Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. desember 1975. TÍMINN 5 Tregur afli á Vestf jörðum gébé—Rvlk — Miklar umhleyp- ingar voru allan nóvembermánuð I Vestfir&ingafjórðungi. Tregfiski var hjá linubátum og lengst af einnig hjá togurum, sem þó fengu nokkuð góðan afla um miðjan mánuðinn. Heildaraflinn varð 4.090 lestir i nóvember en var 3.804 á sama tima i fyrra. Afli linubáta var verulega lakari en afli undanfarin haust, en hann varð 1.334 lestir i 338 róðrum, eða tæpar 4,0 lestir að meðaltali i róðri. 1 nóvember stunduðu 31 bátur bolfiskveiöar frá Vestfjörðum, 22 réru með Ifnu en 9 stunduðu tog- veiðar. Vestri frá Patreksfirði varö aflahæstur i mánuðinum með 93,6 lestir i 18 róðrum og Guðbjörg frá Isafirði aflahæst togskipa með 446,9 lestir. Lionsklúbburinn Baldur: Ljósaperusalan í dag gébé Rvik — Lionsklúbburinn Baidur i Reykjavik mun hefja hina árlegu Ijósaperusölu sina i dag, 13. desember. Munuklúbbfé- lagar selja perurnar á götum borgarinnar, og einnig ganga i hús. Það eru átta perur I hverjum poka. Vonast klúbbfélagar til að borgarbúar taki þeim vel sem endranær, en ágóðinn af sölu þeirra rennur allur til ýmissa liknarmála. Fyrir ágóðann i fyrra tókst klúbbfélögum að festa kaup á gjörgæzlutæki fyrir fæðingardeild Landspitalans i Reykjavik en tæki þetta kostaði á aðra milljón króna. — 1 ár er áætlaö að ágóð- inn renni til aðstoðar við aldraða. Braun Quick Curl ■ GUrU-| | • r « krulluiarnio sem mesta athygli vakti á sýningunni í Laugardal i haust er komið á markaðinn Fæst í raftækjaverzlunum í Reykjavík víða um land og hjá okkur BRAUN-UMBOÐIÐ RAFTÆ KJAVE RZ LUN ÍSLANDS HF Símar 1-79-75/76 Ægisgötu 7 — Reykjavfk Simi sölumanns 1-87-85 Vestfirðir: AAjög góður rækjuafli gébé—Rvik — Siðan rækjuveiðar hófust i haust á Vestfjörðum, hef- ur afli yfirleitt verið mjög góður. t nóvember stunduðu 58 rækju- bátar veiðar frá Vestfjörðum og varð heildaraflinn 593 lestir I mánuðinum, sem þó er talsvert minna en i fyrra, en þá stunduðu 82 bátar rækjuveiöar og varð afli þeirra 840 lestir. Frá Bildudal hafa róið 7 bátar og var afli þeirra i nóvember 45 lestir, Visir varð aflahæstur með 10,5 lestir. Frá verstöðvum við Isafjarðar- djúp réru 37 bátar og öfluðu sam- tals 435 lesta, en aflahæstir voru Sigurður Þorkelsson með 22,0 lestir og Halldór Sigurðsson með 19,8 lestir. Frá Hólmavik og Drangsnesi réru 14 bátar og varð afli þeirra 113 lestir. Aflahæstu bátarnir voru flestir með tæpar 9 lestir, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Fiskifélags íslands á ísafirði, en fyrrgreindar tölur eru allar frá nóvember-veiði. Hættumerki Eysteinn Jónsson, fyrrv. formaður Framsóknarflokks- ins, flutti athyglisvert erindi i útvarpinu 1. des. s.L, þar sent hann ræddi m.a. um gagnrýni á stjórnmálamenn. Eysteinn sagði m.a.: „Vart verö- ur við dáiitið sérkennilega gagnrýni á stjórnmála- m e n n o g stjórumála- starf um þess- ar ntundir. bað er ekkert nýtt og er eðli- legt og það er nauösynlegur