Tíminn - 10.12.1975, Qupperneq 20

Tíminn - 10.12.1975, Qupperneq 20
20 TÍMINN Miövikudagur 10. desember 1975. Guðni Þórðarson: Óskar rannsóknar ríkissaksóknara á öllu saman EFTIRFARANDI afhenti Guðni Þdrðarson, forstjóri Ferðaskrif- stofunnar Sunnu og Air Viking, á fundi með fréttamönnum i gær. Arásir þær sem gerðar hafa verið á Air Viking, ferðaskrif- stofuna Sunnu h/f og Guðna Þórðarson persónulega munu ekki eiga sér neina hliðstæðu i viðskiptalifi á tslandi. Reynt er með fólsku-leynirógi og dylgjum að leggja i rúst um- fangsmikinn atvinnurekstur með þvi að eyðileggja á hinn svivirðilegasta hátt allt við- skiptatraust. Sakargiftir eru engar til. öll viðskipti min sem hér um ræðir eru fullkomlega eðlileg og lög- leg. Það svivirðilegasta i sam- bandi við þetta mál, frá þjóðfé- lagslegu og réttarfarslegu sjón- armiði, er að til rógsherferðar- innar er stofnað af bankastjór- um Seðlabanka tslands og málsreksturinn allur rekinn úr þeirra smiðju. tskjóli drottnar- valds sins hafa þeir siðan rekið og neytt aðra aðila til vægast sagt vafasamra aðgerða, i trausti þess, að þannig sé hægt að fela fyrir almenningi for- ustuherferð Seðlabankans i þessari glórulausu ofstækisað- för. En þeim mun ekki verða kápan úr þvi klæðinu að þessu sinni. Ég mun snúa mér til saksókn- ara rikisins, og krefjast opin- berrar rannsóknar, sem leiða mun i ljós, að það eru banka- stjórar Seðlabankans sem eru höfundar og stjórnendur þess- ara ofsókna, og munu þeir verða dregnir til ábyrgðar gagnvart réttvisinni fyrir öllu þvi mann- orðs- og fjártjóni, sem þessar gerræðislegu aðgerðir þeirra óumflýjanlega valda. Saga þessa máls hefur átt sér nokkurn aðdraganda. Má raun- ar rekja hana til ársins 1970, þegar ferðaskrifstofan Sunna hóf flugrekstur sem fór vel af stað, og ávann sér þegar i upp- hafi viðskiptatraust bæði innan- lands og utan. Skjólstæðingar Seðlabanka- stjóranna i flugrekstri, urðu af- ar áhyggjufullir og þáverandi samgönguráðherra svipti fyrir- tækið flugrekstrarleyfi haustið 1970 á löglausan hátt. Olli þetta fjárhagstjóni sem vart er undir hundrað milljónum með vöxt- um, og er þá ekki tekið tillit til margfaldrar smækkunar krón- unnar siðan. Þetta tjón liggur ennþá óbætt á herðum okkar, en dómur er væntanlegur i þessum mánuði. Þrátt fyrir þetta áfall og álits- hnekki sem þvi fylgdu, tókst að hefja aftur flugrekstur og snemma árs 1974 voru keyptar tvær Boeing þotur sem reynzt hafa frábærlega vel i öllum rekstri. Reynt var á sinum tima að koma i veg fyrir flugvélakaupin og þarf vfst ekki að taka fram hverjir þar voru að verki. Bankastjórar Seðlabankans hafa alla tið siðan, synjað þessum flugrekstri um þá eðli- legu fyrirgreiðslu sem um hefur verið beðið, og reynt með ógn- unum að hræða frá viðskiptum við fyrirtækið. Siðustu fréttir sýna að þeir hafa nú gert alvöru úr þeim ógnunum sinum. Flugrekstur Air Viking h/f hefur gengið mjög vel. A þessu ári ferðastmeð flugvélum fyrir- tækisins fjórði til fimmti hver tslendingur sem fer á milli landa. Auk þess hafa flugvélar félagsins flutt nokkur þúsund erlendra ferðamannaog skapað þvi stórfelldar gjaldeyristekjur. Flugvélarnar hafa og flogið mikið erlendis tyrir útlenda aðila, bæði i Evrópu og öðrum heimsálfum og áunnið sér við- skiptatraust fyrir stundvisi og góða þjónustu. Á siðastliðnu ári var svo kom- ið fyrir skjólstæðingum Seðla- bankastjóranna iflugmálum, að þeir gátu ekki haldið starfsem- inni áfram nema að til komi stærsta fjármagnsfyrirgreiðsla tslandssögunnar, um fjögur þúsund milljónir króna. Seðlabankastjórarnir hlupu um lönd og álfur, vinum sinum til hjálpar, og börðust fyrir þvi að sjóðir almenningsyrðusettir að veði fyrir þessu vafasama fyrirtæki. Eftir þessa blóðgjöf á siðastliðnu vori, lækkuðu sólar- landaferðir þeirra niður fyrir tilkostnað um tiu til fjórtán þús- und krónur pr. farþega, i þeim tilgangi einum, að reyna að þrýsta Air Viking út úr viðskipt- um á innanlandsmarkaði, þar sem þeir jafnframt i gcgn um yfirstjórn bankamála, ætluðu að tryggja það að eingin