Tíminn - 10.12.1975, Side 13

Tíminn - 10.12.1975, Side 13
12 TÍMINN Miðvikudagur 10. desember 1975. Miðvikudagur 10. desember 1975. TÍMINN 13 6. tónleikum Sinfóníuhljóm sveitar íslands 6. tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar tslands voru haldnir 1 Háskólabiói 4. desember. Stjómandi var Vladimir Ashke- nazy, einleikari á pianó Radu Lupu. Efnisskrá: Egmont, for- leikur op. 84 eftir Beethoven, Pianókonsert i G-dúr nr. 4op. 58 eftir Beethoven, og 1. sinfónia Brahms i c-moll, op. 68. Beethoven skrifaði forleikinn fyrir leikrit Goethes „Egmont”, sem frumsýnt var árið 1788. Tónlistin var hins vegar ekki samin fyrr en 1810, og sendi Beethoven Goethe hana i bréfi. Leikritið fjallar um eina af frelsishetjum Hollendinga, her- togann af Egmont, og viðskipti hans við hertogann af Alva, Ut- sendara Filipusar II Spánar- konungs. Einna fremstir i þess- ari báráttu voru hertogarnir Horn og Egmont, ásamt Vil- hjálmi prinsi af Óraniu. Alva tókst að ná hinum tveim fyrr- nefndu á sitt vald með brögðum, og lét taka þá af árið 1568. Hófst svo margfrægt frelsisstrið Hol- lendinga gegn spænsku krún- unni undir forystu Vilhjálms af Óraniu. Yfir forleik Beethovens er þvi andi hetjuskapar og frels- isbaráttu, sem lýkur með sigri hins góða. Ashkenazy stjórnaði þessu frábæra verki með Furt- wangleriskum þunga, og hljóm- sveitin lék fagurlega. Viðskipti þeirra Beethovens og Goethes eru annars svo merkileg, að Romain Rolland hefur gert um þau stóra bók, Goethe og Beethoven. Tónskáld ið var mikill aðdáandi skálds- ins, þótt sentimentalítet hins siðarnefnda væri slikt, að færi hann á tónleika, var hann studd- ur Ut i táraflóði eftir fyrsta takt- inn. Slikan tilfinningaflaum átti Beethoven erfitt með að fyrir- gefa, ekki sizt svo „stórum anda” sem hann taldi Goethe vera. Annars hittust þeir aðeins einu sinni, i Teplitz árið 1812. Frá þeim fundi eru til ýmsar sögur, sem sumarkunna að lýsa þessum óliku andans jöfrum vel: Þeir spásséruðu oft saman um götur Teplitz, og hvar sem þeir fóru vék fólk fyrirþeim með virðingu og hyllti þá. Goethe lét sem sér gremdust þessar si- felldu truflanir: „En hvað þetta er þreytandi! Ég fæ aldrei frið fyrir svona löguðu!” Beethoven svaraði brosandi: „Látið þetta ekki á yður fá. Hver veit nema þessi virðing sé mér ætluð!”. Oðru sinni varð keisaraynjan á vegi þeirra ásamt friðu föru- neyti. Beethoven mælti: „Göng- um áfram saman. Þau eiga að vikja fyrir okkur, en við ekki fyrir þeim”. En Goethe var ann arrar skoðunar. Beethoven strunzaði gegnum fylkinguna, sem vék fyrir honum með virð- ingu, meðan Goethe stóð við vegarbrúnina með hattinn milli handa og hneigði sig djúpt, þeg- ar flokkurinn fór hjá. Enda lét Beethoven þau orð falla, að hirðlifið ætti fullvel við skáldið. I tónleikaskrá er þetta m.a. haft eftir Wilhelm Kempff: „Fyrstu taktar G-dúr konserts- ins hljóma. t öllum pianóbók- menntum er ekkert þessu likt.Hljómsveitin er hljóð, og pianóleikarinn er einnig hljóður á sinn hátt. Upðhafstaktana á ekki að spila, heldur eru þeir sem innri hlustun, forboði þess, sem koma skal. Hér hefur fingrafimin ekkert að segja, þvi sérhver ætlun truflar aðeins hið