Tíminn - 10.12.1975, Qupperneq 14

Tíminn - 10.12.1975, Qupperneq 14
14 TÍMJNN Miðvikudagur 10. desember 1975. N UU Miðvikudagur 10. desember 1975 HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan: slmi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur, simi 11100, Hafnarfjörður, simi 51100. Heilsu verndarstöð Reykja- vikur: Ónæmisaðgerðr fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavikur á mánudögum kl. 16.30-17.30. Vinsamlegast hafið með ónæmisskirteini. Kvöld, nætur og helgidaga- varzla aDóteka i Reykjavik vikuna 5. desember til 11. desember er i Lyfjabúð Breið- holts og apóteki Austurbæjar. Það apótek, sem fyrrer nefnt, annasteitt vörzlu á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. 'Sama apotek annast nætur-' vörzlufrá kl. 22 að kvöldi til kl. 19 að morgni virka daga, en til kl. 10 á sunnudögum, helgi- dögum og almennum fridög- um. Athygli skal vakin á þvi, að vaktavikanhefst á föstudegi og að nú bætist Lyfjabúð Breiðholts inn i kerfið i fyrsta' sinn, sem hefur þau áhrif, aó framvegis verða alltaf, sömu tvöapotekin um hverja vakta- viku i reglulegri röð, sem endurtekur sig alltaf óbreytt. Kópavogs Apótek er opið öll kvöld til kl. 7 nema laugar- daga er opið kl. 9-12 og sunnu- daga er lokað. Hafnarf jörður — Garða- hreppur.Nætur- og helgidaga- varzla upplýsingar, á slökkvi- stööinni, simi 51100. Upplýsingar um lækna-* og lyf jabúðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Reykjavik-Kópavogur. A laugardögum og helgi- dögum eru læknastofur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngudeild Land- spitala, simi 21230. Meimsóknartimar á Landa- kotsspitaia: Mánudaga til föstud. kl. 18.30 til 19.30. Laugard og sunnud. kl. 15 til 16. Barnadeild alla dága frá kl. 15 til 17. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. V— LÖGREGLA OG SLÖKKVILIÐ Reykjavik: Lögreglan simi 11166, slökkviliö og sjúkrabif- reið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabif- reið, simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan,' simi 51166, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið, simr 51100. Vaktmaður hjá Kópavogsbæ. .Bilanasími 41575, simsvari. Rafmagn: 1 Reykjavlk’ og Kópavogi I sima 18230. 1 Háfnarfirði, slmi 51336. Bilanavakt borgarstofnana. Simi 27311. Svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á' helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgar- innarog I öðrum tilfellum sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoö borgarstofnanna. Félagslíf Nemendasamband Löngu- mýrarskóla: Jólafundur verður i Lindarbæ fimmtu- daginn 11. des. kl. 20.30. Fundarefni: Hugvekja, söng- ur, happdrætti og fl. Kvennadeiid Flugbjörgunar- sveitarinnar. Munið jóla- fundinn miðvikudaginn 10. des kl. 20.30. Söngur, upplestur, jólapakkar, selt verður jóla- skraut. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Kvenfélag Breiðhoits. Jóla- fundur verður miðvikudaginn 10. des. kl. 20.301 samkomusal Breiðholtsskóla. Fundarefni: Sýnikennsla á jólaskreyting- um, frá Blóm og ávextir. Karlar og konur velkomin á fundinn. Stjórnin. Kvenféiagið Seltjörn minnir á jólafund i félgsheimilinu 10.' des., sem hefst með borðhaldi kl. 19.30. Konur i Styrktarfélagi van- gefinna. Jólavaka verður i Bjarkarási fimmtudaginn 11. desember kl. 20.30. Kvennadeild Skagfirðinga- félagsins í Reykjavik heldur jólafund i Lindarbæ sunnu- daginn 14. des. kl. 18. Sr. Þórir Stephensen og frú hans verða gestir fundarins. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku sem fyrst. Heimiltað taka með sér gesti. I.O.G.T. St. Einingin nr. 14. Fundur verður i kvöld kl. 20.30 i Templarahöllinni v/Eiriks- götu. Dagskrá: 1. Kosning embættismanna. 2. Jólavaka I umsjá Rebekku Eiriksdóttur og Sigrúnar Gissurardóttur. 3. Kaffiveitingar. Félagar fjölmennið á þennan siðasta fund fyrir jól. Æðstitemplar verður til viðtals á fundarstað frá kl. 17-18. Simi 13355. Æ.T. Kvennadeild styrktarfélags lamaðra og fatlaðra: Heldur jólafund i Lindarbæ miðviku- daginn 10. des. kl. 8.30. Biskupinn flytur jólahug- vekju. Ýmislegt fleira verður til að setja jólastemningu á fundinn. Stjórnin. Kvenfélag Asprestakalls heldur jólafund sinn i kvöld miðvikudaginn 10. des. kl. . kl 18.30. Kór aldraðra á Hrafn- istu kemur i heimsókn, jóla- hugvekja og kirkjukórinn syngur. Tilkynning Frá Mæðrastyrksnefnd. Gleðjið ykkur sjálf, — gefið sjálfum ykkur jólagjöf. Mæðrastyrksnefnd. Nefnd sú, er vinnur á vegum austfirsku átthagafélaganna að þvi, að Inga T. Lárussyni tónskáldi, verði reistur minnisvarði, svokölluð IngaT- Lárnefnd, hefur opnað giró- reikning nr. 19760, sem þeir geta greitt inn á, sem styðja vilja þessa fyrirætlun. Reikningsnúmerið 19760 er ártal næsta árs að viðbættu einu núlli, en á þvi ári er ætlað að varðinn risi i fæðingarbæ tónskáldsins, Seyðisfirði. Ingi lézt árið 1946, svo að á næsta ári eru liðin 30 ár frá andláti hins ástsæla listamanns. O Þriðji iðnvæddra stórvelda. Nýlendu- veldin hagnýttu sér náttúruauð- lindir i nýlendunum og einokuðu þar fyrir sig markað fyrir iðnaðarvörur. Jafnframt var fjárfest i nýlendunum og hið ódýra vinnuafl nýlendubúanna hagnýtt. Þannig festist sú skipan i sessi á 20. öld, að þjóðir þriðja heimsins urðu nær eingöngu hrá- efnaframleiðendur og kaupendur iðnaðarvara frá iðnrikjunum. Eftir siðari heimsstyrjöldina hafa viðskiptakjörin verið þannig að heimsmarkaðsverð hráefna fór stöðugt lækkandi en verðlag á iðnaðarvörum hækkaði. Þetta hafði m.a. i för með sér að bilið milli lifskjara ibúanna i löndum hráefnaframleiðandanna og hins vegar iðnrikjanna breikkaði stöð- ugt. Það sem einkennt hefur mest þróun alþjóðamála s.l. 20 ár er frelsisbarátta þjóöa þriðja heimsins. Hver þjóðin á fætur annarri hefur brotið af sér nýlendufjötrana, og öðlast sjálf- stæöi. Þannig má segja,aðdagar nýlendudrottnunar séu á enda. Jafnframt verða þær kröfur háværari á alþjóðavettvangi að stórátak verði gert til aö stuðla að þróun og framförum i hinum snauða heimshluta. Forskot iðnrikjanna og yfirráð þeirra yfir" fjármagni, tækniþekkingu og alþjóðaviöskiptum valda þjóðum þriðja heimsins miklum erfiðleik- um og þetta dregur úr möguleik- um þróunarlandanna til að minnka bilið milli rikra þjóða og snauðra. Sú alþjóðlega verka- skipting, sem áður var vikið að milli hráefnaframleiðenda og iðnrikjanna hefur á þessari öld orðið æ fastskorðaðri og er helzti þröskuldurinn á vegi hinna nýfrjálsu rikja i sókninni til betri lifskjara og efnahagslegs sjálf- stæðis. En hvað er það sem einkennir þróunarland i dag? Eftirfarandi atriði einkenna einkum þróunar- löndin: Ófullnægjandi næring, þ.e. dagleg fæða sem inniheldur minna en 2.700 hitaeiningar og 40 grömm af dýraeggjahvitu pr. dag. Há dánar- og fæöingartala og mikill ungbarnadauði. Þjóöar- tekjur á mann eru undir 700 doll- arar. Orkunotkun er undir 20 megawattstundum af vélrænni orku á ibúa á ári. Há hlutfallstala ólæsra, eða yfir 5-10% tiu ára ibúa og eldri. Ráðandi sjálfsþurftar- búskapur, sem þýðir að þorri