Tíminn - 10.12.1975, Síða 6

Tíminn - 10.12.1975, Síða 6
6 TÍMINN MiOvikudagur 10. desember 1975. LÝÐRÆÐI? Er lýðræðið réttasta stjórnarformið? Undarlega er spurt. Það er viðtekinn skilningur á þessu landi, að lýðræðisskipulagið sé það skipulag, sem okkur hentar bezt. Lýðræðið beizlar krafta allra þegna samfélagsins, og þar er bezta og skynsamlegasta stefnan i þjóðmálum mótuð með umræðum og skoðanaskiptum meðal sem flestra. Það er sagt, að lýðræðið með alla sina galla sé bezta og réttlátasta stjórnskipulagið, sem völ er á. Hvers vegna tekst okkur þá ekki að stjórna þessu örsmáa samfélagi okkar, þegar við höfum bezta kerfið, sem völ er á? íslendingar eru ekki fátækir, þeir eru auðugir. Við tilheyrum hinum svokölluðu sóunarþjóðfélög- um. Við eigum miklar náttúruauðlindir. Við eyðum langt umfram það sem við öflum og stundum rán- yrkju á auðlindum okkar. Þjóðin býr við almenna velmegun. Það er gæfa okkar, að hér þekkjast ekki fátækrahverfi. Hérlendis er óstjórnlegt ráðleysi og sóun i meðferð fjármuna. Hér er þjóðarframleiðsla á mann með þvi hæsta sem gerist. Við greiðum lægri laun en sambærilegar þjóðir. Við styrkjum vanþróaðar og fátækar þjóðir en þiggjum að laun- um hærra framlag frá Sameinuðu þjóðunum. Hægt er að telja dæmin lengi. Hvarvetna blasir við óstjórn og skipulagsleysi. Alþingi er kennt um, en þegar mest á riður og til stendur að stýra efna- hagsmálum þessarar þjóðar, þá birtast aðilar vinnumarkaðarins. Hverjir eru þeir? Jú, það eru þeir sem krefjast þess, að samningsfrelsið um vinnulaun sé óheft. Þeir eru hinsvegar þeir sömu og ney ttu lýðræðislegra réttinda sinna og völdu menn á Alþingi til þess að gæta hagsmuna sinna og stjórna þjóðinni i þeirra umboði. Vilja Islendingar ekki láta að stjórn, eða eru ef til vill einkenni verðbólgusýkinnar og efnahags- óstjórnar að koma i ljós? Sérfræðingar og fræði- menn halda þvi fram, að ekkert lýðræðisriki stand- ist óðaverðbólgu til lengdar. Þeir nefna dæmi máli sinu til stuðnings. Okkur væri hollt að hugsa til þess, sem gerðist i Þýzkalandi, er þjóðernissinnaðir jafnaðarmenn komust til valda, og þess sem nú er að gerast á Italiu. Þar hafa verið hvað skamm- lifastar rikisstjórnir, og uppgangur fasista virðist sifellt vera að eflast. Gallar lýðræðiskerfisins eru sifellt að verða okkur ljósari. Þess vegna eigum við að gera okkur grein fyrir þeim og breyta vinnuaðferðum okkar i sam- ræmi við það. Breytingarnar þurfa að verða þær, að Alþingi taki og beiti valdi sinu til þess að stjórna,að hver alþingismaður telji sig kjörinn til þess að sinna almannahagsmunum, en ekki oft fánýtum og litils- verðum málefnum þrýstihópa. Alþingismenn verða að lita upp úr kraðaki fyrirgreiðslupólitikurinnar og smámálanna. Þeir ættu lika að hafa það i huga, að almenningur i landinu væntir þess að þeir stýri landinu, og að sá maður, sem hefur skoðun, nýtur alltaf virðingar. P.E. Umsjónarmenn: Helgi H. Jónsson og Pétur Einarsson Aðalfundur FUF í Kópavogi ABalfundur FUF i Kópavogi var haldinn 2. desember siðast- liðinn. Fundurinn var ágætlega sóttur og umræður allgóðar. Magnús Ólafssonformaður SUF kom á fundinn og flutti ávarp. Jóhann H. Jónsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs flutti ræðu um bæjarmál. Kjörin var ný stjórn félagsins en hana skipa: Formaður: Sveinn Jónsson, varaformaður Vilhjálmur Einarsson, ritari Baldvin J. Erlingsson, gjaldkeri Auðunn Snorrason og meðstjórnandi Már Pétursson. 1 varastjóm: Jón B. Pálsson, Pétur Einars- son, Ragnar Sn. Magnússon, Magnús Leópoldsson og Magniis Strandberg. Hinn nýi formaöur FUF i Kópavogi Sveinn Jónsson er húsasmiðameistari fæddur 1943 á tsafirði og flutti til Kópa- vogs 1949og hefur starfað vel að málum Framsóknarflokksins i Kópavogi. