Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Miðvikudagur 10. desember 1975. w Viðar lék með lærisveinum sinum VIÐAR SiMONARSON, landsliösþjálfari, í handknatt- leik/ lék með lærisveinum sínum, þegar landsliðið lék æf ingaleik gegn danska 2. deildar liðinu Greve í Idrett- ens Hus í Glostrup, en þar búa landsliðsmenn okkar og æfa, á meðan þeir eru í æfingabúðunum í Danmörku. Viðar lékæfingaleikinn, þar sem landsliðsmennirnir úr Víkingi, Björgvin Björgvinsson, Viggó Sigurðsson og Páll Björgvinsson, ásamt ólafi H. Jónssyni og Axel Axelssyni, voru ekki komnir frá V-Þýzkalandi. Viðar sýndi sína gömlu takta og skoraði eitt mark í leiknum, sem landsliðið vann — 32:31. Friðrik Friðriksson, vinstri- handarskyttan úr Þrótti, var drýgstur við að senda knöttinn i netið hjá Dönunum — hann skoraði 9 mörk I leiknum, en hin mörkin skoruðu þeir Jón Karls- son 7, Gunnar Einarsson 7, Stefán Gunnarsson 5, Árni Ind- riðason 3 og Viðar Símonarson eitt. Andinn er góður hjá landsliðs- hópnum, sem leikur gegn Dön- um á fimmtudaginn, en siðan tekur landslið Islendinga og Dana þátt i f jögurra liða keppni, sem tvö sterk félagslið frá aust- antjaldslöndum taka einnig þátt i. Landsliðshópurinn, sem er nú i æfingabúðunum i Danmörku, er skipaður þessum leikmönn- um: Ólafur Benediktsson, Val Guðjón Erlendsson, Fram Friðrik Friðriksson, Þrótti Arni Indriðason, Gróttu SigurbergurSigsteinsson, Fram Björgvin Björgvinsson, Vikingi Ólafur H. Jónsson, Dankersen Páll Björgvinsson, Víkingi Viggó Sigurðsson, Vfkingi Stefán Gunnarsson, Val Axel Axelsson, Dankersen Jón Karlsson, Val Gunnar Einarsson, Göppingen Ingimar Haraldsson, Haukum Eins og sagt hefur verið frá, gat ólafur Einarsson ekki feng- ið sig lausan frá V-Þýzkalandi, þar sem hann á aö leika með liði sinu — Donzdorf — um næstu helgi. Badminton ferð — og skoraði mark, þegar landslioið sigraði danska liðið Greve í æfingaleik 32:21 fulla KEPPNISTIMABIUÐ er að hefjast af fullum krafti hjá badminton- mönnum okkar. Fyrsta opna badmintonmótið verður haldið í Laugar- dalshöllinni 21. desem- ber, og verður það haldið á vegum T.B.R. Keppt verður i öllum greinum karla og kvenna í meist- ara- og A-flokki, svo og tvíliðaleik „old boys". Opið unglingamót á vegum T.B.R. í einliðaleik verður síðan haldið i KR-húsinu 27. desem- ber. Auk hinna venjulegu ungl- ingaflokka veröur keppt i flokki yngri en 12 ára. Þátttökutilkynningar fyrir bæði mótin verða að hafa borizt til Hængs Þorsteinssonar í síma 35770 fyrir 15. desember. VIÐAR SÍMONARSON... skor- aði mark með landsliðinu. GEIR GAF EKKI KOST Á SÉR Eftir að Geir Hallsteinsson hafði sýnt snilldarleik gegn Oppsal-liðinu á sunnudaginn, var hann spurður að þvi, hvort hann endurskoðaði ekki afstöðu sina til landsliðsins og gæfi kost á sér — þannig að hann færi til Danmerkur og æfði og léki með landsliðinu, sem er að undirbúa sig fyrir OL-leikinn gegn Júgóslövum. Því miður sá Geir sér ekki fært að fara til Danmerkur, þar sem hann er hlaðinn störfum hér heima. — SOS ERLENDUR VALDIMAKSSON..... kringlukastarinn snjalli, á heimsmælikvarða. Nýtt knattspyrnuspil komið á markaðinn: „Ég fékk hugmyndina eina síðsumarnótt" — sagði Ragnar Lór, sem fann upp nýja knattspyrnuspilið NÚ ER komið á markaðinn nýtt knattspyrnuspil, sem á örugglega eftir að verða vinsælt. Teiknarinn kunni, Ragnar Lár, fann þetta spil upp og hannaði. — Hugmynd- ina að spilinu fékk ég eina sfð- sumarnótt, þegar ég lá uppi i rúmi og var að hugsa. Myndin af spilinu birtist þá allt I einu i huga minum. Ég hentist fram úr riim- inu og festi myndina á blað, sagði Ragnar.þegar við spurðum hann, hvernig hann hefði fengið hug- myndina af knattspyrnuspilinu, sem er stórsnjöll. Það er ekki að efa, að þetta spil á eftir að ná miklum vinsældum, þvi að þaö er einfalt og allir — ungir sem gamlir — hafa örugg- lega gaman af þvi. Leikreglur spilsins, sem er kallað „Fótbolta- spilið", eru þessar: Knettinum er stillt upp á miðju- reit yallarins. Keppendur kasta teningnum, og byrjar sá leikinn RAGNAR LAR.... sést hér með spilið sitt, sem Frímerkjamið- stöðin h.f. hefur dreift um allt land. sem fær hærri tölu. Fyrsta kastið gildir þó ekki i keppninni sjálfri. Siðan ræöur teningurinn hvert knötturinn fer. Tölurnar næst þeim reit, sem knötturinn er á, ráða hvaða stefnu knötturinn tek- ur. Keppendur hafa sinn litinn hvor, og kastar sá keppandi teningnum, sem hefur þann lit (reit), sem knötturinn er á hverju sinni. Ef knötturinn Iendir i miðjureitum aftur, þá heldur sá áfram, sem var með knöttinn (og teninginn). Þegar mark er skor- að, hefst leikur að nýju frá mark- reitnum. Keppendur geta leikið þar til annarhvor hefur t.d. skorað 5 mörk, og skipt þá um mark (hálf- leikur). Slðan getur siðari hálf- leikur einnig miðazt við 5 mörk. Að þvi loknu er markaf jöldinn úr hvorum hálfleik fyrir sig lagður saman. Einnig má leika eftir klukku, t.d. vekjaraklukku, skeiðklukku eða skákklukku, t.d. 5 eða 10 minútur hvorn hálfleik. Hugmyndarikir keppendur geta einnig sett á svið mót, t.d. Is- landsmót, og keppt þá fyrir hönd hinna ýmsu félaga — SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.