þáttur i frantkvæmd lýðræðis og þingræðis, sem ég vona að 'viö öll viljum i heiöri halda. En mér finnst ástæða til, að vara viö nokkrum hættu- nterkjum, sent ntér virðist bóla á. Ég vara við þvi, að reynt sé að festa nteð þjóöinni þá skoðun, að kappræður stjórnmálamanna og annarra unt úrræöi i þjóðntálum séu óþarfa þras, ósamboöiö þeim, sem til trúnaðarstarfa hafa verið kvaddir. Ég vara við þeirri skoöun, aö stjórnmála- menn séu einhverskonar stöðluö manngerð og gefa meö þvi i skyn, þó aö það sé tæpast ætiunin, aö óþarfi sé fyrir menn, senn hvað liður, að leggja vinnu i það að velja og hafna.” Grundvöllur lýðræðis Þá sagði Eysteinn ennfrem- ur: „Umræður um stjórnmál eru misjafnar aö gæðum. Sunit má liklega með réttu lieita þras. En svo hlýtur ætið að verða og dregur þaö ekki vitund úr nauðsyn þess, að kappræður um stjórnmál fari frarn, þvi að þær eru grund- völlur lýðræðis. Þörf er á rifja það upp sem oftast, að það er skylda okkar allra að reyna að greina vifilengjur og þras frá rökum og ntálefnalegum fiutningi. 1 lýöræöisþjóðfélagi eiga menn ekki aðeins réttinn til þess að velja og hafna, heldur ber mönnum skylda til að gera það. Aöeins litill hluti mann- kynsins býr við fullt frelsi til þess aö velja og hafna. Viö, sem eigum þennan rétt, verð- um aö meta hann að verðleik- um og rækja þær skyldur sem hann leggur okkur á herðar. Sjálfsagt verður að bæta mál- flutning, efla gagnrýni og um- ræðu, jafnvel finna heppilegri umræðusniðum erfiö og fiókin mál. En það veröur iika að hlusta betur, en oft vill verða og fella sem flesta rökstudda dóma um málefni og menn.” Reynir mikið á marga Þá sagði Eysteinn ennfrem- ur: „Farsæl framkvæmd lýð- ræðis og þingræöis byggist á þvi, aö menn bregöist almennt ekki skyldum sinum I þessum efnum. Þingræöið cr sú vinnu- aðferð, sem við höfum valiö okkur við framkvæmd lýðræö- isins. Aiþingi er æðsta stofnun landsins, og hafði forystu í freisismáii þjóðarinnar frá þvi þaö var endurreist og þar til lokamarkinu var náð. Alþingi hefur alla tið veriö I farar- broddi framfarasóknar þjóð- arinnar. Við höfum valið þann kost aö dreifa valdinu. En þegar til kemur látum viö lög- in ráða. Sumum finnst kannski of lauslega búið urn ýmsa hnúta. En svona hefur þjóðin viljað hafa þetta og það hefur gefist vel. Það reynir mikið á marga og má ekki mistakast nú, fremur en fyrr, aö ná fullnægjandi tökum á málefn- um landsins við erfið skilyröi. Það ntun licldur ekki inistak- ast ef þjóöin notar þær vinnu- aðferöir, sem bezt hafa dugað i sókn hennar frá áþján til frelsis, og úr örbirgð til bjarg- álna.” Undir þessi orð Eysteins Jónssonar skal tekið. Þótt syrt hafi i álinn um stundarsakir, verða menn aö halda I heiöri það lýðræðisfyrirkomuiag, sem við höfurn kosiö okkur. — a.þ. Auglýsið í Tímanum TERRA fyrir HERRA Vorum að fá úrval af HERRAFÖTUM í dökkum fallegum litum Fullkomið stœrðakerfi tryggir föt i sem fara vel GEFJUN AUSTURSTRÆTI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.