Tíminn - 10.12.1975, Síða 10

Tíminn - 10.12.1975, Síða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 10. desember 1975. Sótt hefur verið um kaup á 7 skuttogurum fró Noregi Eðlilegra að innlendar skipa smíðastöðvar sjái um smíðarnar MÓ-Reykjavik. Rlkisstjórninni hafa borizt umsóknir um kaup á sjö skuttogurum frá sex aðilum, og auk þess hefur sjávarútvegs- ráöuneytið orðið vart við áhuga nokkurra aðila I viðbót á skut- togarakaupum. Þetta kom fram á Alþingi i gær, þegar forsætisráð- herra svaraði fyrirspurn frá Ingvari Gislasyni (F) um hvað væri kunnugt um áform útgerðar- fyrirtækja um skuttogarakaup, og hver væri afstaöa rikisstjórn- arinnar til þeirra mála. Eftirtaldir aðilar hafa sótt um kaup á skuttogur- um frá Nor- egi: 1. Vinnslu- stöðin h f., Fiskiðjan hf. og ísfél. hf., Vestm.eyjum 2 nýir. 2. Væntanlegt hlutafélag á Húsavik 1 nýr. 3. Útgerðarfélag Þórshafnar hf. 1 notaður. 4. Fiskiðjan h.f. Keflavik og Miðnes hf., Sandgerði 1 nýr. 5. Ólafur S. Lárusson hf. Kefla- vik 1 nýr. 6. Bragi hf., Borgarklettur hf., og Hraðfr.hús Breiðdælinga hf. Breiðdalsvik 1 nýr. Auk þessa hefur sjávarútvegs- ráðuneytið orðið vart við áhuga aðila á Vopnafirði, Hólmavik, Ólafsfirði og Tálknafirði á skut- togarakaupum. Þá kom fram I svari ráðherra, að afstaða rikisstjórnarinnar til fiskiskipakaupa erlendis frá væri mörkuð með samþykkt hennar frá 25. nóv., en þar segir: 1. Rikisábyrgðir verði ekki veittar i sambandi við kaup og innflutning á fiskiskipum. Þessa reglu yrði að endur- skoða þegar ástæða þykir til. 2. Að fylgt verði reglum lána- nefndar um innflutning fiski- skipa, enda verði reglum nefndarinnar breytt á þann veg, að ekki verði leyföar er- lendar lántökur vegna kaupa á fiskiskipum, umfram lán Fisk- veiðasjóðs. Umsóknum til langlánanefndar skulu fylgja: a. Umsögn viðskiptabanka viö- komandi um fjárhagsstöðu hans og með hvaða hætti kaup- in yrðu fjármögnuð. b. Staðfesting stjórnar Fisk- veiðasjóðs íslands um að sjóð- urinn muni veita stofnlán til viðkomandi skipakaupa, og með hvaða hætti. c. Yfirlýsingar annarra þjóða um lánveitingar til viðkomandi skipakaupa, ef um slikt er að ræða. Þá vakti forsætisráöherra athygli á þvi, að hér hefði aðeins verið fjallað um innflutning fiski- skipa, en varðandi smiöi fiski- skipa innanlands gegndi öðru máli. Innlendar skipasmiða- stöðvar hafa á undanförnum ár- um verið byggðar upp, og veröur að teljast eðlilegt, að það veröi fyrst og fremst þeirra hlutverk að halda viö fiskiskipaflotánum, en eins og kunnugt er eyðileggjast árlega allmörg fiskiskip, sum farast og enn önnur eru flutt úr landi. Er hér um verulegt hags- munamál landsbyggðarinnar að ræða og þeirra, sem atvinnu hafa af innlendum skipasmiðum og viðgerðum. Ennfremur má vekja athygli á þeirri nauðsyn, að innlendu skipasmiðastöðvarnar kanni möguleika á sölu nýbygginga til erlendra kaupenda, þegar innan- landsmarkaðurinn er mettaður. Ingvar Gislason (F) þakkaði svör ráðherra og kvað mikil- vægt, að þess- ar upplýsing- ar lægju fyrir. Vakti hann at- hygli á þvi, að nú væru 64 eða 65 skip i islenzka togaraflotanum, og einnig væri búið að semja um smiði nokkurra til viðbótar, svo að togaraflotinn yrði um 80 skip. Ef allar umsóknir væru teknar til greina, gæti fiskiskipaflotinn stækkað mjög verulega, en hins vegar væru margar umsóknirnar mjög eðlilegar og bráðnauðsyn- legar. Væri þvi