Tíminn - 10.12.1975, Síða 11

Tíminn - 10.12.1975, Síða 11
Miðvikudagur 10. desember 1975. TiMINN n tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty,- simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 2650() — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasjmi 19523. Verð J lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. ---'í' BlaðaprentB’.ff Landhelgismálið og varnarmálin Af hálfu Islendinga er nú að hefjast gagnsókn á erlendum vettvangi vegna innrásar brezka flotans i fiskveiðilögsögu Islands. I upphafi mun verða fylgt svipuðum starfsaðferðum og i tið vinstri stjórnar- innar i þorskastriðinu þá. Þannig mun öryggisráð- inu verða tilkynnt, að brezki flotinn reyni að verja veiðiþjófnað innan fiskveiðilögsögunnar, og áskilji íslendingar sér allan rétt til að kæra þetta athæfi fyrir ráðinu siðar. Þá mun Atlantshafsbandalaginu verða skýrt frá innrásinni á svipaðan hátt og i þorskastriðinu 1973 og reynt að gera þvi ljóst hvaða afleiðingar hún geti haft. Þá er i undirbúningi að herða áróðurssóknina út á við. Þennan og allan ann- an undirbúning verður að miða við það, að þorska- striðið geti orðið bæði hart og langt. Talsvert hefur verið um það rætt, hvort rétt væri að blanda saman landhelgismálinu og varnarmál- inu, og tilkynna t.d. úrsögn okkar úr Atlantshafs- bandalaginu og krefjast brottfarar hersins, ef Bret- ar hætta ekki innrásinni. Þetta kann ýmsum að þykja freistandi, en þess ber að gæta, að sliku gæti fylgt siðferðileg skuldbinding, sem gæti bundið hendur okkar siðar. Ef t.d. Bretar létu undan, vær- um við búnir að skuldbinda okkur meira en ella til að vera áfram i Nato og leyfa hersetuna. Létu Bret- ar sér hins vegar ekki segjast, yrði að tefla taflið á enda, fara úr Nató og láta herinn fara. Þegar báðar þessar hliðar eru athugaðar, kemur það ótvirætt i ljós, að hyggilegt er að fylgja þeirri stefnu áfram, að blanda ekki saman efnahagsmál- um og varnarmálunum. I þvi efni er viðeigandi að rifja upp eftirfarandi ummæli Eysteins Jónssonar i útvarpsræðu hans 1. desember sl.: ,,Miklu tel ég skipta, að sú stefna hefur orðið ráð- andi, með litlum frávikum, að halda herlifi sér og þjóðlifi i landinu sér. Rétt er að minnast þess rækilega nú, að sú stefna hefur einnig verið rikjandi, að takmarka umsvif varnarliðsins og þar með fjárhagsleg áhrif þess i þjóðarbúinu. Ég tel það mikinn þátt i varðveizlu sjálfstæðis, að þessari stefnu hefur verið fylgt, og ég vona, að aldrei komi til á íslandi, að sú stefna verði upp tekin að gera dvöl erlends varnarliðs eða her- stöðvar að féþúfu eða sérstakri tekjulind fyrir land- ið. Þjóðin má aldrei verða fjárhagslega háð dvöl er- lends varnarliðs i landinu. Sérstök ástæða er til að minnast þess nú, hve mikils virði það er þjóðinni i þeim stórfelldu átökum, sem nú standa yfir um lifs- hagsmuni hennar og framtið i landinu, að tsland er ekki fjötrað með þvi, að vera fjárhagslega háð dvöl erlends varnarliðs i landinu eða þátttöku sinni i At- lantshafsbandalaginu. ’ ’ Þetta er rétt stefna og henni hafa íslendingar lika i stórum dráttum fylgt hingað til. Varnarmálunum annars vegar og landhelgis- og efnahagsmálunum hins vegar á ekki að blanda saman. Hitt er hins veg- ar staðreynd, sem vert er að gera sér ljósa, að svo mjög gætu Bretar og Efnahagsbandalagið þrengt að okkur, að hér skapaðist það almenningsálit, að Islendingar ættu ekki heima i Nato eða varnarsam- starfi með vestrænum rikjum. Raunverulega eru Bretar og Efnahagsbandalagið nú að stuðla kapp- samlega að þvi, að mynda slikt almenningsálit á Is- landi. Þ.