Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Miðvikudagur 10. desember 1975. Inspector scholae í MR segir af sér vegna deilu um kaffisjálfsala gébé—Rvik — Sá einstæði atburö- ur ger&ist i Menntaskóla Reykja- víkur nýlega, ao inspector scholae, Skafti Haröarson, sagði af sér. Þetta er i fyrsta skipti sem slikt gerist i menntaskóla hér. Deflnefnio var kaffisjálfsali, sem HÁSKÓLA- MENN SEMJA BH-Reykjavik. — Samningar voru undirritabir I gær milli Bandalags háskólamanna og fulltrúa rikisvaldsins um kjör há- skólamenntaðra manna. Nýi samningurinn er til tveggja ára og tekur giidi 1. júlí næstkomandi. Um storfelldar kauphækkanir er ekki aö ræða, en hins vegar timasetning samningsins á þann veg, að Bandalagi háskólamanna gefist tækifæri til að fylgja öðrum eftir, verði um stórfelldar hækk- anir á launum annarra launþega að ræða eftir á áramótin. inspector hafði dregið að fjar- lægja. Tóku þá nokkrir athafna- samir ungir sveinar i skólanum það til bragðs að fjarlægja sjálf- salann upp á'eigin spýtur, en inspector taldi þaö gróflega framborið vantraust, svo að hann sagöi af sér án tafar eða frekari umsvifa. Nánari málsatvik'eru þau, að á fundi skólafélagsins i byrjun desember var samþykkt að fjar- lægja kaffisjálfsala i kjallara skólans, og kom það i hlut inspec- tor scholae að sjá um að þvi yrði framfylgt. Þegar átta dagar voru liðnir, án þess að þetta væri gert, tóku aörir sig til og framkvæmdu verkið, án þess að ræða við in- spector, sem taldi sér misboðið og sagði af sér, eins og áður er sagt. Hófust nú fjörugar umræður um þetta mál meðal nemenda i skdlanum, sem lauk með þvi að mikil undirskriftasöfnun hófst, og skrifuðu 70% nemenda undir þá áskorun til inspector scholae, Skafta Harðarsonar, að hann tæki þegar við störfum á ný. Lét Skafti undan þessari traustsyfirlýsingu oghefur á ný tekið við störfum in- spector scholae i MR. ÁLIT STANGVEIÐIFÉLAGS REYKJAVÍKUR: Háskaspil að greina í sundur veiðihlunn- indi og landeign IH—Reykjavík — Stangveiðifé- lag Reykjavikur varar strang- lega við þvl I samþykkt, sem gerð var á aðalfujidi félagsins á laug- ardaginn, að veiðiréttur i ám og vötnum verði skilinn frá eign á landi. Þær raddir hafa að undan- förnu heyrzt allviða I þéttbýli, að svipta beri bændur og aðra land- eigendur eignarrétti á veiði og vei&ihlunnindum á afréttum, og jafnvel I löndum lögbýla. Það er gegn þessum hugsunarhætti, sem samþykkt Stangveiðifélags Reykjavikur beinist. í samþykktinni segir, að það myndihafa vondar afleiðingar, ef þannig yrði greint á milli veiði- réttar og annars eignarréttar, og væri þá lokið þeirri varðstöðu landeigenda um veiðihlunnindin, sem á undanförnum árum hefur stuðlað að viðhaldi og aukningu veiðistofnsins og komið hefur fram i siaukinni laxgengd siðustu áratugi. VESTMANNAEYJAR: EKKI KRAFA UM DÓMSRANNSÓKN AÐ SVO STÖDDU — saksókn- ari lætur senda sér I framhaldi af þessu er skir- skotað til reynslu manna erlend- is, þar sem annað fyrirkomulag hafi leitt til hnignandi veiði. Með breytingum á eignarrétti á veiðihlunnindum væri samstarfi stangaveiðimanna og bænda um fiskrækt stefnt i mikla tvisýnu, svo að ekki sé meira sagt. Enn aukasýning á Hákarlasól VEGNA mikillar aðsóknar verð- ur leikrit Erlings E. Halldórsson- ar HAKARLASÓL sýnt ennþá einu sinni á fimmtudagskvöld á Litla sviðiÞjóðleikhússins. Auka- sýningin á sunnudaginn var átti að verða siðasta sýning verksins, en þá bar svo við, að aftur var hUsfyllir, og verður verkið