Tíminn - 13.12.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 13.12.1975, Qupperneq 1
Leiguflug—Neyðarflug HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Simar 27122-11422 PRIMUS HREYFILHITARAR j VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Helgi Hallvarðsson skipherra: ,,Ekki viss um að Þór hefði þolað eina ásiglingu til viðbótar" Gsal-Reykjavik — Skipverjarnir á dráttarbátunum gáfu sig ekki fyrr en við höfðum skotið tveimur föstum skotum, — kúluskotum, að Lloydsman. Fyrra skotinu var beint y fir skipið, en það siðara fór i bol þess. Við skotin gáfust þeir upp, en við sáum að þeir stóðu æf- ir á dekkinu og steyttu hnefana að okkur, sagði Helgi Hallvarðs- son, skipherra á Þór, en varð- skipið kom um hádegisbilið i gær inn til Seyðisfjarðar og náði Tim- inn tali af honum þar. Varðskipið hélt aftur á miðin í gærkvöldi. Frásögn Helga af atburðinum i fyrradag er þannig: „Við sáum þrjá dráttarbáta fyrir utan fjarðarmynnið og okk- ur virtist sem Star Aquarius væri að toga Lloydsman. Við töldum þvi Lloydsman bilaðan, enda höfðum við ekki fengið nein skila- boð um það að dráttarbátarnir hefðu óskað heimildar til að vera innan islenzku heldhelginnar. Við héldum að dráttarbátunum, sem voru þá um 2 sjómilur fyrir innan landhelgismörkin, og hélt þá Star Aquarius til hafs. Við gáfum honum stöðvunarmerki, sem hann sinnti ekki og sigldum siðan upp að hliðinni á honum og þegar við vorum komnir á hlið við hann, drógum við úr ferðinni. Við viss- um svo ekki fyrr en dráttar- báturinn sneri hari i stjómborða og sigldi á miðja bakborðshliðina á varðskipinu. Þetta var mikið högg, þvi hann var á fullri ferð. Nokkru seinna uppgötvuðum við það allt i einu, að Lloydsman sem við höfðum talið vera vélbilaðan, var kominn á fulla ferð og stefndi beint á okkur. Arekstur var óumflýjan- legur og hann sigldi einnig á bak- borðshlið varðskipsins. Þegar hér var komið, sendum við honum piiðurskot, en skipstjórinn á bátn- um lét sér ekki segjast og Lloyds- man sigldi aftur á okkur. Ég sendi þá tilkynningu til skipstjór- ans þess efnis, að ef hann hætti ekki aðförinni, myndum við skjóta kúluskotum á hann. Skip- stjórinn svaraði þessu engu og sendum við þá fyrst eitt kUluskot yfir bátinn og siðan annað í bol hans. En það var augljóst að skip- stjórinn ætlaði ekki að gefa sig. Fyrri ásigling Lloydsman var mjög mikil, enda var skipið á fullri ferð — um 16 milna gang- hraði — og sigldi beint á okkur. Við höggið lagði skipið sig mikið. Mér hafði ekki gefizt tími til að senda Ut aðvörunarhringingu til skipverja minna, en gerði það strax eftir fyrri ásiglinguna.” Helgi Hallvarðsson sagði, að bUast hefði mátt við alvarlegum atburðum á fiskimiðunum, en ekki að jafn alvarlegir atburðir gerðust innan landhelginnar. Helgi sagði, að illa hefði getað fariö, ef Lloydsman hefði siglt i þriðja sinn á varðskipið. — Ég er ekki viss um að varðskipið hefði þolað það. sagði hann. ■~Mér virðist, að herskipið leggi nU allan sinn metnað i það, að reyna á allan hátt að koma i veg fyrir að við getum klippt. Þeir nota mjög grófar aðferðir og þverbrjóta allar siglingareglur. Þeir stefna að þvi, að gera varð- Framhald á 3. siðu. Star Aquarius beygir skyndiiega á stjórnborða og skellur harkalega á varðskipið. Þetta er fyrsta ásigl- ingin, en eftir hana sigldi Lloydsman tvisvar á varðskipið. Dráttarbáturinn Lloydsman kemur á fullri ferð og siglir á bakboröshiið Þórs. Areksturinn var mjög harður enda skipið á fullri ferö, en ganghraði þess er um 16 sjómilur. Ljósmyndir: Friðgeir Olgeirsson. Ríkssaksóknari neitar ósk bankaráðs Alþýðubankans: Krefst rannsóknar á því hvort bankastjórarnir séu sekir um lögbrot Gsal-Reykjavik — Þórður Björnsson, rfkissaksóknari hefur neitað að verða við þeirri ósk bankaráðs Alþýðubankans, að fjárhagsstaða flugfélagsins Air Viking verði rannsökuð fyrir dómi. — Þaö er ekkert refsivert að skulda og min krafa er fyrst og fremst sú, að rannsakað verði hvort bankastjórar Alþýðubank- ans hafi gerzt sekir um saknæmt atferli, sagði Þórður Björnsson i samtali við Timann i gær. NU er hafin hjá Sakadómi Reykjavikur dómsrannsókn i máii Alþýðubankans. Að sögn Halldórs Þorbjörnssonar, yfir- sakadómara, hefur Sverrir Ein- arsson, sakadómari verið skipað- ur dómari i málinu. Þórður Björnsson sagði i gær, að dómsrannsókn i þessu máli væri tviþætt. 1 fyrsta lagi yrði rannsakað hvort bankastjórar Al- þýðubankans hafi gerzt sekir um saknæmt atferli vegna lánveit- inga sinna að undanförnu, þ.á.m. lánveitinga til fyrirtækja Guðna Þórðarsonar. — Það er bankinn sem veitir lánin og spurningin er sú, hvort bankastjórarnir hafi haft heimild til þess að veita þau, hvort þeir hal'i sýnt einhverja vanrækslu, og hvort eitthvað sé almennt óeðli- legt viö lánveitingar þeirra, m.a. Framhald á 3. siðu. „Ekkert nýtt í bréfinu fró Wilson" Mó-Reykjavik — ,,Það kom ekkert nýtt fram i bréfi Harolds Wilsons forsætisráð- herra til min,” sagði Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra i stuttu samtali við Timann i gær. ,,Það er þvi engu að svara.” „Bréf þetta skrifar Harold Wilson, sem svar við munn- legri orðsendingu minni, en hana sendi ég með Hattersley utanrikisráðherra Breta þeg- ar hann var hér á ferð.” Bretar hafa gert þetta bréf að umræðuefni á ráðherra- fundinum i Brussel og gagn- rýnt að þvi hafi ekki verið svarað.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.