Þ. Spartak Beglov, APN: AAikilvæg heimsókn Leone Ítalíu-forseta Sambúð Sovétríkjanna og Ítalíu batnandi RÚSSAR hafa á þessu hausti tekið á móti þremur forsetum Vestur-E vrópu- rikja, eða Frakklands, Vest- ur-Þýzkalands og ttaliu. Síðastur I röðinni var forseti ttaliu, Giovanni Leone. t eftirfarandi grein fjallar fréttaskýrandi APN um heimsókn hans. Athyglisvert er, að á sama tima og Kin- verjar reyna að koma af stað tortryggni og viðsjám milli Sovétrik janna og Vest- ur-Evrópu, keppast Rússar við að sýna fram á, að sambúð þessara aðila fari batnandi. HEIMSÓKN ítaliuforseta til Sovétrikjanna og árangur við- ræðnanna i Moskvu meðan á heimsókninni stóð hafa leitt i ljós, að löndin tvö hafa verið trú fyrri ákvörðunum um að hefja samskipti sin upp á nýtt stig. Þetta er i rökréttu fram- haldi af þróun sambúðar þeirra undanfarin ár, og i anda lokaályktunar Evrópu- ráðstefnunnar um öryggis- og samstarfsmál, eins og Leonid Brézjnéf, aðalritari Kommúnistaflokks Sovétrikj- anna og Giovanni Leone for- seti lögðu áherzlu á á Kreml- fundinum. Meðan á heimsókn italska forsetans stóð voru haldnir fundir og fram fóru skoðana- skipti og samningaviðræður á ýmsum stigum, sem báru þann árangur, að utanrikis- ráðherrar landanna tveggja undirrituðu sovézk-italska yfirlýsingu, samning um efna- hagssamvinnu á árunum 1975-1979 og samning um að binda endi á tvisköttun I sambandi við vöruflutninga með skipum. 1 sovézk-itölsku yfirlýsing- unni er lögð áherzla á mikil- vægi árangurs Evrópuráð- stefnunnar, að þvi er varðar að setja markmið, sem hefur viðtækt sögulegt gildi fyrir alla þátttakendur f ráðstefn- unni, og gera áætlanir um leiðir til að ná þessu marki. Það er mikilsvert, að þriðja heimsókn vestur-evrópsks forseta til Sovétrikjanna eftir Hels inkifundinn (Valery Giscard d’Estaing, Frakk- landsforseti, og WalterScheel, forseti V-Þýzkalands, hafa ný- verið heimsótt Sovétrikin), skuli leiða i ljós sömu túlkun á meginniðurstöðum Evrópu- ráðstefnunnar um öryggis- og samstarfsmál sem langtima aðgerðaáætlun. BAÐIR AÐILAR hafa i hyggju að nota pólitfska sam- vinnu sina, studda af þeirri ákvörðun að halda áfram reglulegum viðræðum á ýms- um stigum, til þess að þoka friðarþróuninni áleiðis, gæða hana efnislegu innihaldi og leysa vandamál, sem efling friðar og öryggis þjóðanna er komin undir. Hið spennta ástand i heimshluta i nágrenni beggja þjóðanna — við aust- anvert Miðjarðarhaf og i lönd- unum fyrir botni þess — minnir stöðugt á erfiðleikana, sem við er að glima og torfær- urnar á þessari leið. Askorun Moskvustjórn arinnar, á stjórnina í Washingíon nýver- ið um að hefja Genfarráð- stefnuna að nýju, sýnir stað- fastan vilja Sovétrikjanna til að koma á réttlátum og frið- samlegum samningum. Þaö orðalag sameiginlegu yfir- lýsingarinnar undirstrikar samræmið i skoðunum Sovét- Leone rikjanna og Italiu á vanda- málum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs, að réttlátum og varanlegum friði megi koma á i þessum heimshluta, ef israelskar hersveitir verði algerlega kallaðar heim frá öllum löndum, sem þær hernámu árið 1967, og viður- kenndur sé lögmætur réttur Palestinuaraba, m.a. tii að mynda eigið riki, og traust al- þjóðleg trygging verði sett fyrir varðveizlu sjálfstæðrar tilveru og viðgangs allra rikja á þessu svæði. Báðir aðilar hafa með réttu áhyggjur af spennunni á Kýp- ur. Með þvi að lýsa sig fylgj- andi sjálfstæði og einingu Kýpur, að erlendar hersveitir verði kvaddar heim frá eynni og að hin tvö samfélög — hið griska og hið tyrkneska — leysi sjálf innri vandamál rikis sins, sýna Sovétrikin og Italia hollustu sina við viðeig- andi samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Það er