Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 11. desember 1975. Geir Haligrímsson forsætisráðherra á Alþingi Staðið verður við loforð ríkisstjórnar og Alþingis LAGT HEFUR verið fram á Al- þingi stjórnarfrumvarp um að Viðlagasjóði verði heimiláð að verja aiit að 200 millj. króna af eign sinni til að standa að fullu við skuidbindingar sinar vegna snjó- flóðanna á Norðfirði. Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra fylgdi frumvarpinu úr hlaði i gær með Itarlegri ræðu um mái- efni Viðlagasjóðs og kom m.a. fram hjá ráðherra að staðið verður að fullu við áður gefnar yfirlýsingar rikisstjórnar og Al- þingis um bætur til Vestmanna- eyja og Norðfirðinga vegna tjóns þeirra. Ennfremur kom fram hjá forsætisráðherra að sambærileg aðstoð verði veitt á báðum stöð- unum. 1 upphafi ræðu sinnar greindi forsætisráðherra frá .lögum sem um viðlagasjóð fjalla og hvert væri hlutverk hans. Einnig gre indi hann frá lögum, sem gildi tóku 14. mai 1975 um Viðlaga- tryggingu Islands en samkvæmt þeim lögum á Viðlagatrygging að taka við hlutverki Viðlagasjóðs 1. jan. 1977. Þá sagöi forsætisráðherra: „Þar eö tekjuátofnar Viðlaga- sjóðs falla niður um áramót, er mikilvægt að gera á þvi nokkra úttekt, hvort sjóðnum hafi verið aflað nægilegs fjár til að standa við skuldbindingar sinar gagn- vart Vestmannaeyingum og Noröfirðingum. 1 greinargerð stjórnar Viðlaga- sjóðs, er fylgir greiðsluáætlun Viðlagasjóðs fyrir Vestmanna- eyjadeild sjóðsins, sem prentuð er með athugasemdum við laga- frumvarp þetta, segir: Viðlagasjóður greiðir 800 millj. kr. til bæjar- sjóðs Vestmannaeyja. „Deildin hefur nú lokið upp- gjöri viö alla tjónþola nema bæj- arsjóð Vestmannaeyja, en upp- gjöri bóta hans er það langt á veg komið að telja verður áætlunina nærri lagi. Samkvæmt þvi nema bætur til bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir eignatjón 500 m.kr. og fyrir rekstrartjón 200 m.kr. Auk þess tekur áætlunin tillit til ým- issa aögeröa til stuðnings upp- byggingu i Vestmannaeyjum, sem stjórnin hefur ákveðið með heimild i ýmsum ákvæðum reglu- gerðar nr. 62/1973, en gerir ekki ráð fyrir að lengra sé gengið i þeim efnum en þegar hefur verið ákeðið. A hinn bóginn gerir áætl- unin ekki ráð fyrir útgreiðslum vegna ábyrgða, sem sjóðurinn hefur gengið i fyrir bæjarsjóð. Alls gerir áætlunin þvi ráð fyrir greiöslum til bæjarsjóðs Vest- mannaeyja, sem nema 800 m. kr., og hefur sú upphæð að verulegu leyti þegar verið greidd.” Aætlunin sýnir að deildinni hef-^. ur meö núgildandi lagaákvæð- urn verið aflað nægilegs fjár tilTað standa við þessar skuld- bindingar sinar. Á hinn bóginn er mikið af fé Vestmanna- eyjadeildar sjóðsins fast i skulda- bréfum og fasteignum og mun þvi greiðslustaða deildarinn- ar verða slæm og skuld við_ Seðlabankann lækka hægt. Gert” er ráð fyrir að I árslok 1975 muni hún nema 1.031 m.kr. og i árslok 1976 624 m. kr. og ekki verða að fullu greidd fyrr en i ársbyrjun 1978. Ennfremur sýnir áætlunin að sjóðurinn eigi eignir i skulda- bréfum, sem nema um 900 m.kr. umfram þær skuldbindingar, sem áætlunin gerir ráð fyrir, en frá þvi verður að draga afföll skulda- bréfanna (vaxtamun). Vel getur verið að enn komi upp i Vest- mannaeyjum þau vandamál, sem stjórn sjóðsins telji sér skylt að sinna og sem ekki eru tekin með i áætlunina. Er ljóst, að eignastaða sjóðsins gefurnokkurtsvigrúm til þess, en greiðslustaða yrði þá að sama skapi lakari.” Úttekt á stöðu bæjar- sjóðs „Stjóm sjóðsins telur þó rikar Dreifing sjónvarps rædd á Alþingi Mó—Reykjavik. — Á fundi efri deildar Alþingis i gær mælti Steingrimur Hermannsson fyrir frumvarpi sem hann flytur ásamt Inga Tryggvasyni og Halldóri As- grimssyni um breytingu á Ot- varpslögum. Sagði framsögu- maður að fmmvarpið miðaði að þvi að hraða framkvæmdum við útbreiðslu sjónvarps, þannig að þeir fáu landsmenn, sem