Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. desember 1975. TÍMINN 7 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi: Hraðað verði laga setningu um nýt ingu fiskveiðiland helginnar KJÖRDÆMISÞING Framsókn- armanna i Reykjaneskjördæmi var haldið i félagsheimili Kópa- vogs sunnudaginn 7. desember sl. Þingið hófst kl. 10.00 f.h. Þingfor- setar voru kjörnir Jón Sigurðsson úr Kópavogi og Ingólfur Andrés- son úr Sandgerði. Um 100 fulltrd- ar úr öllum byggðum kjördæmis- ins sóttu þingið. A þinginu flutti Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur erindi um ástand fiskistofnanna og svaraði fyrirspurnum. Jóhann H. Jónsson forseti bæj- arstjórnar Kópavogs ávarpaði þingið og Jón Skaftason alþm. ræddi um stjórnmálaviðhorfið. Miklar og fjörugar umræður urðu á þinginu um landsmál og málefni Reykjaneskjördæmis. Hákon Sigurgrimsson úr Kópa- vogi var endurkjörinn formaður sambandsins og aðrir i stjórn voru kosin: Hilmar Guðjónsson, Njarðvik, Sigurður Sveinbjörns- son, Grindavi'k, Sigurður Hall- grímsson, Hafnarfirði og Hrefna Magnúsdóttir, Mosfellssveit. Fulltrúar I Miðstjórn Fram- sóknarflokksins voru kosnir: Margeir Jónsson, Gunnar Sveins- son og Friðrik Georgsson úr Keflavik, Ingólfur Andrésson úr Sandgerði, Birgir Aspar úr Njarðvik, Hörður Vilhjálmsson úr Garðahreppi, Jóhann H. Jóns- son úr Kópavogi og Haukur Niels- son úr Mosfellssveit. Varamenn i miðstjórn eru: Gunnar Hólmsiteinss. Hafnar- firði, Bogi Hallgrimsson, Grinda- vik, Hilmar Pétursson, Keflavik, Hávarður Emilsson, Hafnarfirði, Jón Sigurðsson, Kópavogi, Sigrið- ur Gísladóttir, Kjalarnesi, Ar- mann Pétursson, Bessastaðahr., og Theodór A. Jónsson, Seltjarn- arnesi. A þinginu skilaði milliþinga- nefnd um atvinnumál í Reykja- neskjördæmi áliti og urðu miklar umræður um það og landsmál al- mennt. Þingið samþykkti sam- hljóða eftirfarandi stjómmálaá- lyktun: Stjórnmálaályktun kjör- dæmisþings Framsókn- armanna i Reykjanes- kjördæmi haldið 7. des. 1975 i Kópavogi Almennur inngangur Rikjandi efnahagsvandi i land- inu undirstrikar öðru fremur þörfina á breyttum vinnubrögð- um og nýju verðmætamati i is- lenzku stjórnmálastarfi. Tákn- ræn er stórefling fiskveiðiflotans án alls tillits til ástands fiski- stofnanna við landið. Enginn vafi er á þvi, að áratuga verðbólguá- stand, sem leitt hefur til æðis- genginnar fjárfestingar og óhófs- eyðsluer undirrót velflestra efna- hagserfiðleika þjóðarinnar, sem bitna fyrst og fremst á þeim er sizt skyldi, þ.e. lágtekjufólki, lif- eyrisþegum og sparifjáreigend- um. Þingið gerir þvi þá meginkröfu til þings og stjórnar, að lögð verði megináherzla á baráttuna fyrir efnahagslegu jafnvægi i fyrstu forgangsröð, jafnframt þvi að ó- eðlilegri hreppa- og fyrirgreiðslu- pólitik verði þokað til hliðar. A þeim erfiðu timum, sem nú ganga yfir þjóðina, þarf hún að búa við einarða forystu og stjórn. Framsóknarflokkurinn þarf i þvi sambandi að halda stefnumálum sinum vel fram, og hvetur þingið ráíherra og þingmenn flokksins til þess að sjá um að svo verði. I. Landsmál. Landhelgismál: K.F.R. fagnar útfærslu fisk- veiðilandhelginnar I 200 milur. Tilvera Islenzku þjóðarinnar og sjálfstæði er undir þvi komin, að við hagnytum auðlindir landsins skynsamlega og hvetur þingið til þess að hraðað verði lagasetningu um nýtingu fiskveiðilandhelginn- ar. Þingið telur að kynna þurfi betur á erlendum vettvangi al- gjöra sérstöðu Islands á mikil- vægi fiskveiða og alþjóðlega þörf i sveltandi heimi á þvi að fyrir- byggja að matarbúr íslandsmiða verði eyðilagt. A þessum grund- velli ber að leita eftir viðurkenn- ingu þjóða á 200 milna fiskveiði- landhelginni. Utanríkis- og varnarmál tsland vill eiga góð samskipti við allar þjóðir án tillits til þjóð- skipulags þeirra. En nú þegar brezki flotinn hefur i þriðja sinn á 17 árum verið sendur inn i is- lenzka fiskveiðilandhelgi til verndar veiðiþjófum, telur þingið fullreynt, að bandalagsþjóð okk- ar, Bretar, ætla að neita okkur um lifsrétt i eigin landi. tslenzk stjórnvöld hafa litið svo á, að floti NATO á N.