Tíminn - 10.12.1975, Qupperneq 8

Tíminn - 10.12.1975, Qupperneq 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 10. desember 1975. Kvenfélag Sauðárkróks gefur stórgjöf Kvenfélag Sauðárkróks færði nýlega sjúkrahúsinu á Sauöárkróki vandaða smásjá að gjöf, en sjúkrahúsið hefur áður fengið veglegar gjafir frá kvenfélaginu. Meðfylgjandi mynd var tekin við þaö tækifæri, en þar sjást stjórnar- konur Kvenfélagsins, frá vinstri er Guðbjörg Bjarman, Asa Helgadótt- ir 0g Ester Jónsdóttir, svo og yfirlæknirinn Ólafur Sveinsson og for- maður sjúkrahússtjórnar, Jóhann Salberg Guðmundsson (t.h.). IBBil—B iíiií IV Gleði þjónustunnar Ólafur Tryggvason: A jörðu hér. Skuggsjá. begar ræða skal um siðustu bók Ólafs Tryggvasonar, sem nú kemur út eftir að hann er fallinn frá, er eðlilegt að hugur- inn stöðvist við heildarstörf hans. Ólafur Tryggvason var hug- sjónamaður alla ævi. Strax á unga aldri gætti dulrænna hæfi- leika hjá honum. Hann hafði ekki venjulega skyggnigáfu og hann heyrði ekki raddir en hann fékk vitranir sem hann skynjaði eins og við hann væri talað. Stundum þótti honun) sem hann væri látinn skrifa orðsendingar og fyrirmæli með fingri sinum. Þetta þótti honum að visu merkileg reynsla á þeim árum en hvorki lagði hann rækt við þessa gáfu né hugsaði sérstak- lega um hana á þeim árum. Ólafur gerðist bóndi i sveit sinni og byggði sér nýbýli. Á þeim árum var nýbýlastefnan hugsjónastefna. Ræktun lýðs og lands var kjörorð hennar. Þá lágu mönnum ekki á tungu orð eins og byggðastefna og jafn- vægi i byggð landsins, en fjölg- un sveitabýla var stefna sprott- in af sama toga. Ólafur nefndi nýbýli sitt Lyngholt, en það nafn hafði mikinn og djúpan róman- tiskan hljóm á þeim árum sem dalakofa Daviðs bar hæst. Ólafur lagði rækt við nýbýli sitt og bjó með sæmd. En þó að hann ynni þar ósvikið manns- verk og bú hans blómgaðist fann hann þar ekki þá fullnægingu sem hann þráði og leitaði. LOÐAUTHLUTUN i. Reykjavikurborg mun á næsta ári, 1976, úthluta lóðum fyrir iðnað og þjónustustarfsemi við Vesturlandsvegi (Borgarmýri), Súðavog, milli Kleppsmýrarvegar og Holtavegar, og Vatnagarða. Áætlað er að hluti lóðanna við Vesturlandsveg verði byggingarhæfur á hausti komanda, en lóðir við Súðavog á árinu 1977/1978. Greiða skal 1/3 hluta áætlaðs gatnagerðargjalds við úthlutun, en eftir- stöðvar á 2 árum. Gatnagerðargjald miðast við 650-750 kr/rúmm. II. Reykjavikurborg mun ennfremur úthluta lóðum til ibúðabygginga aðallega á eftirgreindum stöðum: a. Fjölbýlishús i 1. áfanga Eiðsgrandahverfis. b. Fjölbýlishús i Breiðholti III, Hólahverfi 3. áfangi c. Fjölbýlishús við Hólmgarð. d. Einbýlishús i Breiðholti II, Stokkaselshverfi. e. Einbýlishús i Breiðholti III, Hólahverfi 2. áfangi. Helming gatnagerðargjalds skal greiða innan mánaðar frá úthlutun, en eftirstöðvar áður en byggingarleyfi er gefið út. Gatnagerðargjald er sem hér segir: Einbýlishús fyrir fyrstu 550 rúmm. rými umfram 550 rúmm. Rað- og tvibýlishús Fjölbýlishús 4 hæðir og minna Fjölbýlishús yfir 4 hæðir kr. kr. kr. kr. kr. 1.434/rúmm. 1.972/rúmm. 717/rúmm. 358/rúmm. 268/rúmm. Umsóknir og allar nánari upplýsingar um lóðir til ráðstöfunar svo og úthlutunarskilmála verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð. Umsóknarfrestur er til og með þriðjudeginum 30. desember n.k. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Borgarstjórinn i Reykjavik. Mannfélagsmálin sóttu á hug hans. Stundum brann honum stjórnmálaáhugi i brjósti en þar eiga ekki allir samleið. Hann yfirgaf nýbýli sitt og æskustöðv- ar og fór að búa i annarri sveit. En sá búskapur fullnægði hon- um ekki heldur. En svo fann Ólafur Tryggva- son köllun sina. A fimmtugs- aldri hverfur hann frá búskap og uppfrá þvi urðu andlegu mál- in viðfangsefni hans. Þá var hann sannfærður um það, að hann væri til þess kallaður að vera miðill æðra máttar og kær- leika til að hjálpa mönnum til farsældar og heilbrigði. Margir urðu vottar þess að á þvi sviði væri hann máttugur i orði og verki. Hann ávann sér nafnið huglæknir, sæmdarheitir likn- andi leiðtoga. En jafnframt þvi sem hann vann umfangsmikið