Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. desember 1975. TÍMINN KRISTJAN RAGNARSSON, FORAAADUR LIU: Á að stöðva allan flotann um mitt næsta ár eða hluta hans strax í ársbyrjun? gébé Rvik — Ég f æ . ekki betur séö aö það geti gerzt nema með tvennum hætti, hvernig snúast á við friðunaraðgerðum fiskstGÍn- anna, þ.e. að hætta veiðum þegar aflamarki er náð, sem veiða má, en það getur orðið eftir mitt næsta ár, eða stöðva hluta fiskiskipa- flotans, sem þorskveiðar stunda, strax I ársbyrjun, sagði Kristján Ragnarsson formaður Lands- sambands isl. útvegsmanna I ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í gær. Kristján taldi það furðulegt að ekki hal'i komið fram fyrr tillaga um það aflamagn, sem leyft verði að veiða úr hverjum fiskstofni, en fyrrnefnt kom fram i skýrslu Hafrannsóknarstofnunarinnar, sem svo mjög hefur verið til um- ræðu undanfarið. Kristján sagði það næsta furðu- legt að tillögur um takmörkun um veiðar úr fiskstofnunum hefðu ekki komiðfyrr, „þegar litið er til þess, aðstærð hrygningarstofns þorsks var um 750 þús. lestir 1970 en er nú talinn vera um 220 þús. lestir og með sömu sókn verði hann um 60 þús. lestir árið 1979. Þá sagði Kristján ennfremur i ræðu sinni: „Rekstur bátaflotans á þessu ári hefur gengið enn verr en á liðnu ári, þrátt fyrir 34% fiskverðshækkun. Með vaxandi verðbólgu hefur útgerðarkostn- aður haldið áfra.m að hækka og afli hefur enn minnkað. Loðnu- verð til útvegsmanna og sjó- manna lækkaði að meðaltali um 50% frá fyrra ári og jafnframt hækkaði allur útgerðarkostnaður verulega. Loðnuveiðarnar voru þvi reknar með um 120 milljón króna halla á siðustu vertið. Ráð- stafað var allri inneign i Verð- jöfnunarsjóði sjávarútvegsins, um 350 milljónum króna, til þess að hægt væri að halda áfram veiðum og vinnslu á loðnu. Mikil óvissa rikir um, hvort hægt verði að gera loðnuveiðiskipin út á næstu vertið vegna þess að enn er markaðsverð lágt og verðjöfnun- arsjóði hefur verið eytt að fullu. Nokkur bjartsýni ríkir þó um hækkandi markaðsverð vegna ýmissa breyttra aðstæðna, en þá bregður svo einkennilega við, að sumir mjölframleiðendur hafa verið að selja fyrirfram loðnu- mjöl, sem með engum hætti getur staðið undir kostnaði við veiðar og vinnslu á loðnu." Kristján sagði að á árinu 1974 hefði þorskafli bátaflotans verið um 33 þús. lestir og að það hefði verið stærsti áhrifavaldurinn til þess að bátaflotinn án loðnuveið- anna, var rekinn með um 800 milljón króna halla á þvi ári. „Bátaflotinn i heild var þvi rek- inn með halla á árinu 1974, sem nemur um 290 milljónum króna, og hafði þá verið reiknað með af- skriftum, sem námu 870 milljón- um króna," sagði Kristján. „Skugtogarar af minni gerð voru reknir með halla sem nam um 220 milljónum króna 1974 og höfðu þá verið afskrifaðar 365 milljónir króna. Stórir skuttogar- ar töpuðu um 190 milljónum og námu afskriftir af þeim 116 milljónum kr." Rekstur skuttogara af minni gerð hef ur á þessu ári gengið bezt af hinum ýmsu útgerðargreinum og eru horfur á, að afkoma þeirra verði að meðaltali nær hallalaus á þessu ári. Stærri skuttogararnir áttu i langvinnu verkfalli á árinu og rekstur þeirra hefur ekki gengið vel, þrátt fyrir að útgerð þeirra nýtur opinberrar fyrir- greiðslu, sem ónnur útgerð i land- inu nýtur ekki. Þá sagðist Kristján lita svo á, að „nú sé þannig ástatt, að við hófum flýtt okkur um of i upp- byggingu fiskiskipastólsins, og að viÖ verðum að hætta skipabygg- ingum i bili og láta okkur nægja það sem við eigum. Frekari kaup á skuttogurum verða þvi að biða betri tima," sagði hann. 84% kúa tækni- frjóvgaðar Um siðustu mánaðamót lauk'i Reykjavik námskeiði fyrir verðandi frjótækna. Námskeiðið hófst 3. nóv. Þátttakendur voru 9, viðs vegar að af landinu og luku þeir prófi sem fullgildir frjó- tæknar. Kennarar á námskeiðinu voru ráðunautar Búnaðarfé- lags íslands i nautgriparækt og dýralæknar. Verkleg kennsla fór fram i sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi, en bóklegt nám i Bændahöllinni og á Til- raunastöð Háskólans i meinafræði að Keldum. Þetta var 5. námskeiðið, sem haldið hefur verið fyrir frjó- tækna. Idag starfa 31 frjótæknir i bllum héruðum landsins. Frá árinu 