þvi sýnt i allra siðasta sinn á fimmtu- dagskvöld kl. 20.30. skjöl gébé Rvik — Við höfum skriflega farið þess á leit við bæjarfógetann i Vestmannaeyjum, að hann afli tiltekinna gagna og sendi okkur, sagði Þórður Björnsson rikissak- sóknari við blaðamann Timans, um deilumálið sem reis milli bæj- arstjörans og minnihluta bæjar- stjórnar, svo sem frægt er orðið. Rikissaksóknari tekur enn- fremur fram i bréfi sinu til bæjar- fógetans, að að svo stöddu muni ekki verða gerð krafa um að mál- ið sæti dómsrannsókn. Upplýsingar þær, sem rikissak- sóknari fer fram á að fá, eru m.a. skjöl Ur gerðabók bæjarstjórnar- fundar i Vestmannaeyjum, sem fjallaði um málið fyrir nokkru svo og önnur skjöl, sem varða launagreiðslur og þóknun til bæj- arstjórans. — Verður þvi ekki tekin ákvörðun um meðhöndlun þessa máls, fyrr en gögnin hafa borizt frá Vestmannaeyjum, sagði rikissaksóknari. Brezka varpan kærð Gsal-Reykjavik — t gær- morgun var tekið fyrir I Sakadómi Reykjavlkur rannsókn vegna ætlaðs ólög- legs útbúnaðar á botnvörpu b/v Port Vale GY-484 hinn 2. desember s.l. Dómarinn Haraldur Henrýsson lagði fram kæru Landhelgisgæzl- unnar, skýrslu skipherra Ar- vakurs og skoðunarskýrslu. Slðan fóru fram vitnaleiðsl- ur. Tveir menn voru dóm- kvaddir til að lýsa gerð og ástandi netsins og I álitsgerð sinni, segja þeir, að pokinn sé hnýttur úr tvöföldu gervi- efni, og bæði byrði pokans séu klædd hlif. 011 skjöl þessa máls eru nú komin til dómsmálaráðu- neytis og utanrikismála- ráðuneytis. Þá mun sjávarútvegsráðuneyti kæra þennan UtbUnað brezka tog- arans fyrir Norðaustur-At- lantshaf sfiskveiðinef ndinni. AAesta sauðf járslátrun í sögu Kaupfélags Borgfirðinga JE Borgarnesi. — Um þessar mundir er að Ijúka samfelldri haustslátrun hjá Kaupfélagi Borgfirðinga i Borgarnesi. Hófst luín með stórgripaslátrun 1. sept- ember. Sauðfjárslátrun hófst 9. september og stóð samfellt til 5. ndvember. Frá'þeim tlma og nú til 9. desember, hefur staðið yfir stórgripaslátrun. Þetta varð mesta sauðfjár- slátrun, sem um getur hjá Kaup- félagi Borgfirðinga, en alls var slátrað 81.068 fjár, og innlagt kjöt varð 1.171.974 kg. Næstþessu varð slátrunin 1969, þá var slátrað 79.462 kindum — kjötmagn var 1.075.859 kg, og haustið 1974 var slátrað 74.673 kindum, kjötmagn 1.096.433 kg. Nú i haust var meðalkrokkþungi dilka 13,94 kg, en haustið 1974 14,03 kg. Þyngsti dilkur i haust vó 33,6 kg eigandi Jón Sigvaldason Ausu. Þyngstu tvilembingarnir undan sömu á vógu samtals 49,2 kg. Báðir voru jafnþungir, 24,6. Eig- andi er Guðrún Halldórsdóttir Asbjarnarstöðum. Þyngsti hriítur var frá Óskari Halldórssyni Krossi og vó 55,7 kg. (kropp- þungi). Þó aö bændur á féjagssvæði KB séu ekki nema á milli þrjU og fjögur hundruð, reyndust sauð- fjárinnleggjendur 1.930 talsins, og koma þar þvi margir við sögu, bæöi ungir og gamlir. Innleggj- endum hefur verið greitt upp i andvirði sauöfjárinnleggs, .um fjögur hundruð milljónir króna. 1 haust hefur verið slátrað hjá KB um eitt þúsund nautgripum, þar af yfir sex hundruð fullorðn- Um, 330 hrossum og folöldum, og allmiklu af svinum. Vegna þrengsla I frystihúsinu varð að flytja mikið af kjöti til Reykjavlkur I sláturtíðinni, jafn- óðum og til féll. Nú hafa verið fluttar út um fimmtiu þUsund gærur frá i haust, mest til Pól- lands, en nokkuð til Sviþjóðar. I haust var tekið i notkun nýtt og vandað reykhUs, sem byggt er á- fast við frystihúsib.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.