óljósa, sem er i burðarliðnum. Ellegar þá hægi kaflinn, sem sparar sér nóturnar á kostnað þagnarmerkjanna, sem hrann- ast upp eins og vængjaðar ver- ur, svo að menn halda niðri I sér andanum — Beethovenskar þagnir” (sjá mynd). Einleikarinn, Radu Lupu, er afar áhrifamikill pianisti, enda talinn i hópi hinna albeztu, sem nú eru uppi. Útlit hans gæti minnt hvort sem er á Beethov- en eða RaspUtin. Hann sýnir ó bifanlega ró við hljóðfærið, eins og Beethoven sjálfur gerði, og hreyfingar hans eru svo örugg- ar og afslappaðar, að vel mætti imynda sér, að eftir hvern kon- sert sé hann tekinn i sundur, hlutarnir smurðir þunnri oliu, og settir hver á sinn stað i tösku. Ég hefi þó sannfrétt, að svo sé ekki, og að þessi pianisti sé mennskur maður eins og við hin. Vafalitið hefði 3. eða 5. kon- sertinn hentað betur til að sýna til fulls kra ft pianistans og fimi, en leikur háns á hinum 4. var frábær. Kadensan i 1. þætti, sem af einhverjum ástæðum kom ýmsum á óvart, er að sögn kunnáttumanna sú sem oftast er leikin i þessum konsert. En und- arlegt var það, að Ashkenazy, sem hingað til hefur ævinlega stjórnað og spilað blaðlaust, fletti nú með miklum ákafa gegnum litinn partitúr i þessu eina verki, sem hann þó hlýtur að kunna betur en hvort hinna. Siðast á efnisskránni var 1. sinfónia Brahms, sem stundum er nefnd 10. sinfónfa Beethov- ens, enda mun höfundur hafa gert það með vilja að láta stefið i 4. þætti minna á Kóralinn i 9. sinfóniunni. En hvað um það — þessi sinfónia er bæði fögur og mikilfengleg, og tókst flutn- ingur hennar vel eins og annað á þessum tónleikum. Þvi hefur stundum verið hald- ið fram af ábyrgðarlitlum mönnum, að Ashkenazy ætti ekki að vera að fást við stjórn- un, hann ætti að „halda sig við gitarinn”. En þetta er vitanlega alrangt. Hljómsveitarstjóri er annað og meira en mannlegur taktstokkur, sem sér um að halda hljómsveitinni saman, eins og góður pianóleikari er meira en afreksmaður I fingra- leikfimi, enda koma gæðin fram I öðru en fögrum dansi á stjóm- palli. Ashkenazy hefur farið mikið fram I tækni siðan hann byrjaði að fást við hljómsveit-. arstjórn fyrir nokkrum árum, og vafalaust mun honum fara enn fram. En aðalatriðið er það, að honum tekst betur en flestum öðrum að innblása hljómsveit- ina til þeirra átaka sem þarf til að skapa góða músik. Og ekki verður sagt með sanni að hann dragi af sér sjálfur. Þeir sem til þekkja á báðum stöðum gizkuðu á, að likamleg „afköst” hans á tónleikunum hafi jafngilt allt að 20 minútna leikfimi hjá Valdimar örnólfssyni. Þvi miður missti ég af öllum tónlistarviðburðum vikunnar 24.-29. nóvember, þ.á.m. 5. tón- leikum Sinfóniuhljómsveitar- innar. En nú vill svo illa til, að hin málglaða músikmanneskja sem stundum hefur hlaupið undir bagga þegar þannig hefur staðið á, er ekki viðræðuhæf um tónlist þessa dagana. I hennar samræðum kemstekkert annað en hneykslanleg dagskrá Ut- varpsins 1. desember. Þess vegna verða menn, illu heilli, að láta sér nægja umsagnir gulu pressunnar um téða tónleika. 