ibú- anna hefur framfæri af land- búnaði. Einhliða útflutningur þ.e. meginhluti útflutnings sam- anstendur af 2-3 hráefnategund- um. Loks er menningarsnið þró- unarlanda mjög fastmótað, sem gerir þjóðfélagið tiltölulega ónæmt fyrir snöggum breyting- um. En hvað erunnt að gera til aö stuðla að þróun i þessum rikjum og auðvelda þeim að koma á mannsæmandi lifskjörum,þ.e. aö vinna bug á þeim skorti og neyð er þjakar alþýðu þriðja heims- ins? Ofterlátiðað þvi' liggja, að svo framarlega sem þróunarlöndun- um takist að stemma stigu við örri fólksfjölgun, bæta menntunarástandið og iðnvæðast af kappi, jafnframt aukinni þró- unaraðstoð frá hinum riku þjóð- um, þá muni með hæfilegum að- lögunartima takast að minnka til muna bilið milli þróuðu iðnrikj- anna og þróunarlandanna. Slikt er þó ekki einhlitt. Bent hefur verið á, að aðgerðir til að tak- marka barneignir nái skammt i þróunarlöndunum meðan menntunarskorturinn er eins og nú er, heilbrigðisþjónusta I lág- marki og jafnframt hafi fram- leiðsluhættir i landbúnaði mikil áhrif á fjölskyldustærðina á landsbyggöinni. Hvað iðnþróun snertir er reynslan sú að aukinn iðnaður stuðlar að þróun á afmörkuðum svæðum en breikkar bilið milli þjóðfélagshópa innan þróunar- landanna, og oft hefur iðnvæðing i för með sér að rikin verða háðari fjölþjóðahringum er einoka tækniþekkingu og ráða fjármagn- inu, en i þróunarlöndunum er fjármunamyndun of litil til að mikil innlend fjárfesting eigi sér stað. Jafnframt bendir margt til þess aðframundan sé ný alþjóð- leg verkaskipting, þar sem þjóð- um þriðja heimsins verði ætlað að framleiða þær vörur á sviði iðnaöar sem háþróuð iðnriki vilja ekki lengur standa I að þurfa að framleiða sjálf >þ.e. þróunarlönd- in framleiði þær klassisku iðnaðarvörur, sem ekki þarf sér- menntað vinnuafl til að framleiða en iðnrikin einoki finni iðnað er krefst sérhæfs vinnuafls t.d. raf- eindaiðnað o.s.frv. Þvi verði leið iðnþróunar ekki til að binda endi á bilið milli rikra þjóða og snauðra. Æ fleiri hallast þvi i vaxandi mæli að þvi, að þróunar- löndunum beri að leggja höfuð- áherzlu á að auka matvælafram- leiðslu. Það verði fyrst og fremst gert með þvi að efla landbúnað- inn, sem jafnframt hefur i för með sér aukna eftirspurn eftir vinnuafli. En eitt af stóru vanda- málum þróunarlandanna er at- vinnuleysið. Slik stefna sé mikil- vægasta aðgerðin til að draga úr vannæringu og flæki jafnframt IflSUfe 2100 Lárétt'. 1) Dýrin. 5) Andi. 7) Komist. 9) Draup. 11) Gramm. 12) Tónn. 13) Svei. 15) Gljúfur, 16) Reykja. 18) Strauja. Lóðrétt: 1) Hár. 2) Reyki. 3) Komast. 4) Vond. 6) Biðji. 8) Timabils. 10) Forfaðir. 14) Hnöttur. 15) Op. 17) Lit. Ráöning á gátu no. 2099. Lárétt: 1) Kettir. 5) Úti. 7) Nón. 9) Inn. 11) GG. 12) Óa. 13) Ans. 15) Fag. 16) öra. 18) Ókátur. Lóðrétt: 1) Kóngar. 2) Tún. 3) TT. 4) III. 6) Snagar. 8) Ógn. 10) Nóa. 14) Sök. 15) Fat. 17) Rá. þróunarlöndin ekki fastar i við- skiptanet það. sem iðnrikin drottna yfir. Þeir, sem leggja áherzlu á þetta sjónarmið, telja að beina beri allri þróunaraðstoð inn á þá braut að aðstoða þró- unarrikin við að bæta og auka landbúnaðarframleiðsluna, veita skuli tækniaðstoð og stuðla að búnaðarfræðslu. Auðvelda verði þeim að vinna úr afurðunum og stuðla að samvinnuverzlun. Jafn- framt beri að stórauka aðstoð á sviði menntunar, félags- og heilbrigðismála. Enn aðrir draga i efa gagnsemi þróunaraðstoðar. Sik aðstoð sé aðeins tilraun rikra þjóða til aðbreiða yfir arðrán iðn- rikjanna, nær væri að rýmka viðskiptakjörin