Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 11. desember 1975. TÍMINN 17 O Viðlagasjóður banki lslands og bæjarstjórn Vestmannaeyja skipi hver sinn fulltrUa til a6 gera úttekt á fjár- hagsvanda bæjarsjóðs Vest- mannaeyja. Meö hliðsjón af þess- ari úttekt verður tekin ákvörðun um lausn á fjárhagsvanda bæjar- sjóös. Þá hlýtur m.a. að koma til at- hugunar hvernig unnt er að nýta eignir Viðlagasjóðs i þvi skyni. Heildarútgjöld Norð- fjarðardeildar 650 millj. kr. Með frumvarpi þessu fylgir einnig nýjasta áætlun stjómar Viölagasjóös um tekjur og gjöld Norðfjarðardeildar. í greinar- gerð með áætluninni segir m.a.: „Áætlunin gerir ráð fyrir að heildarútgjöld Norðfjarðar- deildar muni nema 650 m.kr. þar af 590 m.kr. tjónabætur og aðrar greiðslur, sem runnið geta til uppbyggingarstarfsins i Norð- firði. Tekjur samkvæmt núgildandj, tekjustofnum virðast munu nema 550 m.kr. Samkvæmt þvi skortir deildina um 100 m.kr. til að standa við skuldbindingar sinar. Bætur til tjónþola taka að sjálF^ sögðu mið af þvi tjóni, sem varð, en ekki af þeim kostnaði, sem tjónþolar kjósa að ráðast i við endurbyggingu, enda eru þeir frjálsir að þvi hvernig þeir verja bótafénu. En að undanförnu hafa orðið talsverðar umræður um það, hvort bótaféð ásamtannarri fjármögnun, sem vitað er um, muni nægja til að greiða þá endurbyggingu, sem nú á sér stað i Noröfirði, og þykir ástæða til að gera hér nokkra grein fyrir þvi. Fyrir liggur áætlun um kostnað viö endurbyggingu frá fram- kvæmdastjóra uppbyggingar- nefndarinnar i Neskaupstað, dags. 1. október sl., og er niður- staða hennar 982 m .kr. Sams kon- ar áætlun gerð af trúnaðarmönn- um Viðlagasjóðs nemur hins veg- ar 775 m.kr. Þessi mikli munur skýrist ekki af mismunandi mati á kostnaði við hina ýmsu verk- þætti, þar ber mjög lftið á milli heldur af þvi að i hærri áætluninni eru ýmsir liðir, sem þar eiga ekki heima, svo sem tekjubætur, lán- tökur o.fl., sem ekki er fram- kvæmdakostnaður, auk þess sem trúnaöarmennirnir taka ekki inn i sina áætlun nokkra liði, sem lúta aö fullnaöarfrágangi, sem ekki veröurframkvæmdurfyrr en sið- ar, og sem ekki hefur áhrif á starfshæfni þeirra mannvirkja, sem um er að ræða. Til þess að mæta þessum kostn- aði eru bætur og aðrar greiðslur úr Viðlagasjóöi 590 m.kr. lán til Sildarvinnslunnar úr Fiskveiða- sjóöi 200 m.kr. og lán til annarra tjónþola, sem talið er að munu fást, 28 m.kr., eða samtals 818 m.kr. Þaö er þvi mat sjóðsstjómar- innar að fáist það viðbótarfé, sem farið er fram á hér að framan, þannig að sjóðurinn geti innt af hendi þær greiðslur, sem honum er ætlað, muni vart mikið skorta á að nægilegt fé verði til endur- byggingarinnar.” f lauslegri áætlun, sem fylgdi frumvarpinu um stofnun Norð- fjarðardeildar Viðlagasjóðs, var talið, að útgjöld sjóðsins af þessu verkefni muni nema 500 m.kr. Sjá má nú, aö of lágt var metið, enda var þessi fyrsta áætlun gerð með fyrirvara. Hins vegar eru menn ekki á eitt sáttir, hve mikið á aö hækka upplaflega áætlun, eins og fram kom i greinargerð stjórnar Viölagasjóðs. A sinum tima skipaði forsætis- ráðherra nefnd þriggja þing- manna, þá Sverri Hermannsson, Lúðvik Jósepsson og Tómas Amason, til að hafa milligöngu milli Viðlagasjóðs ogheimaaðila i Neskaupstað. Þingmannanefndin sendi forsætisráðherra bréf 20. nóvember 1975 þar sem segir m.a.: „Þaö er skoðun okkar, eftir að hafa rætt málið við fulltrúa Við- lagasjóðs og þá heimaaðila i Nes- kaupstað, sem málið varðar mest, að tryggja þurfi Norðfjarð- ardeild Viðlagasjóðs að minnsta kosti 250 milljónir króna á næsta ári og miðum við þá við að tekjur deildarinnar af gildandi tekju- stofni til áramóta, verði 570 milljónir króna. Viö teljum tillögu Viðlagasjóðs um viðbótartekjur 100 milljónir Hundraöasti drgangur Andvara kominn út króna