Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 1
Leiguflug—Neyðarflug HVERT SEM ER HVENÆR SEAA ER FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122-11422 HREYFILHITARAR I VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR 283. tbl. — Miðvikudagur 10. desember 1975—59. árgangur HF HÖRDUR 6DMNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 Brezku skipstjór- arnir æfir yfir verndarskipum FORMAÐUR LÍÚ: Gsal—Reykjavík — Varðskipið Þór kom um ki. 9 i gærmorgun að átta brezkum togurum út af Langanesi, og hættu togararnir vciöum er l>ór nálgaöist. Varft- skipið hélt slðan togurunum frá veiðum til kl. 2 i gær, en þá höfðu togaraskipstjórarnir beðið um herskipavernd, og kom þá frei- gátan Brighton á vettvang. Rétt i þann mund er togararnir voru að hefja veiðar á ný, klippti Þór á báða togvira Hulltogarans St. Giles, 49 sjómllur út af Langanesi og er þetta I annað sinn á örfáum dögum að togarinn missir vörpu sina fyrir tilverknað varðskips. Varðskipið Týr var einnig á þessum slóðum og neitaði freigát- an togurunum að hefja veiðar, þar til Lloydsman kæmi einnig á vettvang, en hann hafði elt Þór eftir klippinguna. Að sögn Landhelgisgæzlunnar reyndi brezka freigátan Itrekað að sigla á varðskipið Týr, en árekstri tókst að forða. Eftir atburðina i gær, sögöu brezku togaraskipstjórarnir að ekki væri ljóst, með hvorum aðil- anum brezku freigáturnar væru! Leggur til að hluta þorskveiðiflotans verði lagt um áramót OÓ—Reykjavik — Aöalfundur Landssambands Isl. útvegs- manna hófst I Reykjavlk I gær, og sitja hann 100 fulltrúar vlðs vegar af landinu. t ræðu, sem Kristján Ragnarsson, formaður samtak- anna, flutti I fundarbyrjun, lagði hann til, að þegar um næstu ára- mót verði hluta af þorskveiðiflot- anum lagt, og að fleiri fiskiskip Guðni krefst rannsókn- ar á „ofsóknunum" og leggur viðskipti sín fram til rannsóknar verði ekki keypt til landsins. Þessar tillögur miöast við, að ekki verði veitt meira af þorski en fiskifræðingar leggja til, þar sem þorskstofninn er augljóslega I mikilli hættu vegna ofveiði. Kristján sagði Timanum I gær- kvöldi,að það væri skynsamlegra að sinni hyggju, að skipuleggja heildarveiðina þegar I ársbyrjun og miða aflann við tiltekið magn. Það myndi valda miklu meiri erfiðleikum að stöðva allan flot- ann, þegar kæmi fram i ágúst, september, þegar búið verður að veiða allt það magn sem ráðlegt er að taka af þorski. Er þvl raun- særra að athuga málið vel I byrj- un og stöðva einhvern hluta fíot- ans strax i ársbyrjun. Af sjálfu leiðir að litið vit er i frekari kaup- um á fiskiskipum en þegar er orð- iö. Ekki kvaðst Kristján mæla með að einhver ákveðinn hluti fiski- flotans yröi bundinn, heldur hlyti að verða eðlilegast að dreifa leyfilegu veiðimagni til fiskiskipa sem viðast um land til að jafna afkomu skipanna og vinnslu- stöðva og vinnuafls i landi. Otto Schopka, fiskifræðingur, flutti greinargott erindi um ástand þorskstofnsins á fundin- um. Gsal—Reykjavlk — Ég mun snúa mér til saksóknara rlkisins og krefjast opinberrar rannsóknar, sem leiða mun I ljós, að það eru bankastjórar Seðlabankans, sem eru höfundar og stjórnendur þessara ofsókna, og munu þeir verða dregnir til ábyrgðar gagn- vart réttvlsinni fyrir öllu þvi mannorðs- og f jártjóni, sem þess- ar gerræðislegu aðgerðir þeirra óumflýjanlega valda, segir Guðni Þórðarson, forstjóri Sunnu og Air Viking, I bréfi, sem hann lagði fram á fundi með fréttamönnum I gær. — Ég mun sjálfur krefjast rannsóknar á öllum bankavið- skiptum mlnum og fyrirtækjum þeim, sem ég veiti forstöðu, til þess að fá tækifæri til að sanna óheilindi þau, sem að baki þess- ara ofsókna liggja, segir enn fremur I bréfi Guðna. A fundinum I gær kvað Guðni Sjó greinargerð Guðna þá fullyrðingu Seðlabankans, aö ekki væru nægar tryggingar fyrir skuldum Air Viking við Alþýðu- bankann, algjörlega ranga. Hann sagði, aö trygging fyrir skuldun- um væri einkum fólgin 1 veðsetn- ingu eigin fasteigna, en bruna- bótamat þeirra væri um 100 mill- jónir kr. — og sú trygging væri nægjanleg. Hins vegar neitaði Guðni að svara þvi, hve skuldir fyrirtækja hans væru miklar, og kvaö það ekki siö I okkar við- skiptalifi, að forstöðumenn fyrir- tækja ræddu skuldamál þeirra. Þá tók Guðni það