táknrænt, að sama dag og sovésk-italska yfirlýsingin var undirrituð, samþykkti Allsherjarþing SÞ ályktun, þar sem krafizt er heimkvaðningar allra er- lendra herja frá Kýpur og að framkvæmd verði fyrri álykt- un þessara alþjóðasamtaka. HINDRUN kreppuástands og friðsamleg lausn deilumála eru mikilvægustu skilyrði fyrir áframhaldandi friðar- þróun, einn helzti mælikvarði þess, hversu einstök riki eru reiðubúin til að fara eftir meginreglum friðsamlegrar sambúðar og þeim ákvæðum um samskipti rikja innan Evrópu, sem samkomulag varð um í Helsinki. í þessu sambandi er skiljanleg ánægja stjórnarinnar i Moskvu yfir undirritun samnings milli ttaliu og Júgöslaviu um endanlegt samkomulag um landamæra- deilur á Triestsvæðinu. Frekari lausn þeirravanda mála, sem eru flóknust og brýnust, krefst góðvilja og raunsæis. Eins og bent er á i Podgomi sovézk-itölsku yfirlýsingunni, þá er það afar mikilvægt fyrir Evrópu, að dregið verði Ur hernaðarlegu andspæni og pólitisk spennuslökun treyst með hemaðarlegri spennu- slökun. Báðir aðilar létu i ljósi áhuga sinn á góðum árangri Vinarviðræðnanna um fækkun i herjum og minnkun vopna- búnaðar i Mið-Evrópu, og töldu nauðsynlegt að minna á mikilvægi þess að gæta þeirr- ar reglu að skerða ekki öryggi neins aðila. Gagnkvæmur áhugi Sovétrikjanna og ttaliu á þróun afvopnunar var undirstrikaður af samdóma aliti þeirra á nauðsyn þess að efla áhrif og fjölga aðilum að samingnum um bann við ut- breiðslu kjaravopna og ein- huga skoðunum varðandi alls- herjar bann við kjarnavopna- tilraunum, svo og bann við smiði og framleiðslu nýrra gerða gereyðingarvopna, eins og miðað er að i sovézku tillögunni, sem nýverið var lögð fram hjá Sameinuðu þjóðunum. i einni af ræðum sinum i Kreml minnti G. Leone á, að árið 1967 hefðu verið gerðir fyrstu mikilvægu sovézk-itölsku samningarnir á ýmsum sviðum,' m.a. sviði efnahagsmála. ttalia getur þvi með réttu litið á sig sem brautryðjanda á sviði efna- hagssamvinnu milli austurs og vesturs. Þáttur Italiu birt- ist i þeirri staðreynd, að ttalia er þriðja i röðinni af viðskipta- löndum Sovétrikjanna i Vest- ur-Evrópu. NKOLAI PODGORNt for- seti Sovétrikjanna, benti á, að það væri rétt mat á gildi efna- hags-, visinda- og tækni- tengsla að lýsa þeim sem „drifhjóli” i samskiptum Sovétrikjanna og ttaliu. Þeir samningar sem undirritaðir hafa verið á undanförnum ár- um skipuleggja þróun þessa samstarfs heilan áratug fram i timann. Viðfangsefni og um- fang samskiptanna á árunum 1975-1979 eru ákvörðuð I samn- ingi sem undirritaður var i Kreml meðan stóð á heimsókn G. Leone til Sovétrikjanna. I fullu samræmi við anda Helsinkisa mkomulagsins heita báðir aðilar þvi, að leggja sig fram um að færa út svið verzlunar og viðskipta svo og efnahags-, visinda- og tæknitengsla, og hvetja til raunhæfrar framkvæmdar viökomandi samninga, m.a. langtimasamninga og samninga um stór verkefni. Sérhver sovétborgari metur að verðleikum árangur sliks samstarfs. Þar nægirað renna augum þær þúsundir Zhiguli- bila, sem þjóta um sovézka vegi, bila, sem komið hafa af færiböndum bifreiðaverk- smiðjunnar i Togliatti við Volgu, sem reist var i sam- vinnu við ttaliu. Jafnframt skiljum við og deilum ánægju með itölsku verkafólki, sem bindur vonir sfnar um, að jafnvægi komist á i atvinnu- málum, við sovézk-italska efnahagssamvinnu, þvi að viðskipti við land með skipu- lagðan áætlunarbúskap byggðan á traustum grunni, eru örugg viðskipti. Keppa íier að þvi, að sam- skipti landanna á öllum svið- um verði árangursrik og traust, þvi að það þjónar brýn- um hagsmunum beggja þjóð- anna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.