ófullnægjandi og bendum á að þær bótakröfur, sem fram em komnar og ekki hefur veriö synjað, enda ekki enn fjallað um þær samkvæmt reglugerð sjóðs- ins, samsvari þeirri tekjuþörf, sem við gerum tillögur um.” Framngreindar upplýsingar gefa til kynna, að enn eru ekki öll kurl komin til grafar við uppgjör tjónsins i Norðfiröi.” í lok ræöu sinnar sagði forsæt- isráðherra: „Ég lýk máli minu með þvi að Itreka enn, að staðið verður við áður gefin loforð riliisstjórnar og Alþingis um tjónabætur og uppgjör við Vestmannaeyjakaup- stað og Vestmannaeyinga, Nes- kaupstað og Norðfirðinga. Sömu reglum verðurfylgt við endanlegt uppgjör tjóna og greiðslubóta beggja deilda Viðlagasjóðs og sambærileg aðstoð verður veitt til uppbyggingar atvinnulifsins i kaupstöðunum tveimur.” Að lokinni ræðu forsætisráð- herra tóku eftirtaldir þingmenn tilmáls: Guðlaugur Gislason (S), Tómas Arnason (F), Lúðvik Jósepsson (Ab), Sverrir Her- mannsson (S), Ingólfur Jónsson (S) og Garðar Sigurðsson. t máli þingmannanna kom fram að þeir voru ánægðir með yfirlýsingu forsætisráðherra að að fullu yrði staöið við skuldbind- ingar Viölagasjóðs og töldu að með þvl að tryggja Norðfjarðar- deild Viölagasjóös 200millj. kr. til viðbótar árið 1976 ætti deildin að geta staöið við sinar skuldbind- ingar. Þó kom fram að þetta mætti ekki flytja til á þennan hátt, nema tryggt væri að ekki væri með þessu gengið á hlut Vestmannaeyinga. ® íþróttir slit — samanlögð markatala varð 4:1 fyrir Barcelona. A.C. Milan tapaði (0:2) fyrir Spartak Mos- cow i Moskvu. Þrátt fyrir þetta tap, komst Milanó-liðið áfram — á samanlagöri markatöku 4:2 Annaö Moskvu-lið — Torpedo Moscow — vann öruggan sigur (3:1) i gærkvöldi yfir Dynamo Dresden frá A-Þýzkalandi. Sigur- inn dugöi þó ekki, þar sem Dres- den-liöið sigraði á samanlagöri markatölu — 4:3. Eftirtalin liö leika 18-liða úrslit- um UEFA-bikarkeppni Evrópu: — Stal Mielec, Pólland, F.C. Brugge, Belgiu, Barcclona, Spánn, A.C. Milan, Italiu, Dyna- mo Dresden, A-Þýzkalandi, Lev- ski Spartak, Búlgariu, Liverpool, England og að öllum likindum HamburgerSV, V-Þýzkalandi.— Utanferðir svipaðar og á síðasta óri BH-Reykjavik — 1 utanferðum islendinga virðist mjög sækja I sama horf og var á siðastliðnu ári. i yfirliti fyrir nóvembermán- uð kemur I ljós aö 2552 islending- ar komu til Iandsins i þeim mán- uði, en 2738 á sama tima i fyrra. Fyrstuellefu mánuðiársins komu 48.115 islendingar til landsins, en á sama tima á ,:síðasta ári 51.637. I nóvembermánuöi þessa árs komu til landsins 2558 útlending- ar, eða alls 5.110, en I fyrra komu i nóvember 2220 útlendingar eða alls 4.958, þannig að nokkur aukn- ing hefur orðið á hingaðkomu út- lendinga. Fyrstu ellefu mánuði ársins komu hingað 69.325 útlendingar, eða alls 117.440 ferðamenn, A sama tima árið 1974 komu hingað 66.374 útlendingar, eöa alls 118.011 ferðamenn alls. Enn sem fyrr koma flestir hing- að frá Bandarikjunum, eða 1118 i nóvember, frá Stóra-Bretlandi komu 228 og V-Þýzkalandi 213, Danmörku 199, Sviþjóð 138 og Noregi 109. Eftirtektarvert er, að 71 skuli koma frá Austurriki og 52 frá Sviss. © Rhodesia dag táknaði upphaf nýrra form- legra stjórnarskrárviðræðna. Fréttaskýrendur telja hins vegar óllklegt,aö Nkomo hefði látið slik ummæli frá sér fara án samráðs við Smith, en fyrir niu dögum undirrituðu þeir sáttmála, þar sem sagði, að stefnt skyldi að þvi að stjórnarskrárviðræöur yrðu haldnar hið fyrsta. Frá þvi stjórnarskrárvið- ræðurnar viö Viktoriufossana fóru út um þúfur 25. ágúSt sl. hef- ur afriska þjóðarráöið verið klof- ið i tvennt. Annars vegar þá, sem haldið hafa kyrru fyrir i Rhodesiu, Nkomo og fleiri, og svo hins vegar þá sem flýðu land, en þeir hafa aðsetur sitt I Lusaka. Hafa þeir sagt, að ekki komi til mála að viðurkenna viöræður Nkomoog