Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 10. desember 1975. TÍMINN 21 Dögg næturinnar — eftir Ólöfu Jónsdóttur KOMIN er út ný bók eftir ólöfu Jónsdóttur, Dögg næturinnar, skreytt fjölda mynda, sem Sigfús Halldórsson hefur teiknað. Ot- gefándi er Bókamiðstöðin. Þetta er sjöunda bók ólafar, og eru f henni þrettán ljóð, ballett- textinn Alfasögur og trölla og sex ljóðævintýri. Þetta er mjög falleg útgáfa, og Ein af teikningunum úr bók ólaf- ar. um rit Olafar og efni þessarar bókar sérstaklega, segir á bókar- kápu: „Skáldskapur Ólafar einkenn- ist af mikilli vandvirkni. Ljóð- ævintýri hennar eru fjölbreyttar myndir, sem virðast ýmist á sviði imyndunar eða raunveruleika, en þar kemur i ljós djúpur næmleiki og rik samúð. Ljóð Ólafar eru stilhrein og minnisstæð. Boðskap- ur þeirra vitnar um fágaða li'fs- skoðun og leit að göfgi og fegurð”. Draugurinn Drilll ný barnabók eftir Herdísi Egilsdóttur tsafold hefur sent frá sér nýja bók eftir hinn vinsæla barnabóka- höfund, Herdisi Egilsdóttur og nefnist bókin Draugurinn Drilli. — Sagan um drauginn Drilla er ekkert lik öðrum draugasögum. Hún fjallar um vinskap tiu ára drengs, Tryggva að nafni, og draugsins Drilla, sem er fjörugur og skemmtilegur, en einmana og þráir ekkert heitara en að eignast heimili og vini. Það gengur á ýmsu fyrir Drilla, meðan hann er að laga sig að lifnaðarháttum venjulegs fólks. Hann getur ýmist verið sýnilegur i lakinu sinu, eða hann skilur lak- ið eftir heima, og er þá öllum mannlegum ósýnilegur. — Hann lendir i mörgum skringilegum ævintýrum, fer á grimuball sem gjörbreytir tilveru hans, gerist hinn mesti vágestur i umferðinni og margt fleira, En i gegnum þykkt og þunnt er Drilli alltaf sami sakleysinginn, sem öllum þykir vænt um. Þessir glaðhlakkalegu náungar eru stjórnarmeðlimir í Félagi ungra jafnaðarmanna iReykjavik, og hér halda þeir á farmiða, sem þeir af- hentu nokkru eftir myndatökuna brezka ambassadornum I Reykjavik, Kenneth East. Farmiðinn cr frá Reykjavík til London, — en ekki til baka aftur. Vildu ungir jafnaðarmenn með þessu leggja áherzlu á andúö sina og mótmæli við innrás brezka flotans i Islenzka fiskveiðilög- sögu. Ambassadorinn neitaði að veita farseðlinum móttöku, en rabbaði aftur á móti góða stund við gesti sina. EViNRUDE Prófið sætio — en forlð varlega að benzíngjöfinni Sleðinn gæti verið kraftmeiri on þig grunor. Nýr, þýður og glæsilegur sleði, 40 hestafla mótor. SÝNINGARSLEÐ! Á STAÐNUM 3. bindi Vísnasafnsins komið út Út er komið hjá bókaútgáfunni Iðunni, þriðja bindi af Visnasafn- inu, sem Sigurður Jónsson frá Haukagili hefur valið úr vi'sna- sjóði sinum sem hann hefur safn- að I um áratugaskeið. t þessu bindi eru yfir sjö hundruð lausa- visur 250 höfunda. Sigurður Jónsson frá Haukagili er þjóökunnur af visnasöfnun sinni og ást á góöri stöku. Má full- yrða að mörg visan, sem er að finna I safni Sigurðar væri glötuð ef ekki hefði notið við hinnar si- vökulu elju hans ásamt góðum stuðningi fjölda manna. Sigurður Nordal lét eitt sinn svo mælt um lausavisuna: „Þær eru sú kveðskapartegund, sem óhætt mun að fullyrða, að geti ekki týnzt nema með tungunni.” Von- andi reynist sú spá sannmæli. — fyrsta Ijóðabók Björns Birnis Uppsprettur Þuriður Guðmundsdóttir Á svölum — ný Ijóðabók eftir Þuríði Guðmundsdóttur — Nýlega kom út ljóðabók eftir Þuriði Guðmundsdóttur, sem nefnist A svölunum. Þuriður hef- ur áður sent frá sér tvær ljóða- bækur, Aðeins éitt blóm árið 1969 og Hlátur þinn skýjaður árið 1972. t þessari nýju bók eru fjörutiu og fimm ljóð. Björg Þorsteins- dóttir listmálari gerði kápumynd, en Leiftur hf. annaðist offsetfjöl- ritun. Bókin er gefin út á kostnað höfundar. Örfóum sleðum óróðstafað úr næstu sendingu. Hafið samband strax. VERÐ 335.000 SKIMMER 440 Takið eftir útlitinu! SIMI 8t5Qd ■ARMULA11 Nýútkomin er ljóðabók eftir ungan mann, Björn Birnir, sem nefnist Uppsprettur. Þetta er fyrsta bók höfundar og gefur hann hana út sjálfur, en Björn er við nám i stærðfræði og eðlisfræði i Bandarikjunum. í ljóðabókinni eru 35 ljóð, og auk þess ljóðaflokkur sem höfundur nefnir Rapsódiu i karfa, en þeim flokki fylgir orða- listi til skýringa. HAPPDRÆTTI FRAMSÓKNARFLOKKSINS1975 Nr. 39502 IA 42000 ~ UPPLÝSINGAR: RAI 11. 12. Dregið 23. desembéiitiy5. Verð miðans kr. 200,00 EJÖLDI ÚTGEFINNA ERÐIR 1976: lorðurlönd: Danmörk, Sviþjóð| lupmannahöfn 1 íinarlönd fyrir íeyjar iríeyjar Noröurlönd Mallor Mallor Kaupmannahöfn. Vfkudvöl Kaupmannahöfn. Vikudvöl lyrir Costa Brava á Spánl fyrlr “ Costa Brava á Spáni 10,00, ,00 10.000,00 80.000,00 60.000,00 60.000,00 £ Kr. 1.200.000,00 V ilMI 24483. Þeir, sem hafa fengið heimsenda miða með giró- seðli, eru vinsamlega beðnir að gera skil i næstu peningastofnun eða pósthúsi eða senda greiðsluna til skrifstofu happdrættisins, Rauðarárstig 18. Skrifstofan er opin kl. 9-6 virka daga, nema laugar- daga kl. 9-12. Miðar eru seldir þar og i afgreiðslu Timans, Aðalstræti 7, og er þar einnig tekið á móti uppgjöri. Drætti verður ekki frestað. Björn Birnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.