Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 11. desember 1975. Fimmtudagur 11. desember 1975. TÍMINN 11 Höfðingsfólk Vestfjarða Arnór Sigurjónsson: VESTFIRDINGASAGA 1390—1540. Prentsmiöjan Leiftur. Arnór Sigurjónsson hefur lengi fengizt viö islenzka sögu frá ýmsum timum. Hér segir hann frá stórmenni á Vestfjörð- um svo sem Birni Jórsalafara, Vatnsfjarðar-Kristinu, Birni rika, Ólöfu riku konu hans, Birni i ögri og Birni Þorleifssyni og mörgu merku fólki öðru. Heimildir um þetta fólk eru gloppóttar, en ýmis konar kaup- bréf og kvittanir, dómsskjöl og vitnisburðir eru þó til. Margt af þvi eru öruggar heimildir svo langt sem þær ná. Stundum sýna þessi gögn að sagnir sem komizt hafa á bækur geta ekki verið réttar, stundum vitna þær gegn þeim án þess aö hafa fullt sönnunargildi. Bók Arnórs er lýsing þess hvernig hann skynj- ar söguna bak viö þessar heimildir. Hvernig var þetta fólk? Hvað var að gerast í þjóð- lifinu? „Hún er skörung- ur hún Ásta mins Ásta málari Endurminningar Ástu Árnadóttur Ritaðar eftir frumdrög- um hennar sjálfrar og öðrum heimildum. Gylfi Gröndal skráði Bökbindarinn hf. ,,Hún er skörungur hún Ásta min! Já, hún erskörungur! sagöi fjörgömul kona i Njarðvikunum, þegar Ástalitla i Narfastaðakoti sjö ára gömul haföi ýtt báti á flot og hafði borizt á honum frá landi ein sins liðs, en vitanlega setzt undir árar. Telpan frá Narfa- staðakoti átti eftir að sýna það oftar og betur að hún var skörungur. Og nú er saga hennar komin i bök. Þar hefur okkur bætzt ein góð Islendingasaga. Gylfi Gröndal kann til verka að semja minningabók. Hann ber Jýf H i y''IHÚ* f f ' / ■ Den iðrete kvindzlige MalersvencL Trn una* ira tRndiao.f 'ái í I a o.bial flufia) ifl r n a b o 11 i t. fom bar aflaflt coriibfptour i ‘Ulalrriaflrt fit : Waar af Swnbrprðviffomniiínonrii lilfn.bt ?tromrmrbailir. Slf br Ail Horubrflwffrr. \cm tjor ocrrrt ubftiUrbr i tRaabbuðbaUrn. blro 15 brlon* nrbr mrb brnnr ÍilrbaiUr. nubrnð brr iffr ubbrllrf nonrn SðlomroaiUr. Ta Jtommiðiionrn baobr ai' ij'Oft fit Sf*n brfrnbtgiorbr brnð ('otmnr.b. ŒlaM* taab. 'i'oiflmriirt T- o b b a l Dir ultatrl ior br unfir oa faflbr brm nofllr omliflf. anrrfrnbrnbr Crb. Trr unflr O^lffnbrrinbr oar naturlifloið iörnitanb foi iarl'q C pmflrrfíomtrb. Önn rr iffr brn f*rftr Jfoinbr. iom brtlirmmr bai brifir't'flrt fifl mrb VJlalrrorofrðfionrn, mrn. rftrr tjoot Sfurmriirrnr mrbbrlrr. bar inflrn Jtoinbr Jor flioi' t^nbr'turfrvi brttr ífafl. Trn unflr‘0itl«nbrrinbr rr Sfolrlmribatlrt V n bnr tioart i C*rr ttr Vlor i SRrufjooir. mrn br: vbítr fcolor «Ior 'fcöK^fcim^ crl»r:brt brr t P*brn- tocn l.oð í^itmort í)of*Ttforátíoi'.?moIruir tPrrnfcail S «fc t * b r t, ‘Jl i r l f r n efl í' a n f r n, Iprtirll unbn Oiin''!r-olrr Co»tgaatbC Iflrjlrbr.infl. 'ílfla 2ít nobott i tar i brttr fcalor 2íat brrt paa ‘flo-Tiiffcirni' mrt . .