Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 40
fyrir gódan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS PÁLL A. PÁLSSON, YFIRDÝRALÆKNIR: Ótti laxveiðimanna við brezku veikina ástæðulaus VEIÐISVÆÐI ÞJÓRSÁR STÆKKAÐ BH-Reykjavik. — Ég hef enga ástæðu til aö ætla, að brezka laxa veikin hafi fundizt i laxi hér á landi. Við höfum fengið lax til at- hugunar, og fundið ýmislegt, sitt úr hverri áttinni, og eru það aðal- lega alls konar snikjudýr, sem verið er að rannsaka. Ég held lika, að það hafi verið fylgzt allrækilega með þvi á Kefla- vikurflugvelli siðustu árin, að veiðitæki og veiðibdnaður er- lendra laxveiðimanna hafi veriö sótthreinsaður — en slíkt eftirlit getur aldrei veriö algjört. Kannski væri réttast, að þeir fengju ekki aö taka neitt meö sér inn í landiö. Þannig komst Páll Pálsson yfirdýralæknir að orði i gær, þegar Timinn hafði samband við hann. Laxveiðimenn hafa komið að máli við blaðið að undanförnu og vakið athygli okkar á þvi, að talsvert hafi verið um sýktan lax i tilteknum ám á undanförnum ár- um og lax úr þeim verið sendur til rannsóknar. Hafa þessir laxveiði- menn bent á, að skæð laxapest hafi geisað á Bretlandseyjum siðan 1967 og þess hafi ekki verið gætt nógu vel, að útbúnaður lax- veiðimanna að utan hafi verið sótthreinsaður. Við ræddum málið við Friðrik Sigfússon, tollvörð á Keflavikur- flugvelli sem er mikill áhuga- maður um laxveiðar og i stjórn Landssambands stangveiði- félaga. Kvað Friðrik allan gang á sótthreinsuninni, og hefði hann iðulega vakið eftirtekt viðkomandi yfirvalda á þvi, að aðstaða væri léleg og seinagang- ur óviðunandi, er heilu hóparnir væru komnir inn i landið, áður en farið væri að huga að sótthreins- un. Kvað Friðrik útlendinga óánægða með þá hreinsun, sem þarna færi fram, og teldu vætuna eyðileggja t.d. linur. Þyrfti að taka þessi mál fastari tökum og koma upp tækjum, t.d gashreins- un,sem væri áhrifarik, en hættu- laus mönnum. Yfirdýralæknir kvað hinsvegar ekki hafa borið á ensku veikinni hérlendis enn eins og áður segir. — Við fengum talsvert af laxi úr ákveðnum ám hér suðvestan- lands ifyrra. Það voru sár á þeim laxi, áverkar, og komumst við að þeirri niðurstöðu að hann myndi hafa skaddazt á flúðum og á grynningum i árósum, við að ganga upp i árnar, en það sumar voru ár tiltakanlega vatnslitlar, og raunar einnig árið 1973. En það verður fylgzt gaumgæfilega meö þessu. gébé-Rvik. Athygli aðila við Þjórsársvæðið beinist nú að BUðafossi i Þjórsá, og er áhugi á þvi að gera hann fiskgengan, en sumir kunnugir halda þvi reyndar fram, að hann sé fær fiski. Þeir segja, að fossinn hafi breytzt mikið á siðari áratugum og sé nánast orðinn að flúð; hafi hann molnað niður. Samkvæmí upplýsingum Veiði- málastofnunar, er ekki vitað til þess að lax hafi veiðzt ofan Búða, hvorki i Þjórsá sjálfri né i þeim þverám, sem i hana falla. 1 vor var svæði Veiðifélags Þjórsár stækkað að Þjófafossi við Búrfell en félagið náði áður að- eins að Búðafossi og Hestfossi, en siðarnefndi fosinn er i syðri kvisl Þjórsár hjá Arnesi. Góðu magni laxaseiða hefur verið sleppt i til- raunaskyni i árnar i Þjórsárdaln- um og biða menn spenntir eftir að sjá árangur þeirra sleppinga koma i ljós með laxagöngur úr sjó og muni laxinn þá reyna að stikla fyrrnefnda fossa á göngu sinni i árnar i Þjórsárdalnum. — Formaður Veiðifélags Þjórsár er ölvir Karlsson i Þjórsártúni. Unnið er þessi árin að vandaðri ræktunaráætlun með lax i Kálfá i Gnúpverjahreppi, sen sú á fellur I Þjórsá skammt neðan við Búða- foss. Það er stangaveiðifélagið Armenn, sem leigir ána og annast þessar framkvæmdir i Kálfá. Sullaveiki í 2 slátur húsum austanlands gébé Rvik. — Á ný hefur fgul- sullur fundizt í tveim sláturhús- um austanlands, nú á Vopnafiröi og Breiðdalsvik, að sögn Páls A. Pálssonar, yfirdýralæknis — Það eru nokkur ár slðan sullur kom upp aftur.og hefur siðan verið vart við hann árlega, sagði Páll. Mjög strangt lagaákvæði er um að hundar skuli hreinsaðir einu sinni á ári, og að sögn Jóns Péturssonar, héraðsdýralæknis á Egilsstöðum og formanns Dýra- læknafélags tslands, hefur verið fyrirskipuð h und ahr einsun tvisvar á ári fyrir austan. — Aftur á móti, sagði Jón, hefur hunda- hreinsun sums staðar á landinu alveg fallið niður. Á nýafstaðinni ráðstefnu hjá Dýralæknafélaginu, voru dýra- læknar sammála um, að ástæöa væri til aukinnar árvekni, hvað vörnum gegn sullaveiki viðvikur. Full ástæða hefur reynzt, af gefnu tilefni til að hvetja