ekki hægt að gefa neina algilda reglu um, hvernig afgreiða bæri þessar umsóknir, en hverja þeirra yrði að skoða mjög vel. Lúðvik Jósepsson (Ab) kvaðst vera alger- lega andvlgur stefnu rikis- stjórnarinnar, og væri ekki hægt að neita mönnum um að eignast ný og góð skip. Það væri hins vegar i raun gert meö reglum rikis- stjórnarinnar, þar sem mönnum væri meinað að fá rikisábyrgð. Taldi Lúðvik, að þrátt fyrir mikla endurnýjun i fiskiskipaflotanum á liðnum árum, vantaði ennþá mikið á, að nægjanlega mörg skip heföu verið keypt. Geir Ilallgrimsson forsætisráð- herra vakti athygli á þvi, að regl- ur rikisstjórnarinnar bönnuðu ekki skipakaup. Það væri hægt að láta smiða skip innanlands og innflutningur skipa væri ekki bannaður, þótt dregið væri úr rikisábyrgð. Slikt væru eðlileg viðbrögð eftir útkomu skýrslu fiskifræðinga Hafrannsókna- stofnunarinnar. Fyrirspurnum svarað I SVARI fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Helga F. Seljan (Ab) um endurskoðun laga um skipan opinberra framkvæmda kom fram, að ráöherra hefði falið fjárveitinganefnd umrædda end- urskoðun og farið fram á, að nefndin hefði samráð við samtök sveitarfélaga, Hagsýslustofnun- ina og fleiri aöila um endurskoð- Jafnframt óskaði hann eftir að endurskoðuninni yrði hraðað, svo hægt væri að leggja fram frum- varp til breytingar á núverandi löggjöf á þessu þingi, ef ástæða reyndist til. I svari forsætisráðherra við fyrirspurn frá Ragnari Arnalds (Ab) um barnalifeyri og meðlög kom fram, að Hagstofan hefði i haust hafið könnun á þessum málum, og væri þar mikið og vandasamt verk, sem ekki yrði lokið fyrr en eftir áramót. Þó væri ekki svo langt að biða eftir niður- stöðum könnunarinnar, að ástæða væri tiláðgera breytingar á þess- um lögum fyrr en könnuninni væri lokið. iÍ ■I ■ ÞINGSALYKTUNARTILLAGA UAA BYGGÐAAAÁL VÆNTANLEG í VETUR SVERRIR Bergmann, fyrsti varaþingmaður Framsóknar- flokksins I Reykjavik, hefur tekiö s cti á Alþingi I fjarveru Einars A gústssonar, sem er erlendis i opinberum erindum. A ÞINGSIÐU Timans I gær var sagt frá þvi, aö Siguröar Guöna- sonar heföi veriö minnzt á Al- þingi. Vegna mistaka birtist röng mynd i blaöinu, og eru viökom- andi beönir velviröingar á þvi. Hér er birt mynd af Siguröi Guönasyni, fyrrverandi alþingis- manni, sem lézt i Reykjavik sl. sunnudag. MÓ-Reykjavik. Stefnt er aö þvi, aö á þessum vetri veröi gengiö frá almennum tillögum I byggöamái- um á vegum milliþinganefndar i byggöamálum, sem kosin var á Alþingi 1973. Nefndin ákvaö I upp- hafi aö skipta starfi sinu I tvo meginflokka. Annars vegar aö at- huga einstaka þætti I byggöamál- um, en hins vegar aö marka al- menna stefnu I þeim. Hefur mikil upplýsingasöfnun fariö fram á vegum nefndarinnar innanlands, og einnig hefur veriö safnaö upp- lýsingum frá Skotlandi, Noregi og Sviþjóö. Þetta kom fram i svari forsætisráöherra viö fyrirspurn frá Jóhannesi Arnasyni (S) um störf nefndarinnar. Sem svar við fyrirspurninni las forsætisráðherra upp bréf frá Steingrimi Hermannssyni, for- manni milliþinganefndarinnar i byggðamálum. I upphafi bréfsins var fjallað um starfsaðferðir nefndarinnar, og kom þar m.a. fram, að nefndin hefði leitaö eftir samstarfi við landshlutasamtökin utan Reykjavikur og Reykjanes- svæðisins. Voru fundir haldnir með þeim öllum sumariö 1973. Einnig var rætt við forstöðumenn Framkvæmdastofnunar, fram- kvæmdastjóra