7/12 Sigurður Steinþórsson. „Gamlir meistarar gefast bezt" — Af fagott, og svo einkennilega vill til, að þessi hljóðfæri virðast með einhverju móti vera mjög „þjóðleg” uppi á íslandi, þótt þau hafi aðeins heyrzt hér i fá- eina áratugi, eftir þvi sem ég bezt veit. Leikbrúðuland notar breyti- lega brúðutækni I uppfærslunni á þessum leikþætti. Ef til vill hentar húsnæðið ekki fyrir strengbrúður, sem gefa stjórnanda mikla möguleika. Jón E. Guðmundsson stjórnaði stundum hesti og bónda i gamla daga. Bóndinn tók i nefið, klappaði klárnum og steig svo á bak. Þetta þótti gott hjá Jóni. Ég minni aðeins á þetta til þess að vekja athygli á, að eflaust skaðar svona húsnæði frekari þróun Leikbrúðulands, ef allar sýningar verða að byggjast á sömu tækninni, eftirleiðis, en nóg um það. Við lifum á öld þrýstihópanna. Menn berjast ekki lengur við drauga og tröll, heldur við verð- bólgu um peninga. Semt sem áður er draumur þessarar þjóðar enn sameigin- legur. A ég þar við þjóðtrú og fornar dyggðir. Ellaust höfum við ekki eins góð tækifæri til þess og forfeður okkar höfðu að koma þjóðsögunni sæmilega til skila við næstu kynslóð Is- lendinga, sem okkur þó ber skylda til, þvi þegar menn sjá ekkert nema grjótið i hamrinum á islanói, þegar rökkrin eru djúp, þá er orðið verra að vera Islendingur en það var. Ég vil þvi hvetja fullorðna til þess að leyfa börnum sinum að heimsækja Leikbrúðuland fyrir jólin. Sýningum á þessum jólaleik- þætti veröur haidið áfram fram að jólum, bæði laugardaga og sunnudaga, 2 sýningar á dag: kl. 3 og 5. Sýningin tekur u.þ.b. klukkustund, og er hægt að panta miða á sýningar i klukku- tima fyrir sýningar i sima 15937. Ýmsir þekktir ieikarar lásu hann inn á band. islenzka text- ann lásu þau Karl Guðmunds- son, Ragnhildur Steindórsdótt- ir, Hólmfriður Pálsdóttir, Rúrik Haraldsson, Margrét Guð- mundsdóttir, Soffia Jakobsdótt- ir, Jón Hjartarson og Jón Júliusson. Guðmundur Guð- mundsson sá um hljóðupptöku. Siguróli Geirsson útsetti þjóð- lögin, sem hann leikur á fagott ásamt Frey Sigurjónssyni, sem leikur á þverflautu. Aðstand- endur Leikbrúðulands eru Bryndis Gunnarsdóttir, Erna Guðmarsdóttir, Hallveig Thor- lacius og Helga Steffensen, og bjuggu þær til brúðurnar og stjórna þeim.” JG Skíðafatnaður Glæsilegt úrval Atomic skíði Fischer skíði Spalding skíði Caber skór Skíðabindingar ALLT TIL SKÍÐAIÐ Og Leikbrúðuland: Jolasveinar einn átta eftir Jón Hjartarson önnur sýning. Leikstjórn höfundar Brúðuleikur Ekki er annað hægt að segja en að leikhúsið hafi verið fjöl- breytilegt i vetur, viö höfum fengið að sjá leik án orða, Fialka flokkinn, svo kom and- stæðan, hið orðmarga verk Tennessee Williams, Sporvagn- inn Girnd, svo ópera, — fyrst sungu saumakonur, svo var það Carmen — og nú sýnir Leik- brúðuland jólaleikþætti á föst- unni undir deyjandi Hákarlasól. leikbrúðulandi Ef upptalningin hér að ofan er skoðuð nánar, má segja, að eitt- hvað sé reynt I leikhúsinu til ný- breytni, það er ekki aðeins reynt að komast af án orða, án þessa og hins, heldur reynir brúöu- leikhúsið að komast af án leik- ara og notar I staðinn brúður og stundum grimur á leiksviðinu. Brúðuleikhús er æfaforn list- grein. Liklega er hún jafngömul brúðunni, og þá liklega mannin- um, þvi engan þjóðflokk þekkja menn svo frumstæðan, að hann hafi ekki