lánastofn- un þyrði að vinna sér það til óhelgis að fjármagna þá tima- bundnu rekstrarerfiðleika sem þessar aðgerðir ullu Air Viking. Að sjálfsögðu varð ekki hjá þvi komist að þarna sköpuðust erfiðleikar fyrir þá sem ekki áttu i opinbera sjóði að sækja. Olli þessi óheiðarlega sam- keppni Air Viking tekjumissi sem nam tiu til fjórtán þúsund krónum á hvern farþega, sem voru um sjö þúsund talsins. Þegar séð var að blóðgjöfin mikla og samkeppni af þessu tagi. gátu ekki stöðvað starf- semi Air Viking, skapaðist mik- ið vandamál. — Og nú voru góð ráð dýr. Verndarenglarnir, þ.e.a.s. Seðlabankavaldið, var búið að flækja sér i botnlausan flug- rekstur, glórulaust fen, þar sem flugflotinn þurfti að vera á lofti fullskipaður farþegum dag og nótt, til þess að hafa möguleika til að standa skil á vöxtum og afborgunum einum saman. Óskabörn Seðlabankavaldsins iflugmálum,hafa beðiðum 70% hækkun á flugfargjöldum milli tslands og Norður-Evrópu. En draumurinn getur ekki ræzt, og dæmið gengið upp, nema ein- asta samkeppnisaðilanum sé rutt úr vegi. Og nú erum við komin að þeim kapitula sem yfir stendur, hinni fólskulegu árás, sem Seðlabankavaldið og óskabörn þeirra hafa sett á svið til að eyðileggja, ekki aðeins starf- semi og fjárhag fyrirtækjanna Air Viking og Ferðaskrifstof- unnar Sunnu, heldur einnig mannorð mitt. 1 skjóli valds sins yfir banka- kerfinu, hefur Seðlabankinn lagst a Alþýðubankann og stjórnendur hans með kúgunar- aðferðum sem miðast að þvi fyrst og fremst að gera rekstur fyrirtækja okkar tortryggilegan og stöðva eðlilega bankafyrir- greiðslu. Ekki veit ég i einstökum atriðum, hvaða aðferðum hefur verið beitt til kúgunar, en réttarrannsókn mun óumflýjanlega leiða það i ljós við vitnaleiðslur, þvi engum heilvita manni dettur i hug að halda að fýrirtæki þau sem ég veiti forstöðu séu þau einu sem notið hafa lánafyrirgreiðslu bankans. Mér er einnig kunnugt um það að Seðlabankinn hefur gengið svo langt að seilast inn I Sam- gönguráðunetytið, i leit að að- stoð og stuðningi við að koma fram ofstækisaðgerðum sinum. Eins og að framan greinir, munum við óska eftir rannsókn rikissaksóknara á þessu máli, og alveg sérstaklega þætti Seðlabankans i þvi. Hjá þvi verður ekki komizt að sú rannsókn leiði i ljós ávirðing- ar sem skapa ofbeldisforkólfun- um skaðabótaskyldur sem þeir verða vafalaust menn til að greiða úr sjóðum almennings þó háar verði. Og ef nokkurt réttlæti er til i þessu landi, fá slikir ofbeldis- seggir ekki lengi að sitja i stól- um sinum eftir það. Eða eru það slikir menn sem islenzka þjóðin vill fela forsjá mála sinna. Ég mun sjálfur krefjast Loftleidir iceLandic sais that air viking and sunna traveL are near a bank rubtcy and that everybody in iceLandic traveL business is taLking about this matter during the Last few week, what do you say? we are Looking forward your fair answer. thanks'and best regards. e. dxetrich / qeneraL manager / imhoLz traveL zurich n. ;r 20fí1 sunna is Y7h/t? imho ch A blaðamannafundinum I gær skýrði Guðni Þórðarson svo frá, að honum hefði borizt telex frá einni stærstu ferðaskrifstofu i Sviss, en við þessa ferðaskrif- stofu hefði Air Viking verið búið að gera samning um ferðir Svisslendinga til íslands og hljóðaði sá samningur upp á 200 þúsund Bandarikjadali. — Þetta telex er eins og neyðaróp og hljóðar þannig i is- lenzkri þýðingu:.... Loftleiðir Icelandic segir, aðAir Viking og Sunna séu að verða gjaldþrota og að allir viðriðnir islenzk ferðamál hafi talað um þessi mál siðustu vikurnar. Hvert er yðar álit? Við biðum eftir hrein- skilnu svari yðar.... — Sém sagt, sagði Guðni Þórðarson, þar sem talað er um nokkrar vikur hefur Seðlabank- inn verið búinn að ákveða allan þennan málatilbúnað, áður en nokkuð var greint frá þessu hér heima. Þetta sannar það, sém égheld fram um ofsóknir Seðla- bankans á hendur fyrirtækjum minum. Þess má og geta, að Guðni kvað Air Viking alls vera búið að gera samninga um flug fyrir ýmsa erlenda aðila upp á 300 millj. króna eða rúmlega það. rannsóknar á öllum