Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 13. desember 1975. Ræðumekki við Breta með anherskipineru í landhelgi MÓ—Reykjavík— Umræður urðu utan dagskrár i báðum deildum Alþingis i gær um ummæli Einars Agústssonar á blaðamannafundi i Brussel, sem haldinn var i fyrrakvöld. í neðri deild hóf Gils Guðmundss. (Ab) umræðuna i og sagði, að i fréttum út- varpsins i gær- kvöldi hefði verið sagt að Einar Agústs- ! son utanrikis- ráðherra hefði I sagt á fundinum • að Islendingar væru ekki til við ræðna um meira aflamagn til Breta en 65 þúsund lestir. Spurði þingmaðurinn forsætisráðherra hvort utanrikisráðherrahefði haft umboð til að gefa slikar yfirlýs- ingar. Væri svarið nei, eins og hann vonaði, spurði þingmaður- inn hvort ráðherrann væri með þessum ummælum ekki i raun að endurnýja tilboðið um 65 þúsund lestir. Með tilliti til atburða gærdags- ins, sem öllum væri enn i fersku minni hefðu flestir búizt við að utanrikisráðherra gerði eitthvað annað á fundinum i Brussel, en bjóða Bretum að veiða hér 65 þúsund lestir af fiski. Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra tók i upp-1 hafi fram að [ hann hefði skil- j ið fréttafrásögn útvarpsins með öðrum hætti en fyrirspyrjandi. Utanrikisráð- herra hefði á fundinum rakið gang mála áður en upp úr viðræð- um slitnaði og þá hefðu tslending- ar boðið 65 þúsund lestir. Það tilboð hefði niður fallið eft- ir að þvi hefði verið hafnað af Bretum og einnig eftir að Bretar hófu hér herskipaihlutun. Væri þvi hægt að svara fyrir- spurninni neitandi. Rikisstjórnin hefði ekki gefið utanrikisráðherra nokkurt umboð til að endurvekja þetta tilboð. Og utanrikisráð- herra hefði tekið það skýrt fram i ræðu sinni á ráðherrafundinum að tilboðið til Breta væri niður fallið, og við þá yrði ekki rætt á meðan þeir beittu herskipum i is- lenzkri landhelgi. Gils Guðmundsson þakkaði ráðherra svörin og fagnaði ákveðnum og einarðlegum yfir- lýsingum ráðherra. Lúðvik Jósefs son (Ab) sagði að ekki hefði verið hægt að skilja frétt rikisútvarpsins á annan hátt en tilboðið hefði aftur verið tekið upp. Krafðist þingmaðurinn þess siðan að forsætisráðherra gæfi afdráttarlausa yfirlýsingu um að það tilboð verði ekki tekið upp aftur. Gcir Hallgrimsson forsætisráð- herra sagðist ekki sjá ástæðu til að bæta neinu við algerlega ský- lausa yfirlýsingu sina. Ef viðræð- ur við Breta yrðu einhvern tima teknar upp, yrði málið tekið fyrir frá grunni án tillits til þeirra til- boða, sem áður kynnu að hafa verið gerð. Forsætisráðherra taldi miður að verið væri að karpa um ein- staka liði landhelgismálsins, og sagði að við ættum frekar að sýna samstöðu. Þá lýsti hann ánægju sinni yfir einhuga samstöðu rikis- stjórnarog utanrikismálanefndar með fyrstu viðbrögð við atburð- unum i gær. 1 efri deild hóf Stefán Jónsson (Ab) umræðuna og spurðist fyrir um ummæli ut- anrikisráð- herra. Jafn- framt ræddi hann nokkuð um afstöðu rik- isstjórnar við atburðunum á miðunum þegar dráttarbátarnir sigldu á varðskipið Þór. Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra svar- aði og vék fyrst að viðbrögðum rikisstjórnar og utanrikismála- nefndar við at- burðunum og taldi þau mjög eðlileg við þess- ar aðstæður. Vissulega hefðu fleiri atriði verið rædd en ákvörðun um þau biði þar til utanrikisráðherra kæmi heim. Óeðlilegt væri að ákvörðun um harðari aðgerðir væri tekin að utanrikisráðherra fjarverandi, eins og t.d. slit á stjórnmálasambandi. Þá sagði dómsmálaráðherra að utanrikisráðherra hefði ekki get- að rætt um atburðina fyrir austan land i ræðu sinni á ráðherrafund- inum i fyrradag, þvi honum hefðu ekki borizt fréttir af þeim atburðum fyrr en eftir að hann hafi 'flutt ræðuna. Hins vegar hefði hann flutt aðra ræðu á fund- inum i gær og skýrt rækilega frá þessum atburðum. Að lokum sagði dómsmálaráð- herra að utanrikisráðherra hefði engin tilboð gert og ekki staðið i neinum samningaviðræðum við Breta. Hins vegar hefði hann skýrt frá gangi samningavið- ræðnanna við Breta, og tekið fram að eftir að samningaviðræð- unum hefði verið lokið væri ekki um neitt tilboð að ræða. Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra tók einnig þátt i umræðun- um og ásakaði fyrirspyrjendur bæði i efri og neðri deild fyrir að gera utanrikisráðherra upp skoð- anir eftir fréttum, sem þeim bær- ust. Utanrikisráðherra hefði marg- lýst þvi yfir á Alþingi að tilboðið til Breta væri úr gildi fallið og við þá yrði ekki rætt á meðan þeir beittu okkur hervaldi. Nýr kaupstaður MÓ-Reykjavík. í gær voru samþykkt sem lög frá Alþingi frumvarp um kaup- staðarréttindi handa Garða- hreppi. Var frumvarpið flutt að beiðni hreppsnefndar Garðahrepps og stutt svip- uðum rökum og önnur frum- vörp, um kaupstaðaréttindi handa sveitarfélögum. Þungaskattur díselbifreiða hækkar í 126 þúsund kr. — ef frumvarp sem liggur fyrir alþingi verður samþykkt Á fundi efri deildar i gær mælti Matthias A. Matthisen fjármála- ráðherra fyrir frumvarpi til laga um fjáröflun til vegagerðar. t frumvarpinu er gert ráð fyrir hækkun á árlegum þungaskatti disilbifreiða, sem eru minna en 3.700 kg að leyfðri heildarþyngd, úr 42.000 kr. i 126.000 kr. Þessi hækkun miðar aö þvi að draga nokkuð úr þeim mikla mis- mun sem er á skattlagningu elds- neytis á bifreiðar, eftir þvi hvort um er að ræða bensin eða disil- oliu. Skattar sem lagðir eru á hvern bensinlitra nema nú 34,04 kr., þar af 16 kr. i vegasjóð, en einungis 6,91 kr. á hvern litra disiloliu og rennur ekkert af þeirri upphæð i vegasjóð. Greinin veitir þó eigéndum bifreiða, er greiða eiga fast gjald, heimild til að óska eftir að greiða ákveðið gjald fyrir hvern ekinn kilómetra, i stað hins fasta árgjalds, á sama hátt og um væri að ræða bifreið sem er 3.700 kg eða meira að leyföri heildarþyngd. t athugasemdum með frum- varpinu segir m.a.: Við gerð vegaáætlunar 1975 var gert ráð fyrir að árlegar tekjur vegasjóðs ykjust um 175 milljónir króna. Þessum tekjum skyldi nað með því að setja gjaldmæla i allardisilbifeiðar, sem væru 4.000 kg eða meira að leyfðri heildar- þyngd, svo og festi- og tengi- vagna. Einnig skyldu settir öku- mælar til gjaldákvörðunar i disil- knönar leigubifreiðar til fólks- flutninga. Nú þegar hafa verið settið mælar i flestar þær bifreið- ar og vagna, sem eru yfir hinuj- tilskildu mörkum en frestur var þó veittur á isetningu mæla i leigubifreiðar til fólksflutninga og sendibifreiðar. Við athugun á bifreiðaskrá hefur komið i ljós að nokkrar sendibifreiðar, sem nota annað eldsneyti en bensin, ná ekki 4.000 kg. leyfðri heildarþyngd, og er þungi þeirra á bilinu 