gert brúður handa börnum sinum, og þá hefur það verið eðlilegt framhald að láta brúðuna taka eitthvað fyrir, einhverja þætti i hinu daglega, háskalega lifi, sem menn lifðu og lifa. Jafnvel Eskimóar gerðu brúður fyrir þúsundum ára, og það sama gerðu frum- skógaþjóðir og aðrir steinaldar- Sjálft brúðuleikhúsið er orðið mjög gamalt. Brúður voru I leikjum Egypta, i griska leik- húsinu og hinu rómverska, og á miðöldum voru brúðuhelgileik- ir i kristinni kirkju afar vinsæl- ir. Brúðuleikhúsið hafði borizt til Norður-Evrópu og Englands á siðari hluta 17. aldar og hefur haldið þar velli siðan. Brúðuleikhús á sér ekki langa vitaða sögu á islandi, og saga þess er að mestu samofin ævi- verki eins núlifandi manns, Jóns E. Guðmundssonar, kenn- ara, brúðulistamanns og mál- ara, en Jón var stofnandi ís- lenzka brúðuleikhússins.sem er einskonar undanfari Leikbrúöu- lands.að mér hefur verið tjáð. Er til þess gott að vita, að áhugasamt, ungt fólk hefur nú tekið upp þráðinn, eða þræðina, svo að framtið strengbrúðunnar ætti að vera tryggð um nokkurt skeið. Ég sá siöari sýninguna þenn- an dag, ásamt óvitum, þing- mönnum, flugfélagsforstjórum og allskonar fólki, stóru og smáu, og þar rikti sönn gleði og áhugi, og sýnir þetta, að þrátt fyrir tvöfalt gler, hitaveitu og verðbólgumet, þá man þjóðin sitthvað enn úr þjóðsögu og af tröllum og álfum, allir þekktu hana Grýlu og hann Leppalúða, jólasveinana og álfana, og voru vel heima I hlutverkum þeirra i skammdegisdraumi þjóðarinn- ar. Sem sagt höfðum við af þessu ágæta skemmtan — og væntanlega holla og þjóðlega lika. Leikþáttur Jóns Hjartarsonar er liðlega saminn og á rætur sin- ar að rekja i þjóðtrú og kunnar sögur. Tekst Jóni oft vel upp, og þátt- ur hans er viðburðarikur og lag- lega saminn. Helzt verður hon- um á I messunni með Kerta- sniki, sem er dálitið háfleygur hjá Jóni, en það ætti að vera auðvelt að laga. Jón er ekki beinlinis neinn viðvaningur i að setja saman texta, svo þetta er, þannig séð, ekki nein frumsmið, og heimavanur er hann i leik- húsinu, ekki efast maður um það. Leikurinn byrjar á þvi, að ung kona syngur nokkrar visur fyrir börnin, og svo með þeim, og þetta stillir ungu hjörtun saman og setur áhorfendur i gott skap til þess að meðtaka það sem á eftir kemur. Sviðið er bóndabær og útihús á sveitabæ upp til fjalla. Um sjálfan leikinn verð ég að vera fáorðari, þvi ég hef ekki oft komið i brúðuleikhús um dag- ana, og hef þvi ekki samanburð. Texti er fluttur af segulbandi og er mjög vel farið með hann, og brúðurnar eru skemmtilegar og skringilegar, en þó misjafnar. Þetta eru ekki strengbrúður, sem hanga i strengjum, sem stýrt er ofanvið leiksviðið, eins og oft tiðkast, heldur er þeim stjórnað neðanfrá, eða stjórn- andinn vinnur upp fyrir sig með brúðuna. Brúðurnar hafa þvi enga fætur, yfirleitt. Grýla og Leppalúði eru sýnd af lifandi leikendum, en ekki af brúðum. Virðast þau hjónakornin vera með skuggalegra móti á þessum vetri. Mörg bráðfögur atriði voru i leiknum, og vil ég sérstaklega nefna álfadansinn, sem var sér- lega skemmtilega útfærður. Leikið var undir á þverflautu og \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.