-Atlantshafi, hefði mikilsverðu hlutverki að gegna og aðild Islands að NATO væri þar mikilsverður hlekkur i varn- arkeðjunni. Nú er augljóst að þörfin fyrir varnaraðgerðir er SÍAAA- BEKKIR Bólstrun Guðm. H. Þorbjörnssonar Langholtsvegi 49 Sími 3-32-40 AUGLÝSIÐ í TÍMANUAA Frá kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Kópavogi. Jón Skaftason, alþingismaður i ræðustóli. Timamynd: Róbert. ekki svo brýn sem áður, þar sem hlpta Atlantshafsflota Breta hefur verið fengið það hlutverk að vernda brezka lögbrjóta á miðun- um, elta islenzk varðskip og reyna að sigla þau niður og stofna með því lifi fslenzkra varðskips- manna i bráða hættu. Við þessar aðstæður skorar þingið á rlkis- stjórn og Alþingi að slita stjórn- málasambandi við Breta og telur sérstaklega brýnt að taka til al- varlegs endurmats aðild að NATO og dvöl varnarliðs á þess vegum i landinu. fslenzka þjóðin er auðug. Það er til vanza að Islendingar þiggi meira fé frá Sameinuðu þjóðun- um en þeir láta af hendi rakna til vanrþóaðra þjóða. Islendingar eiga nú þegar að taka þátt I að- stoð ríku þjóðanna við vanþróuð riki af fullri reisn. Efnahagsmál Þróun efnahagsmála siðustu árin hefur verið afar óhagstæð. Koma þar til áhrif óvenjulega ó- hagstæðra viðskiptakjara og langvarandi sundrung innan- lands. Afleiðing þessa hefur verið geigvænleg verðbólga, vaxandi viðskiptahalli og erlend skulda- söfnun, stórfelldur halli rikis- sjóðs, ótryggt atvinnuástand og versnandi kjör heimilanna. Samræmdra og markvissra að- gerða er þörf til þess að stöðva þessa háskalegu þróun og snúa sem fyrst vörn I sókn. Kemur þar I fyrstu röð þörfin fyrir efnahags- legt jafnvægi i þjóðarbúskapnum, þar sem viðurkennd er sú stað- reynd, að þjóðin getur ekki lifað lengur um efni fram. Þessa að- lögun að lakara efnahagsástandi þarf að framkvæma á þann veg, að gætt sé hagsmuna launþega, einkum þeirra er lægsthafa laun, og undirstöðuatvinnuvega þjóð- arinnar. Framtíðarmarkmið efnahags- stefnunnar er atvinnuöryggi og kraftmiklir atvinnuvegir án opin- berra styrkja, er geta greitt sam- bærileg laun við það, sem tiðkast meðal þjóða með svipaðar þjóð- artekjur á mann. Atvinnu og verkalýðsmál Þingið telur kjör launþega slæm og að þau þurfi að bæta. Sérstaklega þarf að bæta aðbúnað þeirra, er starfa I undirstöðuat- vinnuvegum. Athuga þarf gaum- gæfilega kosti þess að setja reglur um hámarkslaun. Við gerð nýrra kjarasamninga um næstu áramót þarf til að koma samstarf rikisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins þvi að ljóst er að kjaramálin verða ekki leyst eftir hefðbundnum leiðum, heldur verður með stjórnmálalegum að- gerðum og samstilltu átaki þess- ara aðila að ráðast gegn orsök- unum. Kosningalöggjöf Þingið ávitir þann seinagang, sem hefur verið á endurskoðun stjórnarskrárinnar og krefst betri vinnubragða i þeim efnum. Einkenni lýðræðis hlýtur alltaf að vera sem jafnastur réttur kjósenda á skipan löggjafarsam- komunnar. Gildandi misræmi i þessum efaum hér á landi er orðið óþolandi og bitnar fyrst og fremst á kjósendum i Reykjaneskjör- dæmi, sem hafa fjórum sinni minni rétt á skipan Alþingis en sumir kjósendur aðrir. Krefst þingið skjótra úrbóta i þeim efn- um. Þingið telur timabært að at- huga hvort létta beri þingsetu- skyldu af þingmönnum, sem gegna ráðherraembætti og vara- menn þeirra taki sæti á Alþingi. Menntamál Þingið leggur áherzlu á, að is- lenzk æska hafi jafna aðstöðu til þess að afla sér menntunar án til- lits til efnahags eða búsetu og telur nauðsynlegt að gerðar verði stórtækari ráðstafanir til þess að þvi markmiði verði náð. Þingið fagnar frumvarpi um fullorðins- fræðslu og væntir mikils af sam- þykkt þess. Tengsl skóla við þjóðlifið séu með þeim hætti, meðal annars, að viröa hugsanlega vinnu nemenda á hinum almenna vinnumarkaði við námsmat. [alalalálalalalsIatalalalalatalalsIatatsIalalatalaBIalataBBIá VAGN-DREIFARI Eigum einn vagn-dreifara sem hentar vel fyrir húsdýraáburð - og þegar dreifibúnaðurinn hefur verið tekinn af er vagninn orðinn að sjálftæmandi votheysvagni AAJOG HAGKVÆMT VERÐ Samband íslenzkra samvinnufélaga VELADEILD Armula 3 Reykjavik simi 38900 [alalalilsIslsIáláliIÉiIaláliIalslalalálaliIalsIslaliIálalaliIiIa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.