1972 hafa um 84% af kúnum i landinu verið tækni- frjóvgaðar. Reknar eru tvær nautastöðvar, i Laugardæl- um á vegum Búnaðarsam- bands Suðurlands og á Hvanneyri á vegum Búnað- arfélags Islands. Hvað er á fjölunum um jólin? gébé Rvik — í leikhúsum höfuð- borgarinnar verða tvær frum- sýningar milli jóla og nýárs, auk þess sem nokkur öiiiuir leik- rit verða sýnd. 1 Þjóðleikhúsinu verður leikrit Brechts, Góða sálin i Sesúan, frumsýnd annan jóladag, en það er i fyrsta skipti sem þetta verk er sýnt hér á landi og i fjórða skipti sem leik- rit eftir Brecht er sett upp i Þjóðleikhúsinu. í Iðnó verður enska leikritiðEquus eftir Peter Shaffer frumsýnt 30. desember, en þetta er nýtt enskt leikrit, sem vakið hefur mikla eftirtekt vfða um heim. Þá verða fleiri " leikrit sýnd, svo sem Carmen, Skjaldhamrar og Saumastofan. — Tíiu iiin leitaði til leikhúsanna og fékk nánari upplýsingar um sýningar á jólahátiðinni. Þjóðleikhúsið Á annan i jólum frumsýnir Þjóðleikhiisið Góðu sálina i Sesúan eftir Bertold Brecht, en þetta er fjorða verk Brechts, sem leikhúsið tekur til sýningar. Þetta er ný þýðing á leikritinu, sem Þorsteinn Þorsteinsson annaðist, en verk þetta hefur ekki sézt á sviði hér á landi áð- ur. Aður hafa verið sýnd leikrit eftir Brecht, sem margir munu kannast við: Túskildingsóper- an, Puntila og Matti, Mutter Courage. Góða sálin i Sesúan er eitt mest leikna og vinsælasta leik- rit Brechts. Leikritið er látið gerast i Kina, en gæti gerzt hvar sem væri. Efni þessi, i fáum orðum, snýst um, hversu erfitt það er að vera góð manneskja i þessum vonda heimi, sem við lifum i. Með aðalhlutverkið, Sén Te, fer Margrét Guðmundsddtt- ir, en önnur stór hlutverk eru i höndum Árna Tryggvasonar, Þórhalls Sigurðssonar, Þor- steins ö. Stephensen, Rúriks Haraldssonar. Ævars Kvaran, Róberts Arnfinnssonar, Guð- bjargár Þorbjarnardóttur, Kristbjargar Kjeld og Briet.ar Héðinsdóttur. Alls eru um 25 leikendur I leikritinu. Stefán Baldursson leikstýrir, Sigurjón Jóhannsson hannar leikmyndir og búninga, og Atli Heimir Sveinsson stjórnar hljómlist Paul Dessoau. — Þrjár sýningar verða á leikrit- inu milli jóla og nýárs, þann 26., 27. og 30. desember. Tuttugasta sýningin á Carmen verður 28. desember, en uppselt hefur verið á allar sýningar fram að þessu, nema tvær. — Barnaleikritið Milli himins og jarðar verður einnig sýnt 28. desember. — Sýningar á Sporvagninum Girnd hafa gengið með afbrigðum vel og verður haldið áfram eftir ára- mót. Iðnó: Leikfélag Reykjavikur Annan dag jóla sýnir Leikfé- lag Reykjavikur Skjaldhamra eftir Jónas Árnason og er þetta fertugasta sýningin, en uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa, og hefur leikritið hlotið miklar vinsældir leikhúsgesta. Kvennaár mun verða sungið út með viðeigandi hætti i Iðnó, þegar Saumastofa Kjartans Ragnarssonar verður á dagskrá þann 27. desember. Eins og kunnugt er, fjallar leikurinn fyrst og^ fremst um konur, undirokaðar verkakonur, stöðu þeirra og rétt. Seinasta sýning ársins i Iðnó verðurfrumsýning á nýju ensku verki eftir Peter Shaffer, þann 30. desember. Var verk þetta frumsýnt i London fyrir hálfu öðru ári og hefur siðan farið sigurför um heiminn. Sumir hafa jafnvel viljað taka svo djúpt i árinni að kalla þetta bezta verk, sem komið hefur fram i enska leikhúsheiminum siðustu áratugi. Leikurinn fjallar um ungan pilt, sem lendir i andstöðu við umhverfi sitt. Hann býr til sinn eigin heim og lifir i goðborinni trú á hestinn. Um nætur stelur hann hestum og riður nakinn Ut i myrkrið. É^O X. *M% o t Saumastofunni „Saumn- um" syngja leikkonurnar i Iðnó út kvennaár laugar- daginn milli jóla og nýárs. Atriði úr jólaleikriti Þjóð- leikhússins, Góða sálin i Sesúan. Myndina tók Rribert á æfingu nýlega. O Steindór Hjörleifsson stýrir leiknum, en leikmynd hannaði Steinþór Sigurðsson. Með helztu hlutverk fara Jón Sigurbjörns- son,Hjalti Rögnvaldsson, Helga Bachmann, Margrét Ólafs- dóttir, Guðmundur Pálsson, Halla Guðmundsdóttir, Jón Hjartarson, Soffia Jakobsdóttir , og Kjartan Ragnarsson. Sviðs- búnaði og lýsingu er beitt á mjög sérstæðan hátt i þessu verki, er. lýsinguna annast Magnús Axelsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.