Tíminn - 10.12.1975, Side 16

Tíminn - 10.12.1975, Side 16
16 TÍMINN MiOvikudagur 10. desember 1975, LÖGREGLUHATARINN 88 Ed McBain Þýðandi laraldur Blöndal Þetta voru orð að sönnu. Heyrnardauf i maðurinn æddi fram og aftur, íklæddur rafvirkjasamfesting sínum. Hann gekk fram og aftur framan við skrifborðið í einu horni herbergisins. Ekki tuðaði hann ná refsaði, en hann hristi höfuðið og velti vöngum eins og gamall maður, sem fárast yfir ógnarástandi heimsins. Það kann að vera að lögregluskjöldurinn og einkennisborðarnir á búningi Bucks hafði hleypt í hann kjarki, því hann hætti sér loks fram á gólfið og spurði: — Hvað amar að þér? — Áttugasta og sjöunda umdæmið, svaraði heyrnar- daufi maðurinn samstundis. — Hvað þá? — Áttugasta og sjöunda umdæmið, áttugasta og sjöunda umdæmið svaraði hinn óþolinmóðir.... — Hvaða máli skiptir það þótt ég drepi borgarstjórann? Skilur þú það ekki? — Nei. — Þeir sleppa undan allri ásökun, sagði heyrnardauf i maðurinn, Hver engist ef við drepum JAAW? Getið þið svarað því? — Hver engist, spurði Buck. — EKKI áttugasta og sjöunda umdæmið, svo mikið er víst. — Við verðum að koma okkur af stað, sagði Buck var- færnislega... — Við eigum eftir að draga okkur niður að götubrunninum. Við eigum eftir að... — JAAW deyr, og hvað með það, spurði heyrnardaufi maðurinn.... — Skipta peningarnir öllu í lífi manns? Hvar er ánægjan? Buck leit á hann gapundrandi. — HVER ER ÁNÆGJAN, endurtók heyrnardaufi maðurinn. Ef JAAW....Hann þagnaði skyndilega og augu hans þöndust út. — JAAW endurtók hann, og röddin var hvísllág. — JAAW, hrópaði hann yf ir sig æstur og þaut að skrifborðinu. Þar opnaði hann miðskúffuna og tók upp Isola símaskrána. Hann f letti í skyndi fram í miðja bók. — Hvað er hann að gera, spurði Ahmad lágri röddu. — Ég veit það ekki, hvislaði Buck. — SJÁIÐ ÞIÐ ÞETTA, hrópaði heyrnardaufi maður- inn.... — Þeir skipta að minnsta kosti hundruðum, nei ÞÚSUNDUAA. — ÞÚSUNDIR af hverju eða hverjum, spurði Buck. Heyrnardaufi maðurinn svaraði ekki. Hann laut yfir simaskrána, fletti blaðsíðunum og rannsakaði þær af gaumgæfn i. Svo hélt hann áfram að fletta. — Hérn^ kemur það, tautaði hann....— Nei, þetta er ekki nógu gott.... látum okkur sjá...... hér er enn annar,....nei nei...biðum við....haa, frábært....nei, hann er lengst niðri í miðbænum.... bíðum ögn, bíðum við.. hérna...... nei. Hann tautaði þetta sundurlaust með sjálfum sér og hélt áfram að blaða í símaskránni. Loks hrópaði hann: — Culver-gata. ÞARNA KEAAUR ÞAÐ. Svona er það fullkomið.... Hann greip blýant og hripaði eitthvað á blaðsnepil, reif hann svo úr blaðblokkinni og tróð honum í vasann á samfestingnum.... — Af stað með okkur sagði hann svo. — Ertu þá tilbúinn, spurði Buck. — Ég er tilbúinn, sagði heyrnardaufi maðurinn og greip volt/ohm mælinn....— Lof uðum við ekki að drepa JAAW? Lofuðum við því ekki, spurði hann sigurreifur. — Svo sannarlega. — Allt í lagi, þá, sagði heyrnardaufi maðurinn og glotti.... — Við drepum TVO JAAW, og annar þeirra býr i 87. umdæminu. Hann fór fyrstur út úr herberginu og var allur á lofti. Skósveinar hans fylgdu á eftir. xxx Ungu mennirnir tveir voru búnir að rölta um göturnar frá þvi um hádegið. Þeir fengu sér snæðing í litlu mat- söluhúsi við Ainsley-götu og gáfu sér svo tíma til að kaupa hálft gallon af bensíni á bensínstöðinni á horni Ainsley og Fimmtu götu. Hávaxnari náunginn hélt á opn- um bensínbrúsanum. Honum var kalt. Hann staglaðist á því við hinn lágvaxna félaga sinn hversu kalt honum væri. Sá lágvaxni fullyrti að ÖLLUAA væri kalt á svona kvöldi. Við hverjum f jandánum átti hann von á á svona kvöldi? Sá hávaxni sagðist vilja fara heim. Hann fullyrti að þeir myndu ekki f inna neinn utandyra á svona kvöldi. Til hvers voru þeir að eigra þetta í kuldanum? Hann var nærri f rosinn á löppunum og hendurnar tilf inningalitlar. Því í f jandanum getur þú ekki haldið á f járans bensíninu svolitla stund? Sá lágvaxni sagði honum að halda sér saman, þetta væri alveg tilvalið kvöld fyrir verk þeirra. Sennilega myndu þeir finna tvo ræfla samanhnipraða HVELL Þið eruð velkomin að búa hjá okkur^ Geiri. Lifsvenjur okkar t Jæja, ililiil Miðvikudagur 10. desember 7.00 Morgunútvarp. Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Fingramál” eftir Joanne Greenberg. Bryndis Viglundsdóttir les þýðingu sina (13) 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.20 Popphorn. 17.10 Otvarpssaga barnanna: „Drengurinn i gullbuxun- um” eftir Max Lundgren. Olga Guðrún Arnadóttir les þýðingu sina (11) 17.30 Framburðarkennsla I dönsku og frönsku. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Vinnumál.Þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Um sjónarmenn: Lög- fræðingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Backman. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur. Sigurv. Hjalte- sted syngur, Ólafur Vignir Albertssonleikur á pianó. b. Fjárgötur/hjarðmannsins spor.Gunnar Valdimarsson les úr minningaþáttum Benedikts Gislasonar frá Hofteigi fyrri liluti. c. Ort i draumi og vöku. Ljóð og laust mál eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Höfundur les. d. Dagstund við Djúp. Hallgrimur Jónasson flytur ferðaþátt. e. Um isienzka þjóöhætti. Arni Björnsson cand. mag. segir frá. f. Kor- söngur. Telpnakór Hliða- skóla syngur. Þóra Steingrimsdóttir leikur á pianó. Stjórnandi: Guðrún Þorsteinsdóttir. 21.30 tJtvarpssagan: „Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson . 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Kvöld- sagan: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (24) 22.40 Jazzþátturi umsjá Jóns MUla Arnasonar. 23.25 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur lO.desember 16.00 Björninn Jógi. Bandarisk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Moniku Dick- ens. Hundrað punda hestur. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.50 Laumufarþeginn. JMynd um ungan laumufarþega um borð i fiskiskipi, sem fer á veiðar i Noröur-Atlants- hafi. Þýðandi Gréta Hall- grims. Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liöandi stund. Umsjónarmaður Aöalsteinn Ingólfsson. 21.50 Columbo. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 22.50 Færeyjar. Dönsk fræðslumynd um land og þjóð. M.a. er viötal við William Heinesen um skáld- skap i eyjunum, gamlan og nýjan. Lesin ljóð og kveðið. Einnig er rætt við nokkra Færeyinga um tengslin viö Danmörku. Þýðandi Jó- hannes Helgi. Þulur Krist- inn Reyr. 24.00 Dagskráriok

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.