banka- viðskiptum minum og fyrir- tækja þeirra sem ég veiti for- stöðu, til þess að fá tækifæri til að sanna óheilindi þau sem að baki þessara ofsókna liggja. Ósk min er að rannsakað verði hvers vegna afskipti Seðlabanka tslands beinist fremur að viðskiptum minum við Alþýðubankann h/f en annarra stórra viðskiptaaðila bankans. Rannsakað verði hvort afskipti Seðlabankans af málefnum Air Viking kunni að standa 1 sambandi við hagsmuni hans (Seðlabankans) við aðra aðila i flugrekstri, þar sem stöðvun á rekstri mundi skapa þeim einokunaraðstöðu i Is- lenzku utanlandsflugi. Rannsakað verði hvort Seðlabanki tslands hafi með þessum sfðustu ofbeldisaðgerð- um sinum og kúgunum misbeitt valdi sinu. Rannsakað verði hvort Seðla- bankinn hafi beitt Alþýðubank- ann, bankaráði og stjórn A.S.Í. þvingunum til að fá fram að- gerðir gegn Air Viking og þá á hvern hátt þeim þvingunum hafi verið beitt. Rannsökuð verði ýmis atriði sem verði talin máli þessu viðskiptalega tengd, svo sem af- skipti og fyrirgreiðsla banka- stjóra Seðlabankans við bygg- ingu Hótel Esju og afhendingar hótelsins siðar á silfurfati án út- borgunar. Þar sem ofan á tert- una var lagt þar að auki rekstrarlán, sem á núverandi gengi nemur um þrjú hundruð milljónum króna. Rannsakað verði til að sanna misbeitingu valds, fyrirgreiðsla Seðlabank- astjóranna við ýmis fyrirtæki sem upp verða talin. Svo sem Alafoss, sem njóta mun lána- fyrirgreiðslu sem nema mun allri árlegri umsetningu fyrir- tækisins. Ofsóknarmál þetta gegn mér og fyrirtækjum þeim sem ég veiti forstöðu eru með þeim ein- dæmum að marga hefur sett hljóða. Þó ofsókn þessi sé af þeim toga sp,unnin að hún valdi mér persónuiega og fyrirtækj- unum óbætanlegu mannorðs- og fjárhagstjóni, vona ég samt að hún leiði það af sér að augu al- mennings i landinu opnist fyrir þvi ofurvaldi sem bankastjórar Seðlabankans hafa til sin hrifs- að án þess að verða til neins trúnaðar kjörnir af þjóðinni sem slikir. Eins og sjást mun af þessu of- sóknarmáli, hafa þessir valda- menn aðstöðu til þess að benda á svo til hvaða fyrirtæki og þjóð- félagsþegn sem er i landinu, kveða upp yfir honum fjárhags- og mannorðslegan dauðadóm ef duttlungar þessara valdsmanna eða viðskiptahagsmunir skjól- stæðinga þeirra þurfa á þvi að halda að ryðja keppinautum úr vegi. Það er sannarlega kominn timi til þess að stjórnvöldum og löggjafa sér komið til hjálpar af almennum borgurum landsins með þvi að fletta rækilega ofan af og opinbera ofsóknir og vald- niðslu þessara valdagráðugu aðila. Út af fyrir sig get ég sætt mig við það hlutskipti að biða tjón á mannorði minu og fjármunum, ef það gæti til þess orðið að sam- borgarar minir losnuðu undan þeim ægishjálmi ofurvalds sem þessir aðilar hafa aðstöðu til að beita með svipum sinum og valdi. Ég trúi þvi fastlega að hér hafi verið gengið það langt út fyrir allt velsæmi i glóruausum ofsóknum og valdniðslu, að ekki verði hjá þvi komizt að þessir herrar hafi nú reitt sina eigin öxi sjálfum sér til falls i nafni réttlætis og laga. — Úr þvi mun verða skorið á næstu vikum og mánuðum. Tvö ný veiðifélög — alls 130 veiðifélög hér á landi gébé Rvik — Lögboðið er að stofna veiðifélag um ailar ár og vötn i landinu og komu fyrir- mæli þessi til sögunnar árið 1970, en fyrir þann tima gátu 2/3 veiðieigenda stofnað tii félags- skapar, sem gæti ráðstafað veiði á öllu sinu svæði. Við ieituðum frétta hjá Veiðimála- stofnun um fjölda veiðifélaga og fleira og varð Einar Hannesson, fulltrúi fyrir svörum. Hann sagði okkur að nú væru tæplega 130 veiðifélög i landinu, en auk þess væru mörg félög i undirbúningi viðsvegar um land. Um siðustu helgi var stofnað veiðifélag um vatna- svæði Kjarlaksstaðaár á Fells- ströndogá þriðjudaginn verður stofnfundur veiðifélags um vatnasvæði Markarfljóts I Rangárvallasýslu. Einar taldi að alls myndu verða tæpl. 200 veiðifélög i landinu, þegar búið væri að fullnægja sómasamlega þvi ákvæði laga að veiðifélag væri um allar ár og vötn i land- inu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.