Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. desembcr 1975. TÍMINN 15 Punktar BELL BYRJAÐUR AÐ ÆFA AFTUR Viggó frá keppni — getur ekki leikið gegn Júgóslövum Æfinga búningar POSTSENDUM 8POR1&4L ‘•JlEEMM TORG] • 2 LEIKIR Á NESINU REYKJAVÍK. — Tveir leikir verða leiknir i 1. deildar keppn- inni i körfuknattleik i iþróttahús- inu á Seltjarnarnesi i dag. Ár- menningar mæta Njarðvik kl. 2, og strax á eftir leika Valur og ÍR. REYKJAVÍK. — KR-ingar eru úr leik i 2. deildar baráttunni i hand- knattleik — þeir töpuðu óvænt 25:26 fyrir Keflavik. ÍR-ingar standa bezt að vigi i deildinni — eru ósigrandi. beir unnu stórsig- ur, 26:12, i leik gegn Fylki á mið- vikudagskvöldið, og þá gerðu Leiknir og Breiðablik jafntefli — 19:19. Staðan er nú þessi i 2. deildar keppninni: 1R............7 7 0 0 187:105 14 KA...............5 4 0 1 108:91 8 Leiknir ........ 7 3 1 3 139:152 7 KR............6 3 0 3 135:127 6 Fyfkir ..;...... 5 2 0 3 78:98 4 Keflavik.........6 2 0 4 109:132 4 bór...........5 1 0 4 108:114 2 Breiðablik .... 5 0 1 4 75:120 1 MANCHEST- ER. — Colin B e 11, h i n n snjalli leikmað- ur Manchester City, sem togn- aði illa á fæti 12. nóvember i leik gegn Manchest- er United, er byrjaður að æfa aftur Bell, sem hefur ekki getað leikið sl. 5 leiki með City-liðinu, verður örugglega orðinn góður fyrir leiki liðsins gegn Middlesborough i undanúrslitum deildarbikar- keppninnar, sem fara fram 14. og 21. janúar. • KR-INGAR ERU ÚR LEIK VIGGÓ SIGURÐSSON. VIGGÓ SIGURÐSSON — vinstri- handarskytta úr Vikingi — verður frá keppni næstu 7-12 daga, þar sem hann á við meiðsl að striða. Viggó fékk högg á höndina á æf- ingu hjá landsliðinu í Oanmörku, þannig að talið var að hann væri brákaður. Ekki voru meiðslin þó svo alvarleg, þvi að röntgen myndataka sýndi, að það hafði hlætt inn á lið. Viggó tók ekki þátt i landslciknum við Oani i Rand- ers, og hann mun ekki leika hinn þýðingarmikla leik gegn Júgó- slövum i LaugardalshöIIinni 18. desember. Landsliðið tekur þátt i fjögurra liða keppni i Arósum um helgina, þar sem liðið keppir ásamt Arhus KFUM, danska landsliðinu og ungverska liðinu Tatabanva. — SOS OLAFUR I HERBUD- IR SKAGAMANNA? Þessi snjalli knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum hefur áhuga á að breyta til Svo getur fariö, að landsliðsbakvörðurinn snjalli frá Vestmannaeyjum, ólafur Sigurvinsson, hverfi frá Eyj- um um tíma og gerist leikmaður með 1. deildar liði á meginlandinu næsta keppnistímabil. Sterkur orðrómur er nú á kreiki, um það að Ólafur hafi hug á að gerast leikmaður með íslandsmeisturunum frá Akranesi. — Ég er ekki enn búinn að gera það upp við mig, hvað ég geri, sagði Ólafur, þegar blaðamaður Timans hafði samband við hann. — Ég hef haft áhuga á að breyta til og reyna eitthvað nýtt, þótt alltaf sé bezt að vera hér i Vest- mannaeyjum, sagði Ölafur. Ólafur hefur verið einn bezti knattspyrnumaður okkar undan- farin ár — yfirvegaður varnar- leikmaður og sókndjarfur. bað er ekki að efa, að ólafur myndi styrkja Akranes-liðið mikið, ef hann færi i herbúðir Skagamanna — en vörnin hefur verið veikasti hlekkur Skagaliðsins undanfarin ár. Skagamenn missa að öllum likindum einn leikmann úr her- búðum sinum næsta keppnistima- bil — miðvörðinn Jóhannes Guð- jónsson, sem er að flytjast til Reykjavikur, þar sem hann mun stunda nám i endurskoðun. — SOS McKenzie til FH? FH-ingar eru nú að leita eftir knattspyrnuþjálfara i Skot- landi. beir hafa augastað á einuni kunnum þjálfara — Roddy McKenzie, sem hefur verið einn af aðstoðarþjálfur- um Willie Orrriond, landsliðs- einvalds Skota. McKenzie sagði starfi sinu lausu frá skozka landsliðinu eftir lands- leik Skota gegn Dönum i Kaupmannahöfn — en eftir þann leik voru Billy Bremner og félagar hans dæmdir i keppnisbann. McKenzie var á móti hanninu og sagði þjálfarastarfi sinu lausu.-SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.