Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 13. desember 1975. Balletdansmaerin Betty Ford Þegar Elisabeth Bloomer var átta ára gömul fór hún að læra að dansa ballett. Tiu árum siðar útskrifaðist hún úr dansskólan- um, en i dag er hún þekktust fyrir það að vera forsetafrú Bandarikjanna. Hún er nefni- lega kölluð Betty Ford i dag, og er eiginkona Geralds Ford for- seta. Betty hætti að dansa, þeg- ar hún var komin nokkuð yfir tvitugt og tók i þess stað til við störf sem sýningarstúlka og fyrirsæta. 1 nokkur ár var hún svo gift húsgagnasala, en nú þekkjum ,við hana eins og fyrr segir segír bezt sem forseta- frúna i Bandarikjunum. Þrír bændur saman um 100 hektara lands Þrir ungir bændur i' Munchen, sem er litiö þorp i Þýzkalandi, komust að raun um, að býli þeirra væru allt of litil til þess að bera sig, og þeir gætu ekki stækkað þau eða aukið vélakost i framtiðinni vegna peninga- leysis. Þeir ákváðu þvi að slá saman búunum og fengu út úr þvi 100 hektara býli. Nú hafa þeir sameiginlega 150 kýr i' fjósi, og á aðeins einni klukkustund er hægt að mjólka 90 kýr i mjalta- vélum bændanna, en vélarnar eru allar hinar fullkomnustu eins og reyndar allt annað, sem bændurnir hafa nú fjárfest i, til þess að auka afrakstur af þessu samyrkjubúi sinu. Þegar þeir tóku upp þennan sameiginlega búskap sinn gerðu þeir með sér samning um flest. Þeir ákváöu hvernig kaupgreiðslum skyldi háttað. Einnig sömdu þeir um sumarleyfi og vinnutima og yfirleitt allt, sem nöfnum tjáir að nefna. Nú gengur lika bú- skapurinn bærilega og af- raksturinn er mun meiri heldur en hann var hjá þeim áður en þeir hófu félagsbúskap þennan. kúnum, Á myndinni sjáið þið eina af þriggja- ungu bændanna DENNI DÆMALAUSI Ég verð að'viðurkenna, að Denni hefur á réttu að standa. Það er dálitið kjánalegt að sjá jólasvein- inn vera að sötra i sig kakó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.