“rifconia". bDi'r mon flrt og trf falbrr fcrnfci I\rf Toiilfrn. Otibnu rn liUr Tib cil fcun blior fcn i Jfrbrnf.non fot pbriliflrrr at ubbannr fifl. ofl 'ao tríp/r l.un fcirm til ^CÍaiib. skyn á hvað er vert frásagnar, og getur farið fijóttyfirsögu ef það á við. Ásta Árnadóttir var fyrsta is- lenzka konan, sem fékk iðnrétt- indi. Hún var fyrsta konan i Danaveldi, sem fékk sveinsbréf i málaraiðn. En hún lét sér það ekki nægja, heldur létti hún ekki sókninni fyrr en hún fékk meistarabréf i Hamborg. Það voru þröskuldar á þessari leið. Islenzkur málarameistari, sem hún leitaði fyrst til, neitaði að taka hana sem iðnnema, en visaði þó til félaga sins, sem var danskur. Og Berthelsen gamli kvaddi hana með þessum orðum : ,,Já, já, viö skulum læra þér að mála, ljúfurinn min”. Siðar var henni neitað um inn- göngu i eina málaraskóiann i Kaupmannahöfn — Teknisk Sel- skabsskole. Hann var ekki fyrir konur. En konunglegir hirömálarar tóku hana i starf og hjá þeim tók hún sveinsprófið. Og þegar hún fékk meistara- bréf sitt i Hamborg fylgdi þvi ekki réttur til að hefja sjálfstæöan at- vinnurekstur i Þýzkalandi — af þvi að hún var kona. Og þegar húnstundaöi iðn sina i Höfn i félagi við danska stúlku gerðu eiginkonur málara aðsúg að þeim lil að mótmæla þessu háttaiagi þeirra. En svo voru aðrir, sém fylgdust með þessum ferli með aðdáun og fögnuðiogsáuþar timamót i sögu þjóöar sinnar. Þannig er þessi saga um óvenjulegan feril, þar sem ung kona brýzt áfram af kjarki og þrautseigju. Það hefur eflaust oröið margri konu hvöt til að brjótastnýja leið og stutt að þvi, að breyta almennum hugsunar- hætti. En þar að auki er þetta per- sónusaga, sem nær tökum á lesandanum. Það er spennandi örlagasaga, þó að það verði ekki rakið hér. En það er óhætt að tala um söguhetju i þessari bók. Margar skemmtilegar myndir úr sögu Ástu eru i bókinni. (Þess skal getið aö bókinni fylgir nafna- skrá). Það hefur ýmsa hent þegar þeir reyna að fyrna mál sitt, að setja á blað aðra eins vitleysu og — stúlkan a tarna. Þetta er hvim- leitt. Þvi gladdi það mig, þegar Gylfi segir eins og gömlu konurn- ar heima: telpan sú arna. Hins vegar angraði það mig, að hann talar um staðsetningu — en ekki legu — tangans, sem Ásta bjó á með seinni manni sinum i Ame- riku. En ekki getur þetta talizt mikil eða alvarleg aðfinnsla við heila bók, sem mér þykir bæöi merk og skemmtileg. H. Kr. Frásögn Arnórs og túlkun er skemmtileg aflestrar og bók hans hefur þann kost að greini- lega er sagt hvað heimildir staðfesta og hvað höfundur les milli lina til að fylla i eyðu. Það á sinn þátt i þvi að gera þessi fræði heillandi að menn verða að nota imyndunaratl sitt og getspeki til að meta hvað senni- legast sé. Til dæmis um frásagnarhátt Arnórs má lita á ummæli hans i tiiefni sögunnar um barneign Ólafar Loftsdóttur i æsku með Illuga: „Sagan sem sögð er um þau Illuga i Sýslurhannaævum, er þvi likust sem hún hafi fyrst verið sögð af litilmótlegum auðnuleysingja, sem reynt hefur að hæla sér i fjarlægri sveit með lygasögu. En á þeirri öld þótti þvilik frægð að komast yfir stúlku af auðugri ætt og nú þykir að taka doktorspróf i lög- fræðum”. Þar sem ræðir um skiptin eftir Björn rika segir Arnór m.a.: „Óskilgetnum börnum sínum gat Björn fundið konuefni og bú- ið börn sin heiman, ef hann hafði örlæti til þess, sæmilegum efnum, jafnvel þannig, að þeim væri vei sæmilegt og honum ekki mjög kostnaðarsamt, en eigi handa arfbornum börnum sinum, þvi að til þess var hann of auðugur. Arfbornir synir gátu skemmt sér við ungar stúlkur og jafnvel giftar konur, án þess að bindast