3.700—4.000 kg. Ekki þykja efni til að mis- munandi reglur gildi um disil- sendibifreiðar að öðru leyti en þvi sem a-liður 5. gr. frumvarpsins kveður á um. Eru þvi þyngdar- mörkin færð úr 4.000 kg. i 3.700 kg. Að höfðu samráði við samtök leigubilstjóra þótti Sanngjarnt að verða við þeim tilmælum að eig- endur disilbifreiða, er væru minni en 3.700 kg að leyfðri heildar- þyngd svo og eigendur disilsendi- bifreiða i leiguakstri, gætu átt um það val hvort þeir greiddu tiltölu- lega hátt fast árgjald eða gjald fyrir hvern ekinn kilómetra. Gild- ll ^1111 ^BllTTllllllTTlllmilTTITuE. Mó-Reykjavik — Langir fundir voru á Alþingi i gær og mörg mál á dagskrá. M.a. var afgreitt sem lög frá Alþingi frumvarp um inn- heimtu gjalda með viðauka. Þar er gert ráð fyrir að innheimta ýmis gjöld með sömu viðáukum og á þessu ári. Þá voru einnig samþykkt eignarnámsheimild á hluta jarðarinnar Ness i Norðfirði og Rikisreikningurinn 1973. Þá voru þrjú mál afgreidd til efri deildar, þ.e. frumvarp um vörugjald, frumvarp um sölu- skatt og frumvarp um fjáröflun til viðlagasjóðs vegna snjóflóð- anna i Neskaupstað. Ný þingmál Meðal þeirra nýju þingmála, sem fram hafa verið lögð siðustu dagana, má nefna, að Þorvaldur G. Kristjánsson o.fl. þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunár um sjónvarp á sveitabæi með að- stoð byggðasjóðs. Aður hafði Steingrimur Hermannsson ofl flutt tillögu um að flýta dreifingu sjónvarps. Þá hefur verið lagt fram stjórn- arfrumvarp um skráningu og mat fasteigna. t athugasemdum við frumvarpið segir, að vonazt sé til að það leysi til nokkurrar fram- búðar þann hnút, sem málefni fasteignamats hafi verið i siðustu misserin. Þá hefur einnig verið lagt fram frumvarp til laga um aukatekjur rikissjóðs. Er frumvarpinu ætlað að veita svigrúm til að tryggja, að rikisfjóður fái jafnan eðlilegar greiðslur fyrir þá vinnu og annan kostnað, sem leggja verður i i tengslum við dómsmál, við gerð og frágang skirteina og skjala og ýmiss konar eftirlitsstörf, sem þeim eru tengd. Fyrirspurnir Guðmundur G. Þórarinsson (F) hefur fyrir nokkru beint þeirri fyrirspurn til menntamálaráð- herra, hvaða áform séu uppi um úrbætur i húsnæðismálum nátt- úrugripasafns Náttúrufræðistofn- unar tslands. Jón Skaftason (F) hefur spurt iðnaðarráðherra hvað liði rann- sóknum á byggingu og rekstri sjóefnaverksmiðju á Reykjanesi og hvenær megi vænta ákvörðun- ar um það, hvort og með hvaða hætti hún verði byggð. Bezt komnir á botni Seyðisfjarðar ir sú skipan reyndar fyrir alla eigendur disilbifreiða séu bifreið- ar þeirra undir áðurnefndum þyngdarmörkum. Gert er þó ráð fyrir að heimild ráðherra til að á- kveða aðra skipan mála verði þó haldið, sbr, ákvæði 1. mgr. 7. gr. frumvarpsins. Breytingar sem með frumvarpi þessu er lagt til að gerðar verði á núgildandi lög- um um fjáröflun til vegagerðar hafa að likindum i för með sér tekjuauka er nemur 160 milljón- um króna en talið er að skattlagn- ing festi- og tengivagna hafi haft i för með sér 20 milljón króna tekjuauka. Frumvarp þetta er i reynd frumvarp um breytingu á lögum nr. 79/1974 og felur i sér efnis- breytingu á 5. gr. þeirra laga. Þar sem viða i lögum þeim er vitnað til ákvæða 5. gr. og breyta þurti þeim tilvitnunum var horfið frá að flytja frumvarpið sem