og binda endi á hina nýju nýlendustefnu. Jafn- framt þvi hefur þróunaraðstoð verið misnotuð og aðeins þjónað þeim tilgangi að ná tökum á við- komandi landi eða koma eigin af- uröum á framfæri. Ekki er að undra þó skiptar skoðanir séu um vandamál þró- unarlandanna og gagnsemi að- stoðar við þau. Við sem búum i iðnrikjunum ogheyrum aðeins úr fjarlægð vannæringu og skort alþýðu þriðja heimsins, komumst ekki hjá þvi að taka afstöðu til þessa stærsta dandamáls á alþjóðavettvangi i dag, þ.e. hið ört vaxandi bil milli rikra þjóða og snauðra. Jafnframt þvi er okkur, sem betur þekkjum offitu og hungurlopa, nauðsyn að hug- leiða hvert stefnir. Visindamenn hafa á undanförnum árum sent frá sér hverja skýrsluna á fætur annarri um, að ef ekki verði grip- ið i taumana þá nálgist mannkyn- ið ragnarök. Hinum taumlausa hagvexti undanfarinna áratuga séu takmörk settog ráðamenn og þjóðir verði að gripa í taumana áður en i ógöngur er komið. Til þessa hafa menn þó um of valið þann kost að stinga höfðinu i sandinn að dæmi strútsins. Hér skal ekki farið nánar inn á þessar framtiðarspár, en lesendum þessarar skýrslu skal bent á bók- ina „Endimörk vaxtarins” er út kom á vegum Menningarsjóðs haustið 1974 og úr þeirri bók er eftirfarandi tafla tekin,sem sýnir hvert stefnir i heimskerfi okkar ef ekkert er að gert: Þeir, sem unnu að gerð þessar- ar skýrslu, sem hér liggur fyrir, hafa á fjölmörgum fundum fjall- að um ástandið i þróunarlöndun- um og markmið aðstoðar íslands við þau. Þvi miður virðist svo sem skilningur ráðamanna og vilji til að sinna málefnum hinna snauðu þjóða sé af ærið skornum skammti. Það viðhorf hefur hins vegar verið rikjandi hjá Aðstoð Islands við þróunarlöndin, að Is- lendingum bæri siðferðileg skylda til að veita þróunaraðstoð. Löggjafinn setti einnig lög um að- stoðina á grundvelli þess. Ekki eru nema liðlega 100 ár siðan islenzka þjóðin bjó við ámóta lifs- skilyrði og alþýða þriðja heims- ins i dag. A alþjóðavettvangi heyjum við sömu baráttu og riki þriðja heimsins fyrir yfirráðum yfir eigin náttúruauðlindum. 1 þeirri baráttu hafa þróunarlöndin reynzt okkar bezti bandamaður. Þróunaraðstoð, sem íslendingar veita,getur aldrei orðið umfangs- mikil, en við getum veitt verðugt fordæmi með þvi að setja okkur, að ná þvi 1% marki sem S.Þ. hafa ætlað aðildarrlkjum að ná. Sú að- stoð, sem þegar hefur verið veitt hefur tekið mið að þvi, i hverra þágu fjármununum er varið, hverra lifskjör er verið að bæta. Grundvallarspurning varðandi alla þróunaraðstoð er: Þróun fyrirhvern? Stofnunin Aðstoð Is- lands við þróunarlöndin litur svo á að vel hafi tekizt til með val á verkefnum og löndum og bindur miklar vonir við að geta haldið áfram á sömu braut, ef fjár- veitingarvaldið sýnir vaxandi skilning á þessu brýna málefni er snertir framtiðar-þróun á alþjóðavettvangi. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og Útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa Kalmans Steinbergs Haraldssonar vélsmiðs, Bólstaðarhlið 40. Auður Hjáimarsdóttir, Svala Kalmansdóttir, Kristin Kalmansdóttir, Hólmar Bragi Pálsson, Anna Kaimansdóttir, Snæbjörn Haildórsson, Dröfn Kalmansdóttir, Leif Nieisen, Birgir Kalmansson, Shirley Kaimansson, Kristrún Kaimansdóttir og barnabörn. Móðir min Jóhanna Hjelm Hörpugötu 1, Reykjavik andaðist á Borgarspitalanum aðfaranótt 8. des. Jarðarförin tilkynnt siðar. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Matthildur Sigurjónsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.