Tíminn - 10.12.1975, Page 9

Tíminn - 10.12.1975, Page 9
Miðvikudagur 10. desember 1975. TÍMINN 9 Þrautseigja einstaklingsins í hamslausum átökum tímans Erlingur Davíðsson. Konan frá Vínarborg. Bókaútgáfan Skjaldborg, Akureyri. Maria Jiittner er austurrisk kona, sem var um skeið fyrir nokkrum árum kennari við Tón- listarskólann á Akureyri. Hún undi sér hér vel og var mikilsmet- inn kennari. En heimþráin dró hana aftur til ættarslóða hennar i Vinarborg. Upphaflega leitaði hún hingað sér til heilsubótarinýju og hreinu loftslagi vegna ofnæmissjúk- dóms, og henni varð að von sinni, þvi að sjúkdómurinn hvarf. Hér- lendis mun hún hvarvetna hafa verið aufúsugestur, merkileg kona, f jölreynd og vel mennt. Hún er fiðluleikari og hefir kennara- próf i forn- og miðaldaþýzku. Hún er- viðförull ferðamaður og nátt- úruskoðari. Erlingur Daviðsson hefur skráð sögu þessarar konu eftir munnlegri frásögn hennar og dagbókum. Og veruleikinn reynist hér sem oftar skáldskap sögulegri. Maria Jöttner hefur ratað i miklar raunir um dagana og farið meö sigur af hólmi eftir þeim skilningi, sem vér hljótum að leggja i mannlega viðleitni. Þess vegna horfir hún með umburðar- lyndi og gamansemi til baka á þá tvisýnu baráttu, sem hún varð oft að heyja sem einstaklingur i þeim stórviðrum.sem gengið hafa yfir hið forna keisaraveldi, þar sem hún fæddist, og kvistaðist á hennar dögum i mörg þjóðlönd, þó að kjarni þess sé enn við lýöi kringum Vinarborg, og það sé enn á vissan hátt stórveldi i ljóma þeirrar borgar. Þó að frú Júttner sé enn ekki nema rúmlega miðaldra kona i nútimaskilningi, hefur hún lifað og þolað tvær heimsstyrjaldir, harðstjórn Hitl- ers, grimmilega hersetu eftir sið- ara strið, auk annarra hörmunga, sem gengu yfir land hennar á þessum tlma. Fyrsti kapituli bók- arinnar hefst þannig: „Faðir minn, Leopold, ólst upp á hrakn- ingi og varð snemma að yinna fyrir sér. Móðir hans, hún amma min, varð barnung herfang rúss- neskra hermanna og eignaðist son, sem enginn vissi um föður að. En þessi drengur lagði land undir fót, fjórtán ára gamall, gekk yfir Slésiu, þvert yfir Ung- verjaland, vesturhluta Tékkóslóvakiu og alla leið til Vin- arborgar I atvinnuleit......” í einum svip bregður hér ljósi á merkingu og einkenni bókarinn- ar: þrautseigju einstaklingsins i þeim hamslausu átökum timans, sem kasta honum til og frá, en fá ekki bugað hann, hreinskilni og æðruleysi sögukonunnar, grein- argóðan stil höfundar. Að visu fer þvi farri, að allir kaflar bók arinnar fjalli um strið og af- leiöingar þess. Konan frá Vinarborg er saga um gleði jafnt sem raunireinnar konu, um per- sónulega atburði i lifi hennar. Andrúmsloft Vinarborgar leikur um frásögnina, og þrátt fyrir alvöruna er það léttlyndi, sem þykir einkenna Vinarbúann, sjaldan langt undan. Erlingur Daviðsson hefir gerzt mikilvirkur rithöfundur. Hann hefur, þegar þetta er ritað, sent frá sér sex bækur, allt verk, sem byggð eru á viðtölum og kynningu við margs konar fólk. Hann er ágætur höfundur, skýr, gagn- orður og afdráttarlaus, með rika tilfinningu bæði fyrir sérkennum fólks og lifsbaráttu. Kristján Karlsson Réttarvernd samtök um réttarstöðu einstaklinga. Stofnfundur samtakanna verður haldinn I kvöid, miðviku- dag 10. desember, að Hótel Esju og hefst kl. 20,30. Frummælendur verða séra Sigurður Haukur Guðjónsson og Thor Vilhjálmsson, rithöfundur. Allir velkomnir. Undirbúningsnefndin. WolFI . sapphne'76 1/2" heimilisborvélin ÞDRr SÍMI S15aa ÁRMÚLA'i1 TVÖFÖLD EINANGRUN | 420 WATTA AFLMIKILL MOTOR __ 4 SKIPAUTGCRB RIKISINS AA.s. Esja fer frá Reykjavik þriðjudaginn 16. des. vestur um land til Akureyrar. Fimmtudag og föstudag til vestfjarðahafna, Norður- fjarðar, Sigiufjarðar, Ólafs- fjarðar og Akureyrar. Vörumóttaka: fimmtudag og föstudag til Vestfjarðahafna, Norður- fjarðar, Siglufjarðar, Ólafs- fjarðar og Akúreyrar. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Hið vinsæla Framsóknarfélags Reykjavíkur verður í Sigtúni við Suðurlands- braut sunnudaginn 14. desember. Fjöldi glæsilegra vinninga Forðizt biðröð og tryggið yður miða í tíma, forsala aðgöngumiða er ó skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðarórstíg 18 föstudaginn 12. desember fró kl. 9-5 og laugardaginn 13. desember kl. 10-12

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.