Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 1
Leiguflug—Neyðarflug HVERT SEAA ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122-11422 HREYFILHITARAR I VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR 284. tbl. — Fimmtudagur 11. desember 1975 —59. árgangur HF HÖRÐDR GUNNARSSOK SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 Baldur ekki nothæf- ur fyrir Gæzluna Gsal-Reykjavlk — Skuttogarinn Baldur, sem Landhelgisgæzlan ætlaði aö senda á miöin til gæzlu- starfa I þessari viku, en ónot- hæfur I þvi ástandi sem hann er nii og þvi er ljóst, aft hann mun hvergi fara I bráð. Nokkrir veiga- miklir gallar komu fram I skipinu i gær, þegar starfsmenn Land- helgisgæzlunnar voru að yfirfara skipið. Af þeim sökum hefur sú á- kvörðun verið tekin, að Arvakur haldi aftur á miðin og mun varð- skipið halda úr höfn á morgun. Arvakur átti sem kunnugt er að fá hvlld frá störfum a.m.k. fram yfir áramót, enda þarf skipið ein- hverra lagfæringa við. Landhelgisgæzlan varðist i gær allra frétta af göllunum I Baldri, og kvað þá ekki fullkannaða enn- þá. 1 gær unnu starfsmenn Gæzl- unnar að skýrslugerð um málið og verður skýrslan send dóms- málaráðuneyti. Skuttogarinn Baldur er sem kunnugt er, nýkominn úr viðgerð i Póllandi og miðuðust ákvarðan- ir Landhelgisgæzlu og dóms- málaráðuneytis við það, að út- búnaði skipsins væri i engu áfátt. Annað kom þó á daginn þegar starfsmenn Gæzlunnar yfirfóru skipið, og töldu þeir nokkra galla það veigamikla að ekki væri ráð- legt að senda skipið á miðin. Samkvæmt heimildum sem Tim- inn hefur aflað sér, varða gall- arnir einkum togvindu og öxul, en einnig fannst galli I stýrisvél. Viðgerðin i Póllandi fólst eink- um I þvi, að styrkja togvindu skipsins, en einnig var áöur- nefndur öxull eitthvað lagfærður. Timinn hefur fregnað að starfs- menn Landhelgisgæzlunnar telji öxulinn og togvinduna ekki i beinni linu og þvi varhugavert að nota skipið. Að sögn Guðmundar Guðmundssonar hjá Hafrann- sóknarstofnuninni, en hann fylgd- istmeð viðgerðinni á Baldri I Pól- landi, fengu þeir sex mánaða á- byrgðarskirteini fyrir viðgerðinni á spilinu og þeim tækjum, sem þvl eru tengd. Þess skal getið að sams konar gallar komu fram I öllum pólsku togurunum, og var viðgerð á spil- um þeirra i Póllandi eigendum togaranna að kostnaðarlausu. Fari svo að áðurnefndir gallar i Baldri séu það miklir að viðgerð- arkostnaður verði talinn veruleg- ur er ekki óliklegt að skipið verði sent aftur til Póllands og pólska fyrirtækið látið greiða viðgerðar- kostnað, samkvæmt ábyrgðar- sklrteininu. ÁSGEIR SKELLTI DYNAAAO KIEV > Lögbannsbeiðni við kryddpökkun í Kópavoginum Oó-Rvik. ibúðareigandi i Kópa- vogi hefur snúið sér til fógeta- embættisins þar I bæ og lagt fram beiðni um að lögbann verði sett á kryddpökkun, sem fram fer i hluta af húsi hans. Um er að ræða tvilyft timburhús, og býr gerðarbeiðandi á efri hæðinni, en fyrir nimu ári keypti fyrirtæki neðri hæðina og hóf umrædda starfsemi. Vélar eru notaðar við pökkunina, og krydddaun og ryk leggur um allt hiísið. Þrátt fyrir að bygginganefnd Kópavogs og heilbrigðisnefnd hafi gert sam- þykktir um að starfsemin á neðri hæðinni sé ólögleg og beri að hætta henni, hefur kryddpökkun- in haldið áfram, eins og ekkert hafi I skorizt, og yfirvöld ekki skipt sér nánar að málinu. Nýver- ið hafa lögregluskýrslur verið teknar, og i fyrradag var lög- bannsbeiðnin lögð fram. Fellur úrskurður væntanlega i dag eða á morgun. I lögum um sambýli er skýrt tekið fram, að ekki megi nota ibúðarhúsnæði fyrir annað en það er byggt fyrir. agT.Hi2Th.H<.IISy~i.l«. T.M.R.J. ^jllll ¦!¦¦¦¦—— dagar til jóla Þrjú dufl á Seyðisfirði Gsal-Reykjavlk — Bæjar- stjórinn á Seyðisfirði hafði samband við Langhelgis- gæzlua-i gær og óskaði eftir þvl að starfsmenn hennar at- huguðu þrjú dufl, sem sánsí á Seyðisfirði i gær, um 300 metra utan við svonefndan Borgartanga, 30-40 metra frá landi. Bæjarstjórinn á Seyðisfirði telur að duflin geti verið úr kafbátagirðingu, og þá frá strlðsárunum. 1 gærkvöld varV varðskip komið til Seyðisfjarðar til að kanna málið. MEDALEKNli.. \anga\eitur uni faðerni Snorra Siurhtöonar Kominn af Grirni ivamban Adfangadag'skvdld í Winnipeg Si;„,A„, siriiitM......... Island ög hin nvja heimsmynd jarðfra'ðin'nar l>Mful(u| \ ., :: ¦ I.....i 11(1 jólasagá fra Garði Litazt um við áraraót Jólablað Tímans komið út JÓLABLAÐ Timans er komið út og verður þvi dreift á næstunni, þannig að dreifingu verður lokiö upp úr helgi. Jólablaðið er 80 siður og með- al efnis þess má nefna: Vanga- veltur um faðerni Snorra Sturlusonareftir Sigurö Ólason, viðtal til Erlend Paturson, sem bér fyrirsögnina: Kominn af Grimi kamban, Aðfangadags- kvöld i Winnipeg eftir Gest Pálsson, tsland og hin nýja heimsmynd jarðfræðinnar eftir Sigurð Steinþorsson, Jólasaga frá Garði eftir Þórhall Bjarnar- son, biskup, og „Litazt' univið áramót" eftir Helga Haralds- son. Á Þorláksmessu mun svo Jólablað Barna-Timans fylgja Tlmanum, þar sem auk efnis fyrir börn og unglinga verður getraun með reiðhjól að verð- launum. JÍ/i^iiV íy/5 0 Forsíða Jólablaðs Tímans 1975

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.