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundinum: Aðal- fundur FUF i Kópavogi skorar á rlkisstjórn tslands að slita nú þegar stjórnmálasambandi við Breta, vegna hernaðaraðgerða þeirra á tslandsmiðum. Fund- urinn mótmælir harðlega að að- ildarrikjum I Atlantshafsbanda- laginu haldizt endurtekið uppi að beita vopnlausa aðildarþjóð sliku ofbeldi og telur að slíkt hljóti að leiða til endurmats á stöðu okkar i bandalaginu. Enn- fremur verði alvarlega athugað með lokun herstöðvarinnar og a.m.k. stórlega dregið úr öllu samstarfi við NATO. Slðan var samþykkt tillaga um dagheimilismál I Kópa- vogi: Þörf fyrir dagheimili er brýn I Kópavogi. Ógnvekjandi tölur hafa birzt um börn á bið- lista. Aðalfundurinn hvetur full- trúa Framsóknarflokksins I bæjarstjórn Kópavogs til þess að beita áhrifum sinum þannig að leyst verði úr þessum aðkall- andi vanda hið fyrsta. Aðalfundurinn leggur áherzlu á nauðsyn þess fyrir nútimaþjóð- félagið að starfrækt séu nógu mörg dagheimili og leikskólar. Það er m.a. snar þáttur í jafn- rétti kynjanna. Stjórn FUF I Kópavogi 1975: Vilhjálmur Einarsson, Már Pétursson, Jón B. Pálsson, Pétur Einarsson, Auðunn Snorrason, Ragnar Magnússon og Sveinn Jónsson talið frá vinstri. Þriðji heimurinn — þróunarlöndin Á meðan þú lest eina málsgrein i þessari skýrslu fæðast níu börn i þennan heim, en fimm manns deyja. Rúmlega fimmti hver maður getur þó ekki lesið slika málsgrein vegna ólæsi. Mannkynið er að fylla fjórða mill- jaröinn. Ibúatala jarðar er talin 3.860 millj. og er þvi spáð, að árið 2007 muni mannkyninu hafa fjölgað um helming frá þvl sem nú er, en árleg fjölgun yfir heim- inn allan er samkæmt skýrslum Sameinuðu þjóöanna 2,1%. Um næstu aldamót munu 4/5 jarðar- búa búa I löndum þriðja heimsins þ.e. Asiu, Afriku og rómönsku Ameriku, en I dag eru það 2/3 hlutar. Sá þriöjungurer býr i iðn- rikjunum á erfitt með að gera sér grein fyrir þeim vandamálum er þjaka þá 2/3 hluta mannkyns er búa við vannæringu, örbirgð og skort. En hafa veröur I huga mis- skiptingu heimsinsgæða. Taliöer að tlundi hluti Ibúa jarðar ráöi yfir 60% af tekjum jarðarbúa, en hinir niu tíundu hlutarnir veröa að láta sér nægja 40% af tekjun- um. Jafnframt breikkar stöðugt bilið milli lifskjara Ibúanna I iðn- rlkjunum og þróunarlöndunum. En hvað veldur skiptingu heims- ins I ríkar þjóðir og snauðar? Það neyðarástand sem rikir i Asíu, Afriku og rómönsku Ameriku verður ekki skýrt með þvi einu að benda á náttúruham- farir og offjölgun sem aðalorsök hungursneyðar. Vissulega hafa þurrkar i Vestur-Afríku og flóð i Bangla-desh mikil áhrif og valda hungursneyð hjá milljónum manna sem fyrir þessum náttúruham förum verða. En skortur og neyð er þjaka alþýðu þriðja heimsins á sér dýpri rætur, sem skýra má á sögulegan hátt og með skýrskotun til efnahagslegra og pólitiskra valdahlutfalla i heiminum. 1 sögulegu tilliti verð- ur þyngst á metunum að rifja upp þær afleiðingar iðnbyltingarinnar að þjóðir Evrópu og Norð- ur-Amerlku fóru að sækjast eftir hráefnum ogmörkuðum er hafði i för með sér þá nýlendustefnu er upp úr 1870 leiddi til skiptingar heilla heimsálfa milli auðugra og Framhald á 14. siðu. I „viðmiðunarútreikningi" samkvæmt heimsimyndinni er ekki gert ráð fyrii neinni meiri háttar breytingu á þeim efnislegu, fjárhagslegu eða fólags- legu tengslum, sem ráðið hafa þróun heimskerfisins hingað til. Állar breyti- stærðir, sem hér eru sýndar, eru í samræmi við staðreyndir sögunnar á tímabilinu 1900-1970. Matvæli, iðnaðarframleiðsla og fólksfjöldi fara veldisvaxandi, þangað til hraðminnkandi auðlindaforði knýr fram hægari iðnvöxt. Vegna eðlislægra tafa í kerfinu halda bæði fólksfjöldi og mengun áfram að vaxa um nokkurt skeið, eftir að iðnvæðing nær hámarki. Fólki hættir að lokum að fjölga, vegna þess að dánartala hækkar, þegar fæðu- öflun dregst saman og heilbrigðisþjónustu hnignar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.