skýrt fram, að fyrirtækin skulduðu ekki óeðli- lega miklar fjárhæðir. Um skuld- ir Air Viking við Alþýðubankann sagði Guðni, að þær væru einkum varðandi rekstur fyrirtækisins, I vixlum og hlaupareikningsyfir- drætti. Er hain var inntur eftir þvi, hvort yfirdráttur á hlaupareikn- ingi væri með vitund bankastjór- anna, kvað hann svo vera. Hins vegar væri enginn slíkur skrifleg- ur samningur til, enda tlðkaðist sllkt ekki. — Ég trúi þvi ekki, að bankastjórum Alþýðubankans hafi verið vikið úr starfi um sinn vegna viðskipta minna viö bank- ann, sagöi Guðni. Þvl, hvort bankastjórarnir hefðu notið sér- stakra friðinda hjá Sunnu, svar- aði Guðni neitandi. Um sviptingu ferðaskrifstofu- leyfis Sunnu sagði Guðni, að hún ætti sér enga stoð I lögum, og að það væri iljótræöisverk sam- gönguráðuneytisins, sem ekki myndi koma til. Guðni sagði, að hann vissi ekki um nein vanskil ferðaskrifstofunnar, og hjá ráðu- neytinu lægju ekki fyrir neinar upplýsingar um vanskil Sunnu. Kvað hann þar með engan grund- völl fyrir leyfissviptingu. SJAVARAFLI MEIRIEN í FYRRA 00—Reykjavik — Fyrir liggja bráðabirgðatölur um fiskafla Islendinga á tiu fyrstu mánuðum þessa árs. Nemur heildaraflinn á tinia- bilinu 1. jan. til 31. okt. 912385 lestum, en var á sama tima árið 1974 878812 lestir. Aflimi skiptist þannig, að þorskafli togara er i ár 155095 lestir, en var i f.yrra 131653 lestir, þorskafli báta er I ár 221747 lestir, en var á sama timabili á fyrra ári 225515 lestir. Sildar- og loðnuaflier I ár 523101 lestir, I fyrra 499125 lestir. Annar afli er 12442 lestir, var I fyrra 22519 lestir. Utanríkisráðherra til Bríissel Callaghan óskar eftir vioræðum EINAR Agústsson, utanræikis- ráðherra, fer utan I dag, miö- vikudag, til fundar utanrikis- ráðherra Atlantshafsbanda- Iagsrikjanna I Brussell. Callag- han utanrlkisráðherra Bret- lands, hefur óskað eftir viðræð- um við Einar Agústsson, og féllst utanrikisráðherra á það að ræða við brezka utanríkis- ráðherrann, en ekki er um neins konar samningaviðræður að ræða. ¦*¦ w BÁTUR SÖKK Á ÍSAFJARÐARDJÚPI dagar til jóla gébé Rvik — Vélbáturinn Glað- ur 1S 101 sökk á mánudag eftir að hafa tekið hastarlega niðri á Breiðaskeri I tsafjarðardjúpi fram af Þernuvfk. Tveir menn voru ábátnum og sakaði ekki. Annar þeirra, Július Arnérsson, sagði að ágætis verður hefði verið, þegar óhappið varð, en niðamyrkur. — Viö höfðum bara fario of nærri skerinu, sagði hann, og tekið skakka stefnu, en þarna er mikið af skerjum, sem erfitt er að varast. Báturinn var tryggður, en veiðarfærin ekki, og er þetta þvi mikið tjón fyrir bræðurna .1 úlíiis og Jónatan Arnórssyni, sem voru skipverj- ar og eigendur bátsins. Sjópróf fara fram á tsafirði I dag. Þetta er annar báturinn, sem tsfirð- ingar missa á einni viku. — óhappið varð klukkan rúmlega fimm á mánudaginn, sagði Jiilius, og vissum við ekki fyrri til en báturinn tók mjög hastarlega niðri á Breiðaskeri. Hefur siða hans eða botn laskazt mjög við þetta, þvi að feikna- mikill leki kom að bátnum. Við köllúðum i nærstaddan bát, Margréti Helgadóttur, sem kom þegar á vettvang. Við höfðum gúmmibátinn tilbúinn við siðuna, en til þess kom aldrei að við þyrftum að nota hann. Og Júllus heldur áfram: — Margrét Helgadóttir tók okkur þegar i tog, þvi að Glaður fest- ist aldrei á skerinu, en aöeins fimmtán minútum siðar lagöist Glaður á hliðina og sökk skyndi- lega. Margrét var þá svo ná- lægt, að við gátum farið yfir i hana og vöknuðum ekki einu sinni. Július Arnórsson sagði, að báturinn heföi verið tryggður en það hefðu veiðarfærin ekki verið, og væri þetta þvi til- finnanlegt tjón fyrir þá bræður. — Við vorum með tvö troll, sem hvort um sig kostar um 200 þús- und krónur, og svo voru það hlerar og virar. Tjónið nemur þvi a.m.k. 600 þúsund krónum, sagði hann. Vélbáturinn Glaður IS 101 hefur stundað rækjuveiðar undanfarið, en báturinn var 22 lestir að stærð úr eik og furu og var smiðaður i Danmörku 1936. Þetta er annar báturinn, sem Isfirðingar missa á stuttum tima, en s.l. föstudag kviknaði i bátnum Ólafi, eins og kunnugt er af fréttum i blaðinu. Þá tókst að draga hann til hafnar, en hann skemmdist svo mikið i eld- inum, að hann er talinn ónýtur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.