breyt- ingartillögu, enda hefði hvort sem er þurft að fella breytingarnar inn i meginmál laga nr. 79/1974. Eins og áður hefur verið eiga bændur rétt á að fá helming þungaskattsins endurgreiddan. Óski þeir hins vegar frekar eftir að i bifreiðar þeirra verði settir gjaldmælar, er það heimilt sam- kvæmt þessu frumvarpi. Mó-Reykjavlk— Eins og frá var skýrt i gær, urðu miklar umræður utan dagskrár i sameinuðu þingi um atburðina fyrir austan land, þegar brezku dráttarbátarnir sigldu á varðskipið Þór. Þá var greint frá ræðum Jóhanns Haf- stein og Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráðherra. Hér verða ræður annarra þingmanna rakt- ar. Benedikt Gröndal (A) þakkaði dómsmálaráðherra fyrir að veita þingheimi svo fljótt upplýsingar um þessa atburði. Þeir væru mjög alvarlegir og algerlega sér- stæðir, þar sem þeir hefðu átt : sér stað innan óumdeilanlegr- ar landhelgi okkar. Ótrúlegt væri hvernig andstæðingar okkar voguðu sér að gera slikt. Siðan sagðist hann vilja taka undir kveðjur dómsmála- ráðherra til varðskipsmanna. Þá kvaðst þingmaðurinn treysta þvi, að rikisstjórnin brygðist rétt við þessum vanda, og lýsti stuðningi Alþýðuflokksins við stjórning i þessu máli. Lúðvik Jósefsson (Ab) tók undir góðar óskir til varðskips- manna og sagði, að þeir hefðu yfirleitt unnið vel. Þá taldi þingmaðurinn, að hér væri um svo alvarlega at- burði að ræða, að ekki mætti dragast að kalla saman fund i utanrikismála- nefnd Alþingis. Nú þegar yrði að slita stjórn- málasambandi við Breta og kalla sendiherra okkar heim, og jafn- framt að óska eftir þvi, að sendi- herra Breta á tslandi færi héðan strax. Taldi þingmaðuririn útilokað, að utanrikisráðherra okkar væri þátttakandi i fundi ráðherra At- lantshafsbandalagsins, án þess að mótmæla þessum atburðum kröftuglega, og á þann eina hátt, sem þeir skildu, þ.e. að Island segði sig úr bandalaginu. Magnús Torfi Ólafsson (Sfv) þakkaði dómsmálaráðherra fyrir að skýra Alþingi frá þvi, sem þeg- ar væri vitað um þessi mál, Hugir alþingismanna, svo og þjóðarinnar allrar, væru bundnir hjá Landhelgis- gæzlunni. Hér hefði það gerzt, sem allt- áf hefði mátt búast við. Beindi hann þvi siðan til rikisst-jórnarinnar að athuga, hvernig hægt væri að koma þvi við, að öll viðbrögð yrðu eins hröð og markviss og frekast væri kostur. Eðli málsins sam- kvæmt heyrðu slik mál sem þessi undir mörg ráðuneyti, en það skipti mjög miklu máli, að allar aðgerðir gætu verið mjö skjótar. Garðar Sigurðsson (Ab) vildi slita stjórnmálasambandi við Breta og hætta að veita Bretum nokkra fyrirgreiðslu hér á landi. Ekki hefðu Bretar fengið að fara með sjúka menn og særða á land i Þýzkalandi i seinni heims- styrjöldinni, og árásir dráttar- bátanna á varðskipið væru ekkert annað en árás á tsland. Þá yrði að búa varðskipin svo öflugum byssum, að þau gætu taf- arlaust sökkt skipum, sem slikar árásir gerðu á þau. Brezku drátt- arbátarnir væru nú bezt komnir á botni Seyðisfjarðar. Þá taldi þingmaðurinn, að ennþá einu sinni hefði sannazt, að herlið Nato væri hér ekki til að verja Islendinga. Ef svo væri, hefði þessi árás ekki verið látin viðgangast. ,,Við eigum nú þegar að segja okkur úr þessu glæpasamfélagi við Nato og senda herinn heim,” sagði hann að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.