Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 11. desember 1975. LÖGREGLUHA TARINN 89 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal utan i hvorum öðrum í sama húsasundinu. Var það kannski ekki sennilegt? Sá hávaxni sagðist eiga þá ósk heitasta að liggja samanhnipraður í einhverju húsasundinu. Þeir stóðu nú á götuhorni og þræddu í fáeinar mínútur. Þeir æptu hvor á annan til skiptis unz sá hávaxni samþykkti að þrauka í fimm mínútur til viðbótar. En það var líka allt og sumt. Fimm mínútur. En sá litli var ekki af baki dottinn. Reynum fyrir okkur í hálftíma. Við hljótum að finna einhverja ræfla. — Nei og aftur nei. Tíu mínútir þá, sagði sá hávaxni.... — Þú er bölvaður moðhaus, sagði sá stutti.....— Þetta kvöld er alveg tilvalið. Sá langi sá gljáþanin augu félaga sins og varð aftur hræddur. — Allt í lagi þá. Hálftími. En ekki meira. Mér er al- vara, Jimmy. Ég er að deyja úr kulda. Ég sver það. — Það mætti halda að þú sért að f ara að skæla, sagði Jimmy. — AÁér er hrollkalt, það er allt og sumt, svaraði hinn. — Nú komdu þá, sagði Jimmy ,... — Leitum að ein- hverjum og kyndum notalegt bál. Hvað segir þú um það ha? Hlýtt og notalegt bál. Þeir kumpánar litu hvor á annan og glottu. Þeir gengu fyrir hornið og upp götuna í átt að Culver-götu. Rétt í sama mund bar að eftirlitsbifreið númer sautján. í bif- reiðinni sátu þeir Phillips og Genero. Keðjurnar á aftur- dekkjunum skröltu eins og sleðabjöllur. xxx Erfitt var um að segja hvorir urðu meira undrandi, lögreglumennirnir eða ránsmennirnir. Lögregustjórinn hafði haldið því fram við hæstvirtan borgarstjórann, JMW, að mikill hluti starfs lögreglunn- ar væri samtvinnun fortíðar, nútíðar og framtíðar. Þó má hiklaust fullyrða, að hann hafði síður en svo neitt heimspekilegt í huga. Það er að segja — hann var ekki að hugsa um mismun hillinga og raunveruleika annars vegar og óskaástands og raunveruleika hversdagsins eins og hann er fyrir lögreglumanninn. Hann var aðeins að reyna að segja, að tilviljanir væru stór hluti starfsins og mörg málanna myndu aldrei leysast ef ekki kæmu til þessar tilviljanir. I sem skemmstu máli, hann var að reyna að segja herra borgarstjóranum, JMW, að stundum sé heppnin með lögreglunni. Klukkan átta mínútur f átta að kvöldi f immtánda marz urðu þeir Carella og Willis með eindæmum heppnir... Þeir höfðu auga með fremra herberginu í búðinni, sök- um þess að Dominick Di Fillippi (sem aldrei hafði kjaft- að frá neinu um nokkurn mann allt sitt líf) hafði sagt þeim að áætlunin væri sú, að ráðast til atlögu inn í búðina tíu mínútur í átta, skömmu áður en Jói gamli skraddari var vanur að draga gluggatjöldin f yrir útstillingarglugg- ann, sem sneri út að götu. La Bresca átti að sögn Dominicks að losa hann undan þessu starfi og læsa svo framdyrunum á meðan Calucci neyddi gamla manninn inn í bakherbergið með byssu sinni. Þegar Dominick gusaði út úr sér málavöxtum ítrekaði hann hvað eftir annað, að þeir myndu koma inn um aðaldyrnar, hvort sem það var raunveruleiki eða ímyndum. En sökum þessa gerðu allir ráð fyrir því (og því ekki það) að La Bresca og Calucci kæmu inn um aðaldyrnar. Dyrnar myndu opnast, bjallan sem tengd var hurðinni myndi hringja og þeir beina byssum sinum að andliti Jóa gamla skraddara. Síðan hæfist óþverraverk þeirra. Það er mikið efamál hvort lögreglan VISSI að á búðinni voru bakdyr. La Bresca og Calucci vissu að á búðinni voru bakdyr. Ná- kvæmlega klukkan tíu mínútur í átta spörkuðu þeir upp bakdyrunum með miklum hávaða og tilætluðum árangri. Þeir létu sig það einu varða hvort gamli maðurinn dytti niður af hjartaslagi við bramboltið. Ef ekki, þá hlaut hann að koma hlaupandi aftur i búðina til að kanna hver sjálfur gengi á. Þá var fjallgrimm vissa fyrir því að hann kæmi beint í flasið á tveimur stórum skammbyss- um. Það fyrsta sem þeir La Bresca og Calucci sáu voru tveir menn sem sátu og spiluðu myllu... — Löggan, var það fyrsta, sem La Bresca hnaut af vörum. Hann vissi að lágvaxni náunginn var lögregluþjónn, því oftar en einu sinni hafði þessi maður yfirheyrt La Bresca. Ekki vissi hann hver hinn náúnginn var, en hann þóttist f ær um að geta sér þess til, að þar sem er ein mús eru að minnsta kosti f immtíu — og þar sem var einn lög- reglugemsi hlutu að vera að minnsta kosti þúsund til viðbótar. Sennilega var þessi skítaskonsa morandi í lögreglumönnum. Þeir höfðu anað í fjári laglega i'l mmi J Fimmtudagur 11. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl.7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 8.15 og 9.04. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunst. barnanna kl. 8.45. Helga Stephensen les „Svanina” ævintýri eftir H.C. Andersen i þýðingu Steingrims Thorsteinssonar (3) Tilkynningar kl. 9.30 Þingfr. kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25 Ingólfur Stefánsson ræðir viö Árna Þórarinsson fyrrum skipstjóra og hafn- sögumanni Vestmannaeyj- um, annar þáttur. Morgun- tónleikar kj. 11.00 Sinfóniu- hljómsveitin i Bamberg leikur átta rússnesk þjóðlög og „Skógarnomina” op 56 hljómsveitarverk eftir Liadoff, Jonel Perlea stjórnar/La Suisse, Romande hljómsveitin leikur „Stenka Rasin”, sinfóniskt ljóð op 13 eftir Glazunoff, Ernest Ansermet stjórnar/Hljómsveitin Philharmonia leikur „Svanavatnið”, ballett- músik op. 20 eftir Tsjaikovski, Igor Markevitch stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkypningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frívaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Skrumskæling konunnar” eftir Barbro Bachberger. Guðrún Birna Hannesdóttir les þýðingu sina (2) 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir) Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Agústa Björnsdóttir stjórnar. Kaupstaðir á Islandi: Sitt- hvað um Sauðárkrók. 17.30 Framburðarkennsla i ensku. Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar 19.35 Lesið i vikunni Haraldur Ólafsson talar um bækur og viðburði liðandi stundar. 19.50 Samleikur I útvarpssal. Manuela Wiesler, Duncan Campell, Jeremy P. Day, Sigurður I. Snorrasonog Hafsteinn Guðmundsson leika Blásarakvintett op. 43 eftir Carl Nielsen. 20.15 Leikrit: „Ari Virtanen átta ára” eftir Maijaiiis Dieckman.Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Brlet Héðinsdóttir. Per- sónur og leikendur: Ari Virtanen - Jóhanna Kristin Jónsdóttir, Pate Virtanen-Rúrík Haraldsson, Ritva Virtanen - Margret Helga Jóhannsdóttir, Liisa Nieminen - Þórunn Sig- urðardóttir, Kirsi Virtanen - Kristín Jónsdóttir. Aðrir leikendur: Þorgrlmur Einarsson, Guðrún Stephensen, Kristln Anna Þórarinsdóttir, Klemenz Jónsson, Guðjón Ingi Sigurðsson, Jóhanna Norð - fjörð, Þórunn Magnúsdóttir, Erna B. Jónsdóttir, Hrafnhildur Guðmunds- dóttir, Valgerður Braga- dóttir, Margrét Kr. Péturs- dóttir og Steinunn As- mundsdóttir. 21.25 Kórsöngur. 21.40 „Agúst” Stefán Júllus- son rithöfundur les úr nýrri skáldsögu sinni. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson Höfundur lýkur lestri bókar sinnar (25) Krossgötur. Tónlistarþáttur I umsjá Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Birgissonar. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.