sálgæzlustarf stundaði hann rit- störf til að gera mönnum ljós þau meginsannindi sem ein- kenndu lifsviðhorf hans á efri árum. Og nú er siðasta bók hans komin út og nefnist A jörðu hér. Hér eru samankomnar nokkr-. ar ritgerðir og erindi ólafs auk þess að þarna er viðtal sem Baldvin Þ. Kristjánsson átti eitt sinn við hann. Það samtal birt- ist þá i Lesbók Morgunblaðsins. Þar gerir Ólafur grein fyrir lifs- skoðun sinni og þjónustustarfi svo glöggt og vel, að vist er eðli- legt að það sé haft með i þessari bók. Þarna er ritgerð um Njálu- draum Hermanns Jónassonar sem kenndur var við Þingeyrar. Sömuleiðis eru þarna ritdómar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, bækur þær, sem skrifaðar eru eftir dálestrum Guðrúnar Sigurðardóttur. Ólafur tekur fullt mark á draumi Hermanns og efar ekki að þar hafi Ketill i Mörk sjálfur verið að verki. A sama hátt virðist mér að hann treysti sögu Ragnheiðar. Og hann hefur orð um það að eðli- legt sé að framliðnum mönnum sé annt um það að rétt sé farið með sögu þeirra. Njáludraumur Hermanns mun vera talsvert óaðgengilegri sem sagnfræði fyrir augum fræðimanna nú en þegar hann var dreymdur. Ég hef ekki trú á þvi að sagan um Ragnheiði sé fyllilega rétt sagnfræðilega þó að ég efi ekki heiðarleika og ráðvendni i sambandi við miðilsfundina og meðferð þess, er þar kom fram. Það má færa sterk rök að þvi að sú saga sé sögðundir áhrifum frá Skálholti Kambans hvernig sem þeim áhrifum er háttað. Ólafur Tryggvason ræðir um hana sem bókmenntir og sögu sérstaklega i og með. Og það finnst mér ömurlegt ef að fólki, sem var hér á jörðu fyrir mörgum öldum finnst höfuðmáli skipta hverju við trúum um það. Það mætti æra óstöðugan að standa i þvi að leiðrétta fornar missagnir og sleggjudóma. Annað mál væri það að segja okkur góðar sögur, ,sem við gætum eitthvað af lært. Þetta er aukaatriði þegar ræða skal um bók ólafs Tryggvasonar. Ég sé ekki i fljótu bragði að þessi bók birti nýjar hliðar á lifstrú hans. Hann var áður búinn að gera grein fyrir trú sinni á guðlegan kær- leika og leiðir til að þjóna hon- um og láta hann verða til blessunar i lifi sinu og annarra. Og þessi bók er um þau hagnýtu fræði. Honum voru þau raunvis- indi. Ólafur Tryggvason stendur framarlega i röðum þeirra manna sem fengust við andleg mál á Islandi siðustu áratugi. Þar á hann ekki marga sina lika og engan sinn jafna. Svo sér- stakur var hann. Og bækur hans munu jafnan þykja merkilegt viðfangsefni þeim sem fást við dulræn mál. Þær eru á sinn hátt sambærilegar við rit Hermanns Jónassonar. Meðal þeirra einkunnarorða sem Ólafur Tryggvason valdi til að standa á veggjum i nýbýli sinu voru þessar hendingar úr Hávamálum: Ár skal risa sá er á yrkjendur fáa. Þau orð spegluðu kapp hans og áhuga. Kappið og áhuginn fylgdu honum enn eftir að hann fann köllun sina og helgaði sig liknarmálunum i orði og verki. Þess er svo rétt að geta að prófarkalestur á þessari bók virðist hafa verið vandaður. H.Kr. Palli og Tryggur Palli og Tryggur nefnist ný barnabók, eftir E. Henningsen, sem nú er komin út hjá tsafold i þýðingu Arnar Snorrasonar. — Sagan gerist á Jótlandi á siðari hluta siðustu aldar. Þá voru engir bilar, egar járnbrautir og alls engar flugvélar til. Saga þessi er hvorki drengja- né telpusaga, heldur hvort tveggja. Reyndar er maunaðarleysinginn Palli aðal- söguhetjan, en tvær indælar telp- ur koma þarna við sögu, og auk ný spennandi barnabók þess harðlyndur afi, hjartagóður gestgjafi, óþokki nokkur i manns- mynd og skilningsrikur prestur. öllu þessu fólki kynnast lesendur i sögunni, og þá ekki siður dýrun- um, þ.á.m. hundinum Trygg, sem er önnur aðalsöguhetja bókarinn- ar. Þýðandi bókarinnar er Orn Snorrason kennari, sem hefur löng og góð kynni af börnum, seg- ir óhikað: Þetta er góð og spenn- andi barnabók. Átjón söngvar — nýútkomnir eftir Kristin Reyr Nýútkomin er nótnabók, eftir Kristin Reyr, sem nefnist Átján söngvar. Carl Billich bjó til prentunar, en höfundur hannaði umbrot og kápu. Bókin er útgefin af bókaútgáfunni Letur. Kristinn Reyr

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.