Húsnæöismála- stofnunar rikisins, póst- og sima- málastjóra, vegamálastjóra, o.fl., um sérstök málefni, sem nefndin hafði til athugunar. Þá voru i bréfinu talin upp ein- stök málefni, sem nefndin heföi i upphafi lagt áherzlu á, og hefði forsætisráðherra verið gerð grein fyrir þeim I bréfi dags. 8, nóv. 1973. M.a. var áherzla lögð á eftirtalin mál: 1. Húsnæðismál. Lögð var á- herzla á 6 atriði, sem nefndin taldi mikilvægust til þess að rétta hlut dreifbýlisins I hús- næöismálum. Jafnframt var flutt á vegum nefndarinnar frumvarp til laga um örvunar- lán vegna almennra Ibúða- bygginga i dreifbýli. 2. Landshlutasamtökin. Nefndin lagöi áherzlu á, að rammalög fengjust samþykkt fyrir lands- hlutasamtökin og beitti sér fyrir þvl, að frumvarp þess efn- is var endurflutt á Alþingi. 3. Bygging iönaöarhúsnæöis i dreifbýli. A vegum nefndarinn- ar var flutt frumvarp um það mál. 4. Skipting fjármagns tii lagning- ar þjóövega i kaupstööum og kauptúnum. Nefndin lagði i fyrrnefndu bréfi, og i bréfi dags. 5. desember 1973, til sam- gönguráöherra, áherzlu á, að vegalögum yröi breytt og auk- inn hluti þéttbýlisfjár til fram- kvæmda I dreifbýli, án tillits til ibúafjölda. Var slik breyting tekin inn I frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, sem flutt var af samgönguráðherra og samþykkt á siðasta þingi. 5. Lækkun simakostnaðar I dreif- býli. A vegum nefndarinnar var lögð fram tillaga til þings- ályktunar um lækkun sima- kostnaðar i dreifbýli, og var sú tillaga samþýkkt. 6. Athugun á framfærslukostn- aöi. Ávegum nefndarinnar var . á siðasta þingi flutt tillaga til þingsályktunar um athugun á framfærslukostnaði á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu. Þingsályktun þessi var sam- þykkt. Hagstofu íslands var falið að vinna þetta starf og á- herzla lögð á, að þvl yrði hrað- að. Þvl er þó ekki lokið enn. Nokkrar umræður urðu um máliö, þegar forsætisráðherra hafði svarað fyrirspurninni. Steingrímur Hermannsson (F) sagði, að hér væri um mjög yfir- gripsmikið mál að ræða, og væri ekki auðvelt að móta heildar- stefnu I mál- inu. Milliþinganefndin hefði þó • fullan hug á að ljúka störfum sem fyrst og vænti þess að geta lagt fram tillögu til þingsályktunar I byggöamálum I vetur. Helgi F. Seijan (Ab) taldi, aö deyfð hefði færzt yfir störf nefndar- innar fyrst eftir að núver- andi stjórn komst til valda, og hefði hann og Karvel Pálmason, sem báöir eiga sæti I nefndinni, þvi hugsað til þess að hætta störfum I henni en ef störf nefndarinnar færu nú að aukast, myndu þeir trúlega endurskoða afstöðu sina. Tómas Árnason (F) minnti á, að i stjórnarsátt- mála núver- andi stjórnar væri ákvæði um að 2% af útgjöldum á fjárlagafrum- varpi rynnu til byggöasjóðs. Þess vegna næmu framlög til byggðasjóðs 1975 og 1976 um tveimur milljörðum króna I stað 400 milljóna, ef á- kvæði stjórnarsáttmálans hefði ekki komið til. U'ILEGA afhenti kvenfélagið Einingin á Skagaströnd hreppsnefnd i ö öahrepps gjafir til attnota i ILæknisbústaöinum á Skagaströnd. I éi er um aö ræöa hjartalinurit og súrefnistæki, sem koma I góöar jarfir.Myndin er tekin viö afhendinguna, og eru á henni, taliö frá v n;tri: Sigursteinn Guömundsson héraöslæknir, Hulda Árnadóttir h úl.runarkona, Guörún Teitsdóttir, form. sjúkrahússjóös, og B ;r lódus ólafsson oddviti.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.