þeim, og án þess að hneykslanlegt þætti, þó að visu gæti kostað fé og orðiö haturs- efni. En Solveig gat ekki leyft sér neitt þvi iikt. Ekki föður sins vegna, af þvi að hann þurfti að eiga hana sem metfé I pólitisk- um viðskiptum, og eigi sjálfrar sin vegna, þvi að þá átti hún á hættu að tapa rétti sinum til arfs eftir auöuga foreldra.” En ráðvendni Arnórs kemur meðal annars fram i þessum orðum: „Það skal tekið fram les- endum til viðvörunar, að sumt af þvi, sem nú hefur verið sagt um æsku Jóns dans, hjúskapar- stofnun og uppeldi i hjúskapn- um, eru getgátur einar og álykt- anir af þvi, sem lesið hefur verið milli lina i fornum heimildum, og getur þá hvort tveggja oröið, að mislesið hafi verið og eigi rétt til getið eða ályktað.” Þessi varúðarorð eiga viöa við um söguskilning á þessari - öld Það sem vitað er um þessa öld er margt i sambandi við deilur um arf og erfðárétt..Þar börðust menn hart og vægðarlaust. Auð- ugustu menn landsins viluöu ekki fyrir sér að láta dæma nán- asta frændlið arflaust svo að það yrði afskipt auðæfunum, svosem þegar synir Björns rika telja Solveigu systur sina ekki erfingja bróður sins eða móður vegna' þess að hún haföi ógift átt börn meö sambýlismanni sin- um. Þó að þetta dæmi sé nefnt má finna mörg önnur þar sem lagaréttur var drjúgum tæpari. En ýmsis þau atriði Islandssög- unnar sem hæst ber á þessum timum er deilur nákomins frændliðs um arf og arfaskipti. Hætt er við að það verði lengi óljóst hver áhrif verzlun og við- skipti Englendinga hafði á þjóð- lifið á þessum tima. Þaö er tak- markað sem viað er um verzlunarsöguna. Þó er það ljóst að konungsvaldið hefur tal- ið verzlun Englendinga taka spón úr aski sinum og sinna og þvi var tekið fyrir hana eftir hörð átök. t öðru lagi hefur það ýmsu breytt að fiskur varð eftirsótt útflutningsvara. Samt er nú erfitt að meta hver áhrif og hversu djúptæk þetta hafði á þjóðlifið i heild. Hér er ekki tóm til að velta vöngum yfir söguskilningi Arn- órs i einstökum atriðum, enda næsta fánýtt. Hann bendir á að Björn Þorleifsson hafi verið mildari maður og sáttfúsari en þeir frændur hans flestir sem hér er sagt frá. Lætur hann liggja að þvi að þar komi fram uppeldisáhrif frá kirkju og klaustri i Noregi og jafnframt e.t.v. mikil og þreytandi lifs- reynsla foreldranna. Slikt er auðvitað ósannanlegt. Augljóst viröist þó að vægð Björns stafi ekki eingöngu af linku i skapi, en erfðadeilur héldust við á landi hér lengi eftir hans daga. Arnór segir að Solveig dóttir Þorleifs Arnasonar og Vatns- fjarðar-Kristinar hafi efalaust heitið i höfuðið á ömmu sinni „hvað sem ættfræðingar segja um það, að á þessum öldum hafi ekki verið tizka að láta heita eftir lifandi mönnum”. Hér vil ég koma þvi að, að i minni sveit held ég að aldrei hafi verið talað um að barn héti eftir lifandi manni heldur i höfuðið á þeim sem lifði eða ut- an i hann ef nafni var vikiö viö. Hitt sýnist þó vera jafnrétt, þvi að auðvitað hét sá nafninu fyrir sem bar það áður, hvort sem hann var lífs eða liðinn. En hvað vitum viö um þessar venjur? Hvenær fannst fólki að barn gæti heitið eftir tveimur ef t.d. afarnir höfðu átt samnefnt? Var þaö fyrr eða það hvarf að bræö- ur eða systur hétu sama nafni? Hvenær var farið að láta börn heita draumnöfnum? Hvernig getur þaö veriö efalaust að telp- an hét nafni ömmu sinnar, þó að þaö væri sama nafnið? Kristin ömmusystir mln átti son sem Kolbeinn hét. Dóttir hans heitir Kristin. Ég taldi efa- laust að hún hét nafni ömmu sinnar. Svo var þó ekki. A bernskuheimili Kolbeins var gömul kona óskyld honum, Kristin Kolbeinsdóttir að nafni. Kristin yngri sagði mér aö faðir sinn hefði f.