enn ættu ekki kost á að njóta þess menn- ingartækis fengju það sem fyrst. Jafnframt miðaði frumvarpið aö þvi að bæta hlustunarskilyrði hljóðvarp. Framsögumaður gat þess að hann hefði oft ásamt öðrum þing- mönnum Framsóknarflokksins flutt þingsályktunartillögur um að hraða dreifingu hljóð- og sjón- varps. Einnig hefðu ýmsir aðrir þingmenn einnig flutt svipaðar tillögur. En þrátt fyrir þetta hefðu framkvæmdir verið allt of litlar og sérstaklega hin allra siðustu ár. Taldi framsögumaður að góð hljóðvarps og sjónvarpsskilyrði skæru á einangrun margra lands- svæða og væri mikilsverður þátt- úr i að tengja þjóðina saman án þess að færa hana alla á suðvest- ur horn landsins. Þá rakti framsögumaður áætl- anir Pósts og símamálastjórnar- innar um dreifingu sjónvarps og hljóðvarps bæði um landið svo og á miðin umhverfis það. Þar kemur fram að umtals- verðar upphæðir þurfi til að koma viðunandi skilyrðum til allra landsmanna og að mati hans og samflutningsmanna hans veröi litið af framkvæmdum nema tryggðir verði tekjustofnar til verksins. í frumvarpinu er lagt til að lagt verði á 10 af hundraði viðauka- gjald á afnotagjald hljóðvarps og sjónvarps og verði upphæðinni varið til að koma á fullnægjandi hljóðvarps og sjónvarpssending- um tilallra landsmannaog til sjó- manna á fiskimiðum kringum landið. Einnig taldi flutningsmaður mikilsvert að fyrir liggi áætlun um dreifinguna, svo landsmenn viti hvenær þeir geti búizt við þessari mikilsverðu þjónustu. Kvaðst framsögumaður full- viss, að engir sæju eftir að greiða 10% aukagjald, af afnotagjöldum, eins og lagt er til með frumvarp- inu til þess að þeir fáu, sem enn eiga þess ekki kost að njóta viðunandi skilyrða, fái þau. Þorvaldur G. Kristjánsson (S) HelgiF. Seljan (Ab) Stefán Jóns- son (Ab) Jón Armann (A) og Al- bert Guðmundsson (S)tóku þátt i umræðunum auk framsögu- manns. I umræðunum kom fram að full ástæða væri til að flýta fyrir dreifingu hljóð- og sjónyarps, en ekki voru allir sammála um hvaða leiðir ætti að fara. Töldu Alberts Guðmundss. og Jón Ar- rnann að hér væri um sýndar- mennskufrumvarp að ræða þvi tekjur þær, sem frumvarpið gerði ráð fyrir væru það litlar að þær dyggðu skammt til að flýta fyrir dreifingunni. Steingrimur Hermannsson sagði að flutningsmenn væru mjög til viðtals um hvers konar breytingar á frumvarpinu ef það gæti flýtt fyrir dreifingu hljóð- og sjónvarps. Hann benti jafnframt á að tekjur af umræddu gjaldi yröi um 40 milljónir króna á ári. Til að byggja 14 endurvarps- stöðvar sem næðu til 810 sjón- varpsnotenda þyrfti hins vegar 80 millj. kr. og tæki þvi ekki nema tvö ár aö koma þanguð sjónvarpi Væri hann þess fullviss aö þessú fólki þætti þetta ekki sýndar- mennska. Vonaðist framsögu- maður aö jákvæðar undirtektir þingmanna við þetta mikilvæga mál yrðu til þess aö skriður kæm- ist á það. Jón Ármannsagöi i ræðu sinni að mikilvægara væri að koma á viðunandi hljóðvarpsskilyrðum út um landið, þvi bændur og hús- freyjur gætu notiö þess i fjósinu og jafnvel út á túni við hey- skapinn. Þau hefðu ekki tlma til að sitja inn I bæ við að horfa á sjónvarp. Þrír þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útvarpslögum um aö koma fullnægjandihijóövarps- og sjónvarpssendingum til allra landsmanna og sjómanna á fiskimiðun- um kringum landið. Frá snjóflóðinu i Neskaupstaö 1974 ástæður til að taka fram, að fyrir- sjáanlegt er að án frekari aðstoð- ar mun bæjarsjóður Vestmanna- eyja verða i miklum fjárhags- erfiðleikum um árabil. Stafar þetta af þvi að bæjarfélagið hefur reist sér hurðarás um öxl með miklum og dýrum framkvæmd- um, sem auk þess verða unnar á mun hærra verðlagi en þvi, sem bótamat sjóðsins var miðað við. Stjórn sjóðsins telur að ekki megi loka augunum fyrir þessum vanda og vill þvi benda á hvort ekki sé rétt að fram fari úttekt á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs og horf- um næstu árin. Stjórnin telur ekki rétt að slik úttekt fari fram á veg- um Viðlagasjóðs einkum vegna þess, að vandamálið mun tæpast skýrast til fulls fyrr en um það leyti, sem sjóðurinn verður lagð- ur niðúr. Virðist þvi eðlilegra að slik úttekt fari fram á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins eða ann- arrar opinberrar stofnunar.” Framangreind viðhorf koma einnig fram i bréfi forseta bæjar- stjórnar og bæjarstjórans i Vest- mannaevjum til stjórnar Við- lagasjóðs 13. nóvember 1975. Þar er fjallað um fjárvöntun bæjar- sjóðs, og segir m.a.: „Skv. fjárhagsramma kaup- staðarins fyrir næstu 4 ár nemur fjárvöntun bæjarsjóðs 900 m.kr. aukum 200m.kr. hjá rafveitu, en þá er einungis miðað við greiðslur lána og verksamninga, sem i gangi eru, auk nauðsynlegra framkvæmda vegna endurreisn- ar byggðar i Vestmannaeyjum. Ætla má, að fái kaupstaðurinn fé I þessuskyni á næstu fjórum árum, þá mun hann standa á eigin fótum frá og með árinu 1980. Þó verður staða rafveitunnar eftir sem áður erfið, en svo er um flestar rafveit- ur á landinu. Ekki er óliklegt að unnt sé að skera niður fram- kvæmdir að nokkru svo að fjár- vöntun verði u.þ.b. 1.000 m.kr. Bæjarstjórn er reiðubúin til allrar samvinnu, hvort heldur væri frekari úttekt á stöðunni á vegum Hagfræðideildar Seðla- bankans, eða aðrar óskir stjórn- valda i þessum efnum. Þess gerist vart þörf hér að benda á þýðingu Vestmannaeyja sem stærstu fiskútflutningsmið- stöðvar á landinu og hið mikla uppbyggingarstarf einstaklinga, fyrirtækja og bæjarfélags til endurreisnar heilbrigðs atvinnu- lifs á staðnum. Bæjarstjórnin gerir sér fulla grein fyrir þvi mikla og fórnfúsa frámlagi sem þjóðin öll hefur lagt af mörkum við uppbyggingar- starfið og vill nota þetta tækifæri sem og önnur tækifæri til þess að auðsýna þakklæti fyrir þátttöku i endurreisnarstarfinu.” Eins og fram kemur i þessum bréfum eru aðilar sammála um að úttekt verði gerð á stöðu bæj- arsjóðs. Þvi hefur verið ákveðið, að félagsmálaráðuneyti, Seðla- Framhald á bls. 17. STÓRAUKNAR TEKJUR SVEITARFÉLAGA MÖ-Reykjavik Lagt hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um sölu- skatt. Sú breyting hefur það i för með sér, að tekjur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga störaukast, og er áætluð tekjuaukning sveitarfé- laganna af þessari breytingu um 600 milljónir króna. Gjöld á söluskattstofn eru nú 20 af hundraði og verða óbreytt eftir breytinguna. Þar af er sjálfur söluskatturinn 13%, söluskattauki 4%, viðlagagjald á söluskattstofn 2% og gjald á söluskattstofn til að draga úr áhrifum verðhækkunar á oliu 1%. Samkvæmt 5. gr. laga nr. 5. 28. febrúar 1975 fellur viðlagagjald á söluskattstofn niður þann 31. desember n.k. Er áætlað að nú- gildandi tekjustofnar Viðlaga- sjóðs dugi til þess að ljúka verk- efnum hans i Vestmannaeyjum og á Norðfirði en Viðlagatrygging íslands tekur siðan, sem kunnugt er, til starfa á næsta ári. Er með frumvarpi þessu lagt til að það 2% gjald á söluskattstofn, sem runnið hefur til Viðlagasjóðs, verði sameinað söluskattinum og renni framvegis i' rikissjóð. Þá er lagt til að 4% söluskattauki verði felldur niður en söluskattur hækkaður að sama skapi. Með þessu hækkar söluskatturinn um 6 prósentustig, enda þótt heildar- gjöld þau sem lögð eru á sölu- skattstofn veröi óbreytt, þ.e. 20%. Þessi breyting hefur i för meo sér að tekjur Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga stóraukast. Samkvæmt núgildandi lögum nýtur sjóðurinn 8% af þeim tekjum sem sjálfur söluskatturinn, þ.e.a.s. 13 prósentustig, gefa af sér. Eftir breytinguna nýtur sjóðuiinn hins vegar 8% tekna af öllum 19 sölu- skattstigunum. Er áætlað að tekjuaukning sveitarfélaganna af þessari breytingu verði um það bil 600 milljónir. hSí ■■■■■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.