bændur til að grafa öll hræ jafnóðum og fóðra ekki hunda sina á hrámeti. Jón Pétursson sagði, að nýleg dæmi væri til um að hundar hefðu legiö á hræjum við tún bænda, og sýnir það hvað bezt, hve mikillar árvekni er þörf. Þá er ekki úr vegi að vara hundaeigendur við, sem hafa fengiðhunda sina frá stöðum, þar sem sullaveiki hefur veriö, að láta hreinsa þá. — öllum er heimilt aö fá sér, hund, og enginn veit hvort í honum leynist sulla- veiki sagði Páll A. Pálsson. Óðinn kominn heim eftir breytingar Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra og Sigurður Árnason skipherra á Óðni viö Lóran-C staðarákvörðunartæki, sem tengt cr tölvubúnaöi. Tækið er það fyrsta I islenzku varðskipi, en að sögn Péturs Sigurðssonar, forstjóra Landhelgisgæzlunnar, mun sams konar tæki væntanleg i hin varðskipin á næstunni. — Tima- mynd: Róbert. Gsal—ReykjavIk.Timinn birti á fimmtudag myndir af varðskip- inu Öðni fyrir og eftir þær breytingar, sem gerðar voru á varðskipinu i Danmörku. Á myndunum mátti greina miklar breytingar á útliti skipsins og I gær var fréttamönnum boðiö um borð til að skoða þær nánar. Helztu endurbæturnar á sjálfu skipinu og búnaði þess eru sem hér segir: Aðalvélar skipsins hafa verið athugaöar og endurbættar eftir þörfum og sjálfvirkni þeirra aukin. Stjórnstöð með fjarstýr- ingu fyrir vélgæzluna og nýrri, stærri varaljósavél komiö fyrir aftast i vélarúmi. Fjarstýring á aðalvélum er nú beint úr brú. Vélarúmi var skipt i tvennt með vatnsþéttu skilrúmi, slökkvi- tækin endurnýjuö og aðvörunar- kerfið aukið. Allt eru þetta mikil öryggisatriði, sem þegar eru fyrir hendi i hinum þremur stóru varðskipunum. Nýjum reykháfum, þyrlu- skýli, bátakrana og björgunar- bátum m.m. hefur verið komið fyrir eins og á hinum stærri varðskipunum þremur, og göngum sitt hvoru megin á aðalþilfari lokað fyrir aftan vélarúmshurðir, sem bætir mjög sjóhæfni skipsins. Nýtt turnmastur eins og á nýju varpskipunum tveimur hefir verið sett á brúarþak i stað þrifótarmastursins, sem þar var, og nauðsyn var að endur- nýja vegna tæringar, þar er og ljóskastari sem er fjarstýrður frá brú. Akkerin hafa verið felld inn i bóginn, eins og á hinum 3 stóru varðskipunum, og stefnið hækk- að litið eitt svo skipið verji sig betur i mótvindi og isingu. Fjar- stýring akkerisvindu frá brú. Þá hefir og verið sett bógskrúfa i skipið. Eldhús og salir skipverja hafa verið endurbættir i likingu við tilsvarandi verustaði i nýjasta varðskipinu. A radióbúnaði hafa verið gerðar miklar endurbæt- ur. Má þar meðal annars nefna SSB (Single Sideband) loft- skeytastöð með 1500 watta orku ásamt tveimur viðtækjum. Segulbandstæki til upptöku á radióviðskiptum. VHF og UHF sendiviðtæki og 100 watta neyðarsendiviðtæki i brú. Útvarps- og loftnetskerfi hefur verið lagt i hvert herbergi og borðsali ásamt myndsegul- bandi til upptöku á sjónvarps- efni. Tölvu I tengslum við Loran C viðtæki skipsins, sem reiknar út staðarákvörðun skipsins beint i lengd og breidd. VHF miðunarstöð, radar- svari, (racon), nýr gýró átta- viti. Kallkerfi I öll herbergi skipsins ásamt borðsölum, þyrluskýli og þilfari. Umsamið verð var dkr. 4.980.200.- eða rúmlega 136 milljónir Isl. kr. með núverandi gengi. 1 þessari upphæð eru þó tveir áætlaðir liðir, innkaup á radiótækjum og flokkunarvið- gerðir, sem báðir tveir hafa hækkað nokkuð og ekki hafa verið endanlega gerðir upp. Allar breytingar á varðskip- inu voru hannaðar hér heima, og þar byggt á reynslu Land- helgisgæzlunnar undanfarna áratugi, en eftirlit með breytingunum höfðu þeir Garð- ar Pálsson, skipáeftirlitsmaður og Eggert Ólafsson yfirvél- stjóri. Sigurður Þ. Arnason skipherra fór út með skipið og sótti það. Jafnframt fyrrnefndum breytingum og endurbótum var framleiðandi aðalvéla skipsins, Burmeister & Wein i Kaup- mannahöfn, beðinn að gera til- lögur um nauðsynlegar breytingar á vélakerfinu, þannig að hægt yrði nota svart- oliu i stað gasoliu eins og nú er. Ekkert er þvi til fyrirstöðu að aðalvélarnar sjárfar geti brennt svartoliu, en töluverðar breytingar þarf aö gera á sjálfu vélakerfinu, sem að skipa- smiðastöðin reiknaði út að myndi kosta tæpar 7 milljónir islenzkra króna. Þar eð eins má vel framkvæma slika vinnu hér heima, þá varhorfið frá þvi ráði að láta framkvæma þessa breytingu erlendis, en nokkur undirbúningur þó gerður, sem að gagni mætti koma ef út I það yrði íariö að breyta um brennsluoliutegund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.