æsku haft góö orð um að yngja hana upp og staðiö við það. Þetta varð mér áminning þessað fullyrða varlega. En allt er þetta sagt hér til aö minna á það hvernig þessi saga kallar fram ýmiss konar hugleiðingar um þjóðleg íræði margs konar. En fyrst ég er að ræða um þessa bók vil ég aðeins geta þess að erfitt mun að sanna að það Kirkjuból i önundarfirði sem Einar Þóröarson vottar að talin hafi verið eign Guðmundar Ara- sonar sé KirkjubóTi Bjarnardal eins og talið er i nafnaskrá. Kirkjuból i Valþjófsdal mun þaö ekki hafa verið, þó að svo sé talið i nafnaskrá við fornbréfa- safnið. En þó að þau séu bæði frá eru enn eft-ir-tvö Xirkjuból i firði þeim og er þvPhægt að ruglast. Vitað er að KirkjUþól á Hvilftarströnd — Selakirkjuból eða Kirkjuból út frá Breiðadal fylgdi Guðmundareignum og þykir mér liklegt að við það sé átt. Þessi bók er að minu viti og fyrir minn smekk fróðleg og skemmtileg og mjög vekjandi til umhugsunar. H.Kr. ÞaUtakcndur á leiöbeinendanámskeiðinu að Flúðum Hrunamannalirepiii helgina 31. okt. til 2. nóv. Þcir voru samtals 30 talsins viðsvegar aí landinu. Meöal þeirra verkefna, sem mest eru aðkallandi i starfi æsku- lýösfélaga og samtaka, er þjálfun og fræðsla forystumanna þeirra og leiðbeinenda. Með aukinni þekkingu félagsforystunnar á stjórnun og rekstri félaga og skipulögðum vinnubrögðum, og með virkari þátttöku félags- manna i funda- og félagsstarfi, má án efa efla mjög alla almenna félagsstarfsemi, en með félags- málafræðslunni er að þvi stefnt. Æskulýðsráð rikisins hefur undanfarin þrjú ár beitt sér fyrir samræmdu átaki i félagsmála- fræðslu æskulýðsfélaga og sam- taka með þvi að standa fyrir samningu námsefnis fyrir félags- málanámskeið, og að veita æsku- lýðsfélögum nokkurn fjárhags- legan stuðning við framkvæmd slikra námskeiða. Þegar við upp- haf þessa starfs kom i ljós, að það voru ekki einungis æskulýðsfélög, sem þörf höfðu fyrir félagsmála- fræðslu og þjálfun, þvi ýmis önn- ur félög, ásamt skólum á öllum skólastigum, óskuðu samstarfs og aðstoðar æskulýðsráðs við þennan þátt. Þegar þetta er ritað, hafa félög og skólar viðsvegar um landið efnt til 140 félagsmálanámskeiða, þar sem farið hefur verið yfir námsefni æskulýðsráðs, og voru þátttakendur á þeim samtals 3500. Jafnframt þessu hefur Æsku- lýðsráð rikisins efnt til 8 nám- skeiða fyrir umsjónarmenn félagsmálanámskeiða, og fór það siðasta fram um siðustu mánaða- mót að Flúðum i Hrunamanna- hreppi, en þar mættu 30 fulltrúar landssamtaka æskulýðsfélaga, héraðssambanda og iþrótta- bandalaga. Æskulýðsráð hefur frá upphafi haft samráð og samstarf um þessa fræðslu við ýmis æskulýös- samtök, en þar hefur þó þáttur U.M.F.Í. verið stærstur. Fræðslustarfsemi þessi stendur nú á nokkrum timamótum, þar sem i undirbúningi eru fram- haldsnámskeið fyrir þennan mikla fjölda, sem sótt hefur byrjunarnámskeiðin. Ahugi er mjög mikill á slikum framhalds- námskeiðum, og er þess vænzt að fjárveitingar til þessa þáttar i starfsemi Æskulýðsráðs rikisins verði auknar þannig að samning og útgáfa námsefnis og fjárhags- legur stuðningur ráðsjns við námskeiðshaldið geti orðið með eðlilegum hætti. ilalsteinn Þorvaldsson. formaður Æskulýösráðs rikisins. Frá 10(1. námskeiðinu. T.v. Reyynir G. Karlsson, æskulýðsfulltrúi tikis ins og t.d. Ilerniann Nielsson, framkvstj. UIA. Á náinskeiðunum er mikið unniði hópvinnu. A þessari mynd eru nokkrir þattlakenda á námskeiði a Reyðarfirði að störfum. Tolsvert dregur úr mannf jölgun á íslandi Oó-Reykjavlk. 31. des. 1974 voru Islendingar 216.095 talsins, 109.537 karlaiLOg 107.158 konur. Samkvæmt skýrslu Hagstofu Is- lands um mannfjölda fer fæðing- um heldur fækkandi. Um áramót- in siðustu voru 21.324 börn á aldr- inum 0—4 ára, 21.539 á aldrinum 5—9 ára, 22.937 á aldrinum 10—14 ára, sem er fjölmennasti aldurs- flokkurinn, og 22.238 á aldrinum 15—19 ára. Á bilinu 20—24 ára eru 19.452 einstaklingar. Siðan fer aldurs- flokkunum fækkandi, og i hinum siöasta 100—104 ára eru 4. Af núlifandi tslendingum fædd- ust 4165 1974, 2132 piltar og 2033 stúlkur. Allt frá árinu 1964 hafa fæðzt fleiri sveinbörn en stúlkur, en tslendingar fæddir þaö ár eru 4623, 2299 piltar og 2324 stúlkur. Mest virðist viðkoman hafa verið áriö 1963, en á þvi ári fæddust 4685, af þeim landsmönn- um, semh'ú.lifa. Geta má þess, að á lifieru 939 af þeim,sem fæddust aldamótárið, 394. karlar og 545 konur. Úr þvi fækkar árgöngum jafnt og þétt, og til aö mynda lifa nú 22 tslendingar, fæddir 1880, 8 karlar og 14 konur. Ókvæntir karlar eru alls 62.375, en ógiftar konur eru, eða voru um sJ. áramót 54.947, og er þarna talsverður munur á, og blasir ein- lifi við töluverðum fjölda karla. Þá kemur i ljós, að 1879 karlar eru skildirað lögum, en 2436 kon- ur eru skildar að lögum. Ekklar voru um áramótin 2.105 talsins en ekkjur 2.436. Um ára- mótin lifðu 86.494 landsmanna i hjónabandi. Þótt karlar séu fleiri en konur á landinu öllu, er greinilegt að þær hafa vinninginn i ibúafjölda Reykjavikur, en i höfuðborginni voru um áramotin 41.217 karlar og 43.425 konur. t Kópavogi, Hafnarfiröi, Garðahreppi, Bessa- staðahreppi og Mosfellssveit voru 15.963 karlar og 15.511 konur. Á Suðurnesjum, Kjalarneshreppi og Kjósahreppi voru 6.287 karlar og 5.982 konur. A Vesturlandi voru 7.169 karlar og 6.616 konur. A Vestfjörðum 5.297 karlar og 4.632 konur. A Norðurlandi vestra 5.262 karlar og 4.832konur. Norðurland eystra 11.944 karlar og 11.583 kon- ur. Austurland 6.306 karlar og 5.585 konur. Suðurland 9.794 karl- ar og 8.710 konur. Óstaösettir voru 37 karlar TO&-20 kijnur. Margvislegan fróðleik njá lesa úr mannfjöldaskýrslum. t-.ljós kemur til dæmis, að á aldrinúrn 15—19 ára eru 369 einstaklingar giftir, 55 karlar og 314 konur. Á aldrinum 20-24 ára eru 6.908 giftir, 2.679 karla og 4.229 konur. Er greinilegt, að stúlkur giftast mun yngri en karlar, en eftir þvi sem aldursflokkarnir verða eldri, minnkar þetta bil og fjöldi giftra jafnast eftir kynjum. 3500 félagsforustu- menn á námskeiðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.