Smiths, og segjast ekk- ert vilja með þær gera. HUNDRAÐASTI árgangur And- vara er kominn út hjá Bókaútgáfu menningarsjóðs og Þjóövinafé- lagsins. Ritstjóri er dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður. Aðalgrein Andvara aö þessu sinni er ævisöguþáttur Gisla Jónsson- ar, prentara, ritstjóra og skálds I Winnipeg eftir dr. Jakob Jónsson, en annað efni er: Bergsteinn Jónsson: Aðdragandi og upphaf vesturferða af tslandi á nitjándu öld, Arni Guðmundsson: Nokkur bréf til sýslumannshjónanna á ÞAÐ FÓR ekki svo, að hið land- fleyga orðatiltæki Það er bara svona yrði ekki titillinn á einni bókanna, sem út koma fyrir jólin i ár. Þaðerbara svonaer ny skáld- saga eftir Guðnýju Sigurðardótt- ur, sem Bókarforlag Odds Björnssonar hf. gefur út. A kápu bókarinnar segir m.a. um efni bókarinnar: Ella er fædd og uppalin i „Pressuhúsinu” á Litluströnd og alltaf kölluö Ella Litla-Hrauni 1872—73, Björn Jónsson: Fréttabréf frá Nýja-ís- landi, Guttormur J. Guttorms- son: Tveir þættir, Finnbogi Guð- mundsson: „Þeir lögðu upp aö morgni en eftir hann varð”, Sverrir Kristji son: Tregi án tára, Indriði Inuriöason: Endur- minningfrá 1917, Jakob Hálfdán- arson: Um nytsemi ættfræðinnar, Sveinn Bergsveinsson: Vinsældir og listgildi skáldskapar, Her- mann Pálsson: Hver myrti Vé- stein i Gisla sögu? og að siöustu Ólafur M. Ólafsson: Huldumál. press. Litlaströnd var rólegt pláss. En svo flytja þau Ella og Kalli maður hennar, með fjöl- skylduna til Reykjavikur og setj- ast að I blokk, og þá er Ella press allt i einu orðin frú Elin. Reykja- vikurlifið er þeim allframandi, og ýmis ævintýri gerast I blokkinni. Þetta er bráðskemmtileg og fyndin nútimasaga, full af þeirri kimni og gáska, sem höfundinum er svo eiginlegur. Sjálfsbjörg: Mótmælir skerðingu á tryggingum til öryrkja gébé — 1 frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1976 er gert ráð fyrir að draga megi úr útgjaldaauka lif- eyristrygginga og sjúkratrygg- inga um 2000 milljónir króna, frá þvi sem ætlað er að gildandi regl- ur og framkvæmd feli i sér. ör- orkullfeyrir einstaklings er nú kr. 16.139,- á mánuði og með óskertri tekjutryggingu kr. 29.223,-, en ó- skert tekjutrygging er þeim ein- göngu greidd sem engar tekjur hafa. Stjórn Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaöra, mótmælir harðlega hverskonar skerðingu á bótagreiðslum almennrar trygg- inga til öryrkja og álitur að þrátt fyrir timabundna erfiöleika i efnahagsmálum þjóöarinnar, megi á engan hátt skeröa bætur trygginga til öryrkja, segir i til- kynningu frá Samtökunum. Það ætti að vera öllum Ijóst, aö kr. 29.223,- á mánuöi, hrökkva skammt til llfsframfæris og að öryrkjar geta þvi enga skerðingu á sig tekið. Þvi skorar stjórn Sjálfsbjargar á stjórnvöld aö beita sér fyrir þvi, að bætur al- mennra trygginga veröi auknar til tekjulausra öryrkja, þannig að þær nægi til eðlilegs lifsframfær- is. Það er bara svona — ný bók eftir Guðnýju Sigurðardóttur NÝ KIRKJA í STYKKISHÓLMI MÓ-Reykjavik — Siðasta aldar- fjórðung hefur verið ráðgert að byggja nýja kirkju i Stykkis- hólmi. Ekki hófust þó fram- kvæmdir fyrr en i sumar. Sóknar- presturinn Hjalti Guðmundsson tók fyrstu skóflustunguna að nýrri kirkju 19. júll. Grunnflötur hennar er 695 ferm, og sæti verða i kirkjunni fyrir 220 manns. Þá verða i kirkjunni safnaðarsalur, tómstundaherbergi og ýmis önn- ur aðstaða fyrir starfsemi kirkj- unnar. Ekki liggja neinar tölur fyrir um kostnað við kirkjubygging- una, en áætlað er að kostnaður við grunninn verði um 7 milljónir króna. Kirkjan stendur á hárri borg sunnan við svonefnda Maðkavik. Þaðansér vel yfir þorpið og út um eyjar. Teikningar að kirkjunni gerði Jón Haraldsson, en bygg- ingameistari er Bjarni Lárentsinusson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.