, sem lýst er i þessari skýrslu. Yfirlit þjóðhagsspár 1976 1 töflunni hér á eftir er yfirlit yfir helztu þætti þjóðhagsspár 1976: Niðurstaðan virðist sú, að eftir samdrátt þjóðarframleiðslu og tekna 1975 gæti verið nokkur von um litils háttar bata á næsta ári og verulega lækkun viðskipta- hallans, bæði i beinum tölum og i hlutfalli við þjóðarframleiðslu. 1 þessum tölum erreiknað með þvi, að viðskiptakjör batni eilitið eða um 1/2—1%. Hér er einkum um að ræða áhrif breytinga á gengi helztu viðskiptamynta á árinu 1975, sem hafa frémur snúizt okkur i hag, auk þess sem telja verður, að breytingar á heims- markaðsverði helztu vöruteg- unda upp á siðkastið styrki þá skoðun, að viðskiptakjör okkar muni væntanlega ekki versna á næsta ári. Tölurnar benda hins vegar einnig til þess, að gjald- eyrisstaðan setji þjóðarútgjöld- um — og þar með að nokkru vexti þjóðarframleiöslu — mjög þröng- ar skorður i bráð. Fyrra dæmi þjóðhagsspár tekurmið af væntanlegu verðlagi á 1. ársfjórðungi ársins 1976 en hið siðara af hugmynd um meðal- verðlag ársins. 1 fyrra dæminu felst 12—15% verðhækkun frá árs- meðaltali 1975 en i þvi siðara 22—25% hækkun, en 12—15% verðhækkun frá byrjun til loka árs 1976. Hin tæpa gjaldeýris- staða um þessar mundir og við- skiptajafnaðarspáin fyrir 1976, sem sýnir verulegan halla þrátt fyrir nokkra bjartsýni um þróun útflutnings og þrátt fyrir forsend- ur um innlenda eftirspurn, sem almennt væru liklega taldar fela i sér i senn hófsama kjarasamn- inga og aðhaldssamar fjárlaga- oglánsfjárákvarðanir fyrir næsta ár, er til merkis um, hve lftið má út af bera við töku þessara á- kvarðana. Verði ekki tekið mið af takmörkuðu ráöstöfunarfé þjóð- arbúsins, er hætta á, að það fest- ist i fari örrar verðbólgu og stór- fellds viðskiptahalla, sem á end- anum hlyti að leiða til atvinnu- leysis og efnahagskreppu. Þjóðarframleiðsluaukningin 1976, sem i spánni felst, er minni en nemur náttúrlegri fjölgun fólks á vinnumarkaði. Þetta felur I sér, að nokkuð gæti dregið úr eftirspurn eftir vinnuafli miðað við framboð, þó ekki svo að til at- vinnuleysis ætti að draga. Að sjálfsögðu mun þessar breytingar gæta misjafnlega eftir greinum. Helzt mundi draga úr umsvifum i byggingarstarfsemi og mann- virkjagerð, en i þeirri grein hefur allt til þessa verið háspennt eftir- spurnarástand. Mergurinn máls- ins er sá, að enginn vegur er að draga i senn úr viðskiptahalla og verðbólguhraða nema slakni á eftirspurn. Við endanlega afgreiðslu fjár- laga og lánsfjáráætlunar fyrir ár- ið 1976 og i kjarasamningum þeim, sem nú fara i hönd, verður að taka mið af hinni tæpu stöðu þjóðarbúsins jafnt út á við sem inn á við. Tilgangur þeirra draga að þjóðhagsspá 1976, sem hér hefur verið lýst, er að gera það kleift að skoða þessi málefni öll i senn i heildarsamhengi þjóðar- búsins og auðvelda mat á áhrifum ákvarðana, sem teknar verða hver á sinum vettvangi. Þjóðarframleiðsla, þjóðartekjur og þjóðarútgjöld 1975-1976. Milliónir króna3> Breytingar frá fyrra ári , % Spá 1975 Frumdrög 1976 spár 1976 Magn Verð 1975 19764> 1976 1976 2) Dæmi 1 Dæmi 231 Dæmi 1 Dæmi 2 Einkaneyzla 115.500 132.800 144.400 -11 0 15 25 Samneyzla 19.300 21.600 23.540 2 0 12 22 Fjármunamyndun 62.160 63.100 68.540 -3,2 -9,5 12 21,6 Atvinnuvegir 26.640 25.940 27.840 -16,2 -14 12 21 Opinberar framkvæmdir 22.420 23.920 26.060 18,7 -5 12 22 íbúóarhús 13.100 13.440 14.640 -5 -8 12 22 Birgóabreytingar 340 -450 -480 • • Þjóðarútgjöld samtals 197.300 217.050 236.000 - 9,3 -3,3 13,8 23,7 Útflutningur vöru og þjón- ustu 72.700 85.600 91.900 3,7 4,5 12,6 20,9 Innflutningur vöru og þjón- ustu 92.900 99.000 106.300 -11,9 -4,6 11,7 19,9 Viðskiptajöfn. -20.200 -13.400 -14.400 • • Verg þjóðar- framleiösla 177.100 203.650 221.600 -3,4 0,6 14,4 24,4 Viðskiptakjara- áhrif 5) . . -4,5 0,3 . Vergar þjóðar- tekjur -7,9 0,9 • 1) Verðlag hvors árs. 2) Verðlag á 1. ársfjórðungi 1976. 3) Ársmeðaltal 1976. 4) Her er miðað við 4 % aukningu sjávarafurðaframleiðslu 1976. Miðað við óbreytta framleiðslu sjávarafuröa 1976 yrði lítils háttar minnkun þjóð- arframleiðslu i(-0,3 %) að öllu öðru óbreyttu. Útflutningur yrði minni og viðskiptahalli þar með meiri sbr. töflu 4.3. 5) Hlutfall af þjóðarframleiðslu fyrra árs. Þjó&hagsspár 1975-1976. Samanburður spáa 1975 og fyrstu hugmynda 1976. Tölurnar sýna breytingar frá fyrra ári í % nema annað sá tekið fram (lxnur 4. og 5.). Spár 1975 Hugmyndir 1976 23/5 28/11 I II 1. Þjóðarframleiðsla -2 -3,4 0,6 -0,3 2 . Viðskiptakj ör -15 -16,1 0,7 3. Þjóðartekj ur -6 -7,9 0,9 „0 4. Viðskiptajöfnuður, milljarðar kr. -12,3 -20,2 -14,4 -16,2 5. Viðskiptajöfnuður sem % af þjóðarframleiðslu -7,1 -11,4 -6,5 -7,4 6. Útflutningsverðlag x erlendri mynt -7 -11,2 7 7 . Innflutningsverðlag í erlendri mynt 9 5,8 6 8 . Kauptaxtar allra launþega 25 27 9 . Vísitala framfærslukostnaðar 43 48,7 15 25 10 . Kaupmáttur ráðstöfunartekna -14 -16‘4 0 11. Einkaneyzla -11 -11,0 0 12 . Samneyzla 0 2,0 0 13 . F j ármunamyndun -4,5 -3,2 -9,4 14 . Þjóðarútgjöld -11 -9,3 -3,3 Hugmyndirnar fyrir 1976 eru reistar á mismunandi forsendum: I 4% aukning útflutningsframleiðslu sjávarafurða. Vísitala framfærslukostnaðar (lína 9.) er miðuð við verðlag á 1. ársfjórðungi 1976. II öbreytt magn útflutningsframleiðslu sjávarafurða frá 1975. Visitala framfærslukostnaðar (lína 9.) sýnir dæmi um verð- breytingu til ársmeðaltals 1976.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.