Tíminn - 10.12.1975, Síða 17

Tíminn - 10.12.1975, Síða 17
Miðvikudagur 10. desember 1975. TÍMINN 17 w # s«: m m * «*> m m m * i #.i: á t' « «* « t i •« * ii w Skoóum myndír segjum sögur - Nú semja litlu börnin sjálf sögurnar - Skoðum myndir - segjum sögur Lítil börn hafa yndi af að semja og segja sögur, og þau vilja láta hlutina hreyfast, svo að eitt- hvað gerist. Flettimyndabækurnar eru einkum ætlaðar 3-7 ára börnum og veita óþrjótandi tækifæri til hvors tveggja. í hverri bók eru 24 litmyndaspjöld, sem hægt er að fletta og raða saman í sögumyndir á 2400 vegu. Myndirnar eru gæddar lífi og fjölbreytni. Þar er alls konar fólk á ferli, fullorðnir og börn. Þar eru dýr og fuglar, hús og bílar, tré og blóm, skúraský og sólskin. Bækurnar SKOÐUM MYNDIR — SEGJUM SÖGUR veita börnunum ómældar ánægjustundir og þroska jafnframt skynjun þeirra, auka orðaforða og þjálfa athygli, hugmyndaflug og mál- beitingu. Skoðum myndir segjunrc sögur fró Erni og Öriygi © Emma spjarar sig Þriðja bókin um EMMU, ungu leikkonuna, sem brýst áfram til frægðar og frama. „Emma nam staðar og virti fyrir sér skilti, sem á var málað: LEIKLISTARSKÓLI HEADSTONE-BORGAR. Óneitanlega fann hún dálítið til sín, er hún gekk inn um hliðið. Þetta var fyrsti dagur hennar í leiklistarskólanum. Hún var nú einu sinni fræg kvikmyndastjarna. Hvernig skyldu hinir nemendurnir bregðast við? Áður hafa komið út bæk-urnar EMMA og EMMUSYSTUR. Þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss. Þörsteinn Valdimarsson íslenskaði. Þau munu mörg börnin sem kannast við jólamyndina sem sýnd var í íslenzka sjónvarp- inu tvívegis, þar sem Trölli tók sig til og stal jólunum. Sú mynd var byggð á bók eftir hinn víðkunna banda- ríska barnabókahöfund og teiknara, Dr. Seuss, en eftir hann hafa áður komið út bækurnar um Köttinn með höttinn. Og raunar er Trölli ærið líkur kettinum í útliti, enda vafalaust náskyldur hon- um. TVÆR TEIKNIMYNDABÆKUR EFTIR EINN VINSÆLASTA BARNABÓKAHÖFUND OKKAR DAGA, RICHARD SCARRY. Bílar, bókin flugvélar og öll heimsins furðulegustu farartæki Skemmtilega Löggu-Lása bókin Tvær teiknimyndabækur eftir einn vinsælasta barnabóka- höfund okkar daga, Richard Scarry. Richard Scarry er einn vinsælasti og eftirsóttasti barnabóka- höfundur heimsins í dag. Bækur hans byggjast fyrst og fremst upp á teikningum og það eru þær sem gert hafa Scarry svo vinsælan, sem raun ber vitni. Það eru sérkenni Scarrys að persónur hans eru allar í hinu skringilegasta dýralíki og kennir þar mikillar fjölbreytni. Jafnframt lætur hann dýrin nota hverskonar tæki og áhöld sem maðurinn hefur fundið upp og tileinkað sér og allt er á fleygiferð og flugi í bókunum. Leyndardómur eldaugans leystur af Alfred Hitchcock og Njósnaþrenningunni. Njósnaþrenningin lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þetta eru hugaðir strákar, fullir af ævintýralöngun, sem glíma við allskonar dularfullar gátur og njóta til þess dyggi- legrar aðstoðar hins kunna sérfræðings í dularfullum fyr- irbrigðum, Alfreds Hitchcocks Þetta er fjórða bókin sem út kemur hér á landi um Njósna- þrenninguna, en hinar fyrri bækur hafa notið mikilla vin- sælda barna og unglinga. Barna- og unglingabækur 1975 Örn